Dagur - 22.05.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. maí 1990 - DAGUR - 9 íþróffir Enska knattspyrnan: Hinir „verðlausu“ leikmenn færðu Man. Utd. bikarinn Lgum: igarnir •kum keppti í 52 kg flokki. Helgi lyfti fyrst 78 kg en bætti síðan tveimur kg við þannig að fyrra met hans stóð ekki lengi. Jóhann Guðmann, sem keppti í 75 kg l'lokki, bætti Akureyrarmet ungl- inga í bekkpressu er hann lyfti 90 kg og Rúnar Friðriksson, sem keppti í 82,5 kg flokki lyfti 175 kg í hnébeygju, 120 kg í bekk- pressu, 210 kg í réttstöðulyftu, eða 505 kg samanlagt en þetta eru allt ný Akureyrarmet í ungl- ingaflokki. Þá lyfti Jóhann Sig- urðsson 135 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu, 130 kg í rétt- stöðulyftu, eða 325 kg samanlagt en þetta eru allt ný íslandsmet drengja. Jóhann keppti í 125 kg flokki. Þá má geta þess að Kári Elí- son lyfti 650 kg samanlagt í 75 kg flokknum en það er það sama og bronsverðlaunahafinn lyfti á Evrópumótinu sem fram fór fyrir skömmu. Úrslitin á mótinu fara hér á eftir. Hörpudeildin: Leikur KA og Vals færður suður Ákveðið hefur verið að leikur KA og Vals, sem fram fer á föstudagskvöldið, fari fram á Valsvellinum að Hlíðarenda. Leikurinn var settur á sem heimaleikur KA en liðin komu sér saman um að leika fyrri leikinn syðra til að hann gæti farið fram á grasi. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar, formanns knattspyrnu- deildar KA, hefði verið afar óþægilegt fyrir liðið að leika fyrsta leik á grasi, síðan annan á möl og svo þann þriðja aftur á grasi. Sagðist hann telja þessa ákvörðun koma sér vel fyrir alla aðila. Þetta gerir það að verkum að KA-menn leika fjóra fyrstu leiki sína á útivelli. Fyrsti heimaleikur liðsins verður gegn Víkingi þriðjudaginn 12. júní. Á fimmtudag léku Manchester Utd. og Crystal Palace öðru sinni til úrslita um FA-bikarinn á Wembley, en um síðustu helgi höfðu liðin gert 3:3 jafn- tefli í mjög skemmtilegum leik. Að þessu sinni fengust úrslit og bikarinn hafnaði á Old Trafford. Leikurinn varð aldrei eins skemmtilegur og sá fyrri, báðir framkvæmdastjórarnir tóku áhættu og það var Alex Ferguson sem hafði heppnina með sér. Hann lét Les Sealey sem hann hefur í láni frá Luton leika í markinu í stað Jim Leighton og það tókst ntjög vel. Sealey var öryggið uppmálað og það veitti varnarmönnum Utd. aukið sjálfs- traust. Steve Coppell þorði ekki að setja Ian Wright sem skoraði tvö mörk í fyrri leiknum í byrjun- arliðið, en lék í þess stað með fimm menn á ntiðjunni. Wright kom inná er nokkuð var liðið af síðari hálfleik, en komst ekki í takt við leikinn. Sigurmark Man. Utd. var sérlega glæsilegt, á 15. mín. síðari hálfleiks átti Neil Webb góða sendingu fyrir mark Palace þar sem bakvörðurinn Lee Martin kom á ferðinni, tók boltann á brjóstið og þrumaði honum síðan með glæsilegu skoti í mark Crystal Palace. Þetta var éina mark Martin á leiktímabil- Alyktun frá stjóm Sund- sambandsins Fyrir skömmu ályktaði stjórn Sundsambands íslands um þá stefnu sem ríkir í sundlauga- byggingum á landinu. Álykt- unin birtist orðrétt hér á eftir. „Stjórn Sundsambands íslands harmar þá stefnu sem ríkir í sundlaugabyggingum í landinu. Ekki virðist tekið tillit til sund- íþróttarinnar sem keppnisgreinar þrátt fyrir síauknar kröfur um betri árangur íslensks sundfólks. Haldið er áfram að byggja sund- laugamannvirki með þarfir almennings í fyrirrúmi en þarfir keppnissundmanna og eldri hóps grunnskólanema, sem eru í sund- kennslu, sitja á hakanum. Einnig er augljóst að íþróttagreinum er stórlega mismunað hvað keppnis- aðstöðu varðar. Ráðamenn og hönnuðir verða að taka tillit til allra hópa sem stunda sund, þar á meðal fatl- aðra, ungra barna og eldri borg- ara. Þegar kalt er í veðri veigrar þetta fólk sér við að synda sér til heilsubótar í útisundlaugum. Því telur stjórn Sundsambands íslands að það sé brýnt að fjölga innisundlaugum þar sem þarfir keppnisfólks og áðurgreindra hópa fara saman. Island er það land í Evrópu sem hefur hlutfallslega flestar úti- laugar en víðs vegar um heim eru 'byggðar innilaugar sem hægt er með einföldum búnaði að breyta í útilaugar á góðviðrisdögum. Stjórn Sundsambands íslands er reiðubúin til samráðs og umræðna um þessi mál við rétta aðila.“ Man. Utd. - inu og athyglisvert að hann ásamt markverðinum Sealey voru einu leikmenn Man. Utd. í leiknum sem ekki höfðu kostáð félagið grænan eyri. Bryan Robson fyrir- liði Utd. hampaði því bikarnum í leikslok, en hann var óheppinn að skora ekki sjálfur í leiknum er hörkuskalli hans hafnaði í þver- slá. Tímabilið endaði því vel hjá Utd. eftir mjög slakt gengi lengst af í vetur. Lið Crystal Palace má einnig vel við una, liðið komst upp úr 2. deild í fyrra og hélt sæti sínu í deildinni og fékk síðan tvo Eins og komið hefur fram stendur KKÍ fyrir þjálfaranám- skeiði í körfuknattleik 24.-29. maí í íþróttahúsi Seljaskóla. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ralph Klein, landsliðs- þjálfari Israels og Laszlo Nemeth, auk þess sem KKÍ hefur nú tekist að fá einn hæf- asta þjálfara Sovétríkjanna til að koma og kenna á námskeið- inu. C. Palace 1:0 úrslitaleiki í bikarnum sem færðu félaginu verulega fjárupphæð. Úrslitakeppnin Mikil átök urðu í síðari leik Newcastle gegn Sunderland í úrslitakeppninni í vikunni. Fyrri leiknum hafði lokið með 0:0 jafn- tefli á heimavelli Sunderland og andrúmsloftið var rafmagnað í stðari leiknum. Þegar Sunder- land skoraði síðara mark sitt 4 mín. fyrir leikslok varð allt vit- laust. Áhangendur Newcastle Þjálfari þessi heitir Zurab Hgotaev og er aðstoðarþjálfari sovéska karlalandsliðsins. Hann er þjálfari Stroitel Kiev sem und- ir hans stjórn vann sovéska meistaratitilinn 1988-’89. Hgotaev kemur á námskeiðið beint frá Argentínu þar sem sovéska landsliðið er í æfinga- búðum til undirbúnings fyrir heimsmeistarakeppnina sem haldin verður þar í sumar. ruddust inná völlinn, greinilega til þess að leiknum yrði aflýst og hann leikinn að nýju. Dómarinn kallaði leikmenn útaf meðan völlurinn var ruddur og 15 mín. síðar tókst að ljúka leiknum. 52 voru handteknir og 10 meiddir þar af 4 lögreglumenn, en ekki var gert mjög mikið úr þessum atburði, enda hvorki áhangendur Liverpool né Leeds Utd. sem honum ollu. Það voru Eric Gates og Marco Gabbiadini sem skor- uðu mörk Sunderland. Swindon sigraði Blackburn 2:1 í síðari leik liðanna eins og í þeim fyrri og það verða því Sunder- land og Swindon sem leika um laust sæti í 1. deild á Wembley mánudaginn 28. maí. Notts County og Tranmere leika urn sæti í 2. deild á Wemb- ley sunnudaginn 27. maí og laug- ardaginn 26. maí ntunu Chester- field og Cambridge leika um laust sæti í 3. deild og verður sá leikur einnig á Wembley. • Colin Gibson leikntaður Man. Utd. reiddist mjög er hann komst ekki í bikarlið Utd. og hefur nú farið fram á sölu frá félaginu. • Arsenal hefur fest kaup á markverðinum David Seaman frá O.P.R. fyrir £1.300.000 og er hann nú dýrasti markvörður á Englandi. • Kevin Sheedy og Neville Southall vilja báðir fara frá Everton, en félagið vill ekki ntissa þá. Þeint semur ekki við Colin Harvey framkvæmdastjóra og spurning hvort hann verði lát- inn víkja. • Tottenham leitar nú að varn- armönnum og hefur augastað á Steve Bruce hjá Man. Utd. og Terry Butcher leikmanni Rang- ers. Einnig hefur félagið auga- stað á bakverði Norwich Mark Bowen sem á sínum tíma var seldur frá Tottenham fyrir £90.000, en er margfalt nteira virði nú. • Þá mun Man. Utd. nú reyna að fá til liðs við sig sænska lands- liðsmanninn Roland Nilsson sem lék með Sheffield Wed. í vetur, en hefur ekki áhuga á að leika með félaginu í 2. deild. • Einnig er Utd. á höttunum eft- ir markverði, Neville Southall er efstur á óskalistanum ef honum verður sleppt frá Everton og John Lukic hjá Arsenal ætti einn- ig að vera á lausu. Jim Leighton verður sennilega seldur aftur til Aberdeen á Skotlandi. Þ.L.A. Úrslit í vikuimi FA-bikarinn úrslitaleikur Man. Utd.-Crystal Palace 1:0 Úrslitakeppnin: Síðari leikir í undanúrslitum. 2. deild Newcastle-Sunderland 0:2 Swindon-Blackburn 2:1 3. deild Notts County-Bolton 2:0 Tranmere-Bury 2:0 4. deild Stockport-Chesterfield 0:2 Maidstone-Cambridge 0:2 Marco Gabbiadini skoraði síðara mark Sunderland gegn Newcastle og leikur nú til úrslita um sæti í 1. deild gegn Swindon. Þjálfaranámskeið KKÍ: AðstoðarþjáJfari Sovét- manna kemur og kennir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.