Dagur - 13.03.1990, Side 1

Dagur - 13.03.1990, Side 1
Reykvískir vélsleðamenn í kröppum dansi: Óku út á úfið SkjáJfanda- fljót og misstu sleða á kaf Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og viðræðuncfndar um álver við Eyjafjörð sýndu hinuin erlendu gestum in.a. aðstæður við Dysnes. Frá vinstri: Andrés Svanbjörnsson, frá markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjun- ar, Max Krocker, forstjóri hollenska álfyrirtækisins Hoogovens, Bond Evans, aðstoðarforstjóri Alumax, Paul Dracke, forstjóri Alumax og Sigús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Mynd: kl Tveir vélsleðamenn úr Reykja- vík misstu sleða sína á kaf í úfið Skjáifandafljót sl. laugar- dagskvöld. Enginn ís var á fljótinu þar sem mennirnir fór út á það og töldu þeir sig örugga yfir með því að stýra sleðunum eins og hraðbátum eftir vatnsfletinum. Þetta fór þó öðruvísi en ætlað var og tveir sleðanna fóru í fljótið. Okumennirnir rennblotnuðu og fengu aðhlynningu í Stóra- tungu í Bárðardal. Vélsleðamennirnir voru að koma frá_ vélsleðakeppninni i„Mývatn ’9Ö“, sem haldin var í Mývatnssveit unt helgina. Með Reykvíkingununt voru tveir akureyrskir sleðamenn, en fljót- lega misstu þeir fyrrnefndu sjónir Forráðamenn Alumax og Hoogovens kynntu sér aðstæður í Eyjafirði í gær: Ejjafjörður hentar vel fyrir álver - segir Paul Dracke, forstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax „Mér líst vel á þetta svæði og tel að það henti vel fyrir álverksmiðju. Hins vegar eru fleiri staðir inni í myndinni og of snemmt er að segja til um staðsetningu álverksmiðju hér á landi,“ sagði Paul Dracke, forstjóri bandaríska álfyrir- tækisins Alumax í samtali við Dag eftir skoðunarferð hans, Bond Evans, aðstoðarforstjóra Alumax, og Max Krocker, for- stjóra hollenska álfyrirtækisins Hoogovens og fulltrúa iðnaðar- ráðuneytisins í Eyjafirði í gær. Fulltrúar álfyrirtækjanna tveggja komu til Akureyrar í gærmorgun og skoðuðu aðstæður í firðinum með tilliti til byggingar 200 þúsund tonna álbræðslu. Á móti hinum erlendu gestum tóku fulltrúar viðræðunefndar sveitar- félaganna um byggingu álvers við Eyjafjörð og forsvarsmenn Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Meðal annars litu gestirnir á aðstæður við Dysnes, sem helst hefur verið nefnt til sögunnar fyr- ir álbræðslu í Eyjafirði. Þá fóru þeir í skoðunarferð um Akureyri og voru upplýstir um ýmislegt varðandi atvinnu- og menningar- líf bæjarins. Á fundi á Hótel KEA, að aflokinni skoðunarferðinni, var fulltrúum álfyrirtækjanna gerð grein fyrir ýmsu varðandi Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæðið. Til glöggvunar var m.a. brugðið upp nokkrum litskyggnum frá svæð- inu og það sýnt í sumarskrúða. Poul Dracke sagði að við ákvörðun um staðsetningu álvers myndi Alumax leggja mik- ið upp úr stöðugu vinnuafli. „Fyrir okkur er mikilvægt að fá gott og stöðugt vinnuafl. Auðvit- að hafa fleiri þættir áhrif á þetta en án góðs vinnuafls gerist ekkert." Forstjóri Alumax sagði að staðsetning álverksmiðju í Straumsvík væri bæði jákvæð og neikvæð fyrir Alumax. Hann vildi ekki kveða upp úr um hvort hann teldi óæskilegt að byggja nýja sjálfstæða álverksmiðju við hlið álvers Alusuisse í Straums- vík. „Hér er um mjög ólík álfyr- irtæki að ræða. Við erum hvo-rki betri eða verri en þeir, einfald- lega öðruvísi," sagði Paul Dracke. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um það á þessari stundu hvort líkur á byggingu álbræðslu við Eyjafjörð hefðu aukist. „Við eig- um eftir að fara í saumana á mörgum hlutum áður en ákvörð- un liggur fyrir.“ I dag verður undirrituð í Reykjavík viljayfirlýsing Atlantal- hópsins, Alumax, Hoogovens og isænska fyrirtækisins Granges um byggingu álvers á íslandi. Með viljayfirlýsinguna í höndum munu fulltrúar fyrirtækjanna setjast að samningaborði með íslenskum stjórnvöldum og semja um raforkuverð til nýrrar álbræðslu. Pokist málið í sam- komulagsátt er stefnt að ákvörð- un urn staðsetningu álvers í mat' nk. og endanlegir samningar verði undirritaðir í september nk. óþh Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaíjarðar hf.: Mikilvægt að kynna Eyja- fjörð fyrir Alumax-mönnum Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, sagði að aflokinni kynningarferð og fundi með forsvarsmönnum Alumax og Hoogovens í gær að það mætti að minnsta kosti fullyrða að staða Eyjafjarðar gagnvart staðsetningu nýrrar sjálfstæðrar álbræðslu væri ekki lakari en annarra svæða sem hefðu verið nefnd í þessu sambandi. Sigurður sagði að í máli Dracke, forstjóra Alumax, hefði komið fram að það fyrirtæki hefði góða reynslu af rekstri álvera á smærri stöðum. „Með því var hann að gefa í skyn að Eyjafjörður væri hvað það snertir ekki í lakari samkeppnisstöðu en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Sigurður. „í kynningu okkar á svæðinu lögðum við mikla áherslu á þá þjónustu sem væri að finna á Akureyri. Hér væru m.a. fram- haldsskólar, háskóli, stærsta sjúkrahús landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið og þjónustu- fyrirtæki við iðnað,“ sagði Sigurður. Hann sagði það greinilega hafa komið fram í máli erlendu gest- anna að eftir að búið væri að skrifa undir viljayfirlýsingu um byggingu nýs álvers skipti mestu að ná samningum um raforku- verð. Áður en niðurstaða fengist út úr þeim viðræðum væri erfitt að segja til um framhaldið. Ef málið færi áfram í jákvæðan far- veg væri að því stefnt að taka ákvörðun um staðsetningu í maí nk. „Við erum ánægðir með að hafa fengið tækifæri til kynningar á þessu svæði. Það að þessir menn hafi komið hér og fari heim með margvísleg gögn um Eyja- fjarðarsvæðið skiptir auðvitað ákaflega miklu máli. Pví teljum við að gagnvart Alumax sé Eyjafjörður nú meira inni í myndinni en áður,“ sagði Sigurð- ur. óþh af þeim og villtust af leið. Reyk- víkingarnir lentu heima í Svartár- koti í Bárðardal og var vísað rétta leið eftir þjóðveginum að brúnni og upp hjá Hlíðarenda. Hins vegar dugðu leiðbeiningarn- ar ekki betur en svo að félagarnir lentu á afleggjaranum niður í Stórutungu. Leið þeirra lá þaðan niður að Skjálfandafljóti. Einn sleðamannanna gerði sér lítiö fyrir og „sigldi“ sleða sínum þar yfir fljótið. Ekki nóg með það. Kappinn kórónaði afrekið með því að stýra „fleytunni“ til baka. Að vísu komst hann ekki alla leið, því sleðinn fór í fljótið nokkrum metrum frá bakkanum. Litlu betur fór fyrir næsta manni, hann hikaði örlítið og var refsað með því að missa sleðann ofan í fljótið. Mennirnir náðu sleðunum upp og tókst um síðir að koma þeim í gang. „Sjómennirnir" voru hins vegar drifnir undir heita bunu í Stórutungu og klæddir í þurr föt. óþh Loðnuveiðin: Iitil veiði þessa dagana Loðnuveiðin helur verið sveiflukcnnd á síðustu sólar- hringum. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar, hjá Loðnu- nefnd, er aflinn á vertíðinni nú kominn í 618 þúsund tonn og því eru ríflega 140 þúsund lestir eftir af því sem íslensku skipunum er heimilt að veiða. Á laugardaginn bárust Loðnunefnd tilkynningar um 5450 tonn en þar var að mestu leyti um að ræða slatta frá fimmtudegi og föstudegi. Á sunnudaginn var tilkynnt um 1750 tonn. Flotinn er nú á veiðum fyrir sunnan land. Skipin eru aðal- lega á þrcmur svæðum, þ.e. við Lónsbugt, Dyrhólaey og Reykjanes. Sem stendur er eng- in veiði fyrir vestan land. Prjú skip lönduðu á Norður- landi um helgina. Guðmundur Ólafur ÓF landaði 350 tonnum í Ólafsfirði, Pétur Jónsson land- aði 900 tonnum á Pórshöfn og Hilmir landaði 1330 tonnum á Siglufirði. Örn KE er eina skipið sent lokið hefur kvóta þeim sem út- hlutað var í upphafi en fær væntanlega viðbót, eins og önn- ur skip í flotanum. JÓH Færð á Norðurlandi: Aflar helstu leiðir færar Síðdegis í gær var orðið fært á öllum helstu þjóðvegum á Norðurlandi. Fært var í austur frá Akureyri til Húsavíkur og þaðan til Vopnafjarðar. Kísil- vegur var sömuleiðis fær. Þá var sömuleiðis fært til Dal- víkur og um hádegi í gær var leið- in til Ólafsfjarðar orðin fær. Öxnadalsheiði og Holtavörðu- heiði voru báðar ruddar í gær og því var fært frá Akureyri til Reykjavíkur. Hins vegar var ill- fært um Fljót til Siglufjarðar en ruðningstæki unnu þar af krafti við mokstur og var vonast til að þangað yrði fært í gær. VG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.