Dagur - 28.02.1990, Side 12
D&6ÐE
Akureyri, miðvikudagur 28. febrúar 1990
Kodak
Express
Gæóaframköllun
^★Tryggðu filmunni þinni
íbesta cPeáí6myndir'
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Flugsamgöngur hófust að nýju á Norðurlandi eftir hádegi í gær. Þá stytti ioks upp og Flugleiðir flugu ótt og títt milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Ein vél var ekki fyrr farin á loft frá Akureyrarflugvelli er önnur kom inn til lendingar.
Flugfélag Norðurlands stóð einnig í ströngu í gær. Vegurinn til Siglufjarðar er enn lokaður en einangrunin var rofin
í gær með flugi, bæði á vegum FN og Arnarflugs. Mynd: kl
Jökull hf. á Raufarhöfn:
Rauðinúpur koniinn úr klössun
- fer í leiðangur fyrir Hafrannsóknastofnun
Bæjarstjórnarkosningarnar á Blönduósi:
Lítil hreyfíng
komin á framboðsmál
- ekki von á nýjum framboðslistum
Rauðinúpur ÞH-160, togari
Jökuls hf. á Raufarhöfn, er
kominn úr viðamikilii klössun
og fór hann út síðastliðið
sunnudagskvöld. Ekki hefur
viðrað vel til veiða í þessum
fyrsta túr togarans á þessu ári.
Hólmsteinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Jökuls, sagði að
túrinn yrði stuttur því Rauði-
núpur þyrfti að vera kominn
inn næstkomandi sunnudag.
Ástæðan fyrir því að Rauði-
núpur getur ekki verið lengur að
veiðum í þessum túr er sú að
hann verður leigður til Hafrann-
sóknastofnunar á mánudaginn.
Árlega fara fimm af japönsku
togurunum í rannsóknaleiðangra
fyrir stofnunina.
„Þetta eru stofnmælingar. Tog-
ararnir skipta sér um allt landið
og taka ákveðið magn á fyrirfram
ákveðnum stöðum. Síðan er
þetta mælt og borið saman við
árið á undan og breytingarnar
metnar. Það er einn fiskifræðing-
ur um borð í hverju skipisagði
Hólmsteinn.
Þetta er sjötta árið sem þessi
leiðangur er farinn. Rauðinúpur
verður í 20 daga hjá Hafrann-
sóknastofnun en hann mun síðan
fara aftur á veiðar 25. mars og
afla hráefnis fyrir Fiskiðju Rauf-
arhafnar. SS
Lítil hreyfing er komin á fram-
boðsmál til bæjarstjórnarkosn-
inga á Blönduósi, þó skýrast
línur væntanlega eitthvað um
helgina. Fundir verða hjá bæði
H-Iista Alþýðuflokks og Fram-
sóknar og D-lista Sjálfstæðis-
flokks næstkomandi laugar-
dag. K-Iisti Alþýðubandalags
og óháðra sem nú myndar
meirihluta með H-lista Fram-
sóknar og krata mun einnig
funda um helgina.
Hjá H-iista mun einhverra
breytinga vera að vænta, líklega
dregur Hilmar Kristjánsson
bæjarstjórnarfulltrúi sig í hlé.
„Það er lítil umræða komin á
framboðsmál, þetta skýrist allt
um helgina, við erum bara nokk-
uð bjartsýn,“ sagði Hilmar.
Sigríður Friðriksdóttir bæjar-
stjórnarfulltrúi D-lista Sjálf-
stæðisflokks, sem nú er í minni-
hluta í bæjarstjórn, vildi ekkert
segja um framboðsmálin, nema
að þau yrðu eitthvað rædd á aðal-
fundi næstkomandi laugardag.
Kristín Mogensen bæjarstjórn-
arfulltrúi K-lista ætlar ekki gefa
kost á sér en uppstillingarnefnd
er starfandi og er niðurstöðu að
vænta frá henni í næstu viku.
Ekki hefur heimildamaður Dags
á Blönduósi heyrt um að von sé á
nýjum framboðslistum til bæjar-
stjórnarkosninga. kg
Norðurland:
Þokkalegasta
öskudagsveður
Á þessari stundu „hlaupa lítil
börn um bæinn" á Akureyri í
þökkalegu veðri sem lýsir sér í
norðankalda, lítilsháttar élja-
gangi og 6 stiga frosti, ef spá
Veðurstofunnar frá hádegi í
gær hefur gengið eftir.
Spákortið frá hádegi í gær
gerði ráð fyrir fremur hægri norð-
austanátt og smáéljum á Norður-
og Austurlandi. Þetta er hið
þokkalegasta öskudagsveður,
sérstaklega ef miðað er við veðr-
ið undanfarna daga.
Á fimmtudag er jafnvel búist
við suðvestanátt með þurru og
björtu veðri á Norður- og Aust-
urlandi. SS
Áhrif ófærðarinnar:
Höfum tapað tals-
verðiim viðskiptiim
- segir Gunnar Karlsson hótelstjóri KEA
Þingeyjarsýsla:
MeðaJhraði mjólkurbfls
nokkur hundruð metrar á klst.
„Það er allt kolófært,“ sagði
Svavar Jónsson hjá Vegagerð-
inni, aðspurður um ástand
vega í Þingeyjarsýlu í gær.
Svavar átti von á að veður
lagaðist og í dag átti að reyna
að opna allar aðalleiðir. Lög-
regla vissi ekki um nein óhöpp
eða teljandi vandræði vegna
veðurs og færðar í gær, enda
ekki margir á ferð á vegum úti.
Nokkrir dagar eru síðan hægt
hefur verið að flytja kísilgúr frá
Mývatnssveit til Húsavíkur. Kís-
ilvegur hefur verið ófær og á
föstudag fór fluttningavagn,
hlaðinn kísil, á hliðina við
Skútustaði.
Síðdegis á mánudag var jeppi
tvo tíma frá flugvellinum í
Aðaldal til Húsavíkur, 12 km
leið, og var hann þó dreginn, af
stærri bíl, að Mýrarkvísl, en ferð-
in sóttist seint vegna sótsvarts
byls.
Á mánudag var mjólkurbíll
fimm tíma fram og til baka, á
milli Fosshóls og Ingjaldsstaða,
leið sem er rúmur kílómetri. Er
mjólkurbíllinn þó með framdrif
og hafði dráttarvél með tönn sér
til aðstoðar. Snjógöngin sem bíll-
inn fór eftir á þessari leið náðu
víða uppfyrir spegla á bílnum, og
eru því orðin á fjórða metra á
dýpt.
Bárðardalur er allur meira og
Það getur verið hættulegt að
leika sér með eldfæri. Þetta
sannaðist á Uppanum síðast-
liðið mánudagskvöld er eldur
læsti sig í yfirhöfn manns sem
stundaði þennan leik. Annar
maður brá skjótt við og slökkti
í yfirhöfninni og hlaut við það
minna ófær, en að sögn kunnugra
eru íbúar þar vanir því að vegir
teppist dag og dag, eru því við-
búnir, og láta slíkt ekki valda sér
vandamálum að óþörfu. Töluvert
mikill snjór mun vera kominn í
Kinn og Ljósavatnsskarð. IM
smávægileg brunasár á hendi.
Að sögn Þráins Lárussonar á
Uppanum var hér aðeins um lít-
ilsháttar óhapp að ræða, en þau
eru sem kunnugt er ekki óalgeng
á vínveitingastöðum. Hann sagði
að ekki hefði verið nein hætta á
ferðum. SS
„Veðrið það sem af er þessu
ári hefur leitt til þess að við
höfum tapað talsverðum við-
skiptum,“ sagði Gunnar Karls-
son hótelstjóri á Hótel KEA í
samtali við Dag, en eins og
fram hefur komið í fréttum
hafa Flugleiðir t.d. þurft að
fella niður rúmlega þriðjung
alls flugs um landið það sem af
er þessu ári.
Gunnar segir að ófærðarhelg-
arnar séu nú orðnar fimm að tölu
og segi það sig sjálft að þetta
dragi úr fólki að ferðast á þessum
árstíma. „Fólk er ekki fyrir það
að taka áhættu og verða veður-
sjúkdóma í janúar sl. Inflúensu
hefur ekki tekist að stinga sér
niður að ráði, aðeins 8 voru
skráðir sjúkir hennar vegna í
mánuðinum.
Jafn margir fengu lungna-
bólgu, en 298 manns voru skráðir
með kvef og hálsbólgu. Þá fengu
11 strepptókokkahálsbólgu og
einn eitlafár.
Þeir eru alltaf nokkrir sem fá
hlaupabólu, að þessu sinni fjórir
og einn fékk hettusótt. Maga-
kveisa hrjáði 107 einstaklinga, 6
fengu kláðamaur, 2 flatlús og 4
þvagrásarbólgu. VG
teppt,“ sagði hann. „Ferðamenn
kvekkjast og eru alls ekki tilbúnir
að rjúka af stað jafnvel þó það
konii góð helgi inni á milli. Þetta
getur haft mjög skaðleg áhrif til
lengri tíma.“ VG
Rafmagnsleysi á Akur-
eyri í gær:
Yfirálag á
spenni við
Rangárvelli
Ástæðan fyrir rafmagnsleysi á
Akureyri íaust fyrir hádegi í
gær er sú að álag var orðið of
mikið fyrir aðalspenninn í að-
veitustöðinni við Rangárvelli
þannig að varnarbúnaður
kúplaði spenninum frá til að
skemmdir yrðu ekki á honum.
Aðeins er einn aðalspennir í
aðveitustöðinni nú þar sem
hinn spennirinn er í viðgerð
erlendis.
Svanbjörn Sigurðsson, veitu-
stjóri Rafveitu Akureyrar, sagði í
samtali við blaðið í gær að ekki
ætti að þurfa að óttast að raf-
magn fari af á næstunni þrátt fyrir
að álag verði mikið.
„Ég á von á að menn verði bet-
ur á verði eftir að þetta kom fyrir
þannig að keyra mætti díeselvél
ef þetta hættustig í álagi nálgast
aftur,“ sagði Svanbjörn. JÓH
Heilsugæslustöðin á Akureyri:
Heflsufar með ágætasta móti
Heilsufar íbúa á svæði Heilsu- I virðist með ágætasta móti ef
gæslustöðvarinnar á Akureyri marka má skýrslu um smit-
Uppinn:
Leikur að eldi