Dagur


Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 7

Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 19. maí 1990 - DAGUR - 7 menningarmál Menning: „Fyrst og fremst verður að fara rétt með,“ - segir Indriði Indriðason, ættfræðingur og rithöfundur Næturhiminn norðurlenzkra blaða... Indriði Indriðason, rit- höfundur og ætt- fræðingur, frá Fjalli í Aðaldal flutti frá nýbýl- inu sínu, Aðalbóli, til Reykjavíkur 1934 og hefur búið þar síðan. Gefnar hafa verið út sjö bækur eftir Indriða og eru fjórar þeirra ætt- fræðibækur, Ættir Þingeyinga. Auk þess hefur hann skrifað fjölda af sögum og greinum sem birst hafa í blöðum og tímaritum. Indriði er fyrst spurður um áhuga íslendinga á ættfræði: „Ég hef fengist við að skrifa um ættir, og þá sérstaklega ættir Þingey- inga. Ég skrifaði um þær fjögur bindi og á mörg óskrifuð, ef ég ætti víst lengra líf. Við íslending- ar höfum gaman af að vita um og érum forvitnir um aðra, ekki endilega um hvað þeir eru að gera í dag eða hvernig þeir sváfu í nótt, heldur hverjum þeir eru skyldir og af hverjum þeir eru komnir. Það stafar af því að við erum fáir, í raun eins og ein ofur- lítil fjölskylda, fámennið veldur því að við höfum áhuga fyrir ætt- fræði. Faðir minn fékkst við það frá unga aldri að skrifa niður fróðleik um ættir, og nýfermdur byrjaði hann að skrifa upp kjrkjubækur heima í sveitunum til að hafa afrit af þeim fyrir sjálf- an sig. Ég ólst því upp við það að faðir minn sat í sínum frístundum við að skrifa um fólk og ættir." 30 allstór uppskrifuð bindi - Hvaða eiginleika þarf ætt- fræðingur að hafa? „Áhuginn kemur af sjálfu sér, því enginn verður ættfræðingur nema að hafa áhuga. Fyrst og fremst verður að hafa þann eigin- leika að fara rétt með og að vera viss um að það sem maður skrifar niður sé rétt eftir haft. Því það rekur maður sig á, jafnvel hjá vandaðasta og minnugasta fólki, að þegar farið er að grennslast um það sem það sagði um ýmiss konar skyldleika þá brestur æði rnikið á að það standist allt saman. Því þarf aðgæslu til að það sem tekið er saman sé rétt, að því leyti sem heimildir hrökkva til. Einar heitinn Bjarnason, ættfræðiprófesor, sem var að mínu viti mesti ætt- fræðingur sem við höfum átt, sagði um fyrsta bindið af Ættun- um að þær væru ágætar út af fyrir sig en þó væri eitt eftirtektarvert og ágætt og það væri hvað þar virtist vera vönduglega sagt frá í öllu og áreiðanlega. Þetta er mesta hrós sem ég hef fengið um mfna daga sem ættfræðingur. Ég er mjög varfærinn um að segja hvernig þetta eða hitt er þegar ég er spurður um ættir manna, því þessa hluti er aldrei hægt að muna nema að örlitlu leyti, lengra en það sem er partur af manni sjálfum. Því forðast ég yfirleitt alltaf að gefa mönnum svona upplýsingar um skyldleika, sem þeim er þó mjög tamt að vilja fá því mönnum finnst að þetta eigi að hljóta að liggja allt opið fyrir mér. Enda á ætíð að vera svo að orðum okkar sé treystandi og það sem við segjum vandað og rétt. Ættfræðingar lenda í ýmiss konar erfiðleikum. Við höfum aðgang að kirkjubókum en þær eru að vísu ekki nema 200 ára gamlar, frá 1786 þegar byrjað var að skrifa kirkjubækur eftir kon- unglegri tilskipan. Frá þeim tíma eiga að vera til sóknarmannatöl, sem voru manntöl þess tíma og tekin af prestum árlega, og svo skrá yfir fæðingar, skírnir, ferm- ingar, giftingar og dánardægur. Þetta átti allt að vera skráð í rétt færða kirkjubók og þar af leið- andi að vera grunnurinn að allri okkar vitneskju um okkur og okkar fólk. Ég var svo heppinn að hafa mikið af þessu uppskrifað af föð- ur mínum, eða 30 allstór bindi af bókum sem voru allt upp skriftir hans. Einnig fór ég á safn- ið fyrir sunnan því fólk þveitist út um allt og ættirnar eru ekki á sama stað á landinu,“ segir Ind- riði og brosir hrekkjalega. Skrifaði bók á einni viku Ættir Þingeyinga voru ekki fyrstu bækurnar sem Indriði gaf út. Átján ára gamall fór hann til Ameríku, til bræðra sinna Högna og Þrándar. Þar dvaldist Indriði í fjögur ár og nam múraraiðn. Haustið 1930 fór hann til Reykja- víkur og hugðist fá sér vinnu við sitt fag, en það gekk ekki of vel. Hann leigði sér herbergi vestur í bæ, hafði ekki vinnu og þekkti fáa, en hann nennti ekki að vera iðjulaus og fékk sér því pappírs- blokk og fór að skrifa. „Ég var með fullt af smásögum í hausnum og á einni viku skrifaði ég eina bók. Ég fór með handritið í prentsmiðju og spurði prent- smiðjustjórann hvort hann vildi ekki gefa þetta út fyrir mig. Það er ekki að orðlengja það að þess- ar sögur voru prentaðar svona gjörsamlega hráar og óyfirlesnar af nokkrum manni sem vit hafði á, ekki einu sinna að ég hefði skrifað þær upp aftur því þetta var bara fyrsta uppkast. Ég sendi heim eitt eintak af bókinni með jólapóstinum og fólkið á Fjalli varð heldur hissa því það hafði ekki vitað til þess að ég hefði skrifað nokkurn skapaðan hlut. Þessi bók var náttúrlega ekki sér- lega merkileg en hún heitir Örlög. En þá fannst mér það ósköp einfalt mál að skrifa.“ Nokkuð mörgum árum síðar kynntist Indriði gömlum manni sem hann hafði gaman af að spjalla við og þeir gerðu með sér samkomulag um að Indriði skrif- aði æfisögu hans. Bókin heitir Dagur er liðinn og er æfisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti á Fellsströnd í Dalasýslu. Indriði skrifaði smásögur og greinar í blöð og tímarit en hefur þó aðallega átt við skrif um ætt- fræði. Kunningjar Indriða beittu sér fyrir útgáfu Indriðabókar, á áttræðisafmæli hans, 1988. Aðal- uppistaðan í bókinni er drög að sögu föður hans Indriða Þórkels- sonar á Fjalli, einnig má þar finna greinar um hitt og annað, mannaminni og tækifærisræður. „Ég hafði virkilega gaman af þessari bók,“ segir Indriði. Ákaflega mikið þolinmæðisverk - Er ekki mikil vinna við að setja saman ættfræðibækur? „Þetta er geysileg vinna, að safna þessu saman og setja í kerfi eins og ég geri. Að vísu er það kerfi sem sumum finnst óað- gengilegt og aðrir botna ekkert í, en það er ekki mál við mig. Þetta er mitt kerfi og ég tel að það sé mjög rökrétt. En að koma þessu í kerfi og að ná öllum þeim heim- ildum sem til þess þarf að hafa, um mennina, búsetu þeirra og fólkið þeirra, allt sem ástæða er til að segja frá í stuttu máli. Og að reyna að segja frá öllu þannig að rétt sé frá skýrt, þetta er ákaf- lega mikið þolinmæðisverk. Oft kemur fyrir að ég skrifa mönnum fyrirspurnir en fæ ekki svar, það er auðvitað tómlæti, tímaleysi eða einskonar trassaskapur. Þeg- ar ég ekki fæ svörin verð ég að leita að þeim með öðrum hætti. Það hefði þó verið ómögulegt að vinna þetta með þessum hætti nema af því að ég byggði á hand- ritum föður míns, en hann var óbeint búinn að leggja grunninn að þessu verki með sínum skrifum. Ég reyni að taka fram hvar menn bjuggu, á hvað mörg- um jörðum í héraðinu og hvað mörg ár á hverri, alveg frá Langanestá og inn að Eyjafirði. Þetta hefði ég ekki getað nema af því að faðir minn var búinn að safna þessu mikið saman.“ - Nú er oft sagt að Þingeying- ar séu um margt sérstakir og þú hefur skrifað fjórar bækur um ættir þeirra. Finnst þér þeir hafa sérstöðu? „Þeir voru sérstakir að því leyti að þeir voru félagslega þroskaðri, ef svo má segja, en ýmsir aðrir, því þeir höfðu fengist miklu meira við félagsstörf. Félag eins og Ófeigur í Skörðum var stofn- að fyrir 110-120 árum síðan. Þetta var félag ungra manna hér í mið-Þingeyjarsýslu sem ákvað að skrifa til útlanda og panta bækur og að koma sér upp bókasafni bæði íslenskra og erlendra bóka. Bændur og bændasynir hér í dölunum lásu erlendar bækur og tímarit fyrir meira en hundrað árum. Af þeint anda sem sam- neyti þessara manna skapaði og samlestri þeirra á góðum bókum þá vaknaði áhugi á ýmsum félags- legum umbótum og eitt af því varð Kaupfélag Þingeyinga og Samvinnufélagsskapurinn, sem var stofnaður á þessum tíma og af þessum mönnum. Félagarnir í Ófeigi í Skörðum voru aðal- sporgöngumennirnir við stofnun kaupfélagsins. Stofnun þess var náttúrleg þörf ef menn ættu ekki allir að flýja til Vesturheims, heldur að lifa og búa hér heima. Upp úr þessu spruttu svo aðrar félagslegar hreyfingar, því þetta gaf kunnáttu í að vinna saman.“ Indriði á sína skýringu á því af hverju Þingeyingar hafi fengið orð á sig fyrir mont. Hann segir að Þingeyingar hafi oft talað af mikilli þekkingu um hluti sem voru fólki úr öðrum héruðum framandi. Þingeyingar hafi oft ekki áttað sig á því að þekking á málefnum sem þeim fannst sjálfsögð, var ekki til staðar, og því hafi þeir oft verið taldir vera að monta sig er fólk skildi ekki um hvað þeir voru að ræða. - Hugsar þú mikið um ættarmót á fólki? „Ég sé og finn ættarmót og eig- inleikar erfast. Þú ert það sem foreldrar |)ínir voru og foreldrar þeirra, þo uppeldið hafi sitt að segja. Fjórðungi bregður til fóst- urs er sagt, og þá er átt við að fjórðungur mannsins geti verið kominn frá uppeldinu en þá eru þrír fjórðu komnir frá forfeðrun- um og maðurinn er bundinn af þeim ættareinkennum. Fólk hef- ur sína hæfileika, útlit, takmark- anir og galla að langmestu leyti frá forfeðrunum. Þetta er m.a. einn hvatinn að ættfræðiáhugan- um.“ Þetta viðtal við Indriða var tekið einn góðviðrisdaginn í síð- ustu viku er hann leit við á skrif- stofu Dags á Húsavík. „Þegar ég leit upp og sá að hér var skilti Dags á húsinu þá þurfti ég endi- lega að koma hér inn og sjá hvað Dagur væri að gera hér og hvern- ig hann hefði það. Nú sé ég að Dagur lifir fagurskær, eins og faðir minn sagði í ljóði fyrir 70 árum síðan. í þá daga lifðu blöð- in ekki alltaf lengi en þetta er Dagur búinn- að þrauka í meira en 70 ár og það er ánægjulegt að hann skuli vera hér með af- greiðslu og blaðamann. Og svo er ég búinn að spyrja um deili á þér og þegar ég veit hverra manna þú ert hef ég komist að því að við erum í ætt sarnan," sagði Indriði og brosti svolítið fallega, brosi sem eflaust er arfur frá gegnum kynslóðum. Ljóðið sem Indriði vitnaði í heitir Blaðaerindi og er í bókinni Baugabrot sem út kom 1939. Ljóðið er líklega ort 1919 en Ind- riði segist muna að faðir hans hafi keypt bæði Tímann og Dag frá upphafi. Ljóðið er á þessa leið: Austríersokkinn, engumþó tilskada, árum sneiddur, kjörnu lægi fjær. Gleymskusjóar Suðra þiljur baða. sauði Vestra Njörður kvika flær. ísafoldar tæmist töðuhlaða, Tímans nýjabrum í staðinn grær. Næturhiminn norðurlenzkra blaða núna prýðir Dagur fagur-skær. Mynd og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir. Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heima er bezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Utfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt", pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“. Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. x Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heimaerbezt". □ Árgjald kr. 2.000,00. □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Nafn: ________________________________________________ Heimili:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.