Dagur - 15.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 15. maí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
‘ VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Orð og efndir
og auknar skuldir
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks í Bæjarstjórn Akureyrar á yfirstandandi kjör-
tímabili hefur í veigamestu atriðum skilað minni
árangri en við var búist. Þessir flokkar nutu mikils
fylgis á Akureyri í síðustu bæjarstjórnarkosningum
og fengu samtals sjö fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn.
Þegar síðan tókst með þeim samstarf, bjuggust
margir við að það yrði styrkur og metnaðarfullur
bæjarstjórnarmeirihluti sem halda myndi um
stjórnartaumana á kjörtímabilinu. Sem fyrr segir
hefur sú von því miður brugðist að mestu leyti.
Hin stóru og fögru kosningaloforð þessara
tveggja flokka um að stórefla atvinnulífið á Akur-
eyri reyndust orðin tóm og sannast sagna hefur
atvinnuástand í bænum aldrei verið jafndapurt og
nú. í apríl 1986 voru 92 á atvinnuleysisskrá á Akur-
eyri og þótti þá ýmsum ástandið svart. Nú, fjórum
árum síðar, eru 285 manns skráðir atvinnulausir í
bænum og því miður bendir fátt til að úr rætist í
atvinnumálum þessa fólks á næstunni.
Þessi sami bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks hefur einnig sætt gagnrýni
fyrir slælega stjórn á fjármálum bæjarins. Það er
staðreynd að skuldir bæjarsjóðs hafa aukist veru-
lega á kjörtímabilinu: Árið 1986 voru skuldir
46,46% af tekjum bæjarsjóðs, árið eftir hækkaði
þetta hlutfall í 56,43%; árið 1988 lækkaði það lítil-
lega að nýju en þá voru skuldirnar 51,52% af tekjum
bæjarsjóðs. Á síðasta ári hækkuðu skuldirnar svo
mjög verulega og urðu hvorki meira né minna en
71,64% af tekjum bæjarsjóðs Akureyrar það árið.
Svo mikil skuldaaukning hlýtur að vera flestum
bæjarbúum áhyggjuefni. Það er einnig umhugsun-
arvert hve hátt hlutfall tekna bæjarsjóðs fer í bein-
an rekstur. Árið 1986 fóru 84,02% teknanna í bein-
an rekstur, árið 1987 og 1988 hækkaði þetta hlutfall
í tæp 90% og í fyrra hækkaði það enn, þá í 91,22%.
Með öðrum orðum fóru 91,22 krónur af hverjum
100, sem bæjarsjóður hafði í tekjur á síðasta ári, í
það að standa straum af rekstri bæjarins. Þá voru
einungis 8,78 krónur eftir til annarra hluta, svo sem
til nýframkvæmda.
Þegar skuldir allra stofnana bæjarins um síðustu
áramót eru lagðar saman, kemur í ljós að þær nema
4.921 milljón króna og eru þá væntanlega komnar
yfir fimm milljarða markið núna. Þar vega skuldir
Hitaveitu Akureyrar auðvitað langþyngst. Þetta
jafngildir því að hver bæjarbúi skuldi 349 þúsund
krónur og hver fjögurra manna fjölskylda á Akur-
eyri því sem næst 1,4 milljónir króna. Slík skulda-
staða getur vart talist til marks um styrka fjármála-
stjórn núverandi bæjarstjórnarmeirihluta.
í bæjarstjórnarkosningunum þann 26. maí nk.
hljóta Akureyringar að fella sinn dóm um hvernig til
hefur tekist við stjórn bæjarins síðustu fjögur árin.
Þau atriði sem nefnd voru hér að ofan, auk fjöl-
margra annarra, ættu kjósendur á Akureyri að hug-
leiða í góðu tómi áður en þeir ganga að kjörborðinu
annan laugardag. BB.
Vélsleðaklúbbur Ólafsflarðar:
Vel heppnuð vélsleðakeppni
- í blíðskaparveðri sl. laugardag
Vélsleðakeppni á vegum Vél-
sleðakiúbbs Ólafsfjarðar var
haldin í blíðskaparveðri sl.
laugardag í Ólafsfirði. Keppn-
inni hafði verið frestað um
tvær vikur vegna ófærðar og
snjófióða á Múlavegi. Keppt
var í brautarkeppni, 3,4 km,
tvímenningskeppni í braut, 3,4
km og spyrnukeppni, 1/8 míla,
og komu keppendur víðsvegar
að af landinu.
Úrslit á mótinu urðu sem hér
segir:
Brautarkeppni 4-5 flokkur:
1. Arnar Valsteinsson P.Indy 400
2. Jóhann Eysteinsson P.Indy 400
3. Jóhannes Reykjalín A.C.Prowler
Brautarkeppni 6. flokkur:
1. Jón Ingi Sveinsson P.Indy 500
2. Viðar Sigþórsson P.Indy 500
3. Gunnar Hákonarson P.Indy 500
Brautarkeppni 7. flokkur:
1. Njáll Sigurðsson A.C.Wildcat
2. Gottlieb Konráðsson Ski-Doo Mach 1
3. Halldur Bragason P.Indy 600
Tvímenningskeppni í braut:
1. Gunnar Hákonarson og
Marinó Sveinsson P.Indy 500
2. Jón Ingi Sveinsson og
Viðar Sigþórsson P.Indy 500
3. Njáll Sigurðsson og
Magnús Þorgeirsson A.C.Wildcat
Spyrnukeppni flokkur AA:
1. Njáll Sigurðsson A.C.Wildcat
2. Viðar Sigþórsson Ski-Doo Mach 1
3. Arnar Valsteinsson A.C.Wildcat
Spyrnukeppni flokkur A:
1. Magnús Þorgeirsson
Kawasaki Interceptor
2. Halldór Bragason P.Indy 600
Spyrnukeppni flokkur B:
1. Jón Ingi Sveinsson P.Indy 500
2. Gunnar Hákonarson P. Indy 500
3. Hreiðar Hreiðarson P.Indy 500
Spyrnukeppni flokkur C:
1. Jóhann Eysteinsson P.Indy 400
2. Jóhannes Reykjalín A.C.Prowler
3. Sigurður P. Jónsson A.C.Prowler
Landssamtök sláturleyfishafa:
Spamaður og hagræðing
hefur skilað bættum rekstri
Afkoma Landssamtaka slátur-
leyfishafa á sl. ári varð nokkru
betri en árin 1987 og 1988.
Þetta kom fram á aðalfundi
samtakanna sem haldinn var
sl. fimmtudag.
Fram kom í máli Hreiðars
Karlssonar, formanns stjórnar
Landssamtakanna, að þrátt fyrir
bætta afkomu séu enn nokkrir
þættir sem íþyngi í rekstri þeirra.
Nefndi hann í því sambandi van-
skil eða gjaldþrot viðskiptaaðila
svo og að sauðfé fækkaði alltaf ár
frá ári.
Betri afkomu þakkaði Hreiðar
fyrst og fremst aukinni hagræð-
ingu og sparnaði innan greinar-
innar. Hann sagði að lægri fjár-
Leiðrétting
í grein Jóns Hjaltasonar, Á að
bjarga Búðargili og Grófargili?,
sl.föstudag var á einum stað talað
um Menntaskólaveginn. Þetta
nafn er ekki allskostar rétt.
Umræddur vegur heitir Mennta-
vegur. Til gamans má geta þess
að þegar gengið er niður hann er
oft talað um Glötunarstíg.
magnskostnaður og raunhæfara
mat á slátur- og heildsölukostn-
aði hefði bætt stöðu sláturleyfis-
hafa. Þá sagði hann að aukið og
bætt samstarf við samtök bænda
annars vegar og yfirvöld hins veg-
ar hefði haft verulega þýðingu.
Á fundinum var rætt um nauð-
syn hagræðingar í rekstri. Fram
kom hugmynd um sameiginlegt
átak til að lækka sölu- og dreif-
ingarjcostnað. Enn fremur var
rætt um sameiningu eða fækkun
sláturhúsa með það fyrir augum
að lækka fastakostnað og auka
framleiðni. Þá var rætt um leiðir
til að draga úr öðrum kostnaðar-
liðum eins og skýrsluhaldi. Sam-
þykkt var tillaga þess efnis að
sláturleyfishafar sameinuðust um
hugbúnaðarkerfi og hefðu frum-
kvæði að því að tölvuvæða
skýrsluhald í samvinnu við Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins.
í stjórn Landssamtaka slátur-
leyfishafa sitja Hreiðar Karlsson
KÞ Húsavík, formaður, Steinþór
Skúlason, varaformaður, Kristó-
fer Kristjánsson SAH, ritari, Pét-
ur Hjaltason Höfn/Þríhyrningi,
gjaldkeri. Meðstjórnendur eru
Sigurður Jónsson SS, Hermann
Hansson KASK og Árni S. Jó-
hannsson Búvörudeild Sam-
bandsins. óþh
Dýravinir í Eyjafirði:
Safna fyrir
dýraspítala
Eins og fram hefur komið hafa
dýravinir í Eyjafirði hafið fjár-
söfnun til byggingar dýraspít-
ala á Akureyri.
í þessu skyni hefur verið stofn-
uð höfuðbók í Búnaðarbanka ís-
lands á Akureyri og er unnt að
láta þar fé af hendi rakna. Reikn-
ingsnúmerið er 0303-26-2119.
Búnaðarbankinn hefur gefið gíró-
seðla til söfnunarinnar og liggja
þeir frammi í bankanum. Þá
munu gíróseðlar einnig liggja
frammi í pósthúsum, bönkum og
sparisjóðum á svæðinu.
Ábyrgðarmenn söfnunarinnar
eru Þorsteinn Jónasson, Rósa
Júlíusdóttir og Fanney Gunnars-
dóttir á Akureyri og Margrét
Magnúsdóttir á Dalvík.
Krakkarnir á skóladagheimilinu Brekkukoti voru með útimarkað í miðbæ Akureyrar sl. föstudag og gekk hann vel.
Á boðstólum voru m.a. blóm í skrautlegum pottum og fengu viðskiptavinir sælgæti í kaupbæti. Mynd: kl