Dagur - 28.02.1990, Page 11
íþróffir
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 - DAGUR - 11
HM-slagurinn hefst í kvöld
- fyrsti leikurinn gegn Kúbumönnum kl. 19
Úrslitakeppni heimsmeistara-
keppninnar í handknattleik
hefst í Tékkóslóvakíu í dag.
Eins og flestum er kunnugt
eiga íslendingar lið í keppninni
og leika þeir í riðli með Júgó-
slövum, en þeir eru núverandi
heimsmeistarar, Spánverjum
og Kúbumönnum. Fyrsti leik-
ur íslendinga er einmitt í kvöld
kl. 18 er þeir mæta Kúbu-
mönnum, á morgun leika þeir
gegn Spánverjum og á laugar-
dag gegn Júgóslövum.
Fyrirkomulag keppninnar er
þannig að 16 lið taka þátt og leika
þau í fjórum riðlum. í A-riðli
Gísli Pálsson, sundmaður úr
Óðni, setti nýlega Akureyrar-
met í 1500 m skriðsundi á
Sundmóti Ármanns sem fram
Leiðrétting
í blaðinu í gær var frétt um aðal-
fund KA sem reyndist ekki rétt í
öllum atriðum. Þar var vitnað til
fjárhagsörðugleika íþróttafélaga
í bænum og m.a. sagt að Þór ætti
í miklum erfiðleikum vegna
skulda. Þetta mun ekki vera rétt
og er beðist velvirðingar á því.
Þá var því einnig haldið fram í
fréttinni að svo virtist sem ekkert
fé myndi renna til KA frá Akur-
eyrarbæ á þessu ári. Þetta mun
einnig vera rangt og er sömuleið-
is beðist velvirðingar á því.
leika Ungverjaland, Frakkland,
Svíþjóð og Alsír, í B-riðli S-Kórea
Rúmenía, Tékkóslóvakía og
Sviss, í C-riðli Júgóslavía, Spánn,
ísland og Kúba og í D-riðli
Sovétríkin, Pólland, A-Pýska-
land og Japan.
Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli
komast áfram í milliriðla og taka
með sér stig úr innbyrðis viður-
eignum. Reyndar gildir svoköll-
uð 25% regla verði tvö lið eða
fleiri með sama stigafjölda í
riðlakeppninni, en það þýðir að
lið missir stig sem það hefur hlot-
ið gegn andstæðingum sem ekki
náðu 25% af mögulegum stigum
úr riðlunum. Það sama gildir síð-
skriosundi
fór í sundhöll Reykjavíkur.
Gísli synti á 18:07.24 mínútum
og nægði sá árangur honum til
silfurverðlauna. Sundfólk Óð-
ins hlaut alls tvenn silfurverð-
laun og tvenn bronsverðlaun á
mótinu.
Gísli hlaut einnig bronsverð-
laun á þessu móti er hann synti
400 m skriðsund á 4:35.98 mínút-
um. Þá hlaut Elsa M. Guðmunds-
dóttir úr Óðni einnig tvenn verð-
laun á mótinu. Hún synti 200 m
bringusund á 2:57.40 og hlaut
silfurverðlaun og bronsverðlaun
hlaut hún fyrir að synda 100 m
bringusund á 1:21.12 mínútum.
Mót þetta var undirbúningur
fyrir íslandsmeistaramót innan-
húss sem haldið verður í Vest-
mannaeyjum í apríl. Þegar hafa
10 sundmenn úr Óðni náð lág-
markstímum fyrir það mót.
an þegar lið fara upp úr milliriðl-
unum.
Það má ljóst vera að lítið má út
af bera í þessari keppni enda lið-
in ákaflega jöfn að getu. íslend-
ingar lentu í 6. sæti í síðustu
heimsmeistarakeppni og því hef-
ur verið lýst yfir að það sæti sé
markmiðið að þessu sinni. Mjög
mikilvægt er að liðið lendi í einu
af 8 efstu sætunum því með því
tryggir liðið sér sæti í næstu A-
keppni sem fram fer í Svíþjóð
árið 1993. Verði Svíar meðal átta
efstu þjóðanna kemst 9. liðið
einnig í lokakeppnina þar sem
gestgjafar eiga ávallt sæti í
keppninni.
Sjö efstu liðin á HM í Tékkó-
slóvakíu tryggja sér einnig sæti á
Ólympíuleikunum á Spáni árið
1992. Sama gildir þar, verði
Spánverjar í einu af 7 efstu sæt-
unum kemst 8. liðið einnig með.
Miklar væntingar eru gerðar til
íslenska liðsins eins og svo oft
áður en þó virðist sem menn líti
raunsærri augum á málin nú en
áður. Þrátt fyrir það ætti að vera
óhætt að gera nokkrar kröfur til
liðsins. Það er nú leikreyndasta
lið heims með valinn mann í
hverju rúmi. Nokkrir liðsmanna
þess hafa leikið yfir 200 landsleiki
og fjöldamargir á milli 100 og 200
leiki. Slíkt vegur geysilega þungt
í keppni sem þessari þegar tauga-
spennan er í algleymingi og eitt
mark getur í raun ráðið úrslitum
um hvort lið lenda í A eða C-
keppni.
En íslendingar eiga ekki létt
verk fyrir höndum. Fyrstu mót-
herjarnir eru Kúbumenn en segja
má að þeir séu óþekkt stærð.
íslendingar hafa aldrei leikið
gegn þeim en vitað er að liðið er
mjög sterkt og með nokkra frá-
bæra leikmenn innanborðs. Eng-
inn skyldi vanmeta þetta lið og
trúlega er lítil hætta á að íslend-
ingar geri það eftir ófarirnar gegn
S-Kóreumönnum sem öllum
áhugamönnum um handknattleik
er í fersku minni. Annar leikur
okkar er gegn Spánverjum sem
ætíð hafa reynst Islendingum erf-
iðir og þrátt fyrir að vel hafi
gengið gegn Júgóslövum á síð-
ustu árum þarf ekki að fjölyrða
um styrkleika þeirra.
Komist íslenska liðið í milli-
riðil er líklegast að það leiki gegn
Pólverjum, A-Þjóðverjum og
Sovétríkjunum. Ætti liðið að
eiga þokkalega möguleika gegn
tveimur fyrrnefndu þjóðunum en
möguleikarnir gegn Sovétmönn-
um eru hverfandi enda fyrirfram
talið nánast vonlaust að þeir tapi
leik á þessu móti.
En í rauninni er tilgangslaust
að velta vöngum yfir gengi liðsins
fyrirfram - það eina sem er víst er
að allt getur gerst. Og íslenska
þjóðin getur ekkert gert nema
sameinast í bæn fyrir framan
sjónvarpstækin og vona það
besta.
Bjarki Sigurðsson i kunnuglegri stellingu. Bjarki og félagar verða í eldlín-
unni í kvöld.
Handknattleikur:
Þorbjöm Jensson dæmdur í
þriggja mánaöa leikbann
Sundmót Ármanns:
Gísli setti
Akureyrarmet
- í 1500 m
íslenskar getraunir:
Aukaseðill vegna HM
íslenskar getraunir standa fyrir
aukagetraunaseðli í tengslum
við HM í handknattleik sem
hefst í Tékkóslóvakíu eins og
flestum íþróttaáhugamönnum
mun kunnugt. Leikirnir sem
eru á þessum aukaseðli fara
fram í dag, 28. febrúar, 1. mars
og 3. mars. Skilafrestur á seðl-
inum er til kl. 18.55 í dag.
Til gamans voru nokkrir
þekktir handknattleiksáhuga-
menn fengnir til að spá í seðilinn
og látum við leikina og spá sér-
fræðinganna fylgja hér með.
Dómstóll HSÍ hefur dæmt
Þorbjörn Jensson, þjálfara 1.
deildarliðs Vals í handknatt-
leik, í þriggja mánaða keppn-
isbann og til greiðslu á 10.000
króna sekt. Bannið hlýtur Þor-
björn fyrir að kalla lið sitt af
leikvelli í leik gegn Gróttu á
alþjóðlegu handknattleiksmóti
í Garðabæ fyrir skömmu.
Ástæðan var óánægja Vals-
manna með dómara leiksins,
þá Guðmund Lárusson og
Guðmund Stefánsson. Sam-
kvæmt reglum HSÍ er þetta
óheimilt og hámarksrefsing
fyrir brot af þessu tagi getur
varðað allt að sex mánaða leik-
banni.
Mótið var haldið með sam-
þykki HSÍ og þátttöku U-21
landsliðsins og telst því mót á
vegum HSÍ. 1 18. grein reglu-
gerðar HSÍ um handknattleiks-
mót segir m.a: „Flokk, sem hætt-
ir leik, áður en dómari gefur
merki um að leiktími sé liðinn,
má setja í leikbann allt að sex
mánuði, bæði flokkinn í heild og
hvern einstakan leikmann og
dæma allt að kr. 10.000. í sekt.“
Valsmenn hafa ákveðið að
! áfrýja dómnum til Dómstóls ÍSÍ.
Knattspyrna:
Dómarar á
faraldsfæti
íslenskt knattspyrnudómaratríó
muD halda til Svíþjóðar í vor og
dæma leik Svíþjóðar og Japan,
sem fram fer í Gautaborg þann
23. maí nk. Guðmundur Har-
aldsson, KR, dæmir leikinn en
þeir Sveinn Sveinsson, Fram og
Bragi V. Bergmann, Umf. Ár-
roðanum, annast línuvörslu.
Þá mun Eyjólfur Ólafsson
dæma leik Englands og Belgíu í
Evrópukeppni kvennalandsliða
sem fram fer í Englandi þann 7.
apríl.
Bogdan Kowalczyk Jón Hjaltalín Magnússon Guijón Guðmundsson Einar Magnússon Eiríkur Jónsson Bjarni Felixson Sigmundur Steinarsson
Tékkóslóvakía-Sviss 28. feb. 18.00 1 1 1 1 1 1 1
Ísland-Kúba 28. feb. 18.00 1 1 X 1 1 1 1
Sviss-S-Kórea 1. mars 16.00 1 2 1 1 2 2 X
Rúmenía-Tékkóslóvakía 1. mars 18.00 2 2 2 2 1 1 X
Spánn-ísland 1. mars 18.00 X 2 X 2 2 2 2
Pólland-A-Þýskaland 1. mars 18.00 1 2 1 X 2 2 2
Ungverjaland-Svíþjóð 3. mars 16.00 1 2 1 X 1 2 1
S-Kórea-Tékkóslóvakía 3. mars 16.00 2 2 2 2 2 1 1
Rúmenía-Sviss 3. mars 18.00 2 2 1 X 1 1 1
Júgóslavía-Ísland 3. mars 16.00 2 2 2 2 2 2 1
Spánn-Kúba 3. mars 18.00 1 1 2 1 1 1 1
Sovétríkin-A-Þýskaland 3. mars 16.00 1 1 1 1 1 1 1
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Hann gekk af velli með lið sitt fyrir
skömmu og það gæti reynst Valsmönnum dýrt.