Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. janúar 1990 - DAGUR - 5 Svavar Ottesen: Er steypan hjá Hólma dýrari en hjá Víglimdi? - Hugleiðingar vegna fullyrðinga Júlíusar Sólnes um kostnað við byggingu nýs álvers í Eyjafirði Mér brá illilega í brún föstudag- inn 19. janúar sl. þegar Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu ís- lands, kom í Svæðisútvarpið í viðtal. Þar var hann spurður um væntanlegt álver, sem mikið hef- ur verið rætt um að undanförnu. Ég verð að segja eins og er að mér fannst ráðherrann fara mjög frjálslega með tölur í svari sínu. Hann sagði að hverfandi líkur væru á því að þetta álver yrði byggt í Éyjafirði og reyndar væri allt í járnum með það hvort nýtt álver yrði yfirleitt reist hér á landi. Og þá var komið að tölun- um. Júlíus sagði að talað væri um að álver af þessari stærðargráðu, um 200 þúsund tonn, kostaði 70- 100 milljarða íslenskra króna og það yrði 5-7% dýrara að reisa það í Eyjafirði en í Straumsvík. Mismunurinn væri sem sagt 5-7 milljarðar króna og þá upphæð yrði ríkissjóður að taka á sig, ef álverirð ætti að rísa í Eyjafirði. Hafa iðnaðarmenn hærra kaup fyrir norðan en sunnan? Nú hljóta Akureyringar og Ey- firðingar að spyrja Júlíus Sólnes að því hvort ráðamenn þjóðar- innar, ríkisstjórn og alþingis- menn, ræði um þetta væntanlega álver á þessum nótum. Á að stinga upp í okkur hér fyrir norð- an með svona rökum? Júlíus Sólnes hlýtur að þekkja okkur betur en svo, þar sem við hljótum að líta á hann sem einn af okkur, þótt hann sé í framboði á Reykjanesi. Svona rök duga ekki. I þessu sambandi væri fróð- legt að fá svör við nokkrum spurningum: Er allur búnaður og bygginga- efni til álversins (væntanlega að mestu innflutt) dýrara ef það er reist í Eyjafirði? Er steypa hjá Hólma dýrari en hjá Víglundi? Hafa iðnaðarmenn hærra kaup fyrir norðan en sunnan? Svona mætti lengi spyrja. Núna hljóta menn að spyrja ráðherrann: Hvaðan hefur hann þessar tölur? Hverjir eru það sem ræða um þetta stórmál á þessum nótum? Hafa þeir, sem leitt hafa þessar viðræður fyrir Eyfirðinga, þessar tölur undir höndum? Eða er þetta bara eitthvert fleipur? Eru þessar tölur kannski komnar frá álviðræðunefndinni? efla eigi Akureyri til mótvægis við Stór-Reykjavíkursvæðið er út í hött. Á slíkum loforðum er ekk- ert niark takandi. Það þekkja Akureyringar og Eyfirðingar. Hvaða fyrirtæki á að byggja á Akureyri eða í Eyjafirði? Þetta er ekkert ósvipað og hjá kvenna- listakonunum, sem tala alltaf um smáiðnað, og enginn veit raunar hvað þær eiga við. Hér á Akur- eyri stendur hús í eigu ríkisins, Hekluhúsið svokallaða. Væri ekki rétt af stjórnvöldum að bjóða Kvennalistakonum þetta hús til afnota? Þar væri hægt að koma á fót mörgum litlum fyrir- tækjum, sem konur ættu. Þar gætu þingkonur Kvennalistans fengið að spreyta sig. Gáleysislegt tal Það er alveg með ólíkindum hve margir ráðamenn þjóðarinnar tala um uppbyggingu fyrirtækja, sérstaklega á landsbyggðinni, af miklu gáleysi. Erum við íslend- ingar ekki búnir að fá nógu mörg stór og þung högg á undanförn- um árum og áratugum vegna vit- lausra fjárfestinga? Hvað með fiskeldið og loðdýraræktina? Milljarður í auglýsingar Nýlega var í fréttum sagt frá því að Bretar hefðu áhuga á því að reisa hér á landi verksmiðju til framleiðslu á milliveggjaplötum úr vikri og gifsi, sem mun vera nýjung. Rætt var um að reisa þá verksmiðju á Suðurnesjum og voru staðir eins og Helguvík og Þorlákshöfn nefndir. Það sem vakti athygli í þessari frétt var það að byggingarkostnaður verk- smiðjunnar var talinn verða um 300 milljónir króna, en til að aug- lýsa vöruna í upphafi átti að verja 1.000 milljónum. Þetta dæmi sýn- ir okkur kannski betur en mörg orð hvað um er að ræða þegar verið er að tala um uppbyggingu fyrirtækja, sem keppa eiga á er- lendum mörkuðum. Engar stórframkvæmdir næstu 10-20 árin Því er ekki að leyna að það eru erfiðleikar í atvinnulífinu á Akureyri um þessar mundir. Mörg stór fyrirtæki eiga í erfið- leikum og eru rekin mcð tapi. Við tapið bætist svo aðstöðu- gjald, sem öll fyrirtæki verða að greiða til bæjarins, burtséð frá því hvort um tap eða hagnað er að ræða. Þennan vanda verðum við sjálf að leysa á næstu misser- um. Við verðum að snúa bökum saman og treysta undirstöður þcss atvinnulífs, sem fyrir er í bænum. Það eru allir sammála um að ekki megi einblína á stór- iðju sem einhverja allsherjar- lausn á okkar málum. En því er ekki að neita að ef hugsaö er til framtíðar, yrði bygging álvers sú vítamínssprauta fyrir Eyfirðinga sem vantar núna. Álver yrði hrein viðbót við það atvinnulíf sem fyrir er. Ef það fjármagn sem þarf til að reisa þetta marg- umtalaða álver og virkjanir, sem kosta 30-40 milljarða króna, fer allt fram hjá Eyjafjarðarsvæðinu, sjá auðvitað allir hugsandi menn að Akurcyri verður ekki um fyrirsjáanlega framtíð það mót- vægi við Stór-Reykjavíkursvæð- ið, sem ráðamenn eru að tala um. Allir íslendingar hljóta að gera sér grein fyrir því að á næstu 10- 20 árum verður ekki farið í nein- ar stórframkvæmdir hér á landi í líkingu við það, scm nú er veriö að tala um; framkvæmdir sem kosta 130-140 milljarða króna, þ.e. meira en öll fjárlög ríkisins á þessu ári. Óljós loforð nægja ekki Auðvitað skiptir það sköpum í sambandi við byggðaþröunina, hvar á landinu þessum miklu fjár- munum verður varið. Þess vegna verða Akureyringar og Eyfirð- ingar að fylgjast vel með fram- vindu þessa máls á næstunni. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherr- ar og alþingismenn, verða að svara mörgum spurningum áður en þetta mál verður afgreitt á Alþingi. Því verður ekki tekið með þögn og þolinmæði ef al- þingismenn ákveða að byggja nýja álverið í Straumsvík. Ey- firðingar hljóta að mótmæla slík- um áformum á eftirminnilegan hátt. Þeir láta sér óljós loforð um uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæð- inu í framtíðinni ekki nægja. Htifundur er furniuður Frainstiknarfélags Akureyrar. Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðanámskeiðin hefjast n.k. mánudag Upplýsingar og innritun að Skíðastöðum, sími 22280. Húsvíkingar - Þingeyingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Fé- lagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Að framsöguræðum loknum: Fyrirspurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Húsavíkur. NORÐURLANDS HF Ráðhústórgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 FROÐLEIKSMOLAR 1. fl. D 1988 Við innlausn spariskírteina í 1. fl. D 1988 (með gjalddaga 1. febrúar) bjóðast ný skírteini með skiptiuppbót. Sölugengi verðbréfa þann 31. jan. Einingabréf 1 4.634,- Einingabréf 2 2.547,- Einingabréf 3 3.049,- Lífeyrisbréf 2.330,- Skammtímabréf 1 ,581 , ?/(4/ IPÞING Byggðaröskun Þessum spurningum og mörgum fleiri verða ráðamenn þjóðarinn- ár að svara á næstunni. Því verð- ur ekki tekið með þögninni hér fyrir norðan ef fara á með þetta mál fyrir Alþingi á þessunt nótum. Það gera sér allir grein fyrir því á Akureyri og í Eyjafirði að ef þetta álver verður reist í Straumsvík, á það eftir að valda fnestu byggðaröskun í sögu íslensku þjóðarinnar fram til þessa og það af völdum ráða- manna þjóðarinnar. Það verður því fylgst vel með því á næstunni hvernig tekið verður á þessu máli. Kvennalistinn og Hekluhúsið Óljóst tal Júlíusar Sólnes um að verja 5 milljörðum - sem ekki eru til - til uppbyggingar á Eyjafjarðarsvæðinu og tal um að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.