Dagur - 22.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. maí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Skoðanakannanir
í kosningaviku
DV birti í gær niðurstöður nýrrar skoðanakönn-
unar um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík
við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Sama blað
mun væntanlega birta niðurstöður annarrar
skoðanakönnunar í dag, þ.e. um fylgi flokkanna
á Akureyri í komandi bæjarstjórnarkosning-
um. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hver
útkoman úr síðari könnuninni verður, enda er
hún í sjálfu sér aukaatriði. Það sem er verðugt
umhugsunarefni er að fjölmiðlum skuli leyfast að
birta niðurstöður skoðanakannana svo skömmu
áður en kjósendur ganga að kjörborðinu.
Ljóst er að skoðanakannanir eru að meira eða
minna leyti skoðanamyndandi, þótt útilokað sé
að meta áhrif þeirra til fullnustu. Þegar niður-
stöður kannana á flokkafylgi eru birtar svo
skömmu fyrir kosningar, geta þær haft margvís-
leg áhrif. Þær geta til dæmis haft þau áhrif að
óákveðnir kjósendur fylki sér um flokk sem sam-
kvæmt skoðanakönnuninni vantar fá atkvæði til
að ná inn manni eða bæta við sig manni. Þær
geta einnig haft þau áhrif að hluti kjósenda hætti
við að styðja ákveðinn flokk í kosningunum, ef
hann samkvæmt skoðanakönnun er langt frá því
að fá mann kjörinn og einungis 3-4 dagar eru til
kosninga. Flestum fyndist það vafalaust smekk-
laust, jafnvel siðlaust, ef einhver fjölmiðillinn
kynnti niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á
sjálfan kjördaginn. Það er hins vegar bitamunur
en ekki fjár að birta niðurstöður skoðanakönnun-
ar 3-4 dögum fyrir kosningar, þ.e. í sömu vikunni
og kjósendur ganga að kjörborðinu. Það er ekki
langt frá því að flokkast sem áróður á kjörstað.
í byrjun þessa mánaðar birti Morgunblaðið
könnun sem það lét Félagsvísindastofnun Há-
skóla íslands vinna fyrir sig. Starfsmenn Félags-
vísindastofnunar voru fyrirfram beðnir að taka
tillit til þess við úrvinnslu könnunarinnar að
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut minna fylgi í síðustu
kosningum en fram kom í skoðanakönnun stofn-
unarinnar fyrir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík mældist fyrir bragðið með mun
minna fylgi en aðrar skoðanakannanir í vor hafa
mælt. Niðurstöður könnunarinnar hefur Morgun-
blaðið síðan notað markvisst til að reyna að
sannfæra Reykvíkinga um að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé ekki öruggur um að halda meirihluta sín-
um í borginni og að „úrslitin í Reykjavík geti oltið
á einu atkvæði. “ Þess vegna megi enginn stuðn-
ingsmaður Sjálfstæðisflokksins sitja heima eða
„hlaupa út undan sér á kjördag". Morgunblaðið
mun væntanlega hamra á þessu atriði fram á
kjördag. Þetta sýnir að sumir fjölmiðlar a.m.k.
láta gera fyrir sig skoðanakannanir í fyrirfram
ákveðnum tilgangi.
Dæmin hér að ofan sýna að þörf er ítarlegrar
lagasetningar um framkvæmd skoðanakannana
hér á landi. BB.
Kvittun til Kristnnindar
Kristmundur Bjarnason rithöf-
undur sendir mér sumarkveðju
sína í 85. tl.bl. „Dags“ þann 8.
maí sl. Kveðjan sú hin mikla á að
vera svar við lítilli grein, er ég
birti í „Feyki“ í byrjun mars sl.
Meðgöngutíminn hefur því verið
langur og mér sýnist afkvæmið
ekki burðugt miðað við vöxtinn.
Krm. Bj. er þekktur og viður-
kenndur rithöfundur, og að ég
hygg, nákvæmur og vandvirkur
að jafnaði. Ég hefi ekki heyrt né
séð að út á verk hans hafi verið
sett, né að þeim fundið. Pess
vegna virðist hann hrökkva við
þegar lítill karl, ómenntaður og
enginn fræðingur, leyfir sér að
gera nokkrar athugasemdir og
leiðréttingar við ritverk meistar-
ans, hið síðasta.
Hitt er svo annað mál, að svar
Kristmundar er með nokkuð öðr-
um hætti en búast mátti við frá
hans hendi. Þar örlar lítið á rök-
um og litlu er hnekkt, er í grein
minni stóð. Svarið er miðlungi
góðgjarnlegar vangaveltur um
ólæsi K.G. á greinarmerki, hvað
mikillar vangár og vanþekkingar
gæti hjá K.G., hvað lestrarhæfni
K.G. sé slök og auðvitað er það
K.G. sem er ónákvæmur og vinn-
ur flausturslega. Og fleira er í
þessum dúr sem ég læt mér í léttu
rúmi liggja, en læt öðrum eftir að
meta.
Flest þau atriði, sem ég gerði
athugasemdir við, liggja svo
nærri nútímanum að auðvelt
hefði verið fyrir Kristmund að
leita til núlifandi manna til að
sannreyna þau. En auðvitað geta
missagnir ævinlega slæðst með
hjá öllum mönnum, sem við
söguritun fást. Fyrir það verður
varla girt. En í sagnaritun er það
beinlínis skylda lesandans að
leiðrétta villur eða missagnir,
verði hann þeirra var. Villur eiga
ekki að vera villur í áratugi eða
aldir, viti menn betur. Og það
var ég að gera í minni fyrri grein.
En rithöfundur verður að hafa
þrek til að þola slíkt.
Kristmundur gerir engar aths.
við suma þá liði er ég setti fram,
teygir og tætir aðra á illskiljanleg-
an hátt og klykkir svo út með því
að segja að hann hafi lent í tíma-
hraki. Hvers geta menn þá vænst
af manni í þvílíkri stöðu? Er
óréttmætt að ætla að við slíkar
aðstæður geti slæðst með villur í
fljótræði?
Ég mun í örstuttu máli drepa á
þau atriði, sem ég taldi vafasöm
eða röng, og viðbrögð Krist-
mundar við þeim. Þó skal strax
tekið fram að það eru tvö smá-
vægileg atriði í minni fyrri grein,
sem Krm. bendir réttilega á, að
hefðu mátt betur fara. Vík ég
síðar að þeim.
1. atr. Um sýslufundahald í
Templarahúsinu. Kristmundur
telur mig hafa vinninginn og
komist nær hinu rétta. (Mikið
var.)
2. atr. Kosning manna í sýslur-
áð árið 1975. Ég taldi hæpið að
skrá heimilisfangið mitt í Varma-
hlíð þá, þótt ég flytti það þangað
11 árum síðar. Kristmundur telur
álitamál hvernig greina skuli
heimilisfesti manna, sem til sögu
eru nefndir, ef úr einhverju sé að
moða að því leyti og hirðir ekki
frekar um það. Þetta er hans mat
og um það segi ég lítið. En tök-
um tvö dæmi. Ef að sýslun.m.
Skefilsstaðahrepps, Gunnsteinn
Steinsson, hefði verið kosinn í
þetta ráð, skiptir þá litlu eða
engu máli hvort hann er skráður í
Ketu á Skaga, eða á Sauðár-
króki? Eða þá sýslun.m. Fells-
hrepps, Pétur Jóhannsson. Er
það álitamál hvort hann er skráð-
ur í Glæsibæ, eða Þorlákshöfn?
3. atr. Um framlag sýslunefnd-
ar til skógræktargirðingar við
Konráð Gíslason.
Bóluá í Blönduhlíð í Silfrastaða-
landi. Ég legg á það áherslu að
Bólulundur sé í Bólulandi, en
ekki í landi Silfrastaða. Krist-
mundur ritar um lið þennan lang-
an pistil. Honum var mæta vel
kunnugt um hið rétta, sem ég og
vissi, eftir spjall okkar í febrúar
sl., er við ræddum um nokkur
atriði í Sögunni, sem ég tjáði
honum að ég myndi gera aths.
við. Kristmundur telur mig eigna
sér tilvitnaða setningu. Það geri
ég hvergi og hef reyndar aldrei
dottið í hug að hann vissi ekki hið
rétta. Ég spyr því aftur. Eiga vill-
ur eða missagnir að standa
óbreyttar í áratugi eða aldir, þó
menn viti hið rétta? Tökum
dæmi. Ef í heimildum, sem Krist-
mundur þurfti að nota, væri till.
með nafni Krm. Bjarnasonar, en
í annarri till. hefði misritast Krm.
Björnsson. Hefði hann látið svo
augljósa villu endurtaka sig í
Sýslunefndarsögu? Ég fór ekki
300 ár aftur í tímann til að leita
heimilda. Þess vegna mátti ég
ekki segja, að frá fornu fari hafi
Silfrastaðir tilheyrt Norðurárdal.
Fyrir því eru ekki til órækar
sannanir, eins og Krm. réttilega
segir.
Hallgrímur Jónasson kennari
f. 1894 og alinn upp í Norðurár-
dal, segir í Árbók Ferðafélags
íslands: „Við Bóluá er oft talið
að Blönduhlíðinni ljúki og
Norðurárdalurinn hefjist, þótt
sums staðar sé svo að sjá, sem
Silfrastaðir, næsti bær, fylgi
Blönduhlíð. Hér taka dalirnir
við.“ Ævinlega skal hafa það sem
sannast reynist.
4. og 5. atr. Um gjafabréf
Víðivallahjóna og sýslunefndar-
veislur gerir Krm. engar athuga-
semdir.
6. atr. Um aðstoðarmenn Lilju
frá Víðivöllum við flutning far-
angurs á Alþingishátíðina á Þing-
völlum 1930. Kristmundur er
með miklar vangaveltur í löngu
máli. Ég verð fáorður. Var sjálf-
ur með tilgátu um að Árni Jón
Gíslason frá Miðhúsum, hefði
verið annar aðstoðarmaður Lilju.
Það hef ég nú fengið staðfest hjá
sr. Sigfúsi, syni Árna.
7. atr. Búnaðars.bandsstj.
Engin aths. frá Krm. enda aug-
ljós og sjálfsögð leiðrétting.
8. atr. Um karlakórssöng í
Varmahlíð árið 1938. Hér hefur
lítið k orðið að stóru hjá mér. í
Sögunni stendur „karlakór Seylu-
hrepps“. En Skagfirðingar vita
betur en Sýslunefndarsagan
greinir. Þeir vita að í heimild er
misritun, og trúlega veit Krm.
það sjálfur. Hvergi í grein Krm.
er orðhengilshátturinn meiri en
hér. Hann reynir að gera látnum
heiðursmanni upp hugsanir um
það, hvers vegna hann hafi ritað
„karlakór Seyluhrepps", en ekki
„Heimir“. Ekki finnst mér það
geðfellt.
Sýslunefndarmannatal. Ég
sagði í minni fyrri grein, að mér
sýndist gæta nokkurs ósamræmis
hvað það varðaói. En áður en ég
hóf mínar leiðréttingar sagði ég:
„Örfá atriði tekin af handahófi
vil ég þó nefna.“ Þau voru fleiri
atr. sem ég sleppti, fannst nóg
komið Kristmundur er því ekki
að tína upp iagða sem ég hefi týnt
og ekki fandið. Einhver annar
hefur tapao þeim. Sannast sagna
finnst mér öll þessi titlatínsla
fremur litla þýðingu hafa og hefði
gjarnan máti. minni vera. Hún er
erfið. tímafrek og býsna vand-
meðfarin. Ég held að nóg hefði
verið að nefna oddvita og hrepp-
stjóra. Sleppa titlunum 20, eða
þar um bil. En hér rekur Krm.
sínar eigin villur rækilega. „Sum-
ar bagalegar“, segir hann, „mis-
tökum sem mér eru að kenna“.
Og síðar. „Rétt er það, að yfirlit
um starfsferil kennara og skóla-
stjóra er hvorki fugl né fiskur og
stafar sumpart af vangá minni.“
Og segir auðvitað að ósamræmis
gæti. Og síðar segir hann: „Ef-
laust leynast fleiri villur í verk-
inu, sem þörf er að leiðrétta.“
Var einhver að tala um óná-
kvæmni og flaustursleg vinnu-
brögð? Mér sýnist að Krm.
afsaki sín fyrri skrif öllu meira en
hann leiðréttir mín. Eitt enn.
Kristmundur segir: „í sýslunefnd-
armannatali eru enn ótaldar
villur, sem hvorugur okkar Kon-
ráðs kom auga á í tækan tíma.“
Hvað á Krm. við? Ekki sá ég
handritið.
Sýslunefndarsögutillagan. Ég
,get fallist á það með Kristmundi
að það geti verið álitamál, hvort
rétt sé hjá mér að segja: „Upphaf
Sýslunefndarsögu hefst á tillögu
þeirri o.s.frv.“, eða t.d. Bókin
hefst á till. þeirri o.s.frv. En
þetta er ekki mikið mál. Hitt er
alvarlegra að eftir að Krm. hefur
fjallað um álit mitt á meðferð
hans á flutningsmönnum till., tal-
ar hann til mín og segir: „Hitt er
rangt, sem gefið er í skyn, að
reglu þessari sé aðeins beitt í
þetta sinn sbr. bls. 119 II bindi.“
Hér skriplar Krm. á skötunni.
Þetta er ósambærilegt. Sú nefnd
er ekki að flytja neina tillögu.
. Hún er kosin af sýslunefnd til að
sjá um ákveðin verkefni, vegna
lýðveldiskosninganna 1944.
Undir lokin segir Kristmundur
að hann hafi lengi unnið með
Rögnvaldi bróður mínum og far-
ið vel á með þeim, svo og ágætis-
manninum Gísla í Eyhildarholti.
Ég veit að faðir minn mat
Kristmund mikils. Það geri ég
einnig. En hvernig ber að skilja
þetta? Hvað kemur þetta skrifum
okkar Kristmundar við? Átti ég,
af þessum ástæðum, að vera góða
barnið og halda mig á mottunni?
Ég get ekki að því gert, að mér
finnst ritsmíð Krm. í „Degi“,
undarlegt afbrigði. Hún er á allan
hátt ólík öllu öðru því, sem ég
hef áður eftir hann lesið, mér til
ánægju og fróðleiks. Ég hef það á
tilfinningunni, að gramur maður
hafi haldið á penna. Maður sem
heldur sig við aukaatriðin, en
ekki þau sem máli skipta. Reynir
með orðaflaumi að flækja málin,
eftir krókaleiðum, til að reyna að
sýna fram á að jafnvel hið ranga
geti verið rétt. Mér þykir miður
hafi ég valdið Krm. vonbrigðum,
eða raskað ró hans, og gríp því
varla til vopna aftur um mál
þetta.
Konráð Gíslason.
Höfundur er fyrrum bóndi á Frostastöö-
uni í Skagafirði.