Dagur - 21.04.1990, Síða 15
Laugardagur 21. apríl 1990 - DAGUR - 15
dagskrá fjölmiðla
Bók og hljómplata
- til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni
Sjónvarpið
Laugardagur 21. apríl
14.00 íþróttaþátturinn.
14.00 Meistaragolf.
15.00 Sjónvarpsmót í karate.
15.25 Enska knattspyrnan: Svipmyndir
frá leikjum um síðustu helgi.
16.10 Landsmót á skíðum o.fl.
17.00 íslenski handboltinn. Bein útsend-
ing.
18.00 Skytturnar þrjár (2).
Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir börn.
18.25 Sögur frá Narníu.
(Narnia.)
Ný þáttaröð um börnin fjögur sem kom-
ust í kynni við furðuveröldina Narníu.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr (7).
(My Family and other Animals.)
19.30 Hringsjá.
20.35 Lottó.
20.40 Gömlu brýnin.
(In Sickness and in Health.)
2. þáttur af 6.
21.10 Fólkið í landinu.
Söðlasmíði í vopnfirskri sveit.
Inga Rósa Þórðardóttir sækir heim hjónin
Jónínu Björgvinsdóttur og Jón Þorgeirs-
son ábúendur á Skógum.
21.35 Töframaðurinn.
(Magic Moments.)
Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1989.
Aðalhlutverk: John Shea, Jenny Sea-
grove og Paul Freeman.
Ung og glæsileg kona í góðri stöðu verður
uppnumin þegar hún hittir frægan töfra-
mann.
Rómantísk mynd um hinn sígilda ástar-
þríhyrning.
23.10 Keikur karl.
(Whalking Tall.)
Bandarísk bíómynd frá árinu 1973.
Aðalhlutverk: Doe Don Baker, Elizabeth
Hartman, Gene Evans, Noah Beery og
Brenda Benet.
Sannsöguleg mynd um fyrrum hermann
og glímukappa sem snýr til síns heima og
kemst að því að bærinn er vettvangur
allskyns spillingar. Hann tekur því til
sinna ráða til að spyrna við þessari þróun.
Myndin er ekki við hæfi barna.
01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 22. apríl
16.00 Skógarlíf.
(E1 Bosque Animado.)
Spænsk bíómynd frá árinu 1986.
Aðalhlutverk: Alfredo Landa, Fernando
Velvarde, Alejandra Grepi og Encarna
Paso.
Myndin gerist í heimi ríkra og fátækra við
skógarspildu eina á Spáni en mannlífið
þar er ákaflega fjölskrúðugt.
17.40 Sunnudagshugvekja.
17.50 Ungmennafélagið.
Nýr þáttur hefur göngu sína æilaður
stálpuðum börnum.
Umsjón: Valgeir Guðjónsson.
18.20 Baugalína.
(Cirkeline.)
1. þáttur af 12.
Dönsk teiknimynd fyrir börn.
18.30 Dáðadrengur.
(Duksedrengen.)
1. þáttur af 6.
Danskir grínþættir um veimiltítulegan
dreng sem öðlast ofurkrafta.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Fagri-Blakkur.
19.30 Kastljós.
20.35 Frumbýlingar (5).
(The Alien Years.)
21.30 Dagur gróðurs - skógurinn og eld-
fjallið.
Lokaþáttur í tilefni skógræktarátaksins
„'Landgræðsluskóga 1990".
Fjallað er um sambúð trjágróðurs og eld-
fjalla og sýnt fram á að aska og vikur
hamla ekki viðgangi skóglendis.
22.15 Myndverk úr Listasafni íslands.
Fantasía eftir Kjarval.
22.20 Myung.
Dönsk sjónvarpsmynd frá árinu 1989.
Myndin fjallar um fjögurra manna fjöl-
skyldu sem tekur að sér fimm ára stúlku
frá Kóreu. Myung, og hefur það í för með
sér alls kyns flækjur jafnt fyrir Myung
senvaðra í fjölskyldunni.
23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 23. apríl
17.50 Töfraglugginn (25).
Lokaþáttur.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Yngismær (91).
19.20 Leðurbiökumaðurinn.
19.50 Teiknimynd um félagana Abbott og
Costello.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
Evrópu 1990.
Lögin sem taka þátt í keppninni verða
kynnt að loknum fréttum dagana 23.-28.
apríl.
Að þessu sinni verða kynnt lög frá Spáni,
Grikklandi og Belgíu.
(Evróvision).
20.45 Roseanne.
21.10 Litróf.
Lokaþáttur.
Litið yfir veturinn og spjallað við listgagn-
rýnendur.
Umsjón Arthúr Björgvin Bollason.
21.40 íþróttahornið.
Fjallað verður um íþróttaviðburði helgar-
innar.
22.05 Flóttinn úr fangabúðunum.
(Freemantle Conspiracy).
1. þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum
þáttum sem fjallar um sögufrægan flótta
úr fangelsi á einangruðum stað í Ástralíu
árið 1867.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Þingsjá.
Umsjón Árni Þórður Jónsson.
23.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
Laugardagur 21. apríl
09.00 Með afa.
10.30 Túni og Tella.
10.35 Glóálfarnir.
10.45 Júlli og töfraljósið.
10.55 Perla.
11.20 Svarta stjarnan.
11.45 Klemens og Klementína.
12.00 Popp og kók.
12.35 Fréttaágrip vikunnar.
12.55 Harry og félagar.
Harry and the Hendersons.)
Myndin fjallar á gamansaman hátt um
ást fjölskyldu nokkurrar á risavaxinni
skepnu sem hún tók að sér og nefndi
Harry.
Aðalhlutverk: Donna Summers, The
Commodores, Valerie Langburg, Terri
Nunn og Chick Vennera.
14.45 Frakkland nútímans.
(Aujourd'hui en France.)
15.15 Fjalakötturinn.
Regnvotar nætur.
(The Last Wave.)
David Burton er hamingjusamlega giftur
lögfræðingur í Sidney, Ástralíu. Hann er
fenginn til þess að verja mál frumbyggja
nokkurs, sem er sakaður um morð, en
morðmál eru ekki lagaleg sérgrein
Davids. Hann samþykkir samt sem áður
að vera verjandi þessa manns og líf
Davids sem hingað til hefur verrið í föst-
um skorðum er orðið órætt og ógnvekj-
andi.
Aðalhlutverk: Richard Chamberlain,
David Gulpilil og Olivia Hamnet.
17.00 Handbolti.
Bein útsending frá íslandsmótinu í hand-
knattleik.
17.45 Falcon Crest.
18.35 Heil og sæl.
Við streitumst við.
19.19 19.19.
20.00 Séra Dowling.
(Father Dowling.)
Nýr, bandarískur framhaldsþáttur í fjórt-
án hlutum.
Tom Bosley er í hlutverki sóknarprests
sem hefur lag á því að leysa glæpamál en
hann nýtur jafnframt aðstoðar nunnunn-
ar Steve, sem með sakleysislegu útliti
sínu, á auðvelt með að dylja þekkingu
sína á lögmálum götunnar og það að hún
stenst flestum glæpamönnum snúning.
Aðalhlutverk: Tom Bosley og Tracy
Nelson.
21.35 Kvikmynd vikunnar.
Með ástarkveðju frá Rússlandi.#
(From Russia With Love.)
James Bond er sendur til Istanbul í þeim
tilgangi að stela leynigögnum frá rúss-
neska sendiráðinu. Sér til aðstoðar fær
Bond huggulega, rússneska stúlku sem
er ekki öll þar sem hún er séð.
Aðalhlutverk: Sean Connery, Daniela
Bianchi, Robert Shaw og Pedro Armend-
ariz.
Bönnuð börnum.
23.30 Ekki er allt gull sem glóir.#
(Rhinestone.)
Gamansöm söngvamynd.
Sylvester Stallone er hér í hlutverki
áhyggjulauss leigubílstjóra sem hittir
jafnoka sinn í sveitastúlku sem Dolly
Parton leikur.
01.15 Brestir.
(Shattered Spirits.)
Myndin fjallar á átakanlegan hátt um þau
vandamál sem koma upp hjá fjölskyldu
þegar annað foreldrið er áfengissjúkling-
ur.
Aðalhlutverk: Martin Sheen, Melinda
Dillon, Matthew Laborteaux og Lukas
Haas.
02.45 Dagskrárlok.
Stöð 2
Sunnudagur 22. apríl
09.00 Paw Paws.
09.20 Selurinn Snorri.
09.35 Popparnir.
10.10 Þrumukettirnir.
10.35 Töfraferð.
11.00 Skipbrotsbörn.
11.30 Steini og Olli.
11.50 Ærslagangur.
(Stir Crazy.)
Sprellfjörug gamanmynd.
Tveir vinir lenda í stórkostlegum ævintýr-
um á leið sinni til Kaliforníu í leit að frægð
og frama.
Aðalhlutverk: Gene Wilder og Richard
Pryor.
13.35 íþróttir.
17.05 Eðaltónar.
17.40 Listir og menning.
Einu sinni voru nýlendur.
(Etait une fois les Colonies.)
Annar þáttur í þáttaröðinni um nýlendur
fyrri tíma.
18.40 Viðskipti í Evrópu.
(Financial Times Business Weekly.)
19.19 19.19.
20.00 Landsleikur.
Bæirnir bítast.
20.50 Ógnarárin.
(The Nightmare Years.)
Annar hluti.
23.00 Listamannaskálinn.
South Bank Show.)
Webber og Dvorák.
23.24 Psycho I.
Meistaraverk Alfreds Hitchcock og meist-
araverk spennumyndanna. í aðalhlut-
verki er Anthony Perkins og leikur hann
hinn viðfelldna en jafnframt óræða mótel-
eiganda, Norman Bates.
Aðalhlutverk: Anthony Perkins, Vera
Miles, John Gavin og Janet Leigh.
Stranglega bönnuð börnum.
01.10 Dagskrárlok.
Stöð 2
Mánudagur 23. apríl
15.30 Með reiddum hnefa.
(Another Part of the Forest.)
Sérstæð mynd sem segir frá kaupmanni
nokkrum sem stundaði vafasöm viðskipti
á dögum Borgarastyrjaldarinnar. íbúar
heimabæjar hans og fjölskyldan hans
fyrirlíta hann fyrir þetta og óvildin nær
hámarki þegar upp kemst að óbeint á
hann þátt í dauða tugþúsunda her-
manna.
Aðalhlutverk: Fredric March, Dan Dur-
yea, Edmond O'Brien, Ann Blyth og Flor-
ence Eldridge.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Hetjur himingeimsins.
18.15 Kjallarinn.
18.40 Frá degi til dags.
19.19 19.19.
20.30 Á grænni grein.
Bæjarstaðarskógur - uppspretta nýrra
birkiskóga.
20.50 Dallas.
21.45 Hvað viltu verða?
í þessum þætti verður fjallað um kennara-
starfið og þá menntun sem krafist er en
kröfurnar eru misjafnar eftir því á hvaða
skólastigi kennt er.
22.30 Morðgáta.
(Murder, She Wrote.)
23.15 í hringnum.
(Ring of Passion.)
Sannsöguleg mynd sem segir frá tveimur
heimsþekktum hnefaleikaköppum;
bandaríska blökkumanninum Joe Louis
og Þjóðverjanum Max Schmeling en þeir
háðu harða baráttu þegar kynþáttahatur
nasista var að verða lýðum ljóst.
Aðalhlutverk: Bernie Casey, Stephen
Macht, Britt Ekland og Denise Nicholas.
Bönnuð börnum.
00.50 Dagskrálok.
Einn þekktasti sönglagahöfundur
þessa lands, Sigfús Halldórsson
tónskáld og listmálari, verður
sjötugur á árinu. 1 tilefni þess
hefur Bókaútgáfan Reykholt
ákveðið að gefa út nýstárlegt
verk, þríþætt.
í fyrsta lagi er hér um lista-
verkabók að ræða með litprent-
uðum myndum af fjölmörgum
málverkum Sigfúsar, einkunt
Reykjavíkurmyndum. Auk list-
málarans sjálfs tekur Jón Reyk-
dal listmálari þátt í að velja
verkin. Þess má geta að í haust
verður á Kjarvalstöðum afmælis-
sýning Sigfúsar Halldórssonar
þar sem hann mun einkum sýna
nýjar Reykjavíkurmyndir.
í öðru lagi verða í bókinni við-
töl og ritmyndir af afntælisbarn-
inu, teknar af hinum landsþekkta
útvarpsmanni, Jónasi Jónassyni.
Er þar brugðið upp svipmyndum
af viðburðarríkri ævi og fjöl-
breyttum eiginleikum Sigfúsar.
í þriðja lagi fylgir bókinni stór
hljómplata með sýnishornum af
tónperlum Sigfúsar. Sum laganna
eru úr hópi hinna þekktustu.
Út er komin bókin Die Anfange
der islán disch-norwegisch en
Geschichtsschreibung eftir Gud-
run Lange. Hún er gefin út af
Bókmenntafræðistofnun Háskóla
íslands og Bókaútgáfu Menning-
arsjóðs og er 47. bindi í ritröðinni
Studia Islandica.
Ritið, sem samið er á þýsku,
fjallar um „Upphaf norrænar
sagnaritunar". í því er m.a. leit-
að svara við þeirri spurningu,
hvaða stöðu hið latneska verk
norska munksins Thedoricusar,
Historia de antiquitate regum
Norwagiensium, sem er meðal
þriggja elstu varðveittra yfirlits-
verka um sögu Noregskonunga,
gegni innan norrænnar sagnarit-
unar og hvernig tengslum þess sé
háttað við íslenskar fornbók-
menntir. Höfundur telur ekki
eingöngu dróttkvæði, heldur líka
bækur Sæmundar fróða og Ara
fróða, elstu Ólafs sögu helgá og
Ólafs sögu Tryggvasonar eftir
önnur eru ný og óþekkt. Lögin
eru í flutningi ýmissa bestu lista-
manna landsins. Ásamt Sigfúsi
vinnur Jón Þór Hannesson að
vali laga og upptökum.
Hönnuður útlits er Torfi Jóns-
son myndlistarmaður. Verkið
hefur hlotið nafn í samræmi við
innihald sitt, KVEÐJA MÍN TIL
REYKJ AVÍKUR.
Til að þetta viðamikla og dýra
verk gæti orðið að almennings-
eign, líkt og lög Sigfúsar og
myndir, var leitað til Reykjavík-
urborgar um að hún keypti
ákveðinn hluta upplagsins. Hafa
slík kaup nú verið ákveðin. Auk
þess mun Davíð Oddsson borgar-
stjóri skrifa að bókinni stuttan
formála.
I útgáfuráði sitja Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur, ritstjóri
verksins, Einar Hákonarson list-
málari, Jón Þór Hannesson
umsjónarmaður tónlistarefnis og
Guðmundur Sæntundsson frá
Bókaútgáfunni Reykholti hf.
Bókin kentur út í nóvember n.k.,
en hinn 7. september, á afmælis-
degi Sigfúsar, verður forútgáfa
bókar og plötu.
Odd munk Snorrason vera heim-
ildir Theodoricusar, sem sýni, að
hin norska konungasagnaritun á
12. öld hafi verið háð þeirri
íslensku. Þá eru könnuð tengsl
Historia de antiquitate regunt
Norwagiensium við hin tvö elstu
yfirlitsverkin, Historia Norvegiæ
og Ágrip af Noregskonunga
sögurn, og er niðurstaðan sú, að
öll þrjú yfirlitsverkin hafi m.a.
notað sameiginlegar íslenskar rit-
heimildir. Tilurð og þróun kon-
ungasagna fá þannig á sig fleiri
rnyndir en hingað til hefur verið
talið. Höfundur beitir bæði sögu-
legri og samtímalegri rannsókn-
araðferð og skoðar verkefni sitt í
samhengi við evrópska miðalda-
sagnaritun almennt, en það hafa
fæstir gert til þessa.
Die Anfánge der islándisch-
norwegischen Geschichtsschreib-
ung, Studia Islandica no. 47 er
260 bls. að stærð og er prent-
uð í Prenthúsinu.
Sögur frá Narníu nefnist ný þáttaröð um börnin fjögur sem komust í kynni
við furðuveröldina Narníu. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Sjónvarpsins nk.
laugardag.
Flugáhugameim!
Fundur um flugöryggismál verður haldinn að
Hótel KEA sunnudaginn 22. apríl og hefst hann
kl. 13.30.
Skúli Jón Sigurðarson kemur frá loftferðareftirliti.
Kaffiveitingar og fræðslumyndir.
Flugmálastjórn Islands
og Vélflugfélag Akureyrar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs:
Nýtt bindi í ritröðinni
Studia Islandica