Dagur - 19.04.1990, Page 8

Dagur - 19.04.1990, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 19. apríl 1990 /f7 » ' : Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturirm. TRYGGING HF Sunnuhlíö 12 Simi 96 - 21844 -47 /Æ % Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs suinars með þökk fyrir veturinn. HLtQlilIBR Glerárgötu 32 • Akureyri útvarpsvirika Mt I j IAK I $ /Æ h s Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. S . VATRYGGIINGAFELAG ÍSIANDSIII Svæðisskrifstofa Glerárgötu 24, símar 23812 og 24242 £ <r % Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem er að líða. HAGKAUP Norðurgöfu 62. J^j -__________ _______________V /y^ * Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399. Sunnuhlíð 12, sími 26399. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs suniars með þökk fyrir veturinn. cpediSmyndirz Hafnarstræti 98, sími 23520 Hofsbót 4, sími 23324 Á: 47 Guðrún Jakobsdóttir, Jóhanna Steingrímsdóttir og Sara Hólm. Mynd: IM ITC Fluga að Ýdölum: Kyrming á verkum Jóhönnu í Árnesi Jóhanna Álfheiður Steingríms- dóttir, rithöfundur í Árnesi í Aðaldal, var heiðursgestur á fundi ITC Flugu að Ýdölum þriðjudagskvöldið 10. apríl, en þar fór fram kynning á verkum hennar. Um 30 manns sóttu fundinn, og var það allt of fátt fólk sem þar með fékk tæki- færi til að njóta og fylgjast með athyglisverðri dagskrá. Dagskráin hófst með fundi í deildinni og þar flutti María Ketilsdóttir fræðsluerindi um deildarstarfið í þessum ágætu samtökum, sem kölluðu sig Mál- freyjur þar til karlar fengu heim- ild til að gerast félagar. Allir félagar í ITC Flugu eru konur, og stóðu þær vel að kynningu á verkum kynsystur sinnar. Guðrún Jakobsdóttir, formað- ur félagsins var dagskrárstjóri og kynnti hún Jóhönnu og sagði frá verkunt hennar, en Jóhanna las úr verkum sínum ásamt níu Flugufélögum. Hóhnfríður Pét- ursdóttir las úr bók Jóhönnu, Á bökkum Laxár, yndislega frásögn um Maríuveiði, sem Jóhanna færði Vilhjálmi á Hafralæk þegar hún var barn. Kristín Arinbjarn- ardóttir las einnig hrífandi frá- sögn frá bernsku Jóhönnu, af því er móðir hennar laumaðist til að rækta rós í kirkjuglugga. Frásögn þessi verður í Yrkju, afmælisbók frú Vigdísar Finnbogadóttur. Kristbjörg Steingrímsdóttir, syst- ir Jóhönnu las ljóð eftir hana. Guðný Jónsdóttir las smásöguna Hús húsanna, sem birtist í afmælisriti Kvenfélagasambands Islands. Sögu sem segir mikið um innsýn höfundarins í hugsunar- hátt eldri kynslóðar og manneskjulegheit hennar. Jóhanna las kafla úr bók sinni Veröldin er alltaf ný. Guðný Kol- beinsdóttir las þulu eftir Jóhönnu. Þórhildur Sigurðar- dóttir las morgunorð sem Jó- hanna skrifaði fyrir útvarp, og voru þau hugleiðing um að vinn- an göfgaði manninn. Sara Hólm las upphafskafla bókarinnar Dag- ur í lífi drengs. María Ketilsdótt- ir las úr nýjustu bók Jóhönnu, Maríuhænan - gestir í garðinum, einnig endursagði hún söguna og sýndi myndskreytingar Hólm- fríðar Bjartmarsdóttur. Að lok- um las Guðrún Sigurðardóttir órímuð Ijóð og bráðgóða þulu sem ort var á gamansömu nótun- urn. Eftir kynninguna ávarpaði Jóhanna fundinn og þakkaði fyrir umfjöllunina. Ræddi hún um verk sín af mikilli hógværð og sagði að sér kæmu orðin rit- höfundur Og verk spánskt fyrir sjónir. í raun hefði hún aldrei verið mjög hrifin af krosssaum eða öðrum hannyrðum, en þess í stað varið tómstundum sínum til skrifta. Pað er óhætt að taka undir ósk- ir frá konum í Flugu, sem fram komu í fundarlok, um að Jó- hanna fari ekki að fá áhuga fyrir krosssaum. ITC Fluga og Jóhanna mega hafa hjartans þökk fyrir ánægjulega kvöldstund, og svo miklu fleira fólk mætti fá að hlýða á flutning hinnar ágætu dagskrár sem boðið var upp á að Ýdölum. IM Samsýning tíu listamanna: Silfurskip, myndlist og vefiiaður - í Safnahúsinu á Húsavík Afniælisncfnd Húsavíkurbæj- ar stendur fyrir samsýningu tíu listamanna í Safnahúsinu, og verður sýningin opin frá kl. 14- 17 til sunnudags, 22. apríl. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni sem var opnuð með viðhöfn á skírdag, enda markar sýningin í raun upphaf hátíðahaldanna vegna 40 ára afmælis Húsavíkur sem kaup- staðar. Á sýningunni eru eldri og yngri verk starfandi listamanna sem búsettir eru í Þingeyjarsýslu eða ættaðir þaðan. Sýningin einkenn- ist af miklum fjölbreytileika, en þó njóta verk hvers listamanns sín útaf fyrir sig. Á sýningunni eru pasteimyndir eftir Auði Helgadóttur, olíumálverk eftir Kára Sigurðsson, oiíu- og akríl- myndir eftir Trausta Ólafsson, vatnslitamyndir eftir Sigurð Hall- marsson og pennateikningar eftir Ríkarð Þórhallsson. Þorvaldur Daði Halldórsson á eitt verk á sýningunni, sem hann nefnir Sál hússins og unnið er með bland- aðri tækni. Hallfríður Jónasdóttir sýnir verk ofin úr hrosshári, Hólmfríður Bjartmarsdóttir sýnir Sýningargestir virða fyrir sér verk á sýningunni. Mynd: im myndvefnað úr ull og Oddný E. Magnúsdóttir ntyndir ofnar úr hrosshári og ull. Einnig eru á sýningunni verk eftir Sigurð Þórólfsson frá Bald- ursheimi, gull- og silfursmið. Annars vegar er verk unnin úr silfri, á blágrýti eða palesander. Hins vegar eru silfurskip; ótrú- lega fíngerð líkön af skipum sem gerð eru úr silfri, gulli, og jafnvel demanti og mannshári. Það er ekki oft sent tækifæri gefast til að sjá sýningar sem bjóða upp á slíkan fjölbreytileika sem Samsýningin í Safnahúsinu og þeir sem tök hafa á að sjá sýn- inguna, ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara. IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.