Dagur - 21.04.1990, Page 10

Dagur - 21.04.1990, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 21. apríl 1990 Laugardagur 21. apríl 1990 - DAGUR - 11 Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, er í helgarviðtali að þessu sinni. Hún hefur stundað myndlistarnám á íslandi og í Danmörku, og er útskrifuð frá Listaakademíunni í Óðinsvéum. Pegar í æsku sýndi Sólveig áhuga fyrir teiknun og málun. í þessu viðtali segir hún frá æskuárunum í Skagafirði og námi og störfum að listgrein sinni, heima og erlendis. Sólveig á heimili sínu, við eitt verka sinna. Sólveig er Skagfiröingur að uppruna, nánar tiltekiö frá Páfastöðum í Staðar- hreppi. Foreldrar hennar eru Edda Skagfield og Baldur Hólm. Hún er næst yngst fimm systkina. „Ég gekk bæði í barnaskóla og unglinga- skóla heima í Skagafirði, en fór að heiman sextán ára gömul. Ég kom að vísu heim tvö eða þrjú sumur til að vinna í sveitinni, en stundaði þá nám og atvinnu í Reykjavík," segir hún um þennan tíma. Krakkarnir máluðu, teiknuðu og gerðu leirmyndir - En hvernig var myndlistarkennslu háttað í heimabyggðinni? „Hún var ekki mikil, ég man þó að við krakkarnir fengum að teikna í skólanum einu sinni í viku, eftir hádegi á föstudögum. Þetta var það eina, og ég hlakkaði til þess- ara tíma alla vikuna. Kennslan sjálf var af skornum skammti, svo ekki sé meira sagt, stundum fengum við að teikna frjálst en þess á milli fengum við prentaðar myndir sem við áttum að teikna eftir. Pá var reynt að gera sem nákvæmasta eftirlíkingu af fyrirmyndinni. Ég er ekki viss um að myndlistartímarnir í skólanum hafi haft mikið að segja, en við krakkarnir höfðum alltaf fullt af litum og blöðum heima á Páfastöðum, og líka leir. Petta unduin viö krakkarnir okkur við tímunum saman, og mér er það minnisstætt að ég kláraði iðulega blekið úr pennanum hans pabba." - Þótti þér þctta kannski ennþá skemmti- legra en venjulegir barnaleikir? „Já, það getur verið, en við systkinin átt- um nijög góðar stundir saman. Við gátum verið langdvölum inni við þessa iðju, og mér er það minnisstætt því sjálfsagt hafa ekki öll börn dundað svona mikið við slíkt í tóm-j stundum. Þetta var góður tími." Sextán ára til Reykjavíkur - Pú fórst sextán ára til Reykjavíkur. „Já, þá fór ég að vinna í höfuðborginni. Ég var ekki viss um hvað mig langaði til aö læra, en tók tvö ár á listasviði í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. En ég var ekki a^ öllu leyti sátt við hversu mikið bóklegt nám þurfi að stunda með listnáminu þarna, ogj ákvað því að sækja um í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þar var ég í fornámi í eitt ár, og fór svo í myndhöggvaradeildina til hans Ragnars heitins Kjartanssonar." - Hvernig mótaðist sú ákvörðun hjá þér að gerast myndhöggvari? „Ég var orðin nokkuð ákveðin seinna árið á listasviðinu í Breiðholti. Ég var hrifin af módelteikningunni og gekk vel í henni. Kennari minn í módelteikningu, Helgi Gíslason myndhöggvari, hlýtur að hafa séð að ég hafði tilhneigingu í þessa átt, og ráð- lagði ntér að fara í Myndlista- og handíða- skólann. Hann taldi að nám þar væri meira við mitt hæfi." - Reyndist hann sannspár? „Já, hann hafði rétt fyrir sér. í Myndlista- og handíðaskólann settist ég en þegar ég hugsa til baka nú finnst mér að ég hafi verið alltof ung til að setjast í skólann. Mér gekk vel í náminu sem slíku, en einhvern veginn fannst mér ég aldrci ná sambandi viö fólkið sem var með mér í skólanum. Ég var eigin- lega í allt öðrum heirni. En eftir fyrsta veturinn settist ég í mynd- „Steinninn er ekta, það fer ekki á milli mála hvað myndhöggvarinn er að fara." Sólveig heíur haft nokkra aðstöðu að Naustiiin í vetur, nánar tiltekið í gamla tjósinu. Annars kjósa niyndhöggvarar helst að vinna úti vegna ryksins. Myndir: t:nn höggvaradeildina, og þá líkaði mér mik'lu betur. Ragnar var yndislegur kennari og ég lærði rnikið, tel ég." Haldiö til Danmerkur - En það átti þó ekki fyri.r þér að liggja að vera mikið lengur í skólanum. „Nei, það er rétt. Ég var ófrísk um þetta leyti, og hætti í febrúar, á miðjum náms- vetri, með það fyrir augunt að hefja námið aftur næsta haust. Sambýlismaður minn þurfti að fara utan til framhaldsnáms á þcss- um tíma, og ég ákvað að fara með honum til Danmerkur. Petta var ekki erfið ákvörðun, því ég vissi að ég myndi geta haldið mynd- listarnáminu áfram þar. Pað var svo sumar- ið 1982 sem við héldum til Dánmerkur." - Til hvaða borgar t'luttuð þið? „Við fórum til Odense, eða Óðinsvéa, eins og íslendingar nefna borgina. Ég stund- að vinnu á elliheimili fyrsta veturinn, og lík- aði það að mörgu leyti vel. Ég ætlaði ekki strax í skóla, en sótti haustið '83 um inn- göngu í Listaakademíuna í Óðinsvéum, mest fyrir forvitnissakir. Ég sýndi þeim nokkrar myndir og fékk þau svör að ég mætti byrja strax. Pað var ekki á dagskrá, eins og ég sagði, en vegna þess að mér var svona vel tekið ákvað ég að setjast strax á skólabekk. Ég fékk að sleppa fyrsta árinu í grunnámi, en fór á annað ár og settist að því loknu beint í sérdeildina, myndhöggvara- deild." Stóð vel að vígi eftir námið í Myndlista- og handíðaskólanum - Hvernig var námið byggt upp? „Kennararnir sáu að ég stóð vel að vígi eftir námið í Mvndlista- og handíðaskólan- um, sérstaklega iivað snerti módelteikningu og slíkt. En Danir leggja meira upp úr klassískri módelteikningu en íslendingar, og ég var heilan vetur við að teikna eftir brjóstmyndum og styttum að Juliusi Cesari og fleiri rómverskum og grískum fyrirmönn- um. Ég hefði ekki viljaö missa af þessari reynslu, því þessi þáttur í náminu er ákaf- lega mikilvægur. En ég get ekki sagt að mér hafi fundist þetta skemmtilegt, öðru nær, en nauðsynlegt. Margir nemendur féllu á þess- ari teikningu, prófessorarnir voru með prjónana á lofti til að mæla hlutföllin í myndunum og kanna hvort þau væru rétt. En svo settist ég í myndhöggvaradeild akademíunnar. Listaakademían fékk um þetta leyti annað húsnæði til umráða, gamla verksmiðjubyggingu með stórum gluggum og mikilli lofthæð, sem hentaði myndhöggv- urum ákaflega vel. Parna vorum við, sjö til tíu nemendur. Námið var frekar strangt. Pað fór þannig fram að módel voru teiknuð, síðan höfðurn við módel hjá okkur sent við áttum að móta eftir, allt frá litlum líkönum upp í fulla líkamsstærð. Þannig fór fyrsta árið í sér- deildinni fram, við fengurn ákveðin verkefni sem við urðum að skila og höfðum unt fátt að velja. Þarna unnum við að gerð brjóst- mynda, og stundum sjálfsmynda." Yill ekki flokka sig undir ákveðna listastefnu - Nú ríkja ótal stefnur og straumar í högg- myndagerð, er hægt að segja að þú hafir aðhyllst einhverja ákveðna stefnu? „Ég tel ekki að mín verk hafi falliö undir neina sérstaka stefnu, því ég geri það sem ég hef áhuga fyrir hverju sinni og spái þá alls ekki í hvort það flokkist undir hina eða aðra stefnuna. Mér finnst það hinsvegar bera vott um ákveðinn hégóma þegarfólk flokk- ar sig undir slíkt. Fyrsta áriö í sérdeild akademíunnar fengumst við einkum við mannslíkámann, eins og ég sagði, en seinni tvö árin kom meira frelsi til sögunnar í vali á verkefnum. Við höfðuni sérstakt svæði fyrir utan skóla- húsið þar sem við gátum athafnað okkur, og þá fór ég að höggva í stein. Parna rétt hjá var gamall kirkjugarður, og við fengum gamla legsteina til að spreyta okkur á. í Danmörku borgar fólk fyrir legsteina, kannski í 10 eða 20 ár, cn steinunum er hent, þegar enginn vill borga af þeim lengur. Það vildi svo til að enginn af kennurunum þarna stundaði að höggva út í stein. Þeir voru í bronsmyndum o.fl. Fyrsta veturinn minn í garðinum, þar scm við áttum að höggva út, fékk ég ekki rnikla hjálp frá kennurunum við skólann. Parna stóð ég og lamdi upp á von og óvon, hvort ég bæri mig rétt að eða ekki. En í Óðinsvéum er starf- andi myndhöggvarafélag, og japanskur myndhöggvari sern átti stundum leið þarna um kíkti oft á það sem ég var að gera. Hann leiðbeindi ntér þó nokkuð, og seinna átti það fyrir mér að liggja aö vinna hjá honum. Eftir þennan vetur var náminu þannig háttað að ég var í læri hjá myndhöggvara, en þó í tengslum við akademíuna. Þessi myndhöggvari bjó rétt hjá Kalund- borg. en það er bær á Sjálandi, um 110 km frá Kaupmannahöfn. Ég vann í skúlptúrum með honum, og fékk líka steina sem ég hjó til sjálf þegar tími gafst til. Þetta var nijög lærdómsríkt." Námsferðir til Ítalíu og fleiri landa - Hvað gerðist eftir að námstímanum lauk? „Þá fór ég að vinna á listasafni sem er í sömu byggingu og akademían í Óðinsvéum. Ég fékk inngöngu í danska myndhöggvara- félagið, en félögum þess stendur til boða að nýta sér verkstæðispláss eftir hentugleikum. En meðfram vinnunni á listasafninu vann ég að höggmyndagerð. Nemendurnir viö listaakademíuna fóru reglulega í námsferðir, á hverjum vetri, venjulega til Parísar, London eða til Ítalíu. Ferðirnar til Ítalíu eru mér minnisstæðar, því þá dvaldi maður þar í tvo til þrjá rnánuði innan um listafólk sem vann að verkúm sínum. Ég kunni svo vel viö mig á Ítalíu að ég hef ákveöið að flytja þangað í nokkur ár." - Hvernig var hlutfall kynjanna í mynd- höggvaradeildinni? „Það var nú svo skrýtið að við stúlkurnar vorum í meirihluta. Ég var að vísu eini nemandinn frá íslandi. En það þótti mér athyglisvert að karlarnir völdu yfirleitt grafík sem sérgrein, og fóru í málunardeild. Við stelpurnar fórtim liins vcgar frekar í skúlptúrinn. Framan af var ég sú eina sem sumdaði eiginlegt myndhögg. hinar voru meira í gerð listaverka úr tré eða gifsi. En undir lokin vorum við þrjár sem vorum eingöngu í grjótinu." - Hver eru viðbrögð fólks þegar það heyrir að þú sér myndhöggvari. og vinnir með hamar og meitil við listsköpun? „Flestum finnst það dálítið skrýtiö, og margir hafa orðið undrandi. Konurnar sem ég hitti eru margar forvitnar um þetta og spyrja margs, en sumir karlmenn vita ekki hvort ég sé að gera grín að þeirn. Þeir vita ekki hvernig þeir eiga aö taka þessu." Flestir reikna með að mynd- höggvarar hljóti að vera karlmenn - Er ímynd fólks sú að myndhöggvari hljóti að vera karimaöur? „Já, ég held það. Það er ákatlega lítið um að myndhöggvarar séu beinlínis í því að höggva út úr grjóti. Þegar minnst er á skúlptúr þá er algengast að átt sé við brons- myndir. leirmyndir eöa slíkt, en fáum dettur í hug ;iö einhver standi með hamar og meitil við að höggva mynd út úr steini." - Hvað er svona heillandi við grjótið sem efnivið? „Steinninn er ekta, ef svo rná að orði komast. og það fer ekki á milli mála hvað listamaðurinn er að gera. Það þarf ekki að útskýra neitt, steininn bara er. Mér finnst það mikilíenglegt og sterkt." - Þú hefur nú dvalið í tvö ár á íslandi. Komst þú með því hugarfari að geta stund- að listgrein þína með annarri vinnu? „Það er rétt, en reyndin hefur orðið önnur. í fyrra kenndi ég myndlist í Síðu- skóla, og þá gat ég ekki höggvið neitt. í vet- ur hef ég unnið í Starfsdeildunum í Löngu- mýri, og var svo lánsöm að fá úthlutað aöstöðu hjá Akureyrarbæ að Naustunt III. í gamla fjósinu. En það er margt sent tefur. ég hef ekki komist uppeftir nema örfáar helgar í vetur, og þaö er óskaplega erfitt að eiga við listsköpun hér á landi. Ég get ekki lifað at' listinni hér á landi eins og er, m.a. vegna þess að efniö. steinninn. er svo óskaplega dýr í innkaupi. Steinsmiðjan i Reykjavík hefur verið ntér innan handar, en margir samverkandi þættir gera aö verkum að afar erfitt er unt vik fyrir fólk í minni aðstöðu, aö stunda alvöru höggmyndalist á fslandi." - Hvað þarf að vera fyrir hendi? „Fyrst og fremst ódýrir steinar, en í verk- um eins og ég hef með höndum er ekki sama hvaða steintegundir eru notaðar. Granít og marmari eru bestu tegundirnar fyrir mig, en það fæst ekki nema innflutt. aö sjálfsögðu. Blágrýti er of hart, ég hef samt nýtt það í vetur." - Er ekki þreytandi að standa dögum saman við að höggva, verður maður ekki þreyttur í höndunum? „Jú. aö vísu, en þessi tækni lærist. Fyrst, þegar ég var að byrja, var ég margvafin með sinaskeiðabólgu og blöðrur, að deyja úr verkjum. Maður lærir að láta hamarinn vinna. Auövitað fær rnaður nteiri vöðva, en ég er þeirrar skoðunar að til að geta veriö góður myndhöggvari þurfi meira á andleg- um styrk að halda en líkamlegum." EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.