Dagur - 22.05.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Þriðjudagur 22. maí 1990 - DAGUR - 3
l
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Viðar Valdimarsson hefur
sótt um hefja veitingarekstur í
húsinu við Skíðabraut nr. 4 á
Dalvík. Byggingarnefnd hefur
samþykkt erindi Viðars fyrir
sitt leyti.
■ Skipulagsnefnd leggur til
að bílaþvottaplani fyrir stóra
bíla verði fundinn staður á lóð
fyrir vestan Steypustöðina við
Sandskeið.
■ Skipiilagsnel'nd hefur sam-
þykkt erindi Skíðafélags Dal-
víkur um byggingu þjónustu-
húss við austurenda skíða-
lyftu.
■ Skipulagsnefnd hefur failist
á teikningar Halldórs Jóhanns-
sonar, landslagsarkitekts, um
stækkun kirkjugarðsins á Dal-
vík til suðurs og vesturs að
hellulögðum stíg 25 m frá
kirkju.
■ Trausti Þorsteinsson,
núverandi fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis eystra,
hefur sagt stöðu skólastjóra
við Dalvíkurskóla lausri.
Skólanefnd mælir með skipun
Þórunnar Bergsdóttur í stöðu
skólastjóra og Sveinbjörns M.
Njálssonar í stöðu yfirkennara
við Dalvíkurskóla.
■ Þá mælir skólanefnd með
að Sigurlaug Jóhannesdóttir
verði skipuð í heila stöðu
næsta skólaár. Ennfremur að
Gísli Bjarnason og Ásrún
Ingvadóttir verið ráðin í heilar
stöður, Ásta Einarsdóttir
verði endursett og að Heimir
Kristinsson og Ólafur B.
Thoroddsen fái leyfi án launa
skólaárið 1990-1991.
■ Skólanefnd mælir með við
bæjaryfirvöld að hrundið verði
í framkvæmd hugmynd stárfs-
fólks Dalvíkurskóla, um að
skólanum verði úthlutað
landsvæði til skógræktar.
■ Heilbrigðisnefnd hefur fal-
ið heilbrigðisfulltrúa að skrifa
bústjóra þrotabúss Fóður-
stöðvarinnar á Dalvík bréf og
krefjast þess að allt fóður
utandyra verði fjarlægt nú
þegar, elli verði það gert á
kostnað búsins. Einnig verði
unthverfið hreinsað af öllum
lausum rnunum og það snyrt.
■ Þá hefur heilbrigðisnefnd
falið heilbrigðisfulltrúa að
skrifa embætti veiðistjóra bréf
og vekja athygli á vandamál-
um vegna vargfugla.
■ í bókun heilbrigðisnefndar
kemur fram að borist hafi
kvartanir um óþægilega lykt
frá Sæplasti hf. Nefndin fól
heilbrigðisfulltrúa að leita álits
Hollustuverndar á skaðsemi
mengunarinnar.
■ Heilbrigðisnefnd hefur
samþykkt Sveinbjörns Stein-
grímssonar, f.h. Svarfaðar-
dalshrepps, um sumarhúsa-
svæði í landi Laugahlíðar í
Svarfaðardalshreppi, „enda
verði frágangur á vatnsbólum
og frárennsli í samræmi við
gildandi reglur."
Akureyrarbær:
Verðlaun aflient úr Húsfriðunarsjóði
Stefán Jóhannesson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Indriðason og
Sverrir Hermannsson. Mynd: ehb
Á laugardaginn var úthlutað
viðurkenningum úr Húsfriðun-
arsjóði Akureyrar við athöfn í
Laxdalshúsi. Viðurkenningu
hlutu eigendur tveggja húsa
við Aðalstræti, en auk þess
fékk Sverrir Hermannsson,
húsasmíðameistari, sérstaka
viðurkenningu fyrir framlag
sitt við varðveislu gamalla
húsa.
Gunnar Ragnars, formaður
menningarmálanefndar, sagði í
ávarpi við þetta tækifæri að þrír
aðilar gerðu tillögur um styrki
eða viðurkenningar úr Húsfrið-
unarsjóði Akureyrar. Það eru
byggingarfulltrúi, skipulagsstjóri
og menningarfulltrúi bæjarins.
Að þessu sinni voru viður-
kenningar veittar fyrir Aðalstræti
52, sem er hús þeirra Kristínar
Aðalsteinsdóttur og Hallgríms
Indriðasonar, og Aðdstræti 30,
sem var endurbyggt af Stefáni
Jóhannessyni. Þessum aðilum var
þakkað gott framlag við varð-
veislu gamalla bygginga og
smekklega endurbyggingu
þeirra.
Sverrir Hermannsson, húsa-
smíðameistari, fékk sérstaka
viðurkenningu fyrir mikið og gott
starf við viðhald og endurbygg-
ingu gamalla húsa, en hann var
m.a. yfirsmiður við Laxdalshús.
Voru honum færðar sérstakar
þakkir fyrir nákvæmni, smekk-
vísi og hagleik í vinnubrögðum.
Árni Ólafsson, skipulagsstjóri,
flutti einnig ávarp, þar sem hann
ræddi um húsfriðunarmál, skipu-
lag eldri hverfa og stefnur og
strauma varðandi enduruppbygg-
ingu gamalla mannvirkja. EHB
Ferðamálasamtök
Húsavíkur:
Gistíheimili
verði stoftiuð
Á fundi Ferdamálasamtaka
Húsavíkur og nágrennis fyr-
ir skömmu voru býsna heit-
ar umræður um umhverfis-
mál og gistiaðstöðu á Húsa-
vík. Gistirými er ekki talið
nægilegt í bænum og er þá
sérstaklega rætt um skort á
gistiheimilum í því sam-
bandi.
Hótel Húsavík annar að
mestu gistiþörf þeirra sem á
annað borð vilja gista á hóteli
en sumir kjósa fremur gistihei-
mili, enda ódýrari kostur. í
þeim efnum er hins vegar ekki
í mörg hús að venda.
Ferðamálasamtökin ætla að
gera átak í heimagistingarmál-
um og mun Ásgeir Leifsson,
iðnráðgjafi, ætla að hvetja
fólk til að stofna gistiheimili á
Húsavík. Samtökin telja fulla
þörf fyrir þessa grein ferða-
þjónustu, en gistiheimili þríf-
ast víða vel í þéttbýli sem ann-
ar valkostur fyrir þá sem kjósa
ekki hótel eða tjaldstæði,
heldur milliveg. SS
Herradeild