Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 7
ferðamál- Vilhelm Ágústsson. pantað af venjulegum fólksbíl- um. „Hins vegar höfum við haft til leigu húsbíla sem eru geysilega vinsælir og bókast fyrst upp. Fólk sleppur við gistikostnað því það getur sofið í bílnum en við erum alltaf í vandræðum með að eiga nóg af þessum bílum.“ Aðspurður um hvort útlend- ingar væru passasamir á aurana sína í ferðalögum, sagði Vilhelm þá alltaf hafa verið mun sparsam- ari en íslendinga. „Nú er komið að því að íslendingar þurfa að spara eins og þeir og hætta að haga sér eins og höfðingjar.“ Húsbflar eru vinsælir hjá Bílaleigu Akureyrar og eru fljótt pantaðir upp. Vilhelm Ágústsson Bilaleigu Akureyrar: Húsbflamir bókast fyrst upp „Þetta lítur ágætlega út fyrir sumarið en línur munu þó skýrast nánar á næstunni,“ sagði Vilhelm Ágústsson hjá Bílaleigu Akureyrar um horf- urnar næsta sumar. „Það er ekki minna pantað núna en verið hefur á sama tíma áður, en pantanir byrja yfirleitt ekki að streyma inn fyrr en í mars eða apríl þegar fólk byrjar að ákveða sumarfríin sín.“ Vilhelm segir að svokallaðir _ „Landrover-túrar“ séu einna vinsælastir hjá þeim. „Þetta eru u.þ.b. 2ja til 3ja vikna ferðalög lítilla hópa, c.a. 15-16 manna á tveimur jeppabifreiðum með all- an útilegubúnað í kerrum og á toppi bílanna. Ferðirnar eru óskaplega vinsælar því fólki leið- ist nefnilega að ferðast í stórum hópum. Allar þessar ferðir eru þegar upp pantaðar hjá okkur næsta sumar, en við sjáum um að útvega allt sem til þarf og stundum bílstjóra líka.“ Vilhelm sagði að einstaklingar og fjölskyldur væru síður búnar að ákveða sumarfríið á þessum tíma og því hefur minna verið Fimmtudagur 1. mars 1990 - DAGUR - 7 ferðamál Helena Dejak hjá Nonna: Mjög ánægð og þarf ekki að kvarta „Það er svo mikið að gera hjá mér nú við undirbúning að ég sé ekki fram úr þessu,“ sagði Helena Dejak hjá Ferðaskrif- stofunni Nonna. „Horfurnar eru mjög góðar, ég á von á a.m.k. átta hópum frá Þýska- landi, Frakklandi, Júgóslavíu og e.t.v. Austurríki. Helena segir hópana stoppa að jafnaði í tvo daga á Akureyri en tímann notar hún til að sýna þeim það markverðasta í ná- grenni Akureyrar. „Það er t.d. farið í Hrísey og Akureyri er skoðuð en hóparnir gista á sumarhótelinu að Þelamörk sem við rekum sjálf eða á Hótel Norðurlandi. „Ef allur undirbún- ingur tekst og bókanir standast get ég verið mjög ánægð og þarf ekki að kvarta.“ Helena segist vera mjög bjart- sýn vegna ferða Saga-reisen beint til Akureyrar. Ferðamenn úr þeim hópum mun njóta þjónustu Ferðaskrifstofunnar Nonna að einhverju leyti, þó svissneska ferðaskrifstofan sjái að miklu leyti um undirbúning sjálf. Helena segir að sér finnist gott að nota veturinn jafnt og þétt til að undirbúa komu erlendu ferða- mannanna til landsins. „Það er ekki gott að lenda í kapphlaupi við tímann þegar sumarið nálgast því maður verður að vera mjög vel undirbúinn. Skipulagning þarf að vera góð svo ferðamenn Helena Dejak. fái traust á vinnubrögðum ferða- skrifstofunnar. Það eru allt of margir sem auglýsa eitthvað sem þeir geta ekki staðið við. Það gengur ekki! Allt sem auglýst er verður að standast, en það er eina leiðin til að byggja traustan grunn fyrir framtíðina. Ég hef verið að einblína á hvernig hægt er að fá ferðamenn- ina til að stoppa lengur hjá okkur. Þeir þyrftu að vera hér í a.m.k. þrjá til fimm daga. Það er svo margt hægt að gera hérna að ég sé enga ástæðu fyrir því hvers vegna fólk vill bara stoppa í Reykjavík.“ Kynning á safiiaðarheimili Akureyrarkirkju á suimudag Varla hefur það farið framhjá neinum íbúa Akur- eyrar að glæsilegt safnaðarheimili við Akureyrar- kirkju er komið langt í byggingu. Seint á síðasta ári var hluti þess opnaður til notkunar, m.a. skrif- stofuaðstaða fyrir sóknarprestana, lítill samkomu- salur og fundarherbergi. Bygging þessi er mikið átak fyrir Akureyrarsókn, og er nú leitað eftir fjár- stuðningi vegna hennar. Sóknarnefnd kirkjunnar leitar eftir framlögum frá einstaklingum, fyrirtækj- um og stofnunum til að unnt sé að ljúka öllum framkvæmdum við safnaðarheimilið fyrir 50 ára afmæli Akureyrarkirkju í haust. Blaðamaður var fyrir skömmu staddur í safnaðarheimilinu, og hitti þá sr. Þórhall Höskuldsson, sóknarprest, að máli. Þórhallur segir að eftir guðsþjónustu á æskulýðsdaginn 4. mars verði „opið hús“ í safnaðarheimilinu nýja. Þar mun fólki gefast gott tækifæri til að skoða húsakynnin og jafnframt að taka þátt í upp- byggingarstarfinu. Kirkjukórinn mun syngja nokkur lög í nýja salnum, sem ennþá er ófullbúinn, en mun gegna veigamiklu hlutverki í safnaðarstarfinu á ókomnum árum vegna þeirrar aðstöðu sem þar er til að halda kaffisamsæti, erfidrykkjur og veislur í tengslum við kirkjulegar athafnir. í salnum munu allt að 200 gestir geta setið til borðs, en enriþá fleiri rúmast þar ef borðin eru fjarlægð, eins og gefur að skilja. Ohætt er að skora á sóknar- börnin og aðra þá er áhuga hafa að kynna sér þá miklu og góðu aðstöðu, sem safnaðarheimilið býður upp á. Ætlunin er að ljúka verkinu fyrir hálfrar aldar afmæli kirkjunnar hinn 17. nóvember á þessu ári. Aðstaða prestanna til viðtala og annarra starfa stór- batnar, organisti og umsjónarmað- ur húsnæðisins hafa einnig skrif- stofur. Þá er 55 fermetra fundar- salur, lítið fundarherbergi fyrir átta manns, eldhúsaðstaða, geymslur fyrir gögn kórsins, bræðafélagsins, sunnudagaskól- ans o.s.frv. Hægt er að komast inn í safnaðarheimilið hvort sem er úr tengibyggingu við Kapell- una eða beint gegnum aðaldyrn- ar, sem eru sunnan kirkjunnar. í stóra salnum verður ágætis aðstaða til tónleikahalds, og bíð- ur margt tónlistarfólk á Akureyri með eftirvæntingu eftir að salur- inn verði tilbúinn til notkunar. Safnaðarheimilinu verður ekki frekar lýst hér, en sjón er sögu ríkari. Viðtalstímar sóknarprestanna og ný símanúmer hafa verið aug- lýst í Saínaðarheimilinu. Sr. Birgir Snæbjörnsson hefur þar viðtalstíma á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 11 og 12, en sr. Þórhallur Höskuldsson er með viðtalstíma á sama tíma á miðvikudögum og föstudögum. Ýmislegt fleira er að gerast í kringum Akureyrarkirkju, m.a. er Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, að rita sögu Akureyr- arkirkju og Akureyrarsóknar frá fyrstu tíð. Var Sverrir ráðinn til verksins af sóknarnefndinni. Stefnt er að því að bókin komi út fyrir afmælið í nóvember. Kapella Akureyrarkirkju var máluð og endurbætt á ýmsan hátt í fyrra. Sr. Þórhallur segist binda miklar vonir við að í framtíðinni verði hún gerð að litlum helgi- dómi, þar sem betri aðstaða verði til að hafa hljóðar stundir og fámennari athafnir, svo sem fyrirbænaguðsþjónustur. „Við erurn ákaflega þakklátir. Vinnuaðstaða okkar prestanna er gjörbreytt frá því sem áður var, þegar öll viðtöl og skrifstofustörf fóru fram á heimilum okkar," segir sr. Þórhallur. „Það er ein- læg von mín að safnaðarheimilið standi undir nafni og að sóknar- börnin finni að þar eru þau vel- komin til hvers kyns uppbyggilegs starfs og samveru. Ég bind vonir við að mikið líf verði í þessum húsakynnum, og að bæði eldri og yngri muni leggja sitt af mörkum til að starfið hérna verði sem blómlegast. í þessu sambandi vil ég nefna að með þeirri aðstöðu sem nú skapast í safnaðarheimilinu gef- ast t.d. aukin tækifæri til að hafa „opið hús“ eða reglubundið starf fyrir elstu sóknarbörnin, árið um kring,“ sagði sr. Þórhallur að lokum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.