Dagur - 28.02.1990, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 28. febrúar 1990
f DAGS-ljósinu
Orkustofnun bíður átekta með jarðhita- og gasrannsóknir í Öxarfirði:
Fjárskortur hamlar frekari „olíuleit41
Orkustofnun hefur á undanförnum árum í samvinnu við
heimamenn unnið að rannsóknum á jarðhita í Öxar-
firði. Óhætt er að segja að margt athyglisvert hafi þar komið
í ljós en þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Jarðfræði
Öxarfjarðar er um margt ólík því sem gerist annarsstaðar á
landinu. Þarna eru þykk setlög á yfirborði og ná a.m.k. niður
á eins km dýpi. Setlögin þurfa frekari rannsókna við, ekki
síst þau lífrænu efni sem leynast í þeim. Frekari rannsóknir
kosta peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjárveitinga-
valdið veitir ekki fjármunum til þeirra á þessu ári og Orku-
stofnun hefur takmarkaða möguleika á að klípa fjármuni af
naumt skömmtuðu rekstrarfé til rannsóknanna.
Öxarfjörðurinn er einn sam-
felldur hitapottur. Vitað er um
háhitasvæði við Bakkahlaup og
lághitasvæði við Skógarlón og
talið er víst að lághitasvæði sé
einnig að finna austarlega í Öxar-
firði.
Auk jarðhitans hafa rannsókn-
ir leitt í ljós að í heita vatninu er
að finna vott af lífrænu gasi, sem
frumrannsóknir sýna að sé hlið-
stætt því sem fylgir olíulindum í
jörðu. Jarðvísindamenn segja að
þetta þurfi ekki endilega að
tákna að undir söndum Öxar-
fjarðar sé að finna umtalsverðar
olíulindir, heldur sé þar einungis
að finna hluta þeirra skilyrða sem
þurfi til að olíulindir geti mynd-
ast í jörðu.
Lífræna gasið kallar á
frekari rannsóknir
í greinargerð Jarðhitadeildar
Orkustofnunar til Iðnaðarráðu-
neytis frá í apríl 1989 kemur fram
að til að olía geti myndast þurfi
að vera til staðar þykk setlög með
lífrænu efni. Hiti og þrýstingur í
þessum setlögum þurfi að hafa
þróast með ákveðnum hætti í
tímans rás og skipan setlaganna
þurfi að vera þannig að olía og
gastegundir, sem þar myndist,
sleppi ekki jafnóðum upp til yfir-
borðs. Síðan segir orðrétt í grein-
argerðinni:
„Gasið sem upp kemur í bor-
holunni í Öxarfirði sýnir að eitt-
hvert magn af Iífrænu efni hlýtur
að leynast í setlagastaflanum í
Öxarfirði. Niðurstöður borunar í
Flatey á Skjálfanda, þar sem bor-
að var í efsta hluta þykkra set-
laga, sýndu á hinn bóginn engin
merki um lífrænt efni þótt holan
væri 550 m djúp.
Líklegast er að lífrænu gasteg-
undirnar í Öxarfirði myndist
vegna áhrifa jarðhita eða jafnvel
kvikuinnskota á lífrænt efni í set-
lögunum. Út frá almennum jarð-
fræðilegum forsendum er fremur
ólíklegt að þar hafi myndast olía
eða gas í vinnanlegu magni.
Hins vegar er sjálfsagt að
fylgja þessum gasfundi eftir með
ítarlegri rannsókn ekki síst vegna
þess að slík rannsókn gæti haft
talsverða þýðingu fyrir mat
manna á líkum þess að olíu- eða
gaslindir sé að finna einhvers
staðar í þeim þykku setlögum
sem finnast undir Norðurlandi.
Auk þess myndi slík rannsókn
nýtast vel til undirbúnings borana
í háhitasvæði í Öxarfirði.“
Svo mörg voru þau orð Orku-
stofnunarmanna.
Rannsóknaáætlun
Orkustofnunar
Að sögn vísindamanna er nauð-
synlegt að endurkastmæla svæð-
ið, en þær mælingar eru mjög
kostnaðarsamar og til þeirra
þyrfti að fá tæki erlendis frá, til
þess að rannsaka Öxarfjarðarset-
lögin betur. Á það hefur verið
bent að Háskólinn í Bergen hafi
sýnt áhuga á að reyna þær við
hérlendar aðstæður og væri jafn-
vel tilbúinn að kosta þær sjálfur.
Á síðastliðnu ári setti Orku-
stofnun upp ítarlega rannsókna-
áætlun fyrir Öxarfjarðarsvæðið
fyrir árin 1990-1992. Ljóst er að
sú áætlun stenst ekki, en þrátt
fyrir það er forvitnilegt að skoða
hvað þar kemur fram og hver
áætlaður kostnaður sé við hana.
Orkustofnun lagði til að í ár
yrðu í fyrsta lagi gerðar eins ítar-
legar rannsóknir og unnt er á
efnasamsetningu gassins í bor-
holunum í Öxarfirði með það að
markmiði að fá upplýsingar um
aldur lífræna efnisins sem gasið
kemur úr og þroskastig þess.
í öðru lagi að kanna með sér-
stakri greiningu á sýnum úr
skeljalögum, sem fundist hafi í
grunnum borholum í Öxarfirði,
hvort hugsanlegt sé að gasið e'igi
þar upptök sín fyrir áhrif jarðhit-
ans.
í þriðja lagi að lokið verði við
úrvinnslu þyngdarmælinga úr
Öxarfirði og hljóðhraðamælinga
sem gerðar voru sumarið 1987 í
samvinnu við Námaháskólann í
Leningrad.
í fjórða lagi að hluti setþykkt-
armælinga, sem gerðar voru und-
an Norðurlandi árið 1978 af
bandaríska fyrirtækinu Western
Geophysical, verði endurunninn
með það fyrir augum að kanna
hvort þykk setlög sem eru í
Öxarfjarðardjúpi gangi undir
land.
í fimmta lagi að könnuð verði
með viðnámsmælingum útbreiðsla
jarðhitasvæðis austast í Öxarfirði
og leitað að heitasta hluta þess,
en þetta svæði fannst með rann-
sóknum sumarið 1988.
Áætlaður kostnaður
24 milljónir króna
Samkvæmt nefndri áætlun Orku-
stofnunar frá sl. ári er lagt til að á
næsta ári verði annars vegar
gerðar endurkastmælingar til að
fá nákvæmar upplýsingar um
gerð og þykkt setlaganna í Öxar-
firði og hins vegar að boruð verði
allt að 400 metra djúp rannsókn-
arhola í austurhluta Öxarfjarðar,
ef niðurstöður viðnámsmæling-
anna reyndust jákvæðar.
Þá er lagt til að árið 1992 verði
lokið úrvinnslu endurkastmæl-
inganna frá 1991 og í framhaldi
þeirrar vinnu tekin ákvörðun um
boranir og staðsetningu borhola.
Kostnaður við rannsóknaáætl-
unina nemur alls 24 milljónum
króna, miðað við verðlag í júní
1989. Fyrsta árið er kostnaður
við efnarannsókn á gasi, jarð-
lagagreiningu, úrvinnslu þyngd-
ar- og hljóðhraðamælinga og við-
námsmælingar alls 3 milljónir. Á
öðru ári er kostnaður við endur-
kastmælingar og rannsóknarbor-
un v/jarðhita áætlaður 17 milljón-
ir króna og á þriðja ári er áætlað-
ur kostnaður við lokavinnslu 4
milljónir króna.
Eins og áður segir finnast ekki
fjármunir til þessa verkefnis á
þessu ári og óvíst er hvort og hve-
nær úr rætist.
Ahugi heimamanna
er mikill
Petta mál kom til umræðu á fjöl-
mennum borgarafundi á Kópa-
skeri 15. febrúar sl. Málshefj-
andi, Jón Grímsson, hvað furðu-
legt hversu lítinn áhuga fjárveit-
ingavaldið sýndi rannsóknum á
Öxarfjarðarsvæðinu. Hann sagði
það sína skoðun að ef lík setlög
væru á SV-horninu væri búið að
rannsaka þau til að kveða upp úr
Á VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 28. FEBRÚAR '90
FRÓÐLEIKSMOLAR
HLUTABRÉF Nú er góð eftirspurn eftir hlutabréfum. Bréf í þekktari hlutafélögum s.s. Eimskip, Sjóvá- Almennum, Verslunarbanka, Skeljungi og Útgerðarfélgi Akureyringa seljast á tveim til þrem dögum.
Sölugengi verðbréfa þann 28. feb. Einingabréf 1 4.720,- Einingabréf 2 2.589,- Einingabréf 3 3.107,- Skammtímabréf 1 ,607
1 éél KAUPÞING
NÖRÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
um nægir rétt fyrir mannahaldi
og lítið meira. Svigrúm til kostn-
aðarsamra rannsókna er því lítið
sem ekkert,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að menn yrðu að
kyngja þeim bita að miðað við
ástandið í þjóðfélaginu í dag
lentu verkefni eins og rannsóknin
í Öxarfirði út í kuldanum.
„Auðvitað hefði maður kosið
að hægt hefði verið að koma
þessu áfram af fullum krafti og
maður vonar að einhvern tíma
komi að því.
Ég er ekki að segja að þetta
eigi að vera forgangsverkefni
umfram mörg önnur sem veita
þarf fé til.“
„Gæti orðið hjálp
í þessari auðlind“
„Það er ákveðin tilhneiging til
þess í þjóðfélaginu að eigi að
draga saman jarðhitarannsóknir.
Ástæðan er sú að komnar eru
hitaveitur víða um land og menn
sjá ekki alveg í augnablikinu
fram á neina stórkostlega þróun
í aukinni nýtingu á jarðhita.
Menn gleyma því hins vegar að
jarðhitarannsóknir taka langan
tíma áður en til nýtingar kemur
og þess eru dæmi að menn hafi
farið flatt á því að rannsaka hlut-
ina miklu hraðar en æskilegt
hefði verið.
Ef litið er til svæðis eins og í
Öxarfirði, þar sem byggð á í vök
að verjast, þá er þarna óneitan-
lega um að ræða auðlind í jörðu
sem heimamenn koma aldrei til
með að geta staðið straum af
kostnaði við rannsókn á. Ég ætla
ekki að fullyrða að þarna sé um
að ræða auðlind sem kemur til
með að bjarga einu eða neinu.
Hins vegar gæti orðið hjálp í
henni og til þess að kveða upp úr
um það þarf fjármagn til frekari
rannsókna,“ segir Ólafur G.
Flóvenz. óþh
Er hugsanlegt að olía leynist í Öxarfirði? Þessi spuming brennur á vörum
heimamanna.
um hvað í þeim væri nákvæmlega
að finna. Jón spurðist fyrir um
hvort ráðamenn hefðu engan
áhuga sýnt þessu máli.
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, upplýsti á þess-
um sama fundi að þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra
hefðu á sl. sumri sent bréf til
orkumálastjóra, vegna áður-
greindrar greinargerðar Orku-
stofnunar, og óskað eftir að þetta
mál yrði sérstaklega skoðað. í
framhaldi af þessu bréfi barst
málið síðan á borð fjárveitinga-
nefndar Alþingis, en vegna nið-
urskurðar á öllum sviðum tókst
ekki að finna fjármuni á fjárlög-
um þessa árs til verksins.
í áskorun sem samþykkt var á
borgarafundinum á Kópaskeri
segir m.a.: „Fundurinn skorar á
fjárveitingavaldið að veita fé til
að áætlun um rannsókn á auð-
lindum í jörðu í Öxarfirði sem
starfsmenn Orkustofnunar gerðu
í apríl 1989 verði hrint í fram-
kvæmd nú þegar.“
Verkefninu mjakað áfram
eins og fjármunir leyfa
Ólafur G. Flóvenz hjá Jarðhita-
deild Orkustofnunar er einn
þriggja starfsmanna stofnunar-
innar sem unnu margnefnda
greinargerð. Hann sagði í samtali
við Dag að hugmynd Orkustofn-
unar hefði verið að á þetta væri
litið sem sérverkefni og því yrði
mörkuð ákveðin fjárveiting. Það
hefði hins vegar ekki náð fram að
ganga. „Hér liggur svolítið af
gögnum varðandi þessar rann-
sóknir sem ekki er búið að vinna
úr. Við erum að mjaka þeim
áfram eins og fjármunir leyfa.
Verkefnið er satt að segja ekki
mjög ofarlega á forgangslista hjá
okkur en við reynum samt eftir
mætti að sinna því,“ sagði Ólaf-
ur. „Það verður að segjast eins og
er að fjárveiting sú sem við höf-