Dagur - 19.05.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990
Kartaflan eða jarðeplið eins og það var kallað cr ein vinsælasta
jurt sem ræktuð er hérlendis og ekki að ástæðulausu því að
hún er að sumra mati hreint ómissandi með flestum mat og
inniheldur efni eins og eggjahvítuefni, fosfór, járn, kalk, nias-
in, trefjaefni, C-vítamín, og B, og B2 vítarr íín. Bragðið og
geymsluþol er mjög mismunandi eftir afbrigði im. Um bragðið
er víst lítið hægt að dæma því að það sem einui ur öðrum þótt vont o.s.fr. u þykir gott get-
Ræktun kartafhia
Kartaflan:
Kartaflan er af kartöfluættinni
(Solanaceae) og heitir á latínu
Solanum tuberosum. Hún er ætt-
uð frá suður-Ameríku og erfið-
lega gekk að fá fólk til að nýta sér
hana einkum af þeirri ástæðu að
hún er náskyld ýmsum eitruðum
jurtum eins og tóbaksjurtinni.
Hingað til lands kom hún árið
1756 og hérlendis féll hún heldur
ekki í kramið og var eingöngu
borðuð í harðærum. En smátt og
smátt óx hróður hennar og fólki
fór að finnast hún góð og byrjaði
að rækta hana.
Afbrigði:
Kartöfluafbrigði sem ræktuð eru
í heiminum skipta hundruðum ef
ekki þúsundum en af öllum þeim
aragrúa eru þó aðeins tiltölulega
fá þeirra, sem hafa náð út-
breiðslu og sem eru almennt
Umsjón: Baldur
Gunnlaugsson,
skrúðg.yrkjufr.
ræktuð. Á íslandi eru aðeins á
annan tug afbrigða í ræktun enda
eru þau fá afbrigðin sem ná að
verða nægjanlega þurrefnisrík á
jafn stuttum vaxtartíma og við
búum við. Þau algengustu
afbrigði sem ræktuð hafa verið
hérlendis eru: Gullauga, erfrem-
ur snemmþroska kartafla með
hýðið gult og rauðan lit kringum
augun. Mjög þurrefnisrík og góð
til matar. Helga er annað afbrigði
sem líkist mjög Gullauga enda er
talið að um rautt Gullauga sé að
ræða. Hættir til að springa við
meðhöndlun eins og Gullauga en
hefur sömu kosti og hún. Bintje
er afbrigði sem telst snemm-
sprottið. Holdið er ljósgult og
hnýðin eru aflöng. Undan hverju
grasi koma yfirleitt fáar en mjög
stórar kartöflur. Þurrefnismagn
oft í lægra lagi. Gular íslenskar er
afbrigði sem oft var kallað „Gul-
ar Akureyrar eða Akureyrar-
kartöflur“. Þetta er frekar sein-
þroska afbrigði með gult hýði og
hold. Smávaxin en ágæt matar-
kartafla. Rauðar íslenskar er
afbrigði sem ræktað hefur verið
frá 1756 og verið kallað ýmsum
nöfnum í gegnum tíðina. Hýði er
rautt og holdið hefur bleika eða
rauða slikju. Grösin eru stór og
sterk og standa oft af sér fyrstu
haustfrost. Hún er smágerð en
þurrefnisrík og bragðgóð. Önnur
afbrigði sem minna eru notuð eru
Doré, Eyvindur (Kerr’s Pink),
Blálandsdrottning, Blálandskeis-
ari, Mandla og Premiére.
Val útsæðis:
Góð regla er að velja útsæði um
leið og tekið er upp úr garðinum
að hausti og velja þá undan góð-
um grösum sem hafa lítið smælki
en meira af stærri og jafnari kart-
öflum. Heppileg stærð er 30-60
gramma kartöflur og þurfa þær
að vera ósýktar og fallegar. Því
þarf að skilja allar skemmdar eða
grunsamlegar kartöflur frá
útsæðinu á haustin.
Spírunin:
Frá fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra
Lausar stöður
við grunnskóla
Umsóknarfrestur til 15. júní.
Stórutjarnaskóli: Almenn kennsla yngri barna, hand-
mennt, sérkennsla.
Umsóknir um eftirfarandi áður auglýstar stöður fram-
lengist til 1. júní.
Akureyri: Meðal kennslugreina; danska, enska,
myndmennt, handmennt, sérkennsla, heimilisfræði,
tónmennt, almenn bekkjarkennsla.
Grunnskóli Húsavíkur: Meðal kennslugreina; sér-
kennsla.
Dalvíkurskóli: Almenn kennsla í 7.-9. bekk, raungreinar,
tölvur.
Grunnskóli Grímseyjar: Almenn kennarastaða.
Húsabakkaskóli: Almenn kennarastaða.
Grunnskólinn Hrísey: Almenn kennarastaða.
Árskógarskóli: Almenn kennarastaða.
Þelamerkurskóli: Almennar kennarastöður.
Grunnskóli Hrafnagilshrepps: Almenn kennarastaða.
Grunnskóli Saurbæjarhrepps: Almenn kennarastaða.
Grunnskóli Svalbarðsstrandar: Meðal kennslugreina;
hannyrðir, myndmennt.
Grenivíkurskóli: Almenn kennsla, enska, handmennt,
íþróttir.
Litlulaugaskóli: Almenn kennsla.
.Hafralækjarskóli: Meðal kennslugreina; handmennt.
Grunnskólinn Kópaskeri: Almenn kennarastaða.
Grunnskólinn Raufarhöfn: Almenn kennsla, íþróttir,
tónmennt.
Grunnskólinn Svalbarðshreppi: Staða skólastjóra,
almenn kennsla.
Grunnskólinn Þórshöfn: Almenn kennsla, raungreinar,
tölvur.
Vegna þess hve sumarið og vaxt-
artíminn er stuttur hérlendis er
nauðsynlegt að láta kartöflurnar
spíra en með því erum við bein-
línis að lengja vaxtartímann um
jafnvel nokkrar vikur. Helsta vit-
leysan sem fólk gerir er að láta
kartöflurnar spíra í of dimmu og
of heitu húsnæði en við það fær
kartaflan langar og væskilslegar
spírur og skorpnar einnig. Góður
spírunartími er 4-6 vikur í 10-
15°C hita og góðri birtu. Loft-
ræsting þarf einnig að vera góð
og rakastig ekki minna er 50%.
Æskileg lengd spíru er 1,5-2.0
cm.
Garðstæðið og
jarðvegurinn:
Það er ekki sama hvar garðstæðið
liggur þvi þar verða að vera bestu
möguleg vaxtarskilyrði. Æskilegt
er að garðurinn liggi vel við sól
og njóti mikil skjóls og best er að
garðurinn halli hæfilega í sólar-
átt. Brattir garðar sem liggja vel
við sól, þiðna og hlýna fyrr á vor-
in en jarðvinnsla verður alltaf
erfiðari. Á móti kemur að garður
sem þornar fyrr að vori gefur
lengri vaxtartíma. Garðar sem
liggja flatt eiga erfiðara með að
þorna og blaut mold er alltaf
köld.
Niðursetningin og
yfírbreiðsla:
Hvenær á að setja kartöflurnar
niður er algerlega háð veðri og
staðháttum. Ef hlýtt hefur verið í
veðri, frost farið út jörðu og
garðurinn er orðinn þurr er ekk-
ert því til fyrirstöðu „að pota
Þessi kartafla fer að verða tilbúin til
niðursetningar. Góðar spírur úr öll-
um augum.
útsæðinu niður“. Ef garðurinn er
mjög blautur er enginn hagur í að
setja niður því eins og áður sagði
er blaut mold mjög köld og kart-
aflan vex ekkert. Á síðustu árum
hafa komið á markað margar teg-
undir af yfirbreiðslum og er ein
þeirra, svokallaður Agrýldúkur
hentugur í kartöflurækt. Með því
að setja dúkinn yfir garðinn 4-5
dögum fyrir niðursetningu þorn-
ar hann mun fyrr og sé hann
hafður yfir allt sumarið má ná 2-3
vikum lengri vaxtartíma. Um
yfirbreiðslur verður fjallað í
næsta þætti um Gróður & Garða.
Upptakan:
Hvenær á að taka kartöflurnar
upp fer fyrst og fremst eftir
veðrinu og þroska kartaflanna.
Nauðsynlegt er að fá gott veður
og þurrt við upptökuna því ef
verkið er geymt langt fram á
haustið eykst vinnan og uppsker-
an verður illa verkuð og
skemmdir geta komið fram við
geymslu. Þroska kartaflnanna er
auðveldast að sjá með því að
taka upp eitt og eitt gras hér og
þar um garðinn og sjá hvað sé
komið undir.
Geymslan:
Er eitt það mikilvægasta í ræktun
kartafla þótt ekki sé um ræktun-
arstig að ræða nema ef vera
skyldi til að fá útsæði næsta ár.
Góð geymsla þarf að hafa góða
útloftun, hitastig u.þ.b. 3-5°C og
loftrakastig 80-90%. En það sem
skiptir meginmáli er það að gæta
þess vel og vandlega að tína úr
þær kartöflur sem annað hvort
eru skemmdar eða eru að byrja
að skemmast. Með því að gera
þetta má nánast útiloka allar
skemmdir og fá með því betri
geymslu. Áður en kartöflurnar
eru settar inn er best að þurrka
þær í 10 daga í húsnæði sem hef-
ur 18°C hita og háan loftraka en
litla birtu.
Eyðing illgresis
með eiturefnum:
Til eru nokkur efni sem nota má
í kartöflurækt og er þar fyrst að
nefna Afalon, sem verður að úða
áður en fer að bóla á grösum og
ef of seint er úðað verða æða-
strengir gulir (eitureinkenni).
Annað efni er Sencor, sem nota
má eins og Afalon en það hefur
ekki áhrif á plöntuna þótt úðað
sé þegar grösin eru farin að gægj-
ast upp úr moldinni.
-Plöntukynning-
Ólympíukyndill
Verbascum olympicum er af|
Grímublómaætt, tvíær en getur
stundum myndað hliðarspor
þannig að hún verður fjölær. Oft-
ast er henni sáð og þá gjarnan
höfð í potti fyrra árið en sett út í
garðinn seinna árið og blómgast
þá. Ólympíukyndillinn hefur
stóra og mikla blaðhvirfingu
neðst og svo stöngul sem verður
oftast 2ja metra hár og blómklasa
sem getur verið allt að 80-90 cm
fagurgulur og vekur allstaðar
eftirtekt. Jurtin er frekar fágæt en
hún þrífst mjög vel hér á Akur-
eyri og það eina sem gera þarf
fyrir hana er að setja uppbinding-
ar við hana því hún er það hávax-
in og grannvaxin að hún fellur
um koll í fyrsta roki. Ólympíu-
kyndli má fjölga með fræi, stöng-
ulgræðlingi eða rótarskiptingu.
Ólympíukyndill: Verbascuni
olympic Ölympíukyndill er planta
sem alltof lítiö er ræktuð en sómir
sér í hvaöa garði sein er.