Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. mars 1990 - DAGUR - 3 -i fréffir F Akureyri: Ákveðið er að halda námskeið fyrir atvinnulausa í bænum 20.-29. mars Ákveðið er að halda námskeið fyrir atvinnulaust fólk á Akur- eyri á tímabilinu 20. til 29. mars nk. Að námskeiðinu standa Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hf., Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar, Verkmennta- skólinn á Akureyri og verka- lýðsfélögin Iðja og Eining. Aætlað er að námskeiðið verði í allt um 16 klukkustundir, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-17 og verður kennt í Al- þýðuhúsinu við Skipagötu. 1 gær var sent út bréf til 80 manna úrtaks atvinnulausra á Akureyri þar sem leitað var eftir viðbrögðum við slíku nántskeiði og fólki boðið upp á rabbfund um námskeiðið næsta mánudag. Gert er ráð fyrir að námskeiðið skiptist í fjóra hluta. í fyrsta lagi Norðurland: Bjami Hafþór ráðinn frétta- og dagskrárgerðarmaður Stöðvar 2 - hættir sem framkvæmdastjóri Samvers - Þórarinn Ágústsson tekur við Bjarni Hafþór Helgason sjón- varpsstjóri Eyfirska sjónvarps- félagsins og framkvæmdastjóri Samvers hf. á Akureyri, hefur verið ráðinn frétta- og dag- skrárgerðarmaður Stöðvar 2 á Norðurlandi. Bjarni Hafþór tekur við hinu nýja starfi í dag, 1. mars og mun um leið láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samvers. Hann mun hins veg- ar sitja áfram sem sjónvarps- stjóri Eyfirska sjónvarpsfélags- ins. Þórarinn Ágústsson einn eig- enda Samvers, mun taka við stöðu framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Bjarni Hafþór er öllum hnútum kunnugur í sjónvarpi en hann hefur unnið við dagskrár- gerð fyrir Eyfirska sjónvarpsfé- lagið, Stöð 2 og RÚV og auk þess stýrt Sjónvarpi Akureyrar frá upphafi, eða frá 1. okt 1986. Bjarni Hafþór lauk námi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1983 og hefur frá þeim tíma unnið við ýmis störf á Akureyri. Fyrst um sinn verður Bjarni Haf- þór með skrifstofu að Hrísalundi 14a á Akureyri. Eyfirska sjónvarpsfélagið mun áfram hafa sína aðstöðu að Grundargötu 1 og leigja af Sam- veri tækni-, framleiðslu- og útsendingarþjónustusem fyrr. -KK „hver er réttur þinn?“, þar sem farið verður yfir réttindi atvinnu- lauss fólks. í öðru lagi kynning á skólakerfinu og möguleikuin til menntunar. í þriðja lagi „hvað getur þú gert?“, þar sem fólki verða kynntar starfsumsóknir og viðtöl. 1 fjórða lagi er síðan fjall- að um efnahags- og atvinnulíf. Námskeiðið verður þátttak- endum að kostnaðarlausu. Kostn- aður vegna námskeiðsins mun dreifast á áðurgreinda aðila sem að því standa. Að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélagsins sem sæti á í undirbúningsnefnd, renna rnenn blint í sjóinn með undirtektir fólks. „Við miðuni námskeiðið við 20 manns og gerunt okkur ánægða ef sá fjöldi skilar sér. Við vonumst til þess að fólk líti þetta jákvæðum augum. Mark- miðið með þessu að aðstoða það við að finna einhverja leið út úr vandræðum sínunt. Þetta er auð- vitað engin lausn, en ætti að geta hjálpað fólki, t.d. hvað varðar réttindi sín.“ óþh Landssamband smábátaeigenda: Veiðiheimildir til erlendra þjóða verði afturkallaðar Stjórn Landssambands smá- Ibátaeigenda mótmælir harö- lega þeirri ákvörðun sjávarút- jvegsráðherra að heimila er- ilendum þjóðum veiðar á milli 11 inni og sex þúsund tonnum í þorskígildum talið og um 6-7 þúsund tonnum af öðrum botnfiski. í yfirlýsingu frá LS vegna þessa máls er á það bent að þessi afli samsvari samanlögðum afla sem unnin er á Borgarfirði eystra, Bakkafirði og Grímsey. Ennfremur segir að með ólík- indum sé að á sama tíma og allir Könnun á olíu í Öxarfirði: Ólafiir Þ. spyr iðnaðarráðherra í framhaldi umfjöllunar Dags í gær um rannsóknir Orkustofn- unar á jarðhita og lífrænu gasi Leiðrétting í forsíðufrétt Dags í gær um styrkumsókn Hitaveitu Akureyr- ar og Orkustofnunar til Rann- sóknarráðs ríkisins gætti nokk- urrar ónákvæmni. í tilvitnun í Franz Árnason, hitaveitustjóra, segir m.a.: „Hugsanlega eigum við topp sem endist í hundrað ár miðað við að taka eitthvert hámarksmagn úr honum.“ Orðið „topp“ í þessu sambandi er ill- skiljanlegt og gerir setningu nær óskiljanlega. Til upplýsingar vís- ar „toppur“ þarna til jarðhita- geymis eða „jarðhitapotts.“ í Öxarfirði er vert að geta þess að Ólafur Þ. Þórðarson, þing- maður Framsóknarflokks lagði í síðustu viku fram fyrirspurn á Alþingi til iðnaðarráðherra um könnun á olíu í jörðu þar eystra. Fyrirspurn þingmannsins til iðnaðarráðherra er eftirfarandi: „Hvar skipar iðnaðarráðherra því í framkvæmdaröð að láta kanna hvort olía er í jörðu við Axarfjörð.“ Samkvæmt þingsköpum hefur ráðherra sex daga til að svara fyrirspurninni. Hugsanlegt er því að svar hans liggi fyrir í fyrir- spurnatíma í sameinuðu þingi nk. fimmtudag, en hins vegar eru þess rnörg dænii að svör ráðherra dragist á langinn. óþh útgerðarmenn og sjómenn í kvótakerfi verði að sætta sig við 10% aflasamdrátt séu veiðiheim- ildir útlendinga látnar óáreittar. Stjórn LS telur að þetta gangi þvert á yfirlýsingar sjávarútvegs- ráðherra um að veiðiheimildir til erlendra þjóða komi ekki til greina í samningaviðræðum við Evrópubandalagið. Hún lítur svo á að þarna séu á ferðinni dulbún- ar veiðiheimildir til Evrópu- bandalagsríkja, sem beri að afturkalla hið fyrsta. óþh Sauðárkrókur, hafnarmál: Fjárhagsáætlun lögð fram Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs var lögð fram á fundi Bæjar- stjórnar Sauðárkróks síðast- liðinn þriðjudag. Fjárhags- áætlunin hljóðar upp á 26,020 milljónir, þar af eru 22,4 milljónir sein veitt er til hafnarframkvæmda. Kíkis- sjóður leggur til nítján inillj- ónir og er bæjarsjóði skylt að lcggja fram 25% á móti þeirri upphæð. Ákvarðanir um hvaða hafn- arframkvæmdir verður fariö í, verða teknar á næstu dögum í stjórn Hafnamála, í tengslum við umræðu fjárhagsáætlunar. Væntalega verður farið eftir niðurstöðum af rannsóknum á líkani sem Hafnamálastofnun geröi af höfninni. kg Sauðárkrókur: Tillögur frá Umferðarneöid Umferðarnefnd Sauðár- króks hefur gert tilögu um aö Strandvegur fái aðal- brautarrétt gagnvart Freyju- götu og Aðalgötu. í fram- haldi af því yrði leyföur meiri hraði á Strandvegi. Til umræðu kom á bæjarstjórn- arfundi í vikunni að umferð hrossa yrði þá samhliöa hönmið á og við strandveg. Umferðarnefndin lagði einnig til að skólabí! yrði leyfð umt'erð vestur Ránarstíg hjá Bláfelli en þáð er einstefnu- gata. Talsverðar umræður urðu í bæjarstjórn um liraða- hindranirá Hegrabraut. Skipt- ar skoðanir eru um staðsetn- ingu og notagildi þessara hraðahindrana. Tillögur um biöskyldumcrki á hesthúsaf- leggjara og tlugvallarafleggj- ara við Sauðárkróksbraut komu einnig frá néfiidinni. kg AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFÐ VEFÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓES FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1 .fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 1.161,82 1983-1. fl. 01.03.90-01.03.91 kr. 675,04 1984-2. fl. 10.03.90-10.09.90 kr. 472,04 1985-2. fl.A 10.03.90-10.09.90 kr. 311,23 ‘Innlausnarverð er höfuðs óll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.