Dagur - 13.03.1990, Síða 9
Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 9
Það mæddi mikið á Jóni Erni Guðmundssyni gegn UMFN. Jón lék geysivel
fyrir liðið þrátt fyrir að hafa ekki skorað mikið.
Körfuknattleikur:
„VaraJið“ Þórs
mætti Njarðvíkingimi
- og tapaði 72:126
Ólánið elti Þórsara á röndum
þegar þeir voru að reyna að
komast til Njarðvíkur á sunnu-
dag til að leika þar gegn
heimamönnum síðasta leik
sinn í Úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Flest allir lykilmenn
liðsins urðu veðurtepptir fyrir
norðan og Dan Kennard lá
veikur í rúminu þegar leikur-
inn fór fram þannig að útlitið
var ekki bjart. Njarðvíkingar
höfðu mikla yfirburði í leikn-
um og unnu stórsigur þrátt fyr-
ir hetjulega baráttu Þórsara,
126:72.
Hluti Þórsliðsins fór suður
á laugardaginn en afgangur-
inn ætlaði að koma daginn
Davíð Hreiðarsson átti stórleik gegn
UMFN og skoraði 33 stig.
eftir. Þeir komust hins vegar
aldrei vegna veðurs og til að bæta
gráu ofan á svart lagðist Dan
Kennard fársjúkur í rúmið og gat
ekki leikið með. Þegar leikurinn
hófst var því aðeins Jón Örn á
staðnum af byrjunarliðinu en
meðal þeirra sem ekki komust
voru Konráð Óskarsson, Guð-
mundur Björnsson, Eiríkur Sig-
urðsson, Jóhann Sigurðsson og
Björn Sveinsson.
Þórsarar náðu ekki að halda
lengi í Njarðvíkinga á sunnudag-
inn. Eftir að staðan var orðin 6:6
skildu leiðir og Njarðvíkingar
skoruðu 16 stig í röð og ljóst var
að allt stefndi í stórsigur. Staðan
í leikhléi var 60:31 Njarðvík í vil
og þrátt fyrir að Þórsarar næðu
að standa í Njarðvíkingunum
framan af síðari hálfleik var um
vonlausa baráttu að ræða. Liðið
átti síðan annan slæman kafla,
Njarðvíkingar breyttu þá stöð-
unni úr 80:52 í 99:52 og úrslitin
voru ráðin.
Ljósi punkturinn í leik Þórsara
var barátta þeirra og frábær
frammistaða Davíðs Hreiðars-
sonar en hann hefur lítið fengið
að spreyta sig til þessa. Davíð Iék
á als oddi og skoraði 33 stig,
greinilega efnilegur piltur. En
það var við ofurefli að etja og
Þórsarar mæta áreiðanlega tví-
efldir í úrslitaleikinn um Urvals-
deildarsætið gegn Víkverja um
næstu helgi.
Stig UMFN: Teitur Örlygsson 26,
Kristinn Einarsson 22, Patrick Releford
22, Jóhannes Kristbjörnsson 20, Ástþór
Ingason 13, Friðrik Ragnarsson 13 og
Helgi Rafnsson 10.
Stig Þórs: Davíð Hreiðarsson 33,
Ágúst Guðmundsson 12, Þórir Guð-
laugsson 11, Jón Örn Guðmundsson 7,
Skarphéðinn Eiríksson 5 og Stefán Frið-
leifsson 4.
MG/JHB
Slakur leikur á Króknum:
Tindastóll og KR áttust við í
úrvalsdeildinni í körfubolta um
helgina. Leikurinn var í heild
slakur og voru bæði liðin langt
frá sínu besta. Greinilegt var
að Tindastólsliðið vantaði
bandaríska leikmanninn James
Lee en hann er hættur keppni
vegna meiðsla. Slök dómgæsla
setti einnig mark sitt á leikinn.
Það var frekar slakur leikur
sem liðin buðu áhorfendum á
Sauðárkróki upp á. KR fór með
sigur af hólmi, gerði 91 stig gegn
77 stigum heimamanna. Sterkast-
ur í liði KR var Páll Kolbeinsson
með tuttugu og eitt stig. Hann
þurfti þó að fara af leikvelli í síð-
ari hálfleik með fimm villur. Lít-
ið bar á Rússanum í liði KR,
greinilegt var að hann hafði lítinn
áhuga á leiknum.
Hjá Tindastóli stóðu þeir upp
úr Sturla Örlygsson, Haraldur
Leifsson og Björn Sigtryggsson.
Sýndu þeir ágæta baráttu á
köflum.
Slök dómgæsla einkenndi leik-
inn. Lentu bæði liðin í miklum
villuvandræðum, sem mátti að
hluta til rekja til mistaka hjá
dómurunum. Tindastólsliðið er
verulega slakara eftir að hafa
misst bandaríska leikmanninn
James Lee og ekki er gott að
segja hver úrslitin hefðu orðið ef
hans hefði notið við. Dómarar
voru Kristján Möller og Kristinn
Óskarsson
Stig KR: Páll Kolbeinsson 21. Birgir
Mikaesson 21, Guöni Guðnason 11,
Anatoli Kantun 10, Lárus Árnason 9,
Matthías Einarsson 9, Böðvar Guðjóns-
son 5, Hörður Gunnarsson 5.
Stig Tindastóls: Sturla Örlygsson 22,
Valur Ingimundarson 15, Haraldur Leifs-
son 16, Björn Sigtryggsson 13, Sverrir
Sverrisson 6, Pétur Vopni 5.
Sverrir Sverriisson og félagar áttu slakan dag gegn KR-ingum.
KR lagði Tindastól
Akureyrarmótið um helgina þótti takast vel og voru þátttakendur fjölmargir.
Skíði:
Akureyrannótið í stór-
svigi 12 ára og yngri
Akureyrarmótið í stórsvigi 12
ára og yngri fór fram í Hlíðar-
fjalli á laugardag. Mótið
heppnaðist ágætlega, fjöldi
þátttakcnda mætti til leiks í
kyrru veðri en nokkuð miklu
frosti. Úrslit urðu þessi:
Piltar, 11-12 ára:
1. Jóhann Arnarson Þór 1:26.61
2. Fjalar Úlfarsson Þór 1:28.07
3. Ásgeir H. Leifsson KA 1:29.88
Stúlkur, 11-12 ára:
1. Brynja Þorsteinsdóttir KA 1:21.06
2. Hrefna Óladóttir KA 1:22.41
3. Andrea Baldursdóttir KA 1:23.45
Piltar, 10 ára: 1. Óðinn Árnason Þór
1:28.99
2. Gísli Hilmarsson Þór 1:34.20
3. Rúnar Friðriksson Þór 1:36.45
Stúlkur, 10 ára:
1. Guðrún V. Halldórsd. Þór 1:31.52
2. Sigríður Jóna Ingadóttir Þór 1:33.64
3. Anna María Oddsdóttir Þór 1:37.47
Piltar, 9 ára:
1. Jóhann Þórhallsson Þór 1:43.66
2. Hörður Rúnarsson Þór 1:49.79
3. Rúnar Jónsson Þór 1:52.17
Stúlkur, 9 ára:
1. Helga Halldórsdóttir Þór 1:55.12
2. Rannveig Jóhannsdóttir 1:55.98
3. Sólveig Rósa Sigurðard. Þór 1:56.61
Piltar, 8 ára:
1. Kristinn Magnússon KA 1:24.00
2. Matthías Þ. Hákonars. Þór 1:31.40
3. Bernharð Ingimundars. Þór 1:34.72
Stúlkur, 8 ára:
1. Ása K. Gunnlaugsd. KA 1:21.58
2. Auður Dóra Franklín KA 1:30.85
3. Brynja B. Guðmundsd. KA 1:31.79
Piltar, 7 ára:
1. Jón Víðir Þorsteinsson KA 1:31.53
2. Egill Jóhannsson KA 1:32.89
3. Birkir Baldvinsson KA 1:35.23
Stúlkur, 7 ára:
1. Arna Arnarsdóttir KA 1:29.35
2. Hildur Jana JúlíusdóttirKA 1:29.55
3. Ragnh.TinnaTómasd. KA 1:31.01