Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 15. maí 1990
Mengun á bak og burt!
Krakkar úr Þelamerkurskóla fjölmenntu í göngugötuna á Akureyri sl.
föstudag með kröfuspjöld, hvar á voru letruð ýmis slagorð til varnar
náttúrunni. Þessi sérstæða uppákoma var lokahnykkur opinna daga
hjá krökkunum um mengunar- og umhverfismál. Mynd: kl
Slippstöðin:
Týrnáðiný-
smíðaskipinu út
Sjósetningu á nýsmíðaskipi
Slippstöðvarinnar lauk, ef svo
má að orði komast, skömmu
fyrir miðnætti á föstudag en
skipið sat fast í sjósetningar-
rennunni frá kl. 11 á föstudags-
morgun. Varðskipið Týr dró
skipið niður úr rennunni.
Sigurður Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar, segir að skipið
sé óskemmt enda hafi það ekki
strandað heldur hafi sleðinn sem
það var byggt á setið fastur á
teinunum sem hann á að renna á
fram í sjó. Sigurður segir að svo
virðist sem jarðvegur safnist
meira upp á þessum stað en áður
og ljóst sé að þarna verði að dæla
regluléga upp.
Sigurður segir að vinna við
nýsmíðaskipið verði mjög óveru-
leg á næstunni, nema því aðeins
að kaupandi fáist en hann er ekki
sjáanlegur enn þrátt fyrir athug-
un á markaðnum innanlands og
utan. JÓH
Kópasker:
Rækjuviimsla í
gangi hjá Geflu
Hjólin hafa snúist hjá
rækjuvinnslunni Gellu á
Kópaskeri undanfarna mán-
uöi. Atlanúpur, bátur Jök-
uls hf. á Raufarhöfn, hcfur
verið á rækjuveiðum frá því
um miðjan mars og hefur
vinnsla undantekningalítið
verið í gangi hjá Geflu
síðan.
Atlanúpur leggur rækjuna
upp hjá Geflu. Hann kom inn
ntánudaginn 7. maí með 16
tonn af rækju og fór strax út
aftur. Að sögn Haraldar Jóns-
sonar, útgerðarstjóra Jökuls,
hefur verið stöðug vinna hjá
Geflu síðan Atlanúpur fór á
rækju, nteð örfáum undan-
tekningum þó. Petta hefur
haft mjög jákvæð áhrif á
atvinnujífið á Kópaskeri. SS
Akureyri:
Ljósleiðarinn er gjörbylting
- segir Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður
Eins og sjónvarpsáhorfendur
ríkissjónvarpsins vita, hefur
opnast nýr möguleiki á send-
ingum sjónvarpsefnis frá
Akureyri til Reykjavíkur.
Gísli Sigurgeirsson, fréttamað-
ur ríkissjónvarpsins, segir, að
með tilkomu þess möguleika,að
geta notað ljósleiðara til send-
inga,breytist margt í starfi hans.
Að vísu hafa samningar við
Póst og síma ekki tekist enn, þ.e.
semja verður um gjaldtöku, en
væntanlega tekst það fljótlega.
Þá, þegar það er í höfn, er hægt
hægt að senda efni beint suður og
starfsemin ekki háð flugsam-
göngum.
Aðspurður um tækjakost og
Samversbílinn, sagði Gísli: „Við
erum nýbúin að fá upptöku- og
úrvinnslutæki, þannig að við get-
um unnið efni sjálf, en við mun-
um nota Samversbílinn til stærri
verkefna. Næsta stóra verkefnið
okkar hér á Akureyri verður
kosningafundur á fimmtudaginn
24. maí og útsendingin fer í loftið
kl. 14,00. ój
Félag aldraðra á Akureyri:
Skipan í trúnaðarstöður
Svæðisútvarp Norðurlands:
Bæjarmálin í brennidepli
Framboðsfundir vegna bæjar-
stjórnarkosninga í kaupstöð-
um á Norðurlandi verða á
dagskrá Svæðisútvarps Norður-
lands innan tíðar. Útvarpað
verður úr hljóðstofu Ríkisút-
varpsins á Akureyri dagana
21.-23. maí.
Mánudaginn 21. maí verða
Ólafsfjörður og Sauðárkrókur í
eldlínunni. Kristján Sigurjónsson
hefur umsjón með pólitíkinni í
Ólafsfirði kl. 20 en kl. 21 tekur
María Björk Ingvadóttir við og
ræðir við frambjóðendur á Sauð-
árkróki.
Priðjudaginn 21. maí er komið
að Siglufirði kl. 20 í umsjón Karls
E. Pálssonar og Dalvík kl. 21 í
umsjón Gests Einars Jónassonar.
Margrét Blöndal hefur síðan
umsjón með framboðsmálum á
Blönduósi miðvikudaginn 23.
maí kl. 20 og Þorkell Björnsson
leysir hana af hólmi með umfjöll-
un um Húsavík kl. 21. SS
Bridgefélag Akureyrar
Aðalfundur
Aðalfundur Bridgefélags Akureyrar verður hald-
inn þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 20.00 í Félags-
borg.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Verðlaunaafhending fyrir mót vetrarins.
Önnur mál.
Kaffiveitingar á staðnum.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
Fram að næsta aðalfundi Fé-
lags aldraðra á Akureyri gegna
eftirtaldir trúnaðarstörfum fyr-
ir félagið:
Aðalsteinn Óskarsson, for-
maður, Björg Finnbogadóttir,
varaformaður, Guðmundur Stef-
ánsson, gjaldkeri, Jóhann Sig-
urðsson, ritari, Lára Halldórs-
dóttir, spaldskrárritari. í vara-
stjórn sitja Vilborg Pál.nadóttir,
Björgvin Jónsson, Konráð Ás-
grímsson, Gestur Ólafsson og
Ólöf Jónasdóttir. Sæti í fram-
kvæmdanefnd íbúðabygginga fyr-
ir aldraða á Erlingur Davíðsson,
til vara Aðalsteinn Óskarsson.
Skemmtinefnd skipa Sigríður
Schiöth, Þóra Steindórsdóttir og
Gestur Ólafsson, í kaffinefnd eru
Hlín Stefánsdóttir, Jenny Jóns-
dóttir og Konráð Ásgrímsson, í
ferðanefnd Álfheiður Jónsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir, María
Sveinlaugsdóttir og Björg Finn-
bogadóttir, í spilanefnd Friðrika
Tryggvadóttir, Kristinn Jónssón,
Guðbjörg Björnsdóttir og Rósa
Vilhjálmsdóttir og í húsnefnd
Jóhann Sigurðsson og Jón Ólafur
Sigurðsson.
(Úr fréttatilkynningu frá
Félagi aldraöra á Akureyri.)
Akureyri:
Vanskil svipuð í bönkum
eru í sama farvegi, nú sem fyrr.
Ekki varanleg, heldur dragast
greiðslur.
Er leitað var álits Dísu Péturs-
dóttur, sparisjóðsstjóra hjá
Sparisjóði ólæsibæjarhrepps, var
svipað ástatt hjá fólki.
„Ég vil ekki segja að viðskipta-
menn sparisjóðsins séu vanskila-
fólk, heldur dragast greiðslur, en
bregðast vart,“ sagði Dísa Pét-
ursdóttir. ój
Mikiö er rætt og ritað um bata
í efnahagsmálum þjóðarinnar
og því vaknar sú spurning,
hvort fólk á í erfiðleikum með
að standa við skuldbindingar
sínar gagnvart bönkum og
sparisjóðum?
Að sögn Magnúsar Björnsson-
ar, skrifstofustjóra hjá útibúi
Landsbanka íslands á Akureyri,
er þungt fyrir hjá fólki. Vanskil
Sjálíboðaliðar hjá íþróttafélaginu Þór:
Hafa skilað þúsundum viimustunda
Iþróttafélagið Þór á Akureyri
er að byggja mikla félagsmið-
stöð í Glerárhverfi, sem hlotið
hefur nafnið Hamar. Mikið
starf sjálfboðaliða er unnið við
bygginguna þessa dagana.
Gísli Kr. Lorenzson sagði, er
hann var spurður um fram-
kvæmdirnar: „Mikill hópur Þórs-
félaga vinnur nú hörðum hönd-
um við múrverk, raflagnir og
annað er til fellur. Öll vinnan er
unnin af sjálfboðaliðum, en við
ætlum að fullgera búningsað-
stöðu á annari hæð húsins og eins
er unnið á fyrstu hæðinni. Verk-
inu á að ljúka fyrir 6. júní, en þá
verður félagið 75 ára. Já, Þórsar-
ar vinna mikið við húsbygging-
una og hafa skilað þúsundum
vinnustunda í sjálfboðavinnu. ój
fréttir
Akureyri:
■ Bygginganefnd hefur tekið
jákvætt í erindi Sveins R.
Brynjólfssónar, f.h. Spari-
sjóðs Glæsibæjarhrepps og
Glæsibæjarhrepps, um að
breyta innréttingum á 1. og 2.
hæð Brekkugötu 9.
■ Skipulagsnefnd hefur hafn-
að erindi Arnar Jóhannssonar
og Vilhelms Jónssonar um að
setja niður sex orlofshús í
Hlíðarfjalli, vestan véla-
géymslu Skíðastaða. í bókun
skipulagsnefndar segir að
erindinu sé hafnaö þar sem
ekki sé til skipulag af svæðinu.
Jafnframt beinir nefndin því
til íþróttaráðs að heildarskipu-
lag verði gert af útivistarsvæð-
inu í Hlíðarfjalli.
■ Hal'narstjórn hefur sam-
þykkt að veita Kaupfélagi Ey-
firðinga stöðulcyfi til bráða-
birgða til byggingar skril'stofu-
húsnæöis úr timbri á Togara-
bryggju. Hafnarstjóra var fal-
ið að ákveöa staðsetningu
hússins í samráöi viö bygging-
arfulltrúa.
■ Stjórn vcitustol'nana hafn-
aði erindi Iðnaðardeildar
Sambandsins um lækkun á
gjaldi fyrir heitt vatn.
■ Sigurður Svanbergsson,
vatnsveitustjóri, hefur sagt
starfi sínu lausu frá 31. júlí
1990.
■ Samþykkt hefur verið
gjaldskrá fyrir árskort í sund-
laugar bæjarins. Gjaldskráin
er eftirfarandi: Kort keypt í
janúar kr. 14 þúsund, kort
keypt í febrúar kr 12.900, kort
keypt í mars 11.850, kort
keypt í april 10.75Í0, kort
keypt í maí kr. 9.700 og kort
keypt í júní kr. 8.650.
Árskortin og aðgöngumiðar
gilda á báða sundstaði bæjar-
ins án tillits til þess hvar þeir
eru keyptir.
■ Samþykkt hefur verið að
verð fyrir skólana í sundlaugar
bæjarins verði kr. 2.530 fyrir
hverja klukkustund.
■ Atvinnumálanefnd hefur
samþykkt að styrkja markaðs-
setningu málmiðnaðarfyrir-
tækja á Akureyri, sérstaklega
á suðvesturlandi, um kr.
500.000.
■ Heilbrigðisnefnd hefur
ályktað um fyrirtækið Saga-
plast hf, sem hakkar niður
plast til útflutnings til Spánar.
í ályktuninni scgir að heil-
brigðisnefnd fagni þessari nýju
starfsemi og telji hana marka
framfaraspor í umhverfismál-
um, þar sem ekki sé lengur
nauðsyn að urða eða brenna
meginhluta þess plasts sem til
falli. Sjðan segir: „Heilbrigðis-
nefndin telur að nú sé hægt að
taka fyrstu skrefin í flokkun
sorps og skorar á bæjarstjórn
Akureyrar að skapa aðstæður
til að svo geti orðið. Nefndin
lcggur til að girt verði af hólf
við sorphaugana, þar sem
möguleiki sé til að safna sam-
an endurvinnanlegu plasti, án
þess að það fjúki, og að setja
upp sérstakan söfnunargám
fyrir plastumbúðir.