Dagur - 19.05.1990, Síða 10

Dagur - 19.05.1990, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990 Þórólfur Gíslason tók við kaupfélagsstjórastöðu við Kaupfélag Skagfírðinga árið 1988. Það ár gekk rekstur rekstur fyrirtæksins illa og verulegulegir fjármunir töpuðust. Haft var á orði að Kaup- félag Skagfírðinga væri svo gott sem á hausnum. Yið uppgjör eftir seinasta ár kveður við annan tón. Fyrirtækið skilaði verulegum hagnaði og bætti rekstur sinn á flestum sviðum. Þórólfur hafði gengt kaupfélagsstjórastöðu á Þórshöfn, við þeirri stöðu tók hann tuttugu og fjögura ára gamall. Frá Þórshöfn kom hann til Sauðár- króks ásamt konu sinni Andreu Dögg Björnsdóttur. Til að spjalla um stöðu Kaupfélags Skagfírðinga í nútíð og framtíð heimsótti Dagur Þórólf á skrifstofu hans í hinum nýbyggðu og glæsilegu höfuðstöðvum Kaupfélags Skagfírðinga. Þórólfur er fæddur og uppalinn á Reyðar- firði. Faðir hans var Gísli Þórólfsson útgerðarmaður, ættaður frá Reyðarfirði og móðir hans Þuríður Briem ættuð úr Breið- dal. Faðir hans rak síldarsöltunarstöð á Reyðarfirði á þeim árum sem síldarævintýr- ið stóð sem hæst við Austfirði. „Ég byrjaði ungur að vinna í fyrirtæki föður míns, ég held að ég hafi verið tíu eða ellefu ára gamall. Á þessum árum var mikið líf í bænum. Aðkomufólk þyrptist að á ver- tíðartímanum og setti mikinn svip á bæjar- lífið. Síldarárin eru mér sérstaklega eftir- minnilegur tími.“ Frá Reyðarfirði lá leiðin í Samvinnuskól- ann í Bifröst í Borgarfirði. - Var samvinnu- hugsjónin farin að heilla Þórólf Gíslason? „Ég get nú ekki sagt það. Kaupfélag Hér- aðsbúa var þá orðið mjög öflugt. Starfsemi þess var á mjög mörgum sviðum og fólk vissi að atvinnumöguleikar voru helst hjá því fyrirtæki. Ég verð nú að viðurkenna að samvinnuhugsjónin var ekki orðin sterk á þessum árum, en hún kom seinna." Þórólfur stundaði nám í Bifröst í tvo vet- ur frá 1972 til 1974. Bifrastarárin eru honum minnisstæð og greinilegt að hann á margar góðar minningar frá Samvinnuskólanum. „Ég er á þeirri skoðun að þær áherslur sem Samvinnuskólinn leggur á félagslíf og mikilvægi félagsþroskans sé mjög jákvætt. Heimavistarlífið er sérstætt og ég held að öllum.sé hollt að kynnast því. Félagslífið var mjög mikið og öflugt. Ég álít að sú reynsla sem menn fá við störf að félagsmálum nýtist þeim vel síðar. Frá Bifröst fór ég í fram- haldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi.“ Kaupfélagsstjóri tuttugu og fjögurra ára gamall Árið 1976 tekur Þórólfur við kaupfélags- stjórastöðu á Þórshöfn, tuttugu og fjögurra ára gamall. - Voru ekki talsverð viðbrigði fyrir nýbakaðan stúdent að taka við stjórn á stóru fyrirtæki? „Vissulega voru það mikil viðbrigði. Ég hafði samt fengið nokkra innsýn í rekstur fyrirtækis þegar ég starfaði hjá föður mínum, þó það væri á öðru sviði. Þórshafn- arbúar eru ágætis fólk og ég fékk góðan tíma til að setja mig inn í rekstur fyrirtækis- ins. En vissulega voru viðbrigðin mikil.“ Þau ár sem Þórólfur gegndi kaupfélags- stjórastöðu á Þórshöfn, jók kaupfélagið verulega umsvif sín. Reist var bifreiða- og vélsverkstæði sem hefur þjónustusvæði fyrir Þórshöfn og nærsveitir. Kaupfélagið setti á stofn trésmíðaverkstæði og starfsemi í bygg- ingariðnaði. Frá Þórshöfn lá leiðin til Sauð- árkróks. „Var raunar á leiðinni suður“ Árið 1988 tekur Þórólfur við kaupfélags- stjórastöðu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þegar Ólafur Friðriksson lét af starfi kaup- félagsstjóra og tókvið stjórn verslunardeild- ar Sambands íslenskra samvinnufélaga. - Hver voru tildrögin að þú tekur við kaupfélagsstjórastöðu á Sauðárkróki? „Ég var búinn að vera nokkrum árum lengur en ég hafði hugsað mér á Þórshöfn. Raunar var ég á leiðinni til Reykjavíkur og hafði ekki hugsað mér að halda áfram í svip- uðu starfi. Ég vissi að hér var fjölbreytt og umfangsmikil starfsemi og fyrirtækið var fast í sessi enda orðið aldargamalt. Þetta þróaðist þannig að hér losnaði kaupfélags- stjórastaða. Kaupfélagsstjórar hafa mikið samband sín á milli og eitt leiddi af öðru sem varð til þess að ég kom hingað." „Fyrirtækið þarf að vinna sem samstæð heild“ Starf æðsta yfirmanns í fyrirtæki sem veltir rúmum 2800 milljónum á einu ári hlýtur að vera ábyrgðarmikið og krefjandi. Fyrirtæki sem hefur jafn mörg járn í eldinum og Kaupfélag Skagfirðinga er vandfundið. Fyrirtækið starfar á sviði landbúnaðar, sjáv- arútvegs, iðnaðar og þjónustu. Kaupfélags- stjóri verður því að hafa þekkingu á öllum sviðum atvinnulífs. „Kaupfélagsstjórar verða að vera. vel heima í ansi mörgu ef þeir ætla að standa sig í því sem þeir eru að gera. í minni kaupfé- lögunum þurfa menn þó að vera enn meira inn í hlutunum. Hjá okkur í Kaupfélagi Skagfirðinga er sérhæfingin meiri. Tveir rekstrarfulltrúar hafa umsjón með rekstri. Rekstrinum er skipt í tvö svið, landbúnað og tengda starf- semi og verslun og iðnað. Yfir hvoru sviði er einn rekstrarfulltrúi. Hlutverk kaupfélags- stjóra er að láta hinar ýmsu deildir og þau svið sem reksturinn nær til, vinna sem eina samstæða heild.“ Sögðu að við værum að sigla í strand Á árinu 1989 gekk rekstur Kaupfélags Skag- firðinga mjög vel. Rekstrarbati varð í flest öllum deildum fyrirtækisins. Árið á undan, 1988, var verulegur taprekstur og heyrðust raddir um að kaupfélagið væri að fara á hausinn. Á seinasta ári batnaði reksturinn til muna sem fyrr segir. „Það vill nú verða þannig að þegar illa gengur heyrast raddir um að við séum að setja allt og alla á hausinn. Þegar vel gengur segja sömu raddir að við séum að drepa alla með einokun á öllum sviðum. Staðreyndin er sú að kaupfélagið hefur enga löngun til að kaupa út samkeppnisað- ila á neinu sviði. Síðan ég hóf störf, hefur kaupfélagið ekki sóst eftir að kaupa neitt fyrirtæki hér, þó okkur hafi staðið slíkt til boða. Okkar stefna hefur verið sú að standa okkur vel í þeim rekstri sem við stundum, en vera ekki með rekstur sem við getum ekki sinnt sem skyldi. Möguleikarnir mestir í fiskvinnslunni Uppstokkun hefur átt sér stað í útgerð og fiskvinnslu á vegum Kaupfélags Skagfirð- inga á síðasta ári. Útgerðarfélag Skagfirð- inga var lagt niður og stofnað Útgerðarfé- lagið Skagfirðingur hf. Fiskiðja Sauðár- króks, dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirð- inga, er stór hluthafi í nýja útgerðarfélag- inu. Þróunin er í þá átt að samræma betur veiðar og vinnslu. Fiskiðjan hóf saltfisk- vinnslu og jókst afli sem tekinn var til vinnslu um 900 tonn milli ára. Rekstur Fiskiðjunar gekk vel á seinasta ári og skilaði hún hagnaði upp á 1,4 milljón- ir sem er stökkbreyting frá fyrra ári en þá var hallinn 36,8 milljónir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.