Dagur - 22.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 22. maí 1990
95. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Handklæði geta stunduin verið nauðsynleg hjálpartæki í fjárhúsum þegar sauðburður stendur sem hæst. Þetta litla
lamb á bænum Vatnsleysu í Fnjóskadal naut umhyggju heimilisfólks og var vafið í handklæði meðan það náði sér
eftir burðinn. Mynd Kl.
Staðsetning álvers:
Verkfræðistofnun Háskólans
mælir loftmengun í Evjafirði
Hraðfrystihús
Ólafsijarðar:
Rækjan er að
rúlla af stað
Rækjuvinnsla hefst að öllu
óbreyttu í dag hjá Hraðfrysti-
húsi Ólafsfjarðar hf., en hún
hefur legið niðri í nokkra mán-
uði. Að sögn Þorsteins
Ásgeirssonar, skrifstofustjóra
HO, hefur ekki verið unnt að
hefja rækjuvinnsluna fyrr
vegna manneklu.
„Það hefur einfaldlega vantað
fólk, en skólakrakkarnir eru að
koma núna,“ sagði Þorsteinn.
Gert er ráð fyrir að um 15
manns vinni við rækjuna og verð-
ur reynt að keyra vinnsluna stíft
áfram í sumar og helst fram að
áramótum, að sögn Þorsteins.
Til að byrja með verður unnin
erlend frosin rækja, en miðað er
við að nokkrir heimabáta og ein-
hverjir aðrir leggi upp hjá HÓ.
óþh
Skíðadalur:
Árarekkifyrir
fjárbændur
Sauðburðurinn er í hámarki
hjá bændum, en ekki er svo í
öllum sveitum. Víða hefur
riðuveikin markað sín spor.
„Hér er allt á kafi. Snjó tekur
mikið upp, en nú sést best hve
magnið hefur verið mikið.
Margir þakka sínum sæla fyrir
að vera fjárlausir og því lausir
við sauðburðinn. Hér var niður-
skurður vegna riðu.
Þegar ég var með sem flest,
voru 550 á fóðrum hjá mér. Ég
hefði ekki viljað það nú, því hér
er varla hægt að setja fé út
nema á snjóinn. Nær autt er í
miðsveitinni, en niður við Dal-
vík er mikill snjór og hér í
Skíðadal og Svarfaðardalsbotni
einnig. Hér árar ekki fyrir fjár-
bændur," sagði Ingvi Eiríksson,
bóndi að Þverá í Skíðadal. ój
Tæplega 40 milljóna króna tap
varð á rekstri Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri á síðasta ári.
Þetta er annað árið í röð sem
stöðin er rekin með halla en
tapið á síðasta ári var þó mun
meira en á árinu 1988.
Aðalfundur Slippstöðvarinnar
var haldinn síðastliðinn laugar-
dag þar sem þessar niðurstöður
voru kynntar. Nýsmíðaskip
stöðvarinnar, sem enn er óselt, er
stöðinni þungur baggi því fjár-
magnskostnaður vegna þess á
síðasta ári nam um 25 milljónum
króna. Gerðir voru tveir sölu-
samningar á þessu skipi sem báð-
ir gengu til baka, eins og kunnugt
er.
A síðasta ári var öllum starfs-
mönnum stöðvarinnar sagt upp
Á næstunni mun Verkfræði-
stofnun Háskóla íslands fram-
kvæma loftmengunarmælingar
á Eyjafjarðarsvæðinu. Þessar
mælingar verða eingöngu
framkvæmdar í Eyjafirði, af
þeim stöðum sem til greina
koma fyrir nýtt álver, þar sem
um er að ræða landbúnaðar-
hérað og að mörgu leyti við-
kvæmara svæði en annars
staðar.
Andrés Svanbjörnsson, yfir-
verkfræðingur markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og Lands-
virkjunar segir að það sem gera
þurfi sé að kanna áhrifin inni í
Hörgárdal, sem og á svæðinu fyr-
ir austan Eyjafjörð. Gera þurfi
ýmsar mælingar annars staðar við
störfum og komu uppsagnirnar til
framkvæmda í febrúar sl. Starfs-
menn stöðvarinnar eru nú unt 30
færri en í árslok 1989. Gripið hef-
ur verið til ýmissa skipulagsbreyt-
inga til að mæta þyngri rekstri og
segir Sigurður Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar, ekki frekari
breytingar á döfinni. Hann segir
árangur af þessum aðgerðum
ekki kominn fram að fullu. „Við
höfum verið að skera niður ýms-
an kostnað í fyrirtækinu en
árangur af því mælist ekki í rek-
strarafkomu strax,“ sagði Sigurö
ur.
Fyrirtækið hefur nú gengið í
gegnum erfiðan tíma hvað varðar
verkefni en Sigurður segir horfa
þokkalega fram á næsta ár, ef
samningur um nýsmíði fyrir Ósk-
ar Matthíasson gangi eftir. JÓH
Eyjafjörð, einnig með aðra staði
við Eyjafjörð í huga en Dysnes.
Rætt hafi verið um að gera svo-
kallaða snefilefnamælingu þar
sem snefilefnum yrði sleppt á
þeim stöðum sem til greina þykja
koma og mæling síðan gerð á
dreifingunni á nokkrum stöðum
við fjörðinn. Andrés segir hins
vegar ekki ákveðið hvort þessi
mælingar verði gerð.
Só breyting verður á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
frá 1. júní n.k. að Gauti Arn-
þórsson, núverandi yfirlæknir
á handlækningadeild, fær leyfl
frá störfum til eins árs til að
sinna vísindastörfum í fagi
sínu.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins var nú um helgina gegnið frá
samningi milli stjórnar sjúkra-
hússins og Gauta þess efnis að
hann sinni vísindastörfum í fagi
Síðastliðið föstudagskvöld
stöðvaði lögreglan í Ólafsfirði
bíl á Aðalgötunni en í radar-
mælingu mældist hann á 99
km hraða á klukkustund.
Þetta brot varðar ökuleyfis-
missi.
Lágmarkið til ökuleyfissvipt-
ingar á staðnum er 100 km hraði
og því hélt ökumaðurinn skír-
Fram kom á almennum fundi
um álver við Eyjafjörð á dögun-
um að fleiri staðir eru inni í
myndinni en Dysnes. Andrés
segir þetta rétt og nefnir að t.d.
hafi Árskógsströnd uppá að
bjóða ýmsa kosti. „Ef ákveðið
verður að byggja álverið við
Eyjafjörð þá hlýtur besti kostur-
inn að verða fyrir valinu. Það er
ljóst,“ segir Andrés. JÓH
sínu á áðurnefndu tímabili.
Gauti er í hópi þeirra lækna hér-
lendis sem gert hefur hvað flestar
skurðaðgerðir og mun stjórn
sjúkrahússins, senr og embætti
Landlæknis, hafa áhuga á að
Gauti taki saman upplýsingar um
þessar lækningar og birti niður-
stöður þeirrar athugunar sinnar.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um það enn hvort auglýst
verður eftir starfskrafti í yfir-
læknisstöðuna við handlækninga-
deild. JÓH
teininu á meðan mál hans fer í
gegnum dómskerfið. Þessi utan-
bæjarmaður var meðal fjögurra
ökumanna sem stöðvaðir voru
fyrir of hraðan akstur í bænum á
föstudagskvöldið en hinir þrír
voru á minni hraða.
Að öðru leyti var rólegt hjá
lögreglumönnum á svæðinu um
nýliðna helgi. JÓH
Dalvík:
Eigendaskipti
í útgerðinni
staðfest
um helgina
Um helgina var gengið form-
lega frá sölu Kaupfélags Ey-
firðinga á 63,5% hlut þess í
Söltunarfélagi Dalvíkur hf. til
Samherja hf. Ennfremur var
formlega staðfest sala á hlut
Dalvíkurbæjar í Utgerðar-
félagi Dalvíkinga hf. til Kaup-
félags Eyfirðinga.
Fljótlega verður boðað til hlut-
hafafund'ar í Söltunarfélaginu þar
sem væntanlega verður kjörin ný
stjórn fyrirtækisins, en sæti í
henni eiga nú Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri
KEA, Rögnvaldur Skíði Frið-
björnsson, útibússtjóri KEA á
Dalvík og Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Dalvík.
Á aðalfundi Söltunarfélags
Dalvíkur hf., sem haldinn var sl.
föstudag, var samþykkt að auka
hlutafé í fvrirtækinu í allt að 33,5
milljónir króna. Gerðar voru
breytingar á samþykktum félags-
ins er lúta að því að opna það. Þá
var samþykkt að fækka stjórn-
armönnum úr fimrn í þrjá.
Fram kom á aðalfundinum að
tap á rekstri fyrirtækisins á sl. ári
nam 34,9 milljónum króna.
Rekstrartekjur voru 182 milljónir
króna. Söluverðmæti afurða
verksmiðjunnar var 103,8
milljónir og aflaverðmæti Dal-
borgar EA 94,6 milljónir. óþh
Stangveiðiklær
setja í eldis-
lax í innan-
verðum Ejjaflrði
Lax á stöng hefur veiðst úr
sjó með fjörum við innan-
verðan Eyjafjörð á þessu
vori. Þetta er nokkuð
sérstakt, en á sér eðliiegar
skýringar.
í Rauðuvíkinni út með Eyja-
firði eru tvær flotkvíar í eigu
Rauðuvíkur hf., sem stundar
þar laxeldi í sjónum. Fyrir viku,
þegar starfsmenn unnu að
slátruaxins, komu í ljós
skemmdir á annarri flotkvínni
og að lax hafði sloppið. Að sögn
Jóns Inga hjá Rauðuvík hf. er
ekki ljóst hve mikið af laxi hef-
ur sloppið, en það er þó tölu-
vert. „Við vorum með þrjú þús-
und fiska þarna í upphafi.
Nokkru hefur verið slátrað og
við höldum áfram slátrun á
næstu vikum. Mér er sagt að lax
fáist á stöng hér við fjörurnar
við innanverðan Eyjafjörð og
trúlega er laxinn frá okkur,“
sagði Jón Ingi. ój
Slippstöðin á Akureyri:
40 milljóna tap
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri:
Gauti Amþórsson sirrnir
vísindastörfum í eitt ár
Ólafsijörður:
Ökufantur á Aðalgötunm