Dagur - 15.02.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 15.02.1990, Blaðsíða 12
íþróttafélagið Volsungur: „Við erum mjög ánægðir“ - segir Ingólfur Freysson um væntanlegt samkomulag við Húsavíkurbæ Sigfús Jónsson bæjarstjóri, býst við að ákvörðun um framtíð Krossanesverksmiðjunnar verði tekin um næstu mán- aðamót. I gær var m.a. unnið á loftpressu við að brjóta niður steinvegg í verksmiðjunni. Mynd: kl Ákvörðun um framtíð Krossaness líklega tekin um mánaðamótin „Ég held að þetta sé ágætis samkomulag,“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík uin samning milli Iþróttafélagsins Völsungs og nefndar sem bæjarráð skipaði til viðræðna við félagið. Fjall- að var um samskipti aðilanna og styrkveitingu bæjarins til félagsins, vegna þeirra verk- efna sem félagið vinnur í þágu bæjarins með sínu unglinga- starfi, að sögn Bjarna Þórs. Samkomulag þetta er þó ekki endanlega frágengið, en verð- ur tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku, er fjárhagsáætlun bæjarins verður rædd. ÓlafsQarðargöngin: Sér Steingrímur Joð um loka- sprengiiigima? Eins og fram hefur komið er búist við að jarðgangamenn í Olafsfjarðarmúla sjái til sólar austan Múlans um 10. mars nk., með öðrum orðum komist þá í gegnum fjallið. Fastlega er gert ráð fyrir að síðasta sprengingin verði með viðhöfn og viðstaddir verði ýmsir frammámenn í þjóðfélaginu. Meðal annars hefur verið um það rætt að Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, sprengi síð- ustu hleðsluna. Á þetta mál var lítillega minnst á síðasta bæjarstjórnarfundi í Ólafsfirði sl. þriðjudag. Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Dag í gær að sam- gönguráðherra hafi lýst áhuga á að koma norður af þessu tilefni. „Og ég býst við að við Ólafsfirðingar höidum upp á þetta með einhverjum hætti. Á hvern hátt veit ég ekki ennþá, en það verður örugglega eitthvað gert af þessu tilefni," sagði Bjarni. óþh „Völsungur er mjög ánægður með þá vinnu sem lögð var í þetta og niðurstöðu samninganna sem gerðir voru,“ sagði Ingólfur Freysson, formaður Völsungs. „í samkomulaginu felast verulegir beinir styrkir og bærinn kemur til móts við okkur eins og hann mögulega getur til að leysa okk- ar fjárhagsvandamál. Við er- um mjög ánægðir með þessi viðbrögð, og bærinn sýndi þess- um málum skilning. Ef þetta gengur eftir mun starfsemi okkar standa mun traustari fótum, en við höfum orðið fyrir samdrætti hvað tekjur varðar og þátttaka í fyrstu deild varð okkur dýr á sín- um tíma,“ sagði Ingólfur. Fyrir nokkrum vikum auglýsti Völsungur húseignina Hlöðufell til sölu, en nú er séð að eignin verður ekki seld. í tillögum nefndarinnar felst að bærinn kaupi hlut Völsungs í Félags- heimili Húsavíkur, og mun and- virðið nýtt til að halda Hlöðu- felli. í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að Völsungur annist rekstur íþróttavallanna fyrir bæinn. „Það er mun bjartara framund- an og við vonumst til þess að við náum að sigla upp á við,“ sagði Ingólfur. Þess má geta að Völs- ungar munu taka þátt í fótboltan- um í sumar, í þriðju deild meist- araflokks karla. IM „Þetta hefur gengiö hálf brös- uglega. Við höfum verið svolít- ið á eftir áætlun þegar verst lætur og þá gerir umferðin okkur aðallega lífið leitt. Þá eru það smærri bílarnir sem fara sér hægt en við höfum ekki orðið fyrir miklum töfum vegna ófærðar,“ sagði Stefán Baldursson, hjá Strætisvögn- um Akureyrar, aðspurður um Hluthafafundur verður hald- inn í Krossanesi hf. í lok febrúarmánaðar, og er reiknað með að bæjarfulltrúar á Akur- eyri verði boðaðir á hann. í tengslum við þennan fund akstur vagnanna síðustu dag- ana. Stefán segir að í úthverfum bæjarins séu götur þröngar vegna ruðninga og þar skapi umferð smábílanna mestu erfiðleikana. „Það versta er að strax og mokst- urstækin byrja að ryðja þá þyrp- ast allir út á göturnar á misjafn- lega útbúnum bílum og þetta tef- ur bæði okkur og ruðningstækin. Þetta væri mun léttara ef fólk léti verða teknar ákvarðanir um framtíð fyrirtækisins. Hluthafafundurinn veröur haldinn 27. febrúar. Sigfús Jóns- son bæjarstjóri, sem jafnframt er stjórnarformaður Krossaness hf., segir að dagsetning fundarins sé það vera í nokkra klukkutíma eftir verstu veðrin að fara á bíl- unum út á göturnar.“ Stefán segir að göturnar séu harðar og vondar yfirferðar og þetta kosti bæði mikið slit á vögnunum og óþægindi fyrir farþegana. Bilanir hafi hins vegar ekki verið tíðar en nokkuð hafi verið um að vagnarnir lendi í minniháttar árekstrum þar sem bílar lendi á þeirn. JÓH með þeim fyrirvara að uppgjöri við tryggingafélög verði lokið og kostnaðaráætlun liggi frammi um uppbyggingu verksmiðjunnar. Endanleg ákvörðun eigi því að vera Ijós unt næstu mánaðamót. Að sögn Sigfúsar er mikið komið undir því hvernig endan- legt uppgjör í þessu tjónsmáli lít- ur út. Ef uppbygging kostar t.d. miklu meira fé en sem nemur þeim tryggingabótum sem fást verður að taka ákvörðun um hvað eigi að gera, og hvernig fjár- rnagna eigi mismuninn. Sigfús telur að of snemmt sé að ræða þá möguleika sem til greina koma í sambandi við Krossanes, en uppgjörið við tryggingafélögin er forsenda þess að hægt sé að gera sér grein fyrir kostnaðinum. „Ég held að tryggingamálin séu langt komin og að þetta sé allt að smella saman. Spurningin er sú í hvaða formi uppbygging verk- smiðjunnar verður,“ segir Sigfús Jónsson. EHB Þung færð síðustu daga: „Þetta hefur gengið hálf brösuglega“ - segir Stefán Baldursson hjá Strætisvögnum Akureyrar Skipverjar á Margréti EA hætta að reykja: Önnur vaktín orðin reyklaus en er samt í góðu skapi enginn hefur fitnað, enda trimmað um borð „Jú það er rétt, önnur vaktin hjá okkur er orðin reyklaus,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Margréti EA 710 frá Akureyri, en nokkrir áhafnarmeðlimir tóku sig nýlega til og hættu þeim ósið að púa reyk út í loftið. Dagur náði sambandi við skipið í gær þegar það var statt á miðunum vestur af Kolbeinsey, en veiðin mun hafa verið treg þá viku sem skipið hefur verið úti. Upphafið að þessu átaki skipverjanna var það, að einn þcirra kom á skrifstofu Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis og bað þar um bæklinga sem gætu hjálpað honum að hætta að reykja. Halldóra Bjarnadóttir gerði gott betur, hún lét hann hafa bæklinga handa fleirum, auk þess sem hún gaf honum hjálpartæki og spólur til að hætta að reykja og myndbönd með fræðsluefni. Síðast þegar skipið kom í land var önnur vaktin, alls fimm menn, orðin algerlcga reyklaus og fleiri hugðust fylgja þeim eftir. Það eru 5 eða 6 menn í viðbót sem reykja enn svo reyk- ingamönnunum hefur fækkað um helming á skömmum tíma. Aðspurður sagði skipstjórinn, að þrátt fyrir reykleysið væru skipverjar í besta skapi. „Þeir eru allir svo skapgóöir að þetta hefur ekkert bitnað á hinum.“ Þá sagðist hann ekki hafa orðið var við að nokkur hafi fitnað, „það er ágætist aðstaða til að trimma um borð og þeir eru duglegir við það.“ Dagur hefur heimildir fyrir því að þessar fréttir komi til með að falla forsvarsmönnum Krabbameinsfclags íslands vel í gcð, því fyrr í vetur sáu þeir sjónvarpsviðtal við sjómenn frá Ákureyri og brá þeim mjög í brún hversu mikið þeir reyktu. í framhaldi af því er á döfinni hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrcnnis að bjóða skips- áhöfnuni sem áhuga hafa á að hætta að rcykja, alla þá aðstoð sem hægt er að veita þeim. Fræðsluefni er til m.a. í formi bæklinga og myndbanda sem hægt er að fá lánaö út á sjó. Heyrst hcfur að einhverjir í áhöfn Sléttbaks séu að hugsa rnálið og að enginn yrði ánægð- ari en skipstjórinn á Akureyr- inni ef þar tækist að ná reyk- lausu skipi. Dagur mun að sjálf- sögðu fylgjast með lramvindu mála hjá þessum áhöfnum og flytja fréttir af þeim. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.