Dagur - 15.02.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kvennaframboð á Akur- eyri er tímaskekkja Línur eru farnar að skýrast vegna bæjarstjórnar- kosninganna á Akureyri í vor. Framsóknarmenn hafa fyrstir stjórnmálasamtaka lagt fram framboðs- lista og hefur það vakið athygli hve mikið jafnræði er með konum og körlum á listanum, miklu meira jafnræði en oft áður. Trúlegt er að listar annarra flokka muni draga dám af lista framsóknarmanna hvað þetta varðar og konur muni því skipa veglegri sess en nokkru sinni fyrr á listum gömlu flokkanna í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þetta kemur þeim ekki á óvart, sem fylgst hafa með bæjarstjórnarmálum á Akureyri undanfarin ár. í síðustu bæjarstjórnarkosningum voru fjórar konur kosnar í bæjarstjórn Akureyrar, þær Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, B-lista; Bergljót Rafnar, D-lista; Sigríð- ur Stefánsdóttir, G-lista og Áslaug Einarsdóttir, A-lista. Sem sagt ein kona frá hverjum flokki. Konur voru einnig kosnar varabæjarfulltrúar og á a.m.k. einum bæjarstjórnarfundi á yfirstandandi kjörtíma- bili hafa konur verið í meirihluta í bæjarstjórn Akur- eyrar, þ.e. sex konur af ellefu bæjarfulltrúum. Einnig hefur það gerst oftar en einu sinni að fimm kvenbæjarfulltrúar hafa setið fundi í bæjarstjórn- inni og þannig verið í naumum minnihluta. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að talsmenn Kvennalistans á Akureyri hafa lýst því yfir að konur hyggist bjóða fram sérstakan lista í komandi bæjar- stjórnarkosningum á Akureyri. Kvennalistinn bauð fram í fyrsta sinn á Akureyri árið 1982. Þá var um nýtt stjórnmálaafl að ræða, sem fékk verulegt fylgi og tvo bæjarfulltrúa kjörna. Fjórum árum síðar sáu konurnar ekki ástæðu til þess að bjóða fram sér- stakan lista á Akureyri og túlkuðu flestir það svo að þær teldu sig hafa náð tilætluðum árangri, þ.e. að bæta hlut kvenna í bæjarstjórn Akureyrar. Ofan- greindar tölur staðfesta að það markmið náðist. Staðreyndin er sú að með sérstöku framboði 1982 náðu konur miklum árangri í átt til jafnræðis í fjöl- mörgum sveitarfélögum og óvíða hefur áhrifa fram- boðs þeirra gætt meira en einmitt á Akureyri. Ákvörðun um sérstakt framboð Kvennalistans á Akureyri nú kemur því verulega á óvart og er í hróplegri mótsögn við það sem þær hafa áður sagt. Kvennalistakonur hafa nú setið á Alþingi tæp tvö kjörtímabil og hefur mörgum þótt sem þær skorti það áræði sem þarf til að taka eindregna afstöðu í veigamiklum málum. í því sambandi nægir að minna á að þær hafa ítrekað færst undan þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi, þótt eftir henni hafi verið leitað. Hvernig sem á málið er litið virðist það því hrein tímaskekkja að Kvennalistinn sjái ástæðu til að bjóða fram sérstakan lista til bæjarstjórnarkosn- inganna á Akureyri í vor. Flest bendir einmitt til þess að meira jafnræði verði með konum og körlum á framboðslistum þar í bæ nú en nokkru sinni fyrr. Það hlýtur því að reynast Kvennalistakonum erfitt að rökstyðja þessa ákvörðun. BB. Frá undirritun samkomulags um stuðning Rauða krossins við Hcimahlynningu Krabbamcinsfélagsins, talið frá vinstri: Guðjón Magnússon formaður Rauða kross Islands, Almar Grímsson formaður Krabbameinsfélags Islands og Arinbjörn Kolbeinsson formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins: Þjónustan aukin með stuðningi Rauða krossins Starfsemi Heimahlynningar Krabbaineinsiélagsins hefur nú verið aukin þannig að veitt er þjónusta allan sólarhring- inn. Samkvæmt samkomulagi sem nýlega var undirritað veit- ir Rauði krossinn Krabba- meinsfélaginu fjárhagslegan stuðning til að þetta sé kleift. Rauði kross íslands og Reykja- víkurdeild Rauða kross íslands ætla að styrkja rekstur Heima- hlynningar Krabbameinsfélags íslands til marsloka 1991 en fyrir þann tíma verður árangur starf- seminnar metinn og leitað leiða til að finna þjónustunni farveg til frambúðar. Krabbameinsfélagið hóf rekst- ur Heimahlynningar í kjölfar söfnunar undir kjörorðinu „bjóð- arátak gegn krabbameini 1986". Tveir hjúkrunarfræöingar hafa sinnt þessari þjónustu en í haust voru ráðnir tveir hjúkrunar- fræðingar til viðbótar til að anna auknum verkefnum og gera þjón- ustu allan sólarhringinn mögu- lega. Einnig starfa tveir læknar við þjónustuna í hlutastarfi. Tilgangur Heimahlynningar er að gefa sjúklingum með krabba- mein á lokastigi kost á því að dvelja heima eins lengi og þeir óska og aðstæður leyfa með því að veita markvissa líknarmeð- ferð. Byggt er á hugmyndafræði Hospice-hreyfingarinnar sern miðar m.a. að því að tryggja lífs- gæði og sjálfsvirðingu svo lengi sem unnt er. Þjónustan nær einn- ig til stuðnings við aðstandendur sjúklinga. Iðntæknistofnun: íslensk fyrirtæki taka þátt í skjalaskiptum á milli tölva í undirbúningi er að íslensk fyrir- tæki taki þátt í svokölluðum skjalaskiptum á milli tölva. Islenska strikamerkjanefndin er þátttakandi í norrænu samstarfi á þessu sviði og er áætlað að til- raunasendingar geti hafist í vor. Reiknað er með að reyna bæði sendingar á milli landa og innan- lands. Um þessar mundir er verið að leita eftir fyrirtækjum sem taka vilja þátt í slíku samstarfi. Skjalaskipti á milli tölva (EDI, Electronic Data Interchange) verða sífellt algengari í viðskipt- um á milli fyrirtækja og við opin- bera aðila víða um heim. Bætt gagnaflæði bætir samkeppnis- stöðu fyrirtækja og sparar tíma við innslátt gagna en talið er að um 80% af því sem prentað er út úr tölvum sé slegið inn í aðrar tölvur. Stöðlun þessara sam- skipta er langt á veg komin en hún er forsenda þess að notkun þessarar tækni verði almenn í viðskiptum og kemur í veg fyrir að lokaðar sérlausnir verði ofan á. Grunnur þessara staðla er EDIFACT staðall Sameinuðu þjóðanna (ISO 9735) en unnið er að því að staðla uppbyggingu ýmissa viðskiptaboða, til dæmis pöntun og reikning, þannig að unnt sé að senda þau beint á milli tölva. Unnið er að stöðlun á ýms- um sviðum viðskiptalífsins, til dæmis í verslun, flutningum og bankastarfsemi. Norrænu nefndirnar uni bætt verklag í viðskiptum, svokallaðar PRO nefndir, hafa tekið þátt í þessari stöðlun og á sama tíma hafa strikamerkjanefndir í EAN (International Article Number- ing) unnið að útbreiðslu EDI inn- an verslunargeirans. Svokallaður EANCOM staðall er árangur þessarar vinnu en hann er undir- niengi (sub set) úr EDIFACT staðlinum. í EAN eru nú 45 lönd, þar á meðal ísland, og hafa um 120.000 fyrirtæki gerst aðilar að strikamerkjakerfi EAN en það kerfi tryggir að engar tvær tölvur hvar sem er í heiminum fái sama strikamerki. Til þess að tryggja að Norður- löndin verði samstiga í notkun þessarar nýju tækni og hafi áhrif á framvindu hennar hafa strika- merkjanefndir Norðurlandanna og PRO nefndirnar tekið sig sam- an og komið af stað samnorrænu verkefni á þessu sviði sem nefnist EDINOR. Verkefnið er kostað af Norrænu ráðherranefndinni og nefndum hvers lands. Megin markmið verkefnisins er að stuðla að notkun milli fyrirtækja og aðstoða við undirbúning slíkra samskipta. Einnig hefur verið í EDINOR unnið að samnorrænni þýðingu staðlanna og í undirbún- ingi er útgáfa handbókar. Nú þegar hafa nokkrir íslensk- ir aðilar lýst sig reiðubúna að fara út í tilraunasendingar og fylgjast með stöðlunarvinnunni. Pátttaka í verkefninu er fyrirtækjunum að kostnaðarlausu en þau bera sjálf kostnað sem fellur til við send- ingarnar. Fyrirtækin fá aðgang að ýmsum upplýsingum og reynslu annarra fyrirtækja á Norðurlönd- unum auk aðstoðar við undirbún- ing sendinganna. Enn er tækifæri til að taka þátt í verkefninu og eru þeir sem áhuga hafa beðnir um að hafa samband við Óskar B. Hauksson hjá Iðntæknistofnun (í síma 687000) sem veitir nánari upplýs- ingar um verkefnið. Þorparar og aðrir góðir Akureyringar - Vangaveltur vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar Látum staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar koma okkur við og óskum eftir því að fá öll spilin á borðið sem varða staðarvalið. Til hvers er slökkvilið og sjúkrabílar? Á ekki fyrst og fremst að hugsa um öryggi allra bæjarbúa varð- andi staðarvalið? Eiga reykvískir staðlar að gilda? Ég hef verið haldinn þeirri meinloku að halda að slökkvilið og sjúkrabílar væru öryggisatriði sem fyrst og fremst væri hugsað fyrir íbúa Akureyrar og bæri að haga staðsetningu þessara aðila þannig að þeir þjónuðu öllum Akureyringum sem best. Mér finnst þetta það mikilvægt mál að bæjarbúar eigi skilyrðis- lausan rétt á að fá að vita um hvað málið snýst, á hvaða stigi það er, hvaða staðir koma til greina og skoðanir helstu hags- munaaðila. Ég vil hér með skora á dag- blaðið Dag að hafa frumkvæði að því að upplýsa okkur Akureyr- inga betur um þetta mál. Guðmundur Sigurbjörnsson, 2205493999 íbúi í Glerárhverfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.