Dagur - 28.03.1990, Side 4

Dagur - 28.03.1990, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 28. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hreppasjónarmið verða að víkja Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi að nýju álveri beri að velja stað utan suðvesturhorns landsins. Ef marka má niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar SKÁÍS og Stöðvar tvö er mikill meiri- hluti þjóðarinnar þessarar skoðunar. Þá hafa afdráttarlausar yfirlýsingar Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra og fleiri stjórn- málaleiðtoga um þjóðhagslega hagkvæmni þess að reisa álverið á landsbyggðinni, haft mikið að segja um breytt viðhorf landsmanna gagnvart staðarvalinu. Það er gömul saga og ný að þegar rökin eru á þrotum er freistandi að grípa til rangfærslna og útúrsnúninga. Þetta hafa þeir gert, sem geta ekki fyrir nokkurn mun hugsað sér að nýtt álver verði reist annars staðar en í Straumsvík. Það fyrsta sem þeim kom í hug af þessum toga var að setja fram þá fullyrðingu að með því svo mik- ið sem ræða möguleika á annarri staðsetningu en Straumsvík væru ráðamenn að stofna mögu- leikunum á því að nýtt álver yrði reist hér á landi í hættu. Þessi fullyrðing er röng og fyrst og fremst sett fram í annarlegum tilgangi. Meðan verið var að ræða hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, kom auðvitað enginn annar staður til greina, eins og gefur að skilja! Um leið og fyrirhuguð stækkun var út úr myndinni og Alusuisse hætti þátttöku í Atlantal hópnum, gjörbreyttust forsendur fyrir staðarvalinu. Um leið kom Eyjafjörður sterklegast til álita, eins og reyndar áður en hugmyndir um stækkun álvers- ins í Straumsvík komu til umræðu. í annan stað hefur því verið haldið fram, m.a. af bæjarstjóran- um í Hafnarfirði, að svokölluð margfeldisáhrif nýs álvers séu mest, verði það reist á suðvestur- horninu. Þessi fullyrðing er einnig alröng. Marg- feldisáhrif álvers eru þau sömu, hvar á landinu sem það verður reist. Hins vegar er ljóst að verði nýtt álver reist á suðvesturhorninu mun marg- feldisáhrifanna einungis gæta á höfuðborgar- svæðinu en hvergi annars staðar. Verði það reist annars staðar, t.d. í Eyjafirði, mun marg- feldisáhrifanna gæta að hluta til þar en að veru- legu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum sökum meðal annars, er þjóðhagslega hag- kvæmt að reisa álverið annars staðar en á suð- vesturhorninu. Hvernig sem á málið er litið má hiklaust full- yrða að það yrði skynsamleg ákvörðun, með til- liti til þjóðarhagsmuna, að reisa nýtt álver utan suðvesturhorns landsins. Staðarvalsákvörðunin er stærri en svo að hreppasjónarmið og tog- streita milli einstakra byggðarlaga eða lands- hluta megi ráða ferðinni. í þessu máli verða minni hagsmunir að víkja fyrir meiri. BB. Viljum við ekki allar stefha tíl sigurs? „Ég fann hnútinn þegar ég var í sturtu. í fyrstu var ég sannfærð um að hann væri hættulaus. „Það eru hinar konurnar sem fá krabbamein, ekki ég“. En ég ákvað samt að láta athuga þetta nánar, - svona til öryggis. Ég reyndist vera með krabbamein. - Þegar ég fékk staðfestinguna, sat ég á móti lækninum, að því er virtist róleg og yfirveguð, en allt mitt innra var í algjöru uppnámi. Ég fann angistina magnast innra með mér - ég svitnaði, en samt var mér hrollkalt. „Guð minn góður, ég dey“. En lækninn spurði ég bara um hvar og hvenær ég ætti að mæta til aðgerðar. Ég gat ekki hugsað. Var dofin. Síðar komu aðrar tilfinningar, reiði, afneitun, þetta hlaut að vera misskilningur. Ég reyndi að gera samning við lífið. Bara að ég fái að lifa þangað til börnin mín eru búin með námið, flutt að heiman. Bara að ég fái að klára þetta og þetta, síðan er ég tilbúin að deyja.“ Svava Aradóttir. Þetta er kafli úr frásögu fert- ugrar konu sem birtist í tímariti sænska krabbameinsfélagsins. Síðar í frásögninni segir þessi kona frá léttinum sem fylgdi því að geta rætt um kvíða sinn og angist við fjölskyldu sína og heil- brigðisstarfsfólk, sem þá um leið gat svarað spurningum sem brunnu á henni. Þessar tilfinning- ar sem sænska konan lýsir á svo einlægan hátt eru þekktar hjá konum sem lenda í slíkri aðstöðu og eru hinar sömu hvar sem er í heiminum. Pegar krabbamein greinist í brjósti er líklegt að sú sem fyrir því verður spyrji: „Hvers vegna ég“. Þrátt fyrir að vitað sé um ákveðin atriði sem setja einn hóp kvenna í meiri áhættu en annan, er ekkert algilt svar til við þessari spurningu. Hinsvegar liggur tölu- verð vitneskja fyrir um bestu mögulegu meðferð við brjósta- krabbameini og hefur sú vitn- eskja skilað sér í auknum líkum á bata hin síðari ár. Mun fleiri geta vænst þess að læknast af kraSba- meini en áður, og því fyrr sem krabbameinið greinist, því meiri möguleikar eru á að ná fullri heilsu. Krabbameinsfélagið hefur haft forgöngu um skipulagða leit að brjóstakrabbameini, í því augna- miði að greina meinið á byrjun- arstigi. Konur eru hvattar til að notfæra sér þann möguleika og fara reglulega í brjóstamynda- töku eftir fertugt. Til þess að átta sig á hvort ein- hverjar breytingar verða í brjóst- inu er mikilvægt að konan þekki hvernig eðlilegt brjóst er við- komu. Góð regla er að skoða brjóstin einu sinni í mánuði t.d. viku eftir að blæðingum lýkur. Konur sem eru hættar með blæðingar geta valið einhvern ákveðinn dag, t.d. fyrsta dag mánaðarins. Þannig lærist konum að þekkja brjóstin sín og átta sig á ef einhverjar breytingar verða. Við skoðun á brjóstum er mikilvægt að missa engan hluta brjóstsins úr. Gott ráð er að hugsa sér brjóstið eins og klukku- skífu með tölustöfum 1-12. Byrjaðu á að þreifa þann hluta brjóstsins sem fjærst er geirvört- unni, kl. tólf. Farðu svo allan hringinn frá 12 til 1, 2 o.s.frv. Færðu fingurna svo innar á brjóstið, þreifaðu hringinn frá 12 til 1,2 o.s.frv. Endurtaktu þetta þangað til þú kemur innst á brjóstið við geirvörtuna. Þreif- aðu hana sérstaklega og kreistu létt til að kanna hvort vökvi kem- ur úr brjóstinu. Hikaðu ekki við að leita læknis ef það er eitthvað sem þér finnst vera athugavert eða þú ert óörugg með. Konubrjóstið hefur í allri menningu og á öllum tímum ver- ið tákn fyrir frjósemi og móöur- hlutverkið. Brjóstin eru mikil- vægasta tákn okkar kvenna sem kynvera og hefur því óspart verið haldið á lofti. Mörg ljóðskáld og listmálarar hafa tileinkað konu- brjóstinu verk sín. Þau eru ófá tárin sem ungar stúlkur hafa fellt vegna brjóstanna sinna. Annað- hvort voru þau of lítil eða of stór. Brjóstin eru órjúfanlega tengd ímynd okkar sem kvenna, bæði í huga okkar sjálfra svo og ann- arra. Að missa brjóstið er mörgum konuni óbærileg hugsun. Hræðsl- an getur orðið svo mikil að hún hindrar konuna í að skoða brjóst- in sín og jafnvel að leita læknis, ef hún finnur einhverja breytingu í brjóstinu. Aukin þekking og fræðsla um nútíma meðferð við brjóstakrabbameini og það að geta fengið svör við spurningum sínum hjálpar til við að yfirvinna óttann. Síðustu 10 árin hefur mikil þró- un orðið í allri þjónustu til kvenna sem gangast undir brjóstaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hjúkrunarfræðingur hittir alltaf konuna fyrir aðgerðina. I þessu fyrsta viðtali er áhersla lögð á að draga úr kvíða og gefa henni tækifæri til að ræða við aðra konu sem um leið getur gef- Við skoðun á brjóstum er mikilvægt að missa engan hluta brjóstsins úr. Gott ráð er að hugsa sér brjóstið eins og klukkuskífu með tölustöfum 1-12. Konubrjóstið hefur í allri menningu og á öllum tínium verið tákn fyrir frjó- semi og móðurhlutverkið. ið faglegar upplýsingar og svarað spurningum seni upp koma. Það er öllum mikið áhyggjuefni að vera með illkynja sjúkdóm, en auk þess veldur væntanlegur brjóstamissir flestum konum miklu hugarangri. Og það er ekki léttbærara fyrir eldri konur en þær yngri oft á tíðum. Sami hjúkrunarfræðingurinn fylgir svo konunni eftir meðan á sjúkrahús- dvöl stendur og eftir það eins lengi og konan sjálf óskar eftir. Það er afar niikilvægt að þau tengsl sem myndast í fyrsta við- tali séu ekki rofin og að sami aðili sé til staðar frá upphafi sem ráð- gefandi stuðningsaðili við kon- una og starfsfólkið sem annast hana. Hjúkrunarfræðingurinn og konan hittast áður en til útskrift- ar kemur og þá fær konan ráð- leggingar um æfingar, fræðslu um brjóstaskoðun og fleira sem mið- ar að því að konan nái heilsu og geti tekist á við þau vandamál sem upp geta komið. Konan fær bráðabirgðabrjóst og gengið er frá fyrstu pöntun urn gerfibrjóst og brjóstahaldara til trygginga- stofnunar. Stundum er þetta lokaviðtal, en oft hefur konan samband við hjúkrunar- fræðinginn eftir að heirn er korn- ið enda er hjúkrunarfræðingur- inn áfram stuðningsaðili og milli- göngumaður niilli konunnar og ýmissa aðila sem hafa með með- ferð hennar að gera. „Samhjálp kvenna“ er stuðn- ingshópur kvenna sem gengist hafa undir skurðaðgerð vegna krabbameins í brjósti. Þessar konur veita ómetanlegan stuðn- ing með persónulegum samtöluní og ráðgjöf sem standa konunni til boða og koma fulltrúar þeirra í heimsóknir á sjúkrahúsið eða heim ef óskað er. „Samhjálp kvenna“ er ekki síður stuðningur við starfsfólk heilbrigðisþjónust- unnar og á FSA er mjög góð sam- vinna þarna á milli. Fulltrúar frá „Samhjálp kvenna“ eru konuni hjálparlegar við að máta og velja gerfibrjóst en fyrsta miðvikudag hvers mánaðar eru þau afgreidd í húsnæði Endurhæfíngarstöðvar- innar, Bjargi, kl. 17-19. Konur! Við ráðum sjálfar svo miklu um framtíð okkar og heilsu, en við verðum líka að taka ábyrgð! Stuðlum að eigin heilbrigði og höldum 10. heilsu- boðorðið: Skoðum brjóstin mán- aðarlega og förum reglulega í brjóstamyndatöku eftir fertugt. Okkar er valið, viljum við ekki allar stefna TIL SIGURS? Akureyri 20. inars 1990 Svava Aradóttir. Höfundur er hjúkrunarfræðin|>ur og starfar seni hjúkrunarfranikvæmdastjóri FSA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.