Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 15. maí 1990
Meistarakeppnin:
KA-Fram í kvöld
Hinn áriegi leikur íslands-
meistara og bikarmeistara
fyrra árs í knattspyrnu fer fram
á gervigrasveilinum í Laugar-
dal í kvöld kl. 20. Það eru ís-
landsmeistarar KA og bikar-
meistarar Fram sem leiða sam-
an hesta sína að þessu sinni.
Framarar hafa sigrað oftast
allra liða í keppninni, eða 6 sinn-
um alls. KA tekur nú þátt í henni
í fyrsta sinni en fBA tók þátt
1970.
í Meistarakeppninni er keppt
um óvenjulega stóran og glæsi-
legan bikar, Sigurðarbikarinn.
Hann er nefndur eftir þekktum
forystumanni í KR á árum áður,
Sigurði Halldórssyni, og gefinn
til minningar um hann. Að auki
hljóta leikmenn verðlaunapen-
inga frá KSÍ.
Óli P. Ólsen dæmir leikinn í
kvöld en Egill Már Markússon og
Ari Þórðarson verða línuverðir
hans.
Hvað gera Kjartan Einarsson og félagar í KA gegn bikarmeisturum Fram?
Mynd: KL
Knattspyrna:
Sigurbjörn Viðarsson hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður
Luca Kostics, þjálfara Þórs í
knattspyrnu. Sigurbjörn hafði
áður tekið að sér að þjálfa 3.
flokk félagsins en hefur nú
hætt við það.
Sigurbjörn þekkir vel til í her-
búðum Þórs því hann lék með
liðinu um árabil. Hann mun
aðstoða Kostic við þjálfun liðsins
auk þess sem hann stýrir því í
leikjum.
Þess má geta að Gunnar Gunn-
arsson, sem var aðstoðarmaður
Kostics á undan Sigurbirni, mun
sjá um að þjálfa 2. flokk félagsins
í sumar.
Sigurbjöm aðstoðar
Luca Kostic
Knattspyrnudeild KA:
Styttist í æfíngar
yngstu iðkendanna
- leikja- og íþróttanámskeiðin
heijast 5. júní
Senn fer grunnskólunum að ljúka
á þessu vori og því er hægt að
fara að hefja æfingar hjá yngstu
iðkendunum. Innritun hjá Knatt-
spyrnudeild KA verður í KA-
heimilinu laugardaginn 26. maí
frá kl. 10-14 og æskilegt er að
komið verði til innritunarinnar,
en þó er hægt að tilkynna þátt-
töku í síma 23482 á sama tíma.
Þá mun knattspyrnudeildin efna
til leikja- og íþróttanámskeiða í
samvinnu við Æskulýðsráð
Akureyrar og fer innritun á nám-
skeiðin fram í KA-heimilinu í
síma 23482, daglega frá kl. 13-21.
Námskeiðin verða í 2 vikur hvert
og fyrsta námskeiðið hefst 5.
júní, annað námskeiðið 18. júní,
þriðja námskeiðið 2. júlí og svo
verður námskeið um miðjan
ágúst ef næg þátttaka verður.
Knattspyrnuæfingar hefjast
svo af fullum krafti mánudaginn
28. maí.
íþróttir
Fyrsta golfmót sumarsins á Akureyri fór fram um helgina. Mótið var háð á „varavelli“ GA á Melgerðismelum.
Greint verður frá úrslitum þess í blaðinu á morgun. Mynd: r.j.
Enska knattspyrnan:
Engin verðlaun á Wembley
- sex marka spennuleikur Man. Utd. og C. Palace
Um helgina fór fram á Wemb-
ley úrslitaleikurinn í FA-bik-
arnum milli Crystal Palace og
Manchester Utd. Við fengum
að sjá leikinn í beinni útsend-
ingu í sjónvarpinu og hvílíkur
munur eða úrslitaleikurinn í
Evrópukeppninni sem fram fór
fyrr í vikunni. Fyrir áhorfend-
ur sem vilja spennu og hraða
er Enska knattspyrnan tilvalin,
en að horfa á Evrópuleikinn
var álíka spennandi og að sitja
fyrir framan nýmálaðan vegg
og horfa á hann þorna.
80.000 áhorfendur á Wembley
sátu spenntir yfir tveggja tíma
baráttuleik þar sem allt var gefið
og í lokin var báðum liðum vel
fagnað. Það voru sveiflur í leikn-
um, Utd. virtist hafa sigur í sjón-
máli eftir 70 mín. með 2:1
forskot, en um miðja framleng-
ingu virtist sem Palace ætlaði að
vinna bikarinn 3:2 yfir. Það var
þó Mark Hughes sem tókst að
jafna fyrir Utd. með sínu öðru
marki í leiknum og liðin verða
því að mætast aftur á fimmtudag.
Leikmenn Palace voru nálægt
sigri eftir að varamaðurinn Ian
Wright hafði snúið leiknum þeim
í hag er hann kom inná eftir 70
mín. leik. Þetta var fyrsti leikur
hans eftir fótbrot sem hann varð
fyrir í vetur.
Hann hafði verið inná í 3 mín.
er hann jafnaði fyrir Palace 2:2
með glæsilegu marki eftir að hafa
leikið Gary Pallister sundur og
saman. Að venjulegum leiktíma
liðnum var staðan enn 2:2 og því
varð að framlengja leikinn.
Strax á 2. mín. í framlengingunni
skoraði Wright sitt annað mark
fyrir Palace er hann eldsnöggur
afgreiddi sendingu John Salako í
netið. En síðan kom jöfnunar-
mark Hughes fyrir Utd. og 3:3
urðu lokatölur leiksins. En þá er
komið að byrjuninni, Palace
komst í 1:0 á 18. mín. er Gary
O’Reilly skallaði aukaspyrnu
Phil Barber yfir Jim Leighton
markvörð Utd. sem reyndi von-
laust úthlaup. Bryan Robson
fyrirliði Utd. jafnaði á 35. mín.
með skalla eftir sendingu Brian
McClair, en hann var óvaldaður
við fjærstöngina. Á 61. mín. náði
Utd. síðan forystu 2:1, vörn Pal-
ace reyndi að hreinsa frá marki,
boltanum var spyrnt í Neil Webb
og af honum barst knötturinn til
Hughes sem þrumaði honum í
netið.
endaði með jafntefli
Yaramaðurinn Ian Wright átti stór-
leik fyrir C. Palace og skoraði tvö
mörk.
Man. Utd. átti meira í leiknum
og aðeins mjög góð markvarsla
Nigel Martyn hjá Palace kom í
veg fyrir sigur liðsins. Það virtist
þó sem taugaspenna færi verr
með leikmenn Utd. og Bryan
Robson var með manndrápssvip
lengi framan af leiknum. Palace
strákarnir virtust hins vegar
afslappaðir og nutu þess greini-
lega að leika í þessum stórleik.
Sömu sögu má segja um fram-
kvæmdastjórana, Steve Coppell
hjá Palace fyrrum leikmaður
Utd. sat og þambaði sitt gos eins
og hann væri í bíói, en Alex
Ferguson var oftast á svipinn eins
og verið væri að leiða hann fyrir
aftökusveit.
Leikurinn var frábær skemmt-
un og vonandi verður annar slík-
ur á dagskránni næsta fimmtu-
dag.
• I vikunni fór fram síðasti
leikurinn í 2. deild, eftirleguleik-
ur þar sem Bradford og Oldham
gerðu 1:1 jafntefli í leik sem ekki
skipti neinu máli.
Leika Newcastle og
Swindon til úrslita um
1. deildar sætið?
Úrslitakeppnin hófst á sunnudag
með fyrri leikjum liðanna í und-
anúrslitum og liðin leika aftur nú
í vikunni. Síðan fara úrslita-
leikirnir sjálfir fram á Wembley
og sigurvegarar þeirra leikja fær-
ast upp um deildir.
Newcastle og Swindon eiga nú
góða möguleika á að leika til úr-
slita um lausa sætið í 1. deild eftir
leikina á sunnudag. Swindon
Bryan Robson fyrirliði Man. Utd.
verður að bíða eftir F.A. bikarnum
til fimmtudags a.m.k.
vann góðan sigur á útivelli gegn
Blackburn 2:1, en nágrannarnir
Sunderland og Newcastle gerðu
markalaust. jafntefli í miklum
spennuleik.
Sunderland var mjög óheppið
að sigra ekki í leiknum því á síð-
ustu sekúndum hans fékk Sund-
erland vítaspyrnu.
Paul Hardyman tók spyrnuna,
en John Burridge í marki New-
castle varði spyrnuna. Hardyman
fylgdi skotinu fast eftir, sparkaði
í Burridge og var rekinn útaf.
Marko Gabbiadini misnotaði
þrjú dauðafæri fyrir Sunderland í
leiknum og sjö leikmenn voru
bókaðir í hörðum leik.
Vörn Newcastle var hörð í
horn að taka með John Anderson
sem besta mann og liðið ætti að
afgreiða Sunderland leiknum. í síðari Þ.L.A.
Úrslit í vikunni
2. deild
Brudford-Oldhatn 1:1
FA-bikarinn
Crystal Palace-Manchester Utd. 3:3
Úrslitakeppnin
2. deild
Sunderland-Newcastle 0:0
Blackburn-Swindon 1:2
3. deild
Bolton-Notts County 1:1
Bury-Tranmere 0:0
4. deild
Chcsterfield-Stockport 4:0
Cambridge-Maidstone 1:1