Dagur


Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 2

Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 13. mars 1990 fréttir Viðræður EFTA og EB: Utanríkisráðherra heldur kyrniingarfundi á Akureyri b Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, keniur til Akureyrar í dag í því skyni að kynna viðræður EFTA og EB á almennum fundi og einnig á sérstökum upplýsingafundum í framhaldsskólunum. Þá mun utanríkisráðherra heimsækja FUF Skagafirði: Aöalíiindur um helgina - stóriðju- og utanríkismál rædd Aðalfundur FUF í Skagafirði var haldinn á Sauðárkróki um helgina. Sigurður Árnason flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Ný stjórn var kosin og fékk hún samhljóða kosningu. All- snarpar umræður urðu á fund- inum. Deildu menn hart um stóriðjumál, einkum álver við Eyjafjörð. Greinilegt var að sitt sýndist hverjum um ágæti stóriðju á íslandi og arðsemi slíks iðnaðar. Utanríkis- og varnarmál voru einnig rædd. Taldi meirihluti fundarmanna að endurskoða þyrfti hlutverk íslands innan NATO. Vera Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli var einnig rædd. Voru fundarmenn nokkuð sam- mála um að tími væri kominn til að Bandaríkjaher færi að taka pokann sinn. Staðsetning varaflugvallar fyrir millilandaflug var rædd. Töldu fundarmenn Sauðárkrók vænleg- an kost til staðsetningar slíks flugvallar. Höfnuðu fundarmenn því samhljóða að Mannvirkja- sjóður NATO kæmi nálægt fjár- mögnun slíks flugvallar. kg fyrirtæki. Með honum í för eru Þorlákur Helgason, upplýs- ingafulltrúi, og Kristinn T. Haraldsson, starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins. Utanríksráðherra kemur til Akureyrar í dag, þriðjudag, kl. 15 og mun Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri, taka á móti gestunum. Síð- an verður farið í heimsókn í Ála- foss, Útgerðarfélag Akureyringa og Slippstöðina. í kvöld kl. 21 hefst síðan almennur upplýsingafundur um viðræður EFTA og EB í Alþýðu- húsinu. Auk gestanna taka Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, og Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, þátt í fundinum. Sem kunnugt er hófust undirbúnings- viðræður EFTA og EB í desem- ber sl. og er gert ráð fyrir að eig- inlegar samningaviðræður geti hafist í vor. Á miðvikudaginn mun utan- ríkisráðherra halda upplýsinga- fundi í Menntaskólanum á Akur- eyri, Verkmenntaskólanum og Háskólanum. SS Frá hátíðarmessunni á Hólum á laugardaginn. Endurgerð kirkjunnar er nú lokið og skartar hún nú mörgum fögrum munum. Mynd: kg Hátíðarmessa í Hóladómkirkju - forseti íslands meðal kirkjugesta Hátíðarmessa var haldin í Hóladómkirkju í tilefni af endurgerð kirkjunnar. Messan fór fram síðastliðinn sunnu- dag. Margmenni var við at- höfnina enda var veöur með eindæmum gott. Nú er lokið endurgerð kirkjunnar og skart- Bárðardalur: Hygmyndum um að leggja MSKÞ niður mótmælt Á fundi í Hreppsnefnd Bárð- dælahrepps, var ákveðið að mótmæla framkomnum hug- myndum um að leggja niður Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og flytja mjólkina til vinnslu á Akur- eyri. „Mjólkursamlag KP hefur haft viðunandi rekstur og er ein af máttarstoðum atvinnulífsins á Húsavík," segir m.a. í ályktun- inni sem samþykkt var samhljóða eftir umræður um framtíð Mjólk- ursamlagsihs á Húsavík. Fjöldi ályktana og mótmæla, við hugmyndum um að leggja MSKÞ niður, hafa verið sam- þykkt í sveitarstjórnum og félög- um í Suður-Þingeyjarsýslu, síðan tillögur afurðastöðvanefndar voru kynntar á síðasta ári. IM Húsavíkurhöfn: Rækjutogara sakaði ekki á sandhryggnuin Rækjutogarinn Shetland Callenger, sem skráður er í Leirvík á Hjaltlandi og er 2800 tonna skip, tók niðri á sandhrygg við bryggjuna í Húsavíkurhöfn skömmu eftir hádegi á föstudag. Skip þurfa að gæta sjávarfalla þegar þau eru á ferð við bryggjuna. Togarinn skemmdist ekki við þetta óhapp og hægt var að hefja löndun úr honum með krana af bryggjunni. Togarinn losnaði síðan á flóðinu um kvöldið. Þetta er í fyrsta sinn sem er- lendur rækjutogari kemur til hafnar á Húsavík, en hann var að landa 50 tonnum af rækju til vinnslu hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og 50 tonnum sem fer í gámum á markað erlendis. IM ar kirkjan nú mörgum fögrum munum. Má þar nefna nýtt orgel sem sett var upp í des- ember. Altarisbrík kirkjunnar er komin úr viðgerð hjá Þjóðminjasafninu og er það hinn fegursti gripur. Sr. Hjálmar Jónsson predikaði og fyrir altari þjónuðu þeir sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup Hólum og sr. Gísli Gunn- arsson Glaumbæ. Allir kirkjukórar Skagafjarð- arprófastsdæmis sungu við mess- una og voru það samtals um sex- tíu manns. Orgelleikur var í höndum organista allra kirkju- kóranna, það voru; Sólveig S. Einarsdóttir Varmalæk, Stefán Gíslason Varmahlíð, Rögnvald- ur Valbergsson Sauðárkróki, Helga Kristjánsdóttir Silfrastöð- urn, Anna K. Jónsdóttir Mýra- koti og Jónína Sigurðardóttir Egg. Söngstjórn var í höndum Hauks Guðlaugssonar söngmála- stjóra. Meðal gesta við hátíðarmessu var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og margir fleiri góðir gestir. Ávörp fluttu að messu lokinni Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup Hólum, Óli Þ. Guðbjarts- son dóms- og kirkjumálaráðherra og Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri. Að lokinni hátíðarmessu var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í húsnæði bændaskólans á Hólum. Það var álit kirkjugesta nú að þeim endurbótum loknum, sem gerðar hafa verið á kirkjunni, megi með sanni segja að dóm- kirkjan á Hólum sé orðið eitt fal- legasta guðshús landsins. kg i skál< F Hraðskákmót Akureyrar: Jakob hraðskákmeistari Hraðskákmót Akureyrar var haldið síðastliðinn sunnudag. Sigurvegari varð Jakob Krist- insson og hlaut hann 17V2 vinn- ing af 24 mögulegum og þar með sæmdarheitið hraðskák- meistari Akureyrar 1990. Næstir komu Gylfi Þórhallsson og Rúnar Sigurpálsson með 17 vinninga og í fjórða sæti varð Jón Björgvinsson, fyrrum hraðskákmeistari, með 16 vinninga. Röð næstu keppenda varð þessi: 5. Arnar Þorsteinsson 141/2 v. 6. Þórleifur Karlsson 14. 7. Ólafur Kristjánsson 13. 8. Sigur- jón Sigurbjörnsson 11 Vi. 9. Þór Valtýsson 11. 10. Bogi Pálsson 10 v. og í 11. sæti varð Kári Elíson með 8'/2 vinning. Að sögn Gylfa Þórhallssonar var mótið mjög jafnt og sterkt, enda níu keppendur með yfir 2000 skákstig. Jón Björgvinsson leiddi mótið lengst af og var á tímabili með 2'/2 v. mcira en næsti maður. Síðan skiptust Gylfi og Rúnar á að taka forystuna og var Rúnar efstur fyrir síðustu umferð. Þá tapaði hann fyrir Ólafi og Jakob vann Jón. SS Fjórtánda Reykjavíkurskákmótið: Sex Akureyringar mætatilleiks Fjórtánda Reykjavíkurskák- mótið hefst laugardaginn 17. mars næstkomandi og stendur það yfir í hálfan mánuð. Vænt- anlega verða tefldar 11 um- ferðir eftir Monrad kerfi og er þetta alþjóðlega mót gríðar- lega sterkt og fjölmennt. Ak- ureyringar ætla ekki að láta sig vanta. Sex félagar úr Skákfélagi Akureyrar munu taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu að þessu sinni, þeir Jón Garðar Viðarsson, Áskell Örn Kárason, Arnar Þorsteinsson, Ólafur Kristjánsson, Rúnar Sigurpáls- son og Bogi Pálsson. Þegar hafa yfir áttatíu kepp- endur skráð sig í mótið, þar af um 30 stórmeistarar víðs vegar að. Akureyringarnir fá því örugglega að etja kappi við ýmsa þekkta menn og geta safnað reynslu í sarpinn. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.