Dagur - 28.02.1990, Page 7

Dagur - 28.02.1990, Page 7
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 - DAGUR - 7 Sigurður Hallinarsson, leikstjóri, Steinunn Áskelsdóttir, gjaldkeri og Hrefna Jónsdóttir aðstoðarleikstjóri. „Fimm innan um fimm hundruð sæti“ - Steinunn gjaldkeri í stólaleiðangri Steinunn Áskelsdóttir er gjald- keri Leikfélags Húsavíkur og hún var með hópnum sem skrapp í stólaleiðangurinn til Reykjavíkur. Það er best að biðja Steinunni að segja sög- una af sætunum. „Okkur bárust fregnir af því að Stórstúka íslands hefði keypt Tónabíó og vildi selja stólana úr húsinu. Það er búinn að vera draumur okkar að fá betri stóla í Samkomuhúsið, svo að við feng- um okkar mann í Reykjavík til að fara í Tónabíó og skoða stól- ana. Honum leist mikið betur á þá en stólana okkar hér, svo hann samdi um kaupin. í fyrstu héldum við að við fengjum þarna 200 stóla fyrir 100 þúsund krónur. Við skelltum okkur fimm upp í bíl, keyrðum til Reykjavíkur og mættum eldsnemma á laugar- dagsmorgni niður í Tónabíó þar sem við hittum mann frá Stór- stúkunni. I bíóinu voru 500 sæti og samningurinn hafði hljóðað upp á það að við tæmdum bíóið. Þarna stóðum við fimm innan um fimm hundruð sæti og sáum bara okkar sæng útbreidda, við urðum að losa húsið ef við ætluðum að fá þessi sæti sem okkur vantaði. Við vorum búin að fá gám frá Alla Geira til að setja okkar stóla í og það var hringt eftir ruslagámi til að setja hina í, og við bara byrjuðum, skrúfuðum lausa 500 stóla og vorum orðin ansi sterk og þreytt á laugardagskvöld. Þá tók Hallmar Sigurðsson sig til og hringdi í fjóra vini sína, gamla Húsvíkinga, og bað þá að koma morguninn eftir og hjálpa okkur að bera út stólana sem átti að henda. Þeir mættu klukkan tíu um morguninn og það munaði aldeilis um þá, því þeir voru bún- ir að fylla tvo stóra gáma klukkan eitt og þar með vorum við búin að tæma bíóið. Gámurinn kom norður á fimmtudag. Á föstudag tókum við gömlu stólana út úr Sam- komuhúsinu og settum þá á bíl, þvoðum gólfteppið og máluðum salinn og senuna. Á laugardags- morgni fengum við heilmikið lið sem byrjaði á því að skrúbba upp nýju stólana og síðan voru þeir skrúfaðir niður í salinn. Á sunnu- dag var byrjað klukkan ellefu og við vorum búin um fjögurleytið. Nú höfum við þessa fínu bekki, hreinan og nýmálaðan sal og svið og þetta tókst okkur á tíu dög- um.“ Nýju sætin í salnum eru 130 núna, vegna þess hve sýningin er mannmörg og rúmfrek, en ann- ars er rými fyrir 160 sæti í húsinu. í haust voru heilmiklar lagfæring- ar gerðar á neðri hæð leikhússins, á salnum þar og tveim búnings- herbergjum, og aðeins er eftir að gera endurbætur á eldhúsinu og einu búningsherbergjanna, en anddyri leikhússins verður málað fyrir frumsýninguna. „Við erum búin að vera alveg á fullu og þetta er óskaplega skemmtilegt. Við hlökkum mikið til að fara að sýna ykkur verkið því ég held að þetta sé með því stórkostlegasta sem við höfum gert,“ sagði Steinunn. IM í æfingu og undirbúnmgi Félagasamtök - Byggingaverktakar Til sölu ca. 260 m2 húsnæöi á besta staö í bænum. Leyfi er fyrir þremur íbúðum. Upplýsingar í síma 22580 til kl. 17 virka daga. Fyrirlestur Samtök um sorg og sorgarviöbrögö veröa meö fyrir- lestur um „sorgina og trúmál'1 fimmtud. 1. mars kl. 20.30 í Akureyrarkirkju. Fyrirlesari veröur Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur á Borgarspítalanum. Kaffi og umræður á eftir í safnaöarheimilinu. Allir velkomnir. Stjórnin. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR StotnaöS núv 1928 P O Boi 348 - 602Aku(«yri Nýtt í fatadeild Á börnin Gallabuxur, st. 104-170 ............. kr. 1795,- Bómullarbuxur, 4 litir, st. 104-170 . kr. 1595,- Jogging buxur, 4 litir, st. 104-170 . kr. 1295,- Jogging bolir, st. 104-146 .......... kr. 1295,- Á dömur Rúllukragabolir, 5 litir ........ kr. 1395,- Bómullarpils, 5 litir............ kr. 1695,- Frakkar, 2 geröír............ frá kr. 6495,- Buxnapils............................ kr. 3595,- Konubuxur, 3 litir, st. 40-52 ... kr. 2295,- Tökum upp í vikunni 2 gerðir af sundbolum, aerobick fatnaö o.fl. Á herra Gallabuxur, st. 30-38 ............. kr. 1995,- Gallabuxur, víðar.................. kr. 2295,- Gallajakkar........................ kr. 3395,- Stakkar, 3 gerðir.............. frá kr. 4495,- Póló bolir .................... kr. 1495,- Náttföt............................ kr. 1195,- LEE gallabuxur á dömur og herra. Opið föstudaga til kl. 19.00 og laugardaga til kl. 14.00. Veríð velkomin HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.