Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 1. mars 1990 Eitt ár liðið frá „Bjórdeginum“ mikla: f/ \ DAGS-ljósinu Hver hefur reynslan af bjómum orðið? Idag er nákvæmlega eitt ár liðið frá því að sala á áfengum bjór hófst á íslandi á ný. „Búinn að bíða eftir þessu í nokkur ár“ var fyrirsögn Dags 2. mars fyrir ári, en hún var höfð eftir fyrsta við- skiptavininum sem keypti bjór í verslun ÁTVR á Akureyri á „bjórdaginn“ í fyrra. Löngu fyrir kl. 09.00 þann dag byrjaði fólk að safnast saman fyrir utan verslunina og þegar hún opnaði biðu um 20 manns fyrir utan. í frétt í Degi þennan sama dag kemur fram að á þessum fyrsta söludegi hafi um 44 þúsund bjórdósir verið seldar á Akureyri en þar af var bjór frá Sanitas um 86% af heildarsölu. Sömu sögu var að segja frá Sauðárkróki þar sem kapp- nóg var að gera í bjórsölunni og á Siglufirði sagði útsölustjórinn að fólk væri greinilega forvitið að prófa bjórinn. En nú þegar ár er liðið frá þessum annars merka degi er ekki úr vegi að líta um öxl og sjá hvort spár manna hafi ræst og hver reynslan hefur verið. Um síðustu áramót gaf Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins upp sölu áfengs öls á árinu og kom þar fram að tæplega 7 milljónir lítra hafi verið seldir. Um er að ræða heildarsölu fyrirtækisins, en ekki neyslu íslendinga því ekki er unnt að leggja mat á birgðir sem hugsanlega voru til í heimahús- um vegna innflutnings sem ekki var á vegum ÁTVR. Tæplega 7 milljónir lítrar af bjór þýðir að hvert mannsbarn sem komið er Þid gerið betri matarkaup í KU HETTO Coca Puffs 475 g 250,- Cherios 425 g 188,- Flóru appelsínuþykkni 2 I 285,- Flóru appelsínuþykkni 3A I 126,- Tropical nektar 1 i79,- Appelsínusafi nektar 1 i79,- Kókómjólk 1/41 38,- KEA ostar u.þ.b. 1 kg pk. 26%682, ■ KEA ostar u.þ.b. 1 kg pk. 17% 569,- Q Coca Cola 2 I 155,- OQ Coca Cola 11/21 139,- P Hangifrp. úrb. á859,- Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. KyrnnS&t NETTÓ-verði £ék KEANETTÓ yfir 15 ára aldur hafi drukkið tæplega 37 lítra á tímabilinu frá 1. mars til 31. desember 1989. Hefðum viljað sjá aðra verðlagningu á innlendum bjór „Reynslan er ekki slæm þó ég hafi persónulega spáð því í upp- hafi að heildarsala yrði meiri,“ sagði Magnús Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Sanitas á Akur- eyri. „Við erum heldur ekki óánægðir með okkar hlutdeild í markaðnum því við höfum verið að selja vinsælustu tegundirnar. Bjórinn okkar hefur líkað vel því gæðin hafa verið jöfn og stöðug. Vöruþróun hefur tekist vel, við höfum komið með nýjar tegundir á árinu sem hafa líkað vel.“ Magnús segir að innlendir fram- leiðendur hafi í upphafi gjarnan viljað sjá aðra verðlagningu á bjór, þannig að innlendur bjór hefði verið ódýrari í byrjun, „en við stóðum okkur í samkeppn- inni við stóru nöfnin enda alltaf með nýjan og ferskan bjór og fólk veit að það getur treyst því að okkar framleiðsla er góð.“ Aðspurður um sveiflur í sölu sagði Magnús þær e.t.v. ekki marktækar, enn þó sé greinilegt að salan var mest í sumar, þ.e. frá apríl fram í september. Þá kom dálítil lægð og uppsveifla á ný fyrir jól en þá var ágætis sala í bjór. „Sala á bjór fylgir árstíðum eins og önnur verslun, hann er t.d. ómissandi í grillveislurnar á sumrin,“ sagði Magnús. Magnús segir að í upphafi hafi verið búist við að sala í léttum bjór myndi dragast saman þegar áfengi bjórinn kom á markað. Sú mun ekki liafa verið raunin. Að- spurður um hvort markaðurinn sé nú kominn í jafnvægi varðandi magn og tegundir bjóst Magnús við að sala á bjór ætti enn eftir að vaxa. „Þetta er enn bara byrjunin og sama held ég að megi segja um tegundir, fólk er ekki endan- lega búið að finna „sína“ tegund.“ Skynsamiegri drykkjusiðir „Það er mjög erfitt að átta sig á hver reynslan hefur verið og menn eru ekki á eitt sáttir um það, en persónulega tel ég komu bjórsins m.a. hafa leitt til skynsamlegri drykkjusiða,“ sagði Ingimar Skjóldal lögregluvarð- stjóri á Akureyri. „Menn verða ekki eins illa drukknir af bjór og öðru áfengi." Ingimar sagði að samfara breyttum vinnutíma breyttust drykkjusiðir hvað tímasetningu snertir. Þegar vinnuvikan styttist færðist drykkja smá saman til eft- ir því. Nú orðið vinni margir að- eins fram yfir hádegi á föstudög- um og samfara því hefjist drykkja hjá mörgum á fimmtu- dagskvöldum. Þarna eigi bjórinn ekki beinan þátt í að breyta siðum. Aðspurður um ölvunarakstur sagði Ingimar að ekki væri hægt að sjá á tölum að um aukningu á ölvunarakstri hafi orðið að ræða. „Maður vonar að áróður hafi borið árangur en að sjálfsögðu er þetta líka undir því komið hvern- ig eftirliti er háttað. Gæslan er mjög svipuð því og hún hefur verið undanfarin ár og því hefur ekki verið um verulega aukningu að ræða. Ég get því ekki séð það persónulega að tilkoma bjórsins hafi breytt neinu nema þá helst til góðs.“ Bjórdrykkja á enn eftir að breytast Þráinn Lárusson er veitingamað- ur á Uppanum á Akureyri og seg- ir hann að skemmtanalíf í bænum hafi snarbreyst með tilkomu bjórsins. „Fólk sækir nú meira krárnar þar sem ekkert kostar inn en boðið er upp á jafn góða eða betri skemmtidagskrá en á stöðunum sem selt er inn á. Þá er það á hreinu að sá sem drekkur bjór verður ekki eins illa drukk- inn og sá sem drekkur sterkt vín og það kemur greinilega fram á umgengni,“ sagði Þráinn að- spurður um reynsluna. Hann segir miklar sveiflur í bjórdrykkju; það komi tímabil þar sem mikið er drukkið af bjór en þess á milli detti salan niður, án þess að hann geti skýrt þetta nánar. „Ég held að bjórdrykkja eigi enn eftir breytast nokkuð mikið og fólk eigi eftir að snúa sér meira að bjórtegundum með minna áfengisinnihaldi eins og algengt er t.d. í Danmmörku.“ Aðspurður um hvort hann verði var við að vinnandi fólk komi á miðjum vinnudegi og fái sér bjór, sagði Þráinn það af og frá. Spár andstæðinga bjórsins hafi því ekki staðist. „Bjórinn hefur að- eins verið til góðs því það er jú skárra að fólk drekki bjór en sterkt áfengi.“ í dag verður haldið upp á dag- inn á Uppanum og hefst dag- skráin með beinni útsendingu frá leik íslendinga og Spánverja í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Síðar í kvöld verður kynning á „afmælisbarninu" frá Sanitas, bruggmeistari verður á staðnum og boðið verður upp á 'skemmtiatriði. Salan nú komin í jafnvægi Haukur Torfason útibússtjóri í verslun ÁTVR á Akureyri segir þeirra reynslu af bjórsölunni góða. „Það er engin spurning að sala á bjór er að komast í jafn- vægi a.m.k. segja tölurnar okkur það. Nú orðið er mjög svipað magn selt í viku hverri og sama er að segja um helgarnar. Þetta er komið í nokkuð fastar skorður." Varðandi tegundir segir Hauk- ur það hafa verið nokkuð mis- jafnt hvað hafi verið til hjá þeim og fari það eftir framboðinu fyrir sunnan. „En þetta hefur allt breyst til batnaðar og fólk er að mestu hætt að smakka sig áfram.“ Haukur segir að þó sala sé nú komin í jafnvægi aukist sala fyrir stórhátíðir, bjórinn seldist vel fyrir jólin og komi til með að seljast vel fyrir páskana. Þá séu sumarfríin og verslunarmanna- helgin stórir áhrifaþættir. VG þa <5 hressir Akureyri í 1sólunnar ft» áM: r„. ,ttfif«!>'!' , j .1 ita1 ****&*& íf ' ” . • ,... . V, Á' \ \ -SanitöSinwutu ....i. .......— : bsrrawÉtA » «■>! i 4«»' ' A ,WÍ s. »>i> >'* *í > I *^5S»*<&**- '/jgSZ Röð fyrvr uúw gærtnoríl,n ,l»a, I>'» l cUí » í ATV K ' k Bjfetr a'KÁt i * 'SfnöSr ár v-.r ■&» ***** .... tát *« M‘ ÍJWÍttrt »»> , t Hrwao •ritavon^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.