Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. maí 1990 - DAGUR - 15
1
4
fi
i
v
a
i
i
r-
Tilleigu
Tvö skrifstofuherbergi til leigu í Gránufélagsgötu 4
(J.M.J. húsinu).
Geta verið samliggjandi eða sitt í hvoru lagi.
Uppl. gefur Jón M. Jónsson í síma 27630.
Kjörfundur
vegna sveitarstjórnarkosninga í Árskógshreppi
laugardaginn 26. maí 1990 hefst í Árskógi kl. 12.00
á hádegi.
Kjörstjórn.
frú Guðjohnsen á Húsavík. Hún
var fljót að tileinka sér verklag og
vinnubrögð og sérlega vel verki
farin alla tíð.
Hún giftist Gunnlaugi Jónssyni
á Sigurðarstöðum. Hann var
fæddur 19. apríl 1900. Þau hófu
búskap á nýbýli í landi Sigurð-
arstaða 1935 og nefndu heimili
sitt Sunnuhvol.
Gunnlaugur var smiður og
kom það sér vel þar sem nýbýlið
þurfti þess með að allt væri byggt
frá grunni. Að því var farið með
gát og hagsýni. íbúð þeirra var
fyrstu árin byggð yfir penings-
húsin.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vin sinn látna,
er sefur hér sinn síðasta blund.
V. Briem.
Laugardagurinn 5. maí sl. rann
upp bjartur og fagur. Þennan dag
var jarðsungin frá Hólakirkju,
Saurbæjarhreppi, Helga Her-
mannsdóttir frá Steinhólum.
Helga háði stríð við sjúkdóm
sem að lokum fór með sigur af
hólmi. Er ég mjög þakklát fyrir
að hafa fengið að taka þátt í að
létta henni aðeins stundirnar með
bókalestri.
Eftirlifandi maður Helgu er
Kristján ÓSkarsson og áttu þau 5
börn. Elstur þeirra er Valberg,
kona hans er Steinunn og eiga
þau 4 börn, næstur er Óskar og er
kona hans Marfa og eiga þau 4
syni, þriðji í röðinni er Hermann,
hans kona er Halldóra og eiga
þau 3 drengi. Næst yngstur er
Njáll, hans kona er Halla og eiga
þau 2 börn, síðast í röðinni og
jafnframt eina dóttirin er Krist-
jana, maður hennar er Jón og
eiga þau eina dóttur.
Kynni mín af Helgu og hennar
fjölskyldu hófust er ég gekk í
barnaskólann með Kristjönu,
eða Diddu, eins og hún er alltaf
kölluð. Okkur varð fljótt vel til
vina og var það ekki ósjaldan
sem maður fór í Steinhóla.
Dvaldi ég þar lengri og skemmri
tíma í einu og var alltaf velkom-
in.
Sumarið 1975 opnuðu þau
hjónin Steinhólaskála. Þótti
þetta full mikil bjartsýni en þau
sönnuðu annað og nýtur skálinn
vinsælda jafnt sumar sem vetur.
Þeir eru ófáir sem þáðu kaffisopa
hjá henni Helgu og var hún alla-
jafna glaðleg, gefandi og spjall-
aði við alla. Reyndist hún sveit-
ungum sínum vel.
Eftir að ég flutti til Akureyrar
haustið 1978 nýtti ég hvert tæki-
færi sem gafst til að fara fram í
Steinhóla og á tímabili var þetta
mitt annað heimili í öllum fríum
og á sumrin. Helga reyndist mér
mjög vel og þau hjónin bæði. Ég
á margar af mínum dýrmætustu
minningum frá Steinhólum og
mikill er missirinn að Helgu.
í byrjun árs 1939 kom ég fyrst í
Bárðardal. Ég átti þá að heim-
sækja ungmennafélög sýslunnar
og kom að áliðnum sunnudegi
með góðu föruneyti úr Mývatns-
sveit að Sandvík til að verajsar á
fundi um kvöldið. Þá sá ég Ardísi
fyrst.
Hún hafði verið samtímis syst-
kinum mínum í Laugaskóla. Oft
hef ég notið þess að hitta fyrir
fólk sem þekkti einhverja ná-
komna mér og svo var að þessu
sinni. Árdís bauð mér heim til
gistingar að fundi loknum og ég
tók„því með þökkum. Seirína um
kvöldið fékk ég annað heimboð
en þá voru örlög mín ráðin.
Menn undu lengi nætur við
dans og umræður í Sandvík svo
að liðið var að morgni þegar við
komum að Sunnuhvoli. Auk mín
tók Árdís heim til sín til gistingar
vinkonu sína, Rebekku á Sand-
haugum.
Mánudaginn sem fór í hönd
var ég frjáls en átti að mæta á
fundi í Reykjahverfi þriðjudags-
kvöldið. Ég hélt því kyrru fyrir á
Sunnuhvoli mánudaginn. Virtist
mér allt á býli þeirra Gunnlaugs
og Árdísar með myndarbrag og
féll hið besta að tala við fólkið.
Þarna var fólk sem hugsaði og
vann samkvæmt þeirri lífsskoðun
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég kveðja Helgu Hermanns-
Með þessum örfáu orðum kveðj-
um við mjög góðan vin okkar
Tryggva Kristjánsson, sem við
höfum þekkt frá barnæsku. Það
þyrfti meira en nokkur orð ef við
ætluðum að lýsa Tryggva eins og
hann er í hugum okkar. Efst er
þar brosið hans, sem við munum
aldrei gleyma, hann átti alltaf til
bros handa öllum. Tryggvi kom
nokkrunt sinnum við hjá okkur á
Akureyri á ferðum sínum milli
Þórshafnar og Reykjavíkur, þar
sem hann leitaði lækninga.
Þá gátum við setið tímunum
saman og rifjað upp skemmtileg
atvik frá fyrri samverustundum,
en Tryggvi var ótrúlega minnug-
ur og laginn við að sjá spaugilegu
hliðarnar á öllu.
Þegar við kveðjum elsku
Tryggva, þökkum fyrir ómetan-
legar samsverustundir í gegnum
tíðina og biðjum guð að vera
sem trúað var á. Þarna var heim-
ili sem sómdi sér vel í framsókn
frjálsrar þjóðar. Því var það and-
leg fullnæging að dvelja þar.
Þegar við Rebekka giftumst
hálfu þriðja ári síðar þótti mér
vel eiga við að Árdís var svara-
maður minn. Hún hafði verið ör-
lagavaldur á minni ferð.
Þrjú eru börn þeirra Árdísar
og Gunnlaugs: Sigrún kennari,
Jón bóndi á Sunnuhvoli og Her-
dts bankamaður.
Þegar börn Árdísar voru í
framhaldsnámi á Akureyri fylgdi
hún þeim þangað, fékk sér þar
íbúð og atvinnu og hélt þeim
heimili. Seinna þegar Gunnlaug
þraut heilsu og þurfti að vera
undir læknishendi og á sjúkrahúsi
fylgdi hún honutn þangað en
hann andaðist 1. febrúar 1986
eftir langvinn veikindi.
Atvikin höguðu því svo að við
hjónin dvöldum nokkrum sinn-
um dögum saman á Akureyri
vegna mannfunda og annars hin
síðustu ár. Árdís tók okkur þá af
sömu gestrisni og vinsemd og
áður. Enn var gott við hana að
ræða um liðna tíð og um ljóma
hins daglega lífs. Hún var sjálfri
sér lík og lífsstefnu sinni trú og
vinur vina sinna.
Gott er hana að muna.
H. Kr.
dóttur, húsfreyju og verslunar-
eiganda, frá Steinhólum.
Kæru Kristján, Didda, syst-
kini, barnabörn og tengdabörn.
Ég votta ykkur mína innilegustu
samúð og megi Guð gefa ykkur
styrk og blessun.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
V. Briem.
Sigríður Rósa Sigurðardóttir.
með honurn, viljum við votta
fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúð.
Vilborg og Abba.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Baldurshagi, neðri-hæð, Dalvík,
þingl. eigandi Kristbjörn Steinars-
son o.fl., föstud. 18. maí, '90, kl.
15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hróbjartur Jónatansson hdl. og
Sigurmar Albertsson hdl.
Fjölnisgata 4 b, e-hl., Akureyri,
þingl. eigandi Gunnar Guðbrands-
son, o.fl., föstud. 18. maí, '90, kl.
15.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Glerárgata 34, jarðhæð, Akureyri,
þingl. eigandi Haraldur Gunnars-
son, föstud. 18. maí, ’90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Landsbanki íslands.
Grundargerði 7 e, Akureyri, þingl.
eigandi Örn Þórsson, föstud. 18.
maí, '90, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Steingrímur Eiríksson hdl.
Hafnarbraut 5, o.fl., Dalvík, þingl.
eigandi Víkurbakarí, föstud. 18.
maí,.’90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Iðnlánasjóður.
Hafnarstræti 33, n.-hl., Akureyri,
þingl. eigandi Halldór Halldórsson,
föstud. 18. mai, '90, kl. 14.30.
Uppboðsbeiöendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Bæjarsjóður Akureyrar, Ólafur
Birgir Árnason hdl. og íslandsbanki.
Hafnarstræti 86 b, Akureyri, þingl.
eigandi Kristján Vagnsson, föstud.
18. maí, '90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður rikissjóðs.
Langholt 21, Akureyri, þingl. eigandi
Margrét Jónsdóttir, föstud. 18. maí,
'90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Óskar Magnússon hdl.
Norðurgata 1, Akureyri, þingl. eig-
andi Ingvi Guðmundsson o.fl.,
föstud. 18. maí, ’90, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Baldur Guðlaugsson hrl., Guð-
mundur Markússon hrl. og Veðdeild
Landsbanka Islands.
Óseyri 16, o.fl., Akureyri, þingl. eig-
andi Vörh.f., föstud. 18. maí, ’90, kl.
16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
íslandsbanki, innheimtumaður
ríkissjóðs og Iðnlánasjóöur.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Hjallalundur 17 a, Akureyri, þingl.
eigandi Björk Dúadóttir, föstud. 18.
maí, ’90, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Jónas Aðalsteinsson hrl., Veðdeild
Landsbanka íslands og Bæjarsjóð-
ur Akureyrar.
Kaupvangsstræti 21, n.-hl., Akur-
eyri, þingl. eigandi Rafsegull h.f.,
föstud. 18. maí, '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Bæjarsjóöur Akureyrar.
Langahlíð 3 d, Akureyri, þingl. eig-
andi Gunnar Steinþórsson, föstud.
18. maí, ’90, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Lækjargata 11 a, Akureyri, þingl.
eigandi Birgir Ottesen, föstud. 18.,
maí, '90, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Tryggingastofnun ríkisins.
Rimasíða 19, Akureyri, þingl. eig-
andi Tryggvi Pálsson, föstud. 18.
maí, '90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands og
Gunnar Sólnes hrl.
Smárahiíð 18 f, Akureyri, þingl. eig-
andi Hildur Gunnarsdóttir, föstud.
18. mai, '90, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ævar Guðmundsson hdl. og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Tryggvabraut 22, jarðhæð, hluti,
þingl. eigandi Einarsbakarí, föstud.
18. maí, ’90, kl. 14.00.
Uppbosðbeiðandi er:
Iðnlánasjóður.
Þverá II, Öngulsstaðahreppi, þingl.
eigandi Ari B. Hilmarsson, föstud.
18. maí, ’90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Stofnlánadeild
landbúnaðarins og Landsbanki
íslands.
Ægisgata 23, Akureyri, þingl. eig-
andi Sigurður Pálmason, föstud. 18.
maí, ’90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendu eru:
Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður
Akureyrar og Kristinn Hallgrímsson
hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Biluðum bílum
á að koma út fyrir
vegarbrún!
(UMFERÐAR
RÁÐ
Minning:
4= Helga Hermaimsdóttir
Fædd 5. júní 1927 - Dáin 24. apríl 1990
tMinning
Tryggvi
Kristjánsson
Fæddur 31. júlí 1971 - Dáinn 10. apríl 1990