Dagur - 19.05.1990, Qupperneq 20
Þórshöfn:
Mokfiskirí
hjá báta-
ílotanum
„Svona góður bátaafli hefur
ekki verið á þessum tíma
undanfarin ár. Aflinn hjá bát-
unum samanlagt hefur oft ver-
ið 30-50 tonn eftir daginn,“
sagði Jóhann A. Jónsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar í gær.
„Þetta hefur verið mikil törn
að undanförnu og ef eitthvað er
vantar okkur fólk í vinnu. Hér
eru komnir fjölmargir aðkomu-
bátar líkt og í fyrra en munurinn
er sá að þetta er allt fyrr á ferð-
inni nú en þá,“ sagði Jóhann.
Jóhann sagði að þessi afli feng-
ist í netin grunnt undan landi.
Allur afli bátanna er unninn í
Hraðfrystistöðinni en á meðan
þessi hrota stendur er togarinn
Stakfell á veiðum og frystir
aflann. Hraðfrystistöðin hefur
tekið við rekstri togarans í kjöl-
far þeirra aðgerða sem ráðist var
í til bjargar Útgerðarfélagi N-
Þingeyinga. Jóhann segir þessar
aðgerðir nú á lokastigi en í stór-
um dráttum fólust þær í því að
Hlutafjársjóður kom inn í Hrað-
frystistöðina með ] 19 milljónir
króna og Hraðfrystistöðin jók
hlutafé sitt í Útgerðarfélaginu
um 100 milljónir. Auk þess fékk
ÚNÞ vaxtaleiðréttingu, byggða-
styrk og niðurfellingu á almenn-
um viðskiptaskuldum. JÓH
Kjartan Einarsson, sóknarmaður í liði íslandsmeistara KA, og Friðrik Friðriksson, markvörður Þórs, brugðu á
leik fyrir ljósmyndara Dags í gær. Mynd. KL
' íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild:
Boltínn byrjar að rúlla í dag
Boltinn byrjar að rúlla á
knattspyrnuvöllum landsins í
dag. Blásið verður til leiks í
fyrstu umferð fyrstu deildar
Islandsmótsins í knattspyrnu
klukkan 14.
Athygli Akureyringa beinist
að sjálfsögðu að Þór og KA.
Þórsarar fá í heimsókn í dag
nýliða Stjörnunnar í Garðabæ
og hefst leikur liðanna kl. 16 á
malarvelli Þórs við Glerárskóla.
KA-menn fara suður yfir heiðar
á morgun og leika gegn FH á
grasvellinum að Kaplakrika í
Hafnarfirði. Leikur liðanna
hefst kl. 16.
Þeir Friðrik Friðriksson,
markvörður Þórs, og Kjartan
Einarsson, hinn skæði sóknar-
maður KA, vildu ekkí spá um
úrslit leikjanna um helgina.
Kjartan fingurbrotnaði í Meist-
arakeppni KSÍ gegn Fram í vik-
unni og þarf því að gera sér að
góðu að horfa á félaga sína
berjast við FH-inga í Hafnar-
firði á morgun. Hann gerir sér
hins vegar vonir um að verða
klár í slaginn í fyrsta heima-
leiknum gegn Val nk. föstu-
dagskvöld.
„Ég vil engu spá um úrslit
leiksins í dag,“ sagði Friðrik
markvörður Friðriksson. „Þetta
verður örugglega erfitt, í þess-
um leik sem og öðrum leikj-
um.“ óþh
Könnun Kjarna hf. á Akureyri á vinsældum íslenskra stjórnmálamanna:
Halldór nýtur mestrar hylli
Halldór Asgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, er sá stjórn-
málamaður á Islandi sem
Akureyringar meta mest.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, kemur þar
næst á eftir og Davíð Oddsson,
borgarstjóri í Reykjavík, í
þriðja sæti.
Þetta er niðurstaða könnunar
sem Kjarni hf. á Akureyri fram-
kvæmdi dagana 11. og 12. maí sl.
Spurningin sem lögð var fyrir
fólk var eftirfarandi: „Hvaða
íslenska stjórnmálamann metur
þú mest?“ Þessari spurningu
svöruðu 214 Akureyringar 18 ára
og eldri.
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, hlaut atkvæði 70
Akureyringa, helmingi færri, eða
35, nefndu Steingrím Hermanns-
son, forsætisráðherra, og 20
nefndu Davíð Oddsson. Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, nefndu 12 Akureyring-
ar, 11 Ólaf Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, 10 Þorstein
Pálsson, formann Sjálfstæðis-
flokksins, 9 Jón Sigurðsson, iðn-
aðarráðherra, og Jóhönnu Sig-
urðardóttur, félagsmálaráðherra,
8 Guðrúnu Agnarsdóttur, 4
Guðmund Bjarnason, heilbrigð-
isráðherra og Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, 3 Júlíus
Sólnes, umhverfisráðherra,
Steingrím J. Sigfússon, sam-
gönguráðherra, og Þórhildi Þor-
leifsdóttur. Tvö atkvæði hlutu
þeir feðgar Ingi Björn Albersson
og Albert Guðmundsson. Eitt
atkvæði hlutu Árni Gunnarsson,
Eyjólfur Konráð Jónsson, Hall-
dór Blöndal, Helgi Seljan, Jónas
Jónsson frá Hriflu, Karvel
Pálmason, Kári Gunnarsson,
Sverrir Hermannsson og Ólafur
Thors. óþh
Hægviðri
„Það má heita að verði indælis
veður um allt íand. Það verður
að vísu einhver norðlæg átt um
helgina og það þýðir að verður
eitthvað meira skýjað hjá
ykkur. En við vonum að verði
alveg þurrt,“ sagði Eyjólfur
Þorbjörnsson, veðurfræðingur
á Veðurstofu íslands um helg-
arveðrið á Norðuriandi.
Eyjólfur sagði að hitinn yrði
alveg sæmilegur, að minnsta
kosti í Eyjafirði. „Þetta verður
tiltölulega rólegt veður, engin
alvöru norðanátt." Eyjólfur sagði
að reikna mætti með morgun-
þoku eins og verið hefði undan-
farna daga. óþh
Aflabrestur
í grálúðimni
Lítil veiði hefur verið hjá skag-
firsku togurunum undanfarið.
Grálúðuveiðin hefur brugðist
hjá þeim sem öðrum togurum.
Skagfirðingur SK-4 er á leið til
Bremenhaven með 155 tonn af
blönduðum afla. Skagfirðingur
á söludag þann 23. og er búist
við góðri sölu.
Grálúðan hefur undafarin ár
verið uppistaðan í þeim afla sem
borist hefur á land í maí. „Það
verður að segjast að þetta er afla-
brestur hjá okkur núna. Grálúð-
an veiðist ekki og við erum að fá
skot í ufsa og ýsu. Fiskurinn er
nýlega hrygndur og dreifður og
þess vegna illveiðanlegur,“ sagði
Gísli Svan hjá Útgerðarfélaginu
Skagfirðingi.
Skafti SK-3 er í slipp á Akur-
eyri og verður þar fram yfir helgi.
Hann verður botnskrapaður og
málaður um helgina.
Engin vinna hefur verið hjá
Skildi hf. og er togarinn Drangey
á veiðum en hann sér Skildi hf.
fyrir hráefni. Vinna hefur verið í
frystihúsinu á Hofsósi og einnig í
frystingu og saltfiskverkun
Fiskiðju Sauðárkróks. kg
Hesthúshverfið í Breiðholti:
„ÚrbótaneM“ í máJið
MA-stórhátíð þann 16. júní:
Undirbúmngur koirmrn í fiillan gang
Nú er Ijóst að efnt verður til
stórvcislu í íþróttahöllinni á
Akureyri að kvöldi 16. júní
n.k. þar sem saman koma
stúdentar frá Menntaskólan-
um á Akureyri, kennarar og
velunnarar skólans. Undir-
búningur að hátíðinni er i
höndum 25 ára stúdenta en
samið hefur verið við Baut-
ann á Akureyri um fram-
kvæmd veislunnar.
Þessa dagana er verið að
senda út dreifibréf til gamalla
M.A.-inga þar sem fram kemur
að tilgangur með þessari hátíð
sé sá að veita stúdentum frá
M.A., kennurum og gestum
þeirra tækifæri til að hittast og
skemmta sér í „anda og
stemmningu „students lycklige
dag“ og rifja þar upp minningar
frá skólaárunum með viðeig-
andi meðlæti, skemmtiatriðum
og söng,“ eins og segir í bréf-
inu.
Hátíð þessi ber upp á 110 ára
afmæli skólans og þegar 60 ár
eru liðin frá því skólinn fékk
heimild til.að brautskrá stúdenta.
íþróttahöllin getur rúmað allt
að 1000 manns til borðs en ætl-
unin er að setja upp viðamikla
skemmtidagskrá þar sem m.a.
verður að finna tönlistarflutning
þekktra M.A. félaga.
Forsvarsmenn hátíðarinnar
segja þegar mikinn áhuga á
hátíðinni og á næstu vikum
verði Ijóst hversu margir boða
komu sína á hátíðina. JÓH
Hestamenn á Akureyri fund-
uðu í Skeifunni á fimmtudags-
kvöldið sl. Fundarefnið var
hesthúsabyggðin í Breiðholti
ofan Akureyrar og væntanleg
stofnun hesthúseigendafélags,
til að standa að hagsmunamál-
um eigenda hesthúsa í hverf-
inu.
Mörgum finnst að margt mætti
betur fara í hverfinu. Girðingar
eru víða mjög lélegar og hestar
ganga lausir. Rusl og skítur er
yfirþyrmandi, kofar eru víða
utan skipulags og götur eru væg-
ast sagt lélegar
Fundur þessi var að tilhlutan
stjórnar Léttis, féiags hesta-
manna á Akureyri.
Að sögn Stefáns Bjarnasonar,
formanns Léttis, komu menn
saman til að ræða þessi mál vítt
og breitt og hvað mætti gera til
úrbóta.
Til fundarins mættu Jón Geir
Ágústsson, byggingafulltrúi, og
Valdimar Brynjólfsson, heil-
brigðisfulltrúi.
Nefnd hestamanna var skipuð í
málið, en í henni eru: Sigurborg
Daðadóttir, Gunnar Frímanns-
son, Örn Birgisson og Guðlaug
Hermannsdóttir. Væntanlega
verður fimmti maðurinn síðan
skipaður frá Akureyrarbæ. ój
Dauðaslys
á Majorka
Sautján ára piltur frá Árnesi
í Aðaldal, Þórólfur Baldvin
Hilmarsson, lét lífið í mót-
orhjólaslysi á Majorka á
Spáni sl. miðvikudagskvöld.
Pilturinn var þar staddur í
skólaferðalagi með skólafélög-
um sínum úr Framhaldsskól-
anum á Laugum.
Pilturinn mun hafa verið á
litlu mótorhjóli og varð hann
fyrir bíl með fyrrgreindum
afleiðingum. óþh