Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 1. mars 1990 • ' Vtrícl 02, Pað er ekki úr ve| i Ferða- horfa fram “ m.k. farmr að þjónustuaðilar er Jöngu og taka undirbúa vertið sma ^ . gríð ogerg^ þessa dagana við bo {arnir að t>á eru Islendlí'finu 0jj farnir að bóka sig huga að sumarfninu °g ði samband við til sólarianda. § jónUStá á Akureyn nokkra aðúa . erðaþ on . hor{urnar og forvrtna^st um bumar.ð^ -ferdamál- Gunnar Karlsson hótelstjóri á KEA: Mildð bókað frá Bretiandsevjum Texti: VG „Mér líst bara nokkuð vel a sumarið, þó það megi segja að við erum aldrei í vandræðum með að fylla hjá okkur í júlí og ágúst,“ sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA. Hann sagði að í fyrra hafí orð- ið mikil afföll, en á sama tíma í fyrra var t.d. mikið bókað fyrir sumarið og að sama skapi urðu Gísli Jónsson FA: Talsvert af ferðamöimum hm í landíð „Mér sýnist ætla að koma tölu- vert af ferðamönnum inn í landið, en hins vegar virðist sagan frá í fyrra ætla að endur- taka sig varðandi ferðir íslend- inga til útlanda,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Ferðaskrif- stofu Ákureyrar. Gísli segir að enn væri tiltölu- lega rólegt í bókunum íslendinga í utanlandsferðir, „ég hugsa að fólks sé enn að spá í spilin." Hann segir að í fyrra hafi fólk bókað sig óvenju seint í utan- landsferðirnar. í ár er spáð ekki lakara ári varðandi komur erlendra ferða- Hef flutt sérfræÖimóttöku mína yfir í heilsugæslustöð Akureyrar (Amaro). Tímapantanir í síma 22311. Viðtalstími á þriðjudögum milli kl. 13 og 15 í síma 22100 og á fimmtudagskvöldum milli kl. 19 og 20 í síma 26248. Edward Kiernan sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum. Snjókeðjur á flestar stærðir bifreiða Krókar, þverbönd, langbönd og lásar, tangir og margt fleira. Váladeild Óseyri 2 • Símar 22997 og 21400. manna til landsins. Ferðaskrif- stofa Akureyrar mun brydda uppá ýmsum nýjungum fyrir ferðamenn í sumar sem Gísli seg- ir of snemmt að nefna nú. Hann sagði að markmiðið væri að fá ferðamennina til að stoppa leng- ur á Akureyri og því allt reynt til þess. Gunnar Karlsson. mikil afföll á hópunum. „Afbókanirnar komu mjög seint í fyrra, en góða veðrið í júlí gaf okkur mjög góðan tíma þó það hafi ekki verið langur tími. Þegar upp var staðið var ágúst t.d. ekki mjög góður tími,“ sagði Gunnar. Þær bókanir sem nú hafa borist segir hann traustari en áður. Þjóðverjar eru stór hópur gesta og Skandinavar eru í sókn meðal ferðamanna sem sækja landið heim. „Bretar hafa sótt sig líka. Þeir voru mjög fjölmennir fyrir nokkrum árum en þegar efnahagsástandið versnaði hættu þeir að koma. Nú er þó nokkuð mikið bókað frá Bretlandi en þeir eru gjarnan traustir í viðskipt- um.“ í sumar ætlar svissnesk ferða- skrifstofa, Saga-reisen, að fljúga til Akureyrar í beinu leiguflugi. Stefnt er að því að fljúga samtals 7 ferðir í sumar, en hér er um til- raun að ræða. „Við áttum þátt í að koma þessu á og þeir eiga bókað hjá okkur fjölmörg her- bergi. Gestir þeirra munu dvelja hér lengur en venja er með erlenda ferðamenn en að jafnaði verður dvölin 3-4 nætur. Enn sem komið er hefur ekki tekist að selja dvöl til lengri tíma þó við vildum gjarnan að ferðamennirn- ir væru hér í um viku tíma. Þetta er mjög spennandi tilraun og mikilvægt að hún takist vel,“ sagði Gunnar. Guðrún Gunnarsdóttir Hótel Norðurland: Undantekning ef hópar dvelja lengur ein eina nótt „Horfurnar hjá okkur eru mjög góðar og það er mikið búið að bóka,“ sagði Guðrún Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Norðurland. Hún sagði að þrátt fyrir að búast mætti við vissum afföllum liti þetta mjög vel út. Þær bókanir sem borist hafa eru svo til eingöngu fyrir útlend- inga. „Englendingar ætla að verða fjölmennir, sömuleiðis koma hér þýskir hópar en einnig er talsvert um blandaða hópa frá ferðaskrifstofum í Reykjavík,“ sagði Guðrún. Lang stærsti hluti þeirra hópa sem eiga bókað á Hótel Norður- landi í sumar munu aðeins dvelja eina nótt. „Það er alger undan- tekning ef hóparnir dvelja lengur.“ Aðspurð um hvort ekki væri hægt að fá ferðamennina til að dvelja lengur sagði Guðrún Guðrún Gunnarsdóttir. það áhugamál flestra sem að ferðaþjónustu á Akureyri standa. „Auðvitað væri sniðugt ef þessir hópar gistu a.m.k. þrjár nætur á Akureyri því það er svo margt í nágrenni Akureyrar sem hægt er að skoða. Héðan mætti svo fara í dagsferðir í Ásbyrgi, að Detti- fossi eða inn á Sprengisand og koma aftur sama dag. Þá ættu hóparnir að eiga a.m.k. einn frjálsan dag á Akureyri því þar er nóg að gera fyrir ferðamenn. Málið er bara að koma þessum hugmyndum á framfæri.“ Guðrún sagðist þekkja til svip- aðs ferðafyrirkomulags í tengsl- um við Eddu hótelin en þangað kæmu oft hópar sem héldu til á sama hótelinu nokkrar nætur en færu þaðan í dagsferðir um ná- grennið. Fyrstu hóparnir eru væntanleg- ir á Hótel Norðurland í lok maí og byrjun júní en síðan er þétt bókað fram í miðjan september. „Sumarið leggst því mjög vel í mig og við erum kát hérna,“ sagði Guðrún að lokum. Ásdís Árnadóttir SL: Ódýrustu ferðimar vinsælastar Aðalfundur Félag aldraðra á Akureyri heldur aðalfund sinn í Húsi aldraðra, laugardag inn 10. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabrey tingar. Önnur mál. Kaffiveitingar ★ Skemmtiatriði. Stjórnin. „Við erum með stað á Mall-1 orka sem er á góðu verði, en það er Cala D’Or og nokkrar brottfarir þangað eru þegar uppseldar og margar að verða fullar. Hins vegar er lítil sem engin hreyfíng í dýrari ferð- um,“ sagði Asdís Árnadóttir' hjá Samvinnuferðum Landsýn. Hún sagði að nú væri meira um bókanir en á sama tíma í fyrra. Ásdís segir að sú breyting hafi helst orðið á að fólk bóki sig nú frekar í ódýrustu ferðirnar. Það kemur þó ekki niður á lengd ferðanna því landinn vill enn fara í 3ja vikna ferðir. „Það var geysi- legur áhugi á að ná sér í ferða- Ásdís Árnadóttir. bæklinga þegar þeir komu út svo líklega eru margir enn að spá í spilin heima,“ sagði Ásdís. „Þetta lítur því Ijómandi vel út hjá okkur og það er mikið spurt og spáð. En það er áberandi hvað ódýrari ferðir verða fyrir valinu og fólk reiknar dæmið nú til enda.“ Auk hefðbundinna sumarleyf- isferða sér skrifstofa Samvinnu- ferða Landsýn um sölu á hinum ódýru fargjöldum verkalýðsfélag- anna. Þær ferðir segir Ásdís vera á sérlega góðu verði og segir hún jafnframt að mikið sé spurt um þær. Á Akureyri verður byrjað að selja farseðla fyrir Alþýðu- samband ísland 19. mars nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.