Dagur - 13.03.1990, Page 16

Dagur - 13.03.1990, Page 16
Vélsleðakeppnin „Mývatn ’90“ fór fram í Mývatnssveit um helgina. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir sleðamenn skráð sig til keppni og í sumum greinum var keppni jöfn og hörð. Eins og sjá má var vel tekið á, spyrnt og spólað og lagst á stýrið í kröppustu beygjunum. Úrslit og myndir er að finna á bls. 4 og 5 í dag. Mynd: kl Þrjár ríkisjarðir lausar í Presthólahreppi - þó ekki vísbending um fólksflótta Jarðadeild landbúnaðarráðu- neytisins hefur nýverið auglýst átta ríkisjarðir lausar til ábúð- ar frá næstu fardögum. Helm- ingur jarðanna er á Norður- landi, þrjár í Presthólahreppi og ein í Fljótahreppi. Að sögn Jóns Höskuldssonar í landbúnaðarráðuneytinu gefa þrjár lausar ríkisjarðir í Prest- hólahreppi ekki til kynna flótta af jörðum þar. Hann segir að þegar séu umsóknir um þessar jarðir og í rauninni hafi ráðuneytið áhuga á að sameina tvær þeirra, Presthóla og Hrauntún. Ábúandinn á þriðju lausu ríkisjörðinni, Hjarð- arási, hefur sótt um ábúð á Prest- hólum. Jón segir það yfirleitt aldrei vandamál að fá ábúendur á ríkis- jarðir þegar þær losni. Hann seg- Aðalfundir tveggja eyfirskra hestamannafélaga um helgina: Hringur og Léttir samþykktu mngöngu í L.H. Aðalfundir hestamannafélag- anna Léttis og Hrings hafa samþykkt inngöngu í Lands- samband hcstamannafélaga sem þessi félög hafa staðið fyrir utan síðastliðin tvö ár. Þriðja félagið, Funi, heldur sinn aðalfund í vikunni og þar ræðst hvort félagsmenn samþykkja hliðstæða tillögu stjórnar um inngöngu í L.H. Fjórða félag- ið, sem á sínum tíma sagði skil- ið við L.H. er Þráinn á Greni- vík en félagið hefur ekki tekið þátt í viðræðum við L.H. að undanförnu og því Ijóst að af inngöngu þess verður ekki að sinni. Mikill meirihluti félagsmanna í Hring og Létti samþykktu tillögu stjórnar um inngöngu í L.H. Á aðalfundi Léttis á sunnudag greiddu á áttunda tug manna atkvæði, nokkrir seðlar voru auð- ir, 63 lýstu sig fylgjandi inngöngu en 8 á móti. Á aðalfundi Hrings á Dalvík á föstudagskvöld voru mættir ríflega 20 manns og þar voru 16 samþykkir inngöngu. „Á fundinum voru umræður um þetta mál sem og öll önnur. Menn lýstu sig ánægða með að nú skuli sjást fyrir endann á deilunni og ég held að menn hafi verið nokkuð ánægðir með það sem út úr þessum samningaviðræðum hefur komið. Hins vegar er ljóst að vinnan er ekki búin þar sem nefndirnar tvær sem skipaðar voru eftir viðræður okkar við L.H. í haust, hafa ekki lokið störfum. Þær eiga hins vegar að ljúka sínum störfum í haust og það sem út úr þeirra vinnu kemur verður lagt fyrir landsþing. Við væntum þess að málin vinnist áfram á þeim nótum sem við ætl- umst til. í því trausti göngum við nú inn,“ segir Jón Ólafur Sigfús- son, formaður Léttis. Sem áður segir var vilji félags- manna í Hring skýr gangvart inn- göngutillögunni. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins komu fram raddir á fundinum um að lítið hafi breyst í málum L.H. og eyfirsku félaganna frá í haust en tími væri þó nú til að ýta þessum ágreiningi til hliðar. Áðurnefndar starfsnefndir hafa hafnað tillögu Eyfirðinga um að tvískipta landsmótum í gæðingakeppni og kynbótamót. Á hinn bóginn hafa nefndirnar lagt til að hafa landsmót þriðja hvert ár og landsmótsstöðum verði fjölgað í fjóra. Tveir verði á Norðurlandi og tveir á Suður- landi. Hugmyndin er þó að lands- mót verði á Suðurlandi að fjórum árum liðnum en síðan þriðja hvert ár þar á eftir. Þetta er meg- ininntak þeirra hugmynda sem lagðar voru fyrir aðalfundina en ekkert þessara atriða er frágeng- ið og verður ekki fyrr en eftir landsþing í haust. JÓH Framboðsmál á Húsavík: Framsóknarmeim með skoðanakönmin - A- og G-listar ekki með sameiginlegt framboð Framboðsmálin eru ofarlega á baugi hjá forsvarsmönnum flokkanna á Húsavík þessa dagana og um helgina var mik- ið fundað um málin. Ekki náð- ist samstaða forsvarsmanna A- lista og G-lista um sameigin- legt framboð og Framsóknar- menn ákváðu að gerð yrði skoðanakönnum um val fram- bjóðenda á lista sinn. Að sögn Regínu Sigurðardótt- ur, sem er í uppstiliingarnefnd fyrir G-lista, Alþýðubandalags og óháðra, náðist ekki sú sam- staða sem menn töldu að .þyrfti að vera til sameiginlegs framboðs, hvorki hjá A-lista eða G-lista. Sameiginlegt framboð fékk því ekki hljómgrunn á fund- um aðstandenda listanna sl. sunnudag. Regína sagði að G- listafólk færi nú að vinna að því að stilla upp, hvort sem það yrði gert með forvali eða uppstillingu, um það væri ekki búið að taka ákvörðun en hún yrði tekin á næstu dögum. Framsóknarmenn héldu félagsfund á sunnudagskvöld og þar kynnti uppstillingarnefnd hvað áunnist hefði. Að sögn Egils Olgeirssonar, eins nefnd- armanna, var samþykkt að beina því til uppstillingarnefndar og stjórnar að halda skoðanakönn- un um val á frambjóðendum meðal flokksbundins fólks, og verður fundað um framkvæmd könnunarinnar strax í kvöld. IM Samið við SJS-verktaka um innréttingasmíði í Helgamagrastræti 53: Vangaveltur um undirverktaka - Aðalgeir Finnsson dró tilboð sitt ekki til baka Akureyrarbær hefur samiö viö SJS-verktaka um innréttinga- smíði og frágang á húsinu Helgamagrastræti 53, en bók- un bæjarráðs frá 28. febrúar vegna byggingaverktakanna sem tilboð gerðu er að hluta á misskilningi byggð. í bókuninni segir orðrétt svo, eftir að greint hafði verið frá til- boðsfjárhæðum þriggja verktaka í húsið: „Tilboð sem barst frá Aðalgeir Finnssyni hf. var dregið til baka.“ í samtali sem blaða- maður átti við Aðalgeir Finnsson segir Aðalgeir að þessi hluti bókunarinnar sé rangur, hann hafi aldrei dregið tilboð sitt til baka. Samkvæmt því sem Dagur kemst næst eru eigendur innrétt- ingaverkstæða á Akureyri óhressir, því þeir hafa heyrt að SJS-verktakar ætli ekki að semja við undirverktaka í bænum um hurðasmíði o.fl. þætti, heldur hefðu samið eða ætluðu að semja við fyrirtækið Tré-X í Reykjavík um tiltekna verkþætti. Væri það hart að á sama tíma og Akureyr- arbær væri að semja við SJS- verktaka væru þeir síðarnefndu að flytja atvinnu úr byggðarlag- inu. Dagur hafi samband við einn eigenda SJS-verktakafyrirtækis- ins og spurðist fyrir um þetta mál. Vildi hann ekki láta neitt hafa eftir sér að svo stöddu, en SJS-verktakar munu ekki hafa gengið frá neinum samningum við undirverktaka ennþá. EHB ir að jarðir hafi yfirleitt ekki ver- ið auglýstar til ábúðar þar sem ábúendur hafi auðveldlega feng- ist án auglýsinga. Núverandi landbúnaðarráðherra hafi hins vegar tekið upp þá stefnu að aug- lýsa allar lausir ríkisjarðir til ábúðar. óþh Flugleiðin Akureyri-Keflavík: Flugleiðir sækja ekki um leyfi Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, voru þau mistök gerð nú um heig- ina að senda út fréttatilkynn- ingu þess efnis að félagið hafí hug á að sækja um leyfí til áætlunarflugs milli Keflavík- ur og Akureyrar ef af bygg- ingu álvers verði við Eyja- ljörð. Ekki hafí fyrst verið gengið úr skugga um hvort Flugfélag Norðurlands hygg- ist nýta sér þessa leið en F.N. hefur sérleyfi á fíugleiðinni. Einar sagði að Flugleiðir muni ekki sækja um leyfi á þess- ari leið en óski F.N. velfarnaöar í þessu flugi enda kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður Aðal- stcinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, sendi frá sér í gær að líklega hefji félagiö flug á þessari leið síðar á árinu. Sigurður segir að tclag- ið hafi ekki getað nýtt sér sér- leyfiö enn sökum aðstöðuleysis fyrir farþega í innanlandsflugi í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að lausn þessa vandamáls sé nú unnið hjá samgönguráðuneyt- inu. Sigurður segir það mat F.N. að flug á áðurnefndri flugleið geti verið arðbært enda leggi daglega fjöldi farþcga af Eyja- fjarðarsvæöinu Ieið sína til útlanda. Álver við Eyjafjörð skipti varla sköpum en mundi, eins og öll önnur umsvif í hér- aðinu, stuðla aö fjölgun farþega og tíðari ferðurn á þessari flugleið. JÓH Egilsstaðir: Einbýlishús íeldi Einbýlishús á Egilsstöðum eyðilagðist í eldi aðfaranótt laugardags. í húsinu sváfu hjón með eitt barn er eldurinn kom upp. Hús- bóndinn vaknaði og gat vakið konu sína og barn og komust þau öll út án erfiðleika. í gær var ekki vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn, að sögn lög- reglunnar á Egilsstöðum. IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.