Dagur - 01.03.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. mars 1990 - DAGUR - 5
fréttir
Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar formlega lokið:
Almenn ánægja með verkefnið
- af 24 fyrirtækjum sem tóku þátt voru
Vöruþróunarátaki Iöntækni-
stofnunar íslands 1988-1989
lauk formlega s.l. föstudag
með athöfn í húskynnum stofn-
unarinnar aö Keldnaholti. Ails
tóku 24 fyrirtæki þátt í verk-
efninu, þar af 3 af Norður-
landi, Drífa hf. á Hvamms-
tanga og Marska hf. og Skag-
strendingur hf. á Skagaströnd.
Fulltrúar fyrirtækjanna, tóku
við viðurkenningum úr hendi
Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð-
herra fyrir þátttökuna. Kostn-
aður við verkefnið nam 120
milljónum króna.
Vöruþróunarátakinu var ætlað
að aðstoða fyrirtæki og einstakl-
inga við að þróa vörur sem væru
samkeppnishæfar á heimamark-
aði og hæfar til útflutnings. Jafn-
framt var stefnt að aukinni al-
mennri þekkingu og vöruþróun
og mikilvægi hennar fyrir ný-
sköpun í þjóðfélaginu. Undir-
búningur átaksins hófst 1987 og
alls sóttu 65 fyrirtæki um að vera
með. Valin voru 25 til þátttöku
en 24 fyrirtæki luku verkefninu.
Af þessum 24 fjórum fyrirtækj-
um, voru 14 af höfuðborgarsvæð-
inu og dreifðust hin fyrirtækin
nokkuð jafnt um landið.
Athöfnin á Keldnaholti hófst
með því að Páll Kr. Pálsson for-
stjóri Iðntæknistofnunar bauð
gesti velkomna og kynnti dag-
skrá. Ávörp fluttu Jón Magnús-
son fyrir hönd Iðnlánasjóðs og
Pétur Reimarsson stjórnarfor-
maður Iðntæknistofnunar.
í máli Péturs kom m.a. fram að
Iðntæknistofnun hefur ákveðið
að veita fyrirtækjum á lands-
byggðinni, sem sækja þjónustu til
Reykjavíkur, sérstaka aðstoð og
vonaðist Pétur til þess að þetta
myndi ýta undir vöruþróun á
landsbyggðinni. Að loknu ávarpi
Péturs, kynnti Karl Friðriksson
3 af Norðurlandi
verkefnisstjóri, hvernig átakinu
var háttað.
Að síðustu ávarpaði Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra við-
stadda og afhenti viðurkenningar
til lianda fulltrúum fyrirtækjanna
sem þátt tóku í átakinu. Viður-
kenningarnar voru áletraðar
grafíkmyndir, unnar af þremur
nemendum Handíða- og mynd-
listarskóla íslands, þeim Jóhönnu
Sveinsdóttur, Soffíu Sæmunds-
dóttur og Birnu Matthíasdóttur.
Grafíkmyndinrnar báru heitið
„Nýsköpun-lífskraftur-framtíð-
arsýn.“
Iðnaðarráðherra svo og aðrir
sem til máls tóku, lýstu yfir
ánægju sinni með vöruþróunar-
átakið og hvernig til tókst. Loka-
orð iðnaðarráðherra voru: „Þró-
un er ekki bara rímorð á inóti
sóun, vöruþróun er nokkuð sem
skiptir verulegu lífs- og starfsmáli
á hverjum degi.“ -bjb
Vöruþróunarátak Iðntæknistofnunar:
Vöruþróunin ekki möguleg án átaksins
- segir Porsteinn Gunnlaugsson hjá Drífu á Hvammstanga
Adólf H. Berndsen, framkvaundastjóri Marska og Þorstcinn Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Drífu, með viðurkenningarnar undir hendinni. Grafík-
myndirnar báru heitið „Nýsköpun - Lífskraftur - Framtíðarsýn.“
Framkvæmdastjórar norð-
lensku fyrirtækjanna þriggja
sem þátt tóku í vöruþróun-
arátaki Iðntæknistofnunar,
þeir Þorsteinn Gunnlaugsson
hjá Drífu, Adolf H. Berndsen
hjá Marska og Sveinn Ingólfs-
son hjá Skagstrendingi, voru
allir ánægðir með verkefnið.
„Verkefnið sem slíkt skilaði
okkur ýmsu, m.a. þekkingu. Við
erum hóflega bjartsýnir með að
við séum að sigla inn á erlenda
markaði, með vörur sem gætu
gengið t.d. hjá Suður-Evrópu-
þjóðum,“ sagði Adolf H. Bernd-
sen í samtali við Dag. Verkefni
Marska og Skagstrendings snérist
um að framleiða rúllurétti til út-
flutnings, svokallaða Crépes-
rétti.
„Fyrir hönd Drífu vil ég segja
að þetta verkefni hafi komið vel
út og vöruþróunin hefði ekki ver-
ið möguleg, án átaks Iðntækni-
stofnunar og Iðnlánasjóðs,“ sagði
Þorsteinn Gunnlaugsson. Fyrri
hluti verkefnis Drífu fór í að
hanna peysur fyrir íslenskan
markað en í seinni hlutanum
voru hannaðar peysur úr 100%
íslenskri ull, án allra gerviefna.
-bjb
lesendahornið
Byggjum hyggilega
Nú er í gangi mikil umræða um
skipulag Akureyrar. Ég vil lýsa
ánægju minni með marga hluti
þar að lútandi. Til dæmis lagn-
ingu svokallaðs Mjólkursamlags-
vegar og jafnframt að loks eigi að
leggja almennilegan veg austan
Lundarskóla, Dalsbraut. Parna
virðist að vísu gæta nokkurs mis-
skilnings meðal sumra foreldra
Lundarhverfis, sem virðast ekki
hafa gert sér grein fyrir að Dals-
braut frá Glerárgötu suður, aust-
an Lundarskóla á Skógarlund
myndi bæta verulega göngu- og
akstursbrautir að skólanum sem
nú eru vægast sagt bágbornar. Á
ég þá við vel lýstan veg með við-
eigandi göngubrautum, merking-
um og ljósum.
Umferð á eftir að aukast við
KA-svæðið þegar starfsemin á
svæðinu kemst í fullan gang, sem
er í sjónmáli. Við getum hugsað
okkur örtröðina út á Þingvalla-
stræti þegar mót eru hjá KA, sem
verður vonandi oft bæði sumar
og vetur. Nýja Dalsbrautin myndi
dreifa álaginu á Skógarlund og
Þingvallastræti.
Hins vegar vil ég lýsa furðu
minni á því að fólk geti mælt með
lagningu vegar frá Glerárgötu á
Mýrarveg, þar sem sú gata yrði
brött og slysagildra við Þingvalla-
stræti og víðar.
Byggjum hyggilega með heill
almennings í huga og virðum
skoðanir þeirra sem þekkinguna
þafa, en látum ekki skammsýni
og tilfinningamál ráða, þegar um
svo stórt mál fyrir allt bæjarfélag-
ið er að ræða.
Helgi V. Guðmundsson,
iðnverkamaður.
Hagnaður!
- svona eiga sýslumenn að vera
Sú ánægjulega, en sjaldgæfa frétt
barst í fréttum svæðisútvarpsins
sl. fimmtudag að Dvalarheimilið
Hvammur á Húsavík skilaði 2,6
millj. króna hagnaði á sl. ári.
Nokkuð sem er harla fátítt að
heyra um nú til dags og jafnvel
litið hornauga að þannig þjón-
ustustofnanir sýni slíka útkomu.
Hógvær forstöðumaður heim-
ilisins gaf þá skýringu á þessari
jákvæðu útkomu að fjölda starfs-
fólks væri þar stillt í hóf og
fræðingar fáir, en vistfólki þó
sinnt af fullri ábyrgð og af kost-
gæfni. Slíkum árangri þarf að
halda hátt á loft og vonandi eru
fleiri sem fremur vilja auglýsa
hagnað í rekstri sínum en halla,
hvað þá gjaldþrot. Áreiðanlega
mætti víða láta óþarfar silkihúfur
fjúka sem aðeins virðast sitja
hver á annari.
Ég sendi stjórnendum og öll-
um öðrum á Hvammi góðar
kveðjur og velfarnaróskir. Og
hér á vel við það sem sagt var af
allt öðru tilefni: „Svona eiga
sýslumenn að vera.“
Jón Kristinsson.
Aðalfundur
Flugbjörgunarsveitarinnar
verður haldinn í Galtalæk, fimmtudaginn 8.
mars kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Kynning í dag
og á morgun frá kl. 14-18
á pizzum
og salati
frá Kjarnafæði.
Kynningarverð:
Pizza stór 297,-
Pizza lítil 189,-
Salat-box stórt 67,-
Salat-box lítið 47,-
Sanitas kynnir pepsí
landsleikinn báða dagana
Opið föstudaga til kl. 19.00
og laugardaga til kl. 14.00.
Verið velkomin
HAGKAUP
Akureyri
Tyrir
fenuingamar!
Teppi og dúkar í úrvali
66° N loðfóðraðir
gallar á góðu verði
Verið velkomin
Byggingavömr
Lónsbakka
Sími 96-21400