Dagur


Dagur - 28.02.1990, Qupperneq 4

Dagur - 28.02.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 28. febrúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 56, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Átak í atvimiu- málum kvenna Haustið 1988 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að afla upplýsinga um og meta stöðu kvenna í land- búnaði og móta tillögur um hvernig efla megi þátt þeirra í greininni og öðrum atvinnugreinum í dreifbýli. Þótt verkefni nefndarinnar hafi verið umfangsmikið, vann hún mikið og gott starf á skömmum tíma, því nefndin skilaði áliti í síðustu viku, rúmu ári eftir að hún var skipuð. Mættu margar nefndir á vegum ráðu- neytanna taka þessa nefnd sér til fyrirmyndar hvað skilvirkni varðar. Það er einróma álit nefndarinnar að atvinnuleysi meðal kvenna í landinu sé mun meira en opinberar skýrslur og atvinnuleysisskrár gefa til kynna. Á það er bent í skýrslu nefndarinnar að samdráttur í fram- leiðslu búvara á undanförnum árum hafi leitt til þess að stór hluti búa sé nú af þeirri stærð, sem jafna má við eitt ársverk. Með öðrum orðum er það svo í mjög mörgum tilfellum að hjón, sem bæði stunda búskap, hafa ekki fulla atvinnu af búrekstrinum. Hann ber ein- faldlega ekki nema eitt ársverk. Þar með hafa tekjur bændafólks dregist mjög saman, því í sveitum lands- ins er yfirleitt ekki um auðugan garð að gresja með til- liti til atvinnu. Meðal þess sem nefndin gerði var að framkvæma könnun á stöðu kvenna í landbúnaði. Á svörum þeirra rúmlega 700 kvenna sem þátt tóku i könnuninni er ljóst að áhugi þeirra á að efla atvinnulíf til sveita er verulegur. Nær 9 af hverjum 10 telja nauð- synlegt að efla atvinnu í dreifbýlinu, eigi að koma í veg fyrir enn frekari byggðaröskun en þegar er orðin. Langflestar kvennanna láta einnig í ljós óskir um aukna atvinnu sér til handa, innan eða utan heimilis. Þessar niðurstöður koma fáum á óvart. Nauðsyn þess að efla atvinnu til sveita til að mæta samdætti í hefðbundum búgreinum er mjög brýn og hefur verið það um langt skeið. Sumar þær tilraunir sem gerðar hafa verið í þessum tilgangi hafa misheppnast með öllu og jafnvel endað með ósköpum. Nægir í því sam- bandi að nefna loðdýraræktina. Aðrar tilraunir hafa gengið betur, og t.d. hefur tekist mjög vel til við upp- byggingu Ferðaþjónustu bænda víðast hvar í sveitum landsins. í skýrslu sinni gerir nefndin ítarlegar tillögur um sérstakt átak í atvinnumálum kvenna til sveita. Hún leggur m.a. til að á hverju búnaðarsambands- svæði verði komið á starfshópi, sem vinni að uppbygg- ingu atvinnu á þeim sviðum sem áhugi er mestur fyrir á viðkomandi svæði. Einnig leggur nefndin til að hald- in verði námskeið í áhugaverðustu greinunum með stofnun fyrirtækja í huga. Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ánægður með störf nefndarinnar og vonist til þess að skýrslan verði ekki látin rykfalla ofan í skúffu. Undir þau orð skal tekið hér. Það er mjög brýnt að tillögum nefndarinnar verði hrundið í framkvæmd hið fyrsta. Til þess þarf fjármagn og ekki síður frumkvæði hlutaðeig- andi aðila. BB. Jóni Hjaltasyni svarað: í broddi fylkingar Heill og sæll, Jón Hjaltason, og þakka þér fyrir opna bréfið! Þú kemur víða við, eins og búast má við af manni, sem hefur áhuga á skipulagsmálum. Svör hafa tilhneigingu til að verða lengri en spurningar. Ég skal samt reyna að vera stuttorður í þessari umfjöllun minni um skipulagsmál og forystuhlutverk Akureyrar í umhverfismálum. Ég vil hins vegar vara þig við því, að ég mun fjalla um umhverfis- mál og garðrækt ekki síður en um skipulagsmál, enda fjalla athuga- semdir þínar ekki síst um fram- kvæmdahliðina, sem skipulags- nefnd sér ekki um. í starfi mínu sem formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, en það félag gaf Akureyrarbæ á sínum tíma Kjarnaskóg og er nú verktaki bæjarins á útivistarsvæðinu, hef ég getað fylgst nokkuð náið með uppbyggingu útivistarniála hér í bæ. Þú gerir einkum að umræðu- efni skipulag og framkvæmdir við græn svæði síðastliðin tíu ár. Ég mun því halda mig að mestu við það tímabil. Skipulagsnefnd Akureyrar er nú að leggja síð- ustu hönd á aðalskipulag bæjar- ins fyrir næstu 20 árin. Sú vinna hefur staðið yfir í allmörg ár. Að því er varðar græn svæði og úti- vistarland, er þar byggt í stórum dráttum á hugmyndum, sem mót- uðust snemma á níunda áratugn- um, þótt sumar þeirra megi raun- ar rekja mun lengra. Þessum hugmyndum má lýsa á þann hátt að um bæinn komi víðáttumikið grænt svæði. Þar er syðst útivist- arsvæðið í Kjarna, sem var stækkað um rúman helming árið 1984. Fyrir utan miklar fram- kvæmdir við leiktækjagerð, stíga- gerð og fegrun eldra svæðisins, hefur verið ötullega gróðursett í viðbótarsvæðið. Norðan þessa svæðis tekur við golfvöllurinn og Miðhúsaklappir, sem verið er að gróðursetja í og verða helgaðar útivist, þótt nteð öðrum hætti verði en í Kjarnaskógi. Glerárgil tekur þá við. Þar verður allmikið grænt svæði beggja megin við ána. í um þriðjung þess svæðis, austan fyrirhugaðs Giljahverfis, hefur nú þegar verið gróðursett. Nyrst verður svo „náttúrugarð- ur“ í Krossanesborgum. Það land er nú að komast í eigu bæjarins og verður tvímælalaust mjög sérstakt þegar fram líða stundir. Innan þessa víðáttumikla svæðis hefur núverandi skipu- lagsnefnd ekki gert miklar breyt- ingar. Þó hefur hún breytt svæði við Sólborg, sem í eldra skipulagi var ætlað fyrir stofnanir, í íþrótta- og útivistarsvæði. Garð- yrkjustjóri Akureyrar hefur lagt áherslu á að umrætt svæði yrði grænt svæði, en skipulagsstjóri bæjarins viljað helga það íþrótt- um og útivist. Þessar hugmyndir fara mjög vel saman og hefur skipulagsnefndin tekið heils hug- ar undir þær. Nú þessa dagana er verið að kynna fyrir nefndinni hugmyndir um nánari útfærslu þessa svæðis. Ég tel fullvíst að á þessu svæði muni rísa þetta úti- vistarsvæði „í kaupstaðnum sjálfum", sem þig dreymir um að verði við Lundarskóla. Ég skal viðurkenna, að skipu- lagsnefnd hefur ekki aðeins breytt byggingasvæðum í græn svæði. Hún hefur líka breytt grænum svæðum í byggingareiti. Það gerði hún til dæmis árið 1987, þegar ákveðið var að hús aldraðra risu við Víðilund. Ég hygg að þá breytingu megi rök- styðja allvel, þótt þess gefist ekki kostur hér. Það hefur verið stefna umhverfisnefndar og skipulagsnefndar að leggja áherslu á samfelld stór svæði til útivistar. Að sama skapi hefur verið reynt að fækka minni skik- um og nýta þá undir annað, rn.a. í því augnamiði að þétta byggð- ina. Síðastliðið sumar var hafist handa um að girða mikla fjall- girðingu frá Kjarnaskógi til vest- urs yfir að Glerá. Þeim frani- kvæmdum verður lokið á sumri komanda. Innan þeirrar girðing- ar verður land að stærð um 1.000 ha og verður það helgað upp- græðslu og útivist. Ef við snúum okkur nú að smærri svæðum og görðum, þá vil ég fyrst benda á Síðugarð við Síðuskóla. Þar er grunnplöntun svo til lokið, norðan og vestan skólagarðanna. Þegar þær plönt- ur eru komnar á legg, verður gengið endanlega frá þeim garði. Það er stefna garðyrkjustjóra og umhverfisnefndar að grófplanta í opin svæði, og snúa sér að endan- legum frágangi, þegár gróðurinn hefur tekið á sig nokkra mynd. Þannig var t.d. unnið á Hamra- kotstúni. Þessi aðferð er að mínu mati mjög skynsamleg, þótt hún reyni að vísu ofurlítið á þolin- mæði bæjarbúa. I samræmi við þessa stefnu hefur útplöntun haft forgang fram yfir endanlegan frá- gang. Framkvæmdir við útplönt- un hafa verið feikilega miklar, einkum síðastliðinn áratug. Get ég fullvissað Akureyringa um að innan langs tíma munu þessur franikvæmdir hafa gjörbreytt yfirbragði bæjarins, sem þó er hlýlegt fyrir. Mikið hefur verið gróðursett síðastliðin tvö ár í Síðuhverfi. Það skal viðurkennt að þess var full þörf og það hverfi hafði dreg- ist aftur úr öðrum hverfum, eiida er hverfið nýtt. Deiliskipulag fyrir Innbæinn var samþykkt árið 1986. Þar var gert ráð fyrir stóru útivistarsvæði við tjörnina. Það svæði hefur ver- ið skipulagt af garðyrkjudeild bæjarins og er grunnfrágangur þess svæðis nú nokkuð langt kominn. Árið 1982 var stofnað trjásafn (arboretum) í tengslum við Lysti- garðinn á Akureyri. Starfsmenn garðsins hafa (ásamt sjálfboða- liðum) plantað trjám eftir ákveðnu skipulagi í brekkurnar, eiginlega allt frá Ákureyrarkirkju langleiðina inn að Kjarnaskógi. Þetta er fyrsta trjásafn hér á landi. Þegar þessar plöntur verða farnar að sjást vel, verður trjá- safnið gert aðgengilegt með stígagerð. Þar verður um að ræða Unglingsþankar - „Dagbókin hans Dadda“ í Freyvangi Föstudaginn 23. febrúar frum- sýndi Leikfélag Öngulsstaða- hrepps leikritið „Dagbókin hans Dadda" í Freyvangi. Verkið er eftir Sue Townsend og þýðingin eftir Ragnar Þorsteinsson. Áhorfendum sjónvarps ætti að vera þetta efni kunnugt. Fyrir nokkrum árum voru fluttir sam- nefndir þættir í sjónvarpi og einnig hefur bókin, sem þættirnir byggðu á og leikritið er sarnið upp úr, verið gefin út á íslensku. I verkinu fjallar höfundur um unglingsárin; þau vandamál, sem á unglinginn herja og hvaða hug- myndir hann hefur um það, sem fyrir hann kemur og gerist í fjöl- skyldu hans og nánasta umhverfi. Þessi umfjöllun er með gaman- sömum brag, en þó engan veginn skopið eitt. Undir niðri er drepið á tilfinningar, sem við hin eldri erum ef til vill farin að gleyma en sem okkur er hollt að vera minnt á. Þannig er verkið í raun talsvert meira en gamanið einbert. Það hefur einnig boðskap og áminn- ingu að bera, en þetta tvennt er ofið saman af verulegri lagni, sem virðist skila sér vel í íslensku þýðingunni. í henni koma fram tilvísanir til íslenskra aðstæðna; íslensk manna- og staðanöfn, íslensk bóka- og hugmyndaheiti. Þetta eykur á gildi verksins og efni þess skilar sér mun betur en ella mundi vera. Allt verkið gerist að mestu á heimili Dadda. Þar er heldur fátæklegt um að litast og upp- lausn í hjónabandi foreldra hans. Við fylgjumst með hugleiðingum hans; finnum kvíða hans, þegar móðirin flytur að heiman - til Dalvíkur, fylgjumst með honum, þegar hann verður fyrir örvum ástarinnar, tökum þátt í uppgjöf hans, þegar hann verður fyrir harðýðgi heimsins og finnum til með honum, þegar hann gerir sér grein fyrir því, að kringumstæður hans eru aðrar en ýmissa í félaga- hópi hans. Daddi er lykilpersóna verks- ins. Hann er leikinn af Árna Friðrikssyni, ungum mennta- skólanema. Árna tekst mjög vel að koma hlutverki sínu til skila; er hóglátur en þó áhrifamikill í túlkun sinni og verulega sann- ferðugur. Hlutverk foreldra Dadda, Georgs og Pálínu, eru í höndum Hannesar Arnar Blandons og Katrínar Ragnarsdóttur. Hannes hefur allsæmileg tök á hlutverki sínu. Nokkurn innileik skortir í túlkunina á stundum og því er persónan dálítið ósamfelld. Katrín á góða spretti í sínu hlut- verki og nær allgóðum heildar- svip á móður Dadda í leit hennar að sjálfri sér. Ástmaður Pálínu, Lúðvík, er leikinn af Vífli Valgeirssyni. Víf- ill er á stundum nokkuð um of stirðlegur í hlutverki sínu, og nær ekki nógu sannfærandi tökum á þeim ástarhita, sem á að leika um hann. Jóna, kona Lúðvíks, er leikin af Björgu Birgisdóttur. Fas Bjargar er á margan hátt gott, en textaflutningur hennar er hins vegar alltof hraður og óskýr og spiilti það verulega persónunni, sem annars var allgóð. Halldóra, unglingsstúlka, sem Daddi verður hrifinn af, er leikin af Jónínu Garðarsdóttur. Jónína fer vel með hlutverk sitt og er gaman að fylgjast með samleik Árna og hennar til dæmis í sam- drætti þeirra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.