Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
er að
Hafnarstræti 90,
Akureyri.
Opin alla virka daga
frá kl. 9-12 og 13-19.
Kosningastjóri er
Sigfríður
Þorsteinsdóttir.
Síminn er
180
Stuðningsmenn B-listans
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur
nú sem hæst.
Hafið samband við skrifstofu Framsóknarflokksins
og látið vita um fólk sem ekki verður heima á
kjördag.
Síminn er 21180.
Stuðningsmenn B-listans
Skrifstofa Framsóknarflokksins verður
opin á kvöldin kl. 20.00-22.00.
Lítið inn og takið þátt í lokaátakinu í kosningabarátt-
unni.
Frambjóðendur B-listans verða á skrifstofunni og
taka á móti fólki.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Kennt verður á eftirtöldum
sviðum næsta skólaár:
1. Heilbrigðissvið
a) Nám til sjúkraliðaprófs.
b) Nám til stúdentsprófs.
c) Endurmenntun sjúkraliða samkv. eldri reglu-
gerð.
2. Hússtjórnarsvið
a) Grunndeild matartækna.
b) Framhaldsdeild matartækna.
c) Handíðabraut.
d) Nám til stúdentsprófs.
3. Tæknisvið
a) Samningsbundið iðnnám (1., 2. og 3. áfangi).
b) Grunndeildir háriðna (nemar í háriðn þurfa að
hafa samning), málmiðna, rafiðna og tréiðna.
c) Framhaldsdeildir málmiðna, rafeindavirkjunar
og tréiðna.
d) Vélstjórnarbraut 1., 2. og 3. stig og vélavarð-
arnám (1 önn).
e) Tæknibraut:
a) Undirbúnigsdeild sem aðfararnám að iðn-
rekstrarfræði.
b) Undirbúnings- og raungreinadeild sem
aðfararnám að tæknifræði.
f) Tækniteiknun.
g) Meistaraskóli.
4. Uppeldissvið
a) Nám á íþróttabraut til stúdentsprófs.
b) Nám á uppeldisbraut til stúdentsprófs.
5. Viðskiptasvið
a) Nám til almenns verslunarprófs.
b) Nám til stúdentsprófs.
6. Fornám
Nám í öldungadeild og námskeið verða auglýst
síðar.
Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara
um þátttöku og húsrými.
Umsóknarfrestur er til 5. júní. Nemendur, sem
sækja síðar um, geta ekki vænst skólavistar.
Skólameistari.
Allt frá því sögur hófust hefur
verið sagt frá hinum ýmsu dul-
arfullu fyrirbrigðum og atvik-
um sem fást ekki staðist þær
kenningar sem eru uppi í vís-
indaheiminum. Eðlisfræðingur
að nafni William Corliss gerði
sér lítið fyrir og fór að safna
sögnum um afbrigðileg fyrir-
bæri innan vísindanna. Corliss
fletti einn síns liðs í gegnum
meira en fimm þúsund vísinda-
tímarit og týndi úr þeim það
sem mönnum hafði yfirsést á
hinum ýmsu sviðum vísinda
hvort sem það var í líffræði,
jarðfræði, fornleifafræði, jarð-
eðlisfræði, sálfræði eða stjarn-
fræði. Safnið hans fyllir nú 10
stórar möppur og 6 doðranta
sem hafa verið gefnir út. Þar
eru tvö þúsund nákvæmar lýs-
ingar á fyrirbærum sem ekki er
hægt að skýra út frá þekktum
kenningum eða tilgátum.
Það segir sig sjálft að þessi
fyrirbæri eru misjafnlega merki-
leg og smáatriði eins og lýsandi
fuglar eru ekki eins merkileg og
fyrirbæri sem ganga í berhögg
við afstæðiskenninguna eða
stóru sprengju (Big Bang).
Þessi atriði eiga þó það sameig-
inlegt að sýna fram á að þessar
svokölluðu vísindalegu „stað-
reyndir11 eru ekki eins algildar
og öruggar eins og talið var.
Mörg af þessum dæmum eru
óþægileg og Mark Twain komst
ágætlega að orði um þetta þegar
hann sagði, „fátt er óþægilegra
en skýr dæmi um hið ómögu-
lega.“ En ef það sannaðist t.d
að Loch Ness skrímslið væri til
þá myndi það sennilega ekki
valda neinum straumhvörfum í
dýrafræðinni þar sem kenning-
arnar standast samt sem áður.
En um þriðjúngur atriðanna í
safni Corliss krefst hins vegar
endurskoðunar á kenningunum
og um fimmtíu atriði í safninu
myndu gerbylta vísindaheimin-
um ef þau standast.
Vald hugans yfir líkamanum
er eitt af því sem veldur mestu
uppnámi í vísindaheiminum og
í meira en öld hafa virt tímarit
eins og Psychological Bulletin,
Lancet og American Journal of
Psychiatry sagt frá tilraunum í
dáleiðslu sem framkalla blöðrur
á húð manna. í einu tilfelli af
mörgum sagði hinn þekkti sál-
fræðingur Montague Ullman frá
því þegar svissneskur hermaður
var dáleiddur og honum sagt að
innan sólarhrings myndu birtast
Dulspeki
Umsjón: Einar Guömann.
blöðrur í kringum hægra
munnvikið. Það var fylgst
gaumgæfilega með honum í sól-
arhring og viti menn!... morg-
uninn eftir voru komnar blöðr-
ur í kringum hægra munnvikið.
Andleg fyrirbæri eru þó einung-
is lítill hluti af þeim fyrirbærum
sem Corliss hefur fjallað um.
Skýrslur um sýnilegt sam-
hengi á milli plánetnanna og
náttbundna virkni sólarinnar
eru jafn ótrúlegar. í safninu sést
að í gegnum árin hefur mikið
verið skrafað um samhengið
þarna á milli. Nokkrir vísinda-
menn telja sig hafa fundið'
tengsl á milli hæðar „sjávarfalla
á sólinni" og jörðinni þ.e.á.s.
hreyfingar á efnismassa sólar-
innar miðað við ákveðna stöðu
plánetna og hámarks og lág-
marks sólbletta og sjávarfalla
þó í örsmáum mæli sé.
Meðal vísindamanna hefur
verið hrundið af stað hreyfingu
til að kanna þessi frávik frá hin-
um ýmsu kenningum þar sem
núorðið er greint frá sífellt fleiri
frávikum og Corliss hefur verið
boðin þátttaka í þessari hreyf-
ingu. Reyndar er til sértök grein
innan vísindanna sem kallast
„frávikafræði" og er innan við
aldar gömul.
Meðal þess sem er í þessu
atriðasafni um frávik eru efa-
semdir um stóru sprengju, (Big
Bang) og hvort lífræn efni geti
leynst í loftsteinum ásamt atriðum
eins og frásögnum um drauga-
tungl auk smátungla á braut um
jörðu sem stjörnufræðingar hér
og þar í heiminum hafa sagt
annað slagið frá. Árið 1890
sagðist þýski stjörnufræðingur-
inn G. Waltemath hafa séð og
athugað heilt smátunglakerfi
umhverfis jörðina. Árið 1960
sagðist pólski stjörnufræðingur-
inn K. Kordilewski hafa fundið
tvo þokukennda hluti á braut
umhverfis jörðu í sömu fjarlægð
og tunglið. Stjörnufræðingurinn
John Bagby segist einnig hafa
gert athuganir sem staðfesta
tilvist a.m.k. tíu smástirna á
braut um jörðu sem eru brot úr
stærra tungli sem hann segir að
hafi brotnað sundur árið 1955.
Carliss segist viss um að mikið
af þessum frásögnum séu full-
gildar og eigi sér einhverja
skynsamlega skýringu og hann
segir: „Ég tel sjónarvott vera
sjónavott og að það dragi ekk-
ert úr gildi hans þó hann sé
löngu dauður."
Jarðeðlisfræðin hefur ekki
heldur sloppið. Árið 1964
horfði skipshöfn á sammiðja
hringi af ótrúlegustu litbrigðum
yfir sjóndeildarhringnum þar
sem sólin var nýlega sest. Torfu
af sandál rigndi af himnum ofan
í bænum Handon í Englandi
1918. Árið 1931 heyrðu menn
djúpan tón koma upp úr eyði-
mörk nokkurri í Perú.
Þeir sem halda að forfeður
okkar hafi verið getuiausir
tæknilega séð ættu að lesa bók-
ina Ancient Man (Frummaður-
inn). Þar kemur fram að
Mayarnir lögðu 62.5 mílna
langan og 30 til 35 feta breiðan
veg í beinni línu á milli borg-
anna Yaxuna og Coba. Hann
var hlaðinn úr höggnu grjóti og
yfirborðið var úr steinsteypu.
Enn þann dag í dag telst hann
stórkostlegt verkfræðiafrek.
í bók Corliss The Incredible
Life (Hið ótrúlega líf) er eitt og
annað sem valdið hefur vanga-
veltum og deilum. Hún fjallar
að mestu um óþekktar dýrateg-
undir en einnig er þróunarkenn-
ing Darwins sett undir smásjá og
meðal þeirra mörgu atriða sem
getið er í bókinni má nefna þá
uppgötvun að bambusplöntur
bíómstra stundum allar á sama
tíma. Stundum geta liðið tuttugu
til þrjátíu ár án þess að heill
bambuslundur blómstri en þá
blómstra trén skyndilega öll í
einu, bera ávexti og deyja sam-
tímis. Og það sem merkilegra
er er það að það skiptir engu
máli þó sum trjánna séu flutt
heimshorna á milli frá sínum
upprunalega lundi. Trén
biómstra samt öll á sama tíma.
Líka þau sem voru flutt!
Á þriðja áratugnum tóku 11
tegundir fugla skyndilega upp á
því að rífa upp vaxlokin á
mjólkurflöskum á dyraþrepum
heimila út um allar Bretlands-
eyjar. Hvernig gátu fuglarnir
vitað um næringu í flöskunum
þar sem þær voru lokaðar?
Fann hver fugl upp á þessu hjá
sjálfum sér eða lærðu þeir þetta
hver af öðrum?
Sjálfsagt mætti lengi telja upp
fyrirbæri sem verða ekki auð-
veldlega skýrð. Þar á meðal er
svífandi fólk sem hittist árlega á
ráðstefnu svokallaðra svifyoga,
fólk sem gengur á eldi án þess
að brennast, fólk sem hefur
hamskipti árlega þannig að húð-
in flagnar af og eitt og annað
sem gengur í berhögg við vís-
indin. En Corliss er eíasemda-
maður og reynir að skoða öll
þessi frávik frá viðurkenndum
kenningum á hlutlausan hátt og
er alls ekki andhverfur hinum
hefðbundnu vísindum auk þess
sem hann dregur allar ályktanir
út frá upplýsingum frá viður-
kenndum vísindaritum en ekki
frá persónulegum skoðunum.
Hann bendir á að það hafi sýnt
sig í gegnum mannkynssöguna
að það eigi ekki að taka fínpúss-
aðar kenningar eins og þróunar-
kenninguna, afstæðiskenning-
una eða landrekskenninguna
sem sjálfsagðan hlut heldur að
endurskoða allar slíkar kenn-
ingar reglulega til að vera viss
um að við viðurkennum þær
ekki einungis vegna þess að þær
líta vel út. Út frá þeim upplýs-
ingum sem hann hefur viðað að
sér segist hann bara geta sagt að
hann sé ekki viss um neitt fyrir
víst.