Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. maí 1990 - DAGUR--c9 syni, en ég á sjó og þegar ég var í landi tamdi ég, en Egill gamli skrapp á bak af og til. Það var nú ekki til að skemma það. Síðan eignast ég Kviku gömlu og Hrímni. Kvika varð feikna gæð- ingur, ég á hana enn, en Hrímnir er fallinn. Útaf Kviku komu gæðingar svo sem stóðhesturinn Greifinn frá Vatnsleysu og enn er Kvika að skila gæðingsefnum. Dætur hennar gefa þeirri gömlu lítið eftir. Kvika kveikti þá löng- un að stunda hestamennsku og hestarækt og þar við situr. Ég fór í land. Bæði var fjölskyldan orðin þreytt á fjarverum mínum og löngunin orðin sterk til að vera heima og lifa eðlilegu fjölskyldu- lífi og lífi hestamannsins. Tilfinningin sagði mér, að ég gæti gert góða hluti í hesta- mennskunni." Á Brún „Ég fór í land og hóf störf hjá Skipaþjónustunni, með Hirti Fjeldsteð, og gerðist hluthafi. Þar er ég í nokkur ár, en hætti síðan og eftir það er hesta- mennskan og hrossaræktunin mitt lifibrauð.“ Þegar hér er komið sögu er Matthías og fjölskylda flutt að Brún, en jörðina keyptu þau af móður Hermínu, Ólöfu. Hestamennskan er orðin atvinna og tamnirigar stundaðar af kappi. „Hér hefur alltaf verið fullt síðan ég hóf tamningar. Fólk sækir til mín með hestefni sín og eins tem ég mikið fyrir mig sjálfan. Eiður sonur minn temur nú með mér og hér eru mörg hestefni, sem vonandi tekst vel með. Þetta er mikil vinna, en hún gefur mikla ánægju, þó svo að seint verði ég fjáður maður. Hitt er mikilvægara að vera sáttur við sig og sína og geta stundað þá atvinnu sem áhuginn stendur til.“ Hekla og önnur hross Á löngum tamningaferli hefur þú örugglega fengið mörg hestefni og hross til þjálfunar, sem mikið hefur kveðið að, Matthías? „Já, vissulega hafa komið hing- að að Brún hross sem orðið hafa áberandi bæði í hrossaræktuninni og eins gæðingar á landsvísu.“ Getur þú Matthías nefnt mér einhver, og þá hvert þeirra hefur verið í uppáhaldi hjá þér? „Kvika var góð eins og ég nefndi og alltaf eru að koma efni- leg hross út af henni. Fyrir mörg- um árum keypti ég, af Magna í Árgerði, jarpa meri undan Penna. Þessi meri var systir Brönu, sem var þekkt trunta. Magni vildi farga trippinu, sagð- ist annað hvort setja hana ótamda í stóð eða fella. Svo fór að ég keypti hryssuna. Sláturverð var þá 100.000,- krónur, en lífið var metið á kr. 50.000,-. Þannig að ég fékk trippið á 150.000,- krónur. Þessi meri var erfið í tamningu, en opnaðist allt í einu einn daginn og ekki þarf að orð- lengja það, að uppfrá þeim degi sýndi hún það eitt, að hún var gæðingur í fremstu röð. Merina missti ég síðan er hún veiktist hastarlega. Áður hafði hún eign- ast bleikálótt merfolald, sem er hestagulí og gæðingur. Þetta er Ósk, undan Heklu og Ófeigi frá Flugumýri. Ósk er mín stærsta von, nú fyr- ir Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði, og eins í ræktuninni. Ég á þrjú stóðhests- efni undan Ósk, þannig að vonin er stór.“ Hvað um önnur hross stórbrot- in á ferlinum og vonir sem þú bindur við þau. Nú nálgast úrtöku fyrir Landsmót? „I gegnum árin hef ég verið með hross fyrir Óla G.,vin minn, og son hans Örn sem hafa gert góða hluti. Má þar nefna Nótt og Fjöður frá Tungu, Klúbb og Kjarval. Við Óli höfum átt sam- an gæðinga í fremstu röð, svo sem Funa frá Vindheimum og nú er ég að þjálfa Gulltopp, sem Óli á og bind miklar vonir við það gæðingsefni. Valdimar Kjartansson, útgerð- armaður og frændi, hefur átt og á stórbrotin hross hér hjá mér, sem ég vona að eigi eftir að gera góða hluti á Landsmóti. Hér eru 4-5 merar og 2-3 stóð- hestar, sem eru athyglisverð og verða sett fyrir kynbótadóm, en hver útkoman verður get ég ekk- ert sagt um. Þar eru svo margir þættir sem spila inní og sumir þess eðlis, að ég vil helst ekki tala um þá.“ Matthías, þú getur ekki legið á skoðun þinni, þá þekkjum við þig ekki sem hinn rétta Matthías á Brún. Hrossadómar, þar verður margt að breytast „Jæja, þá segi ég þetta. Oft á tíð- um hefur mér þótt kynbótadóm- ar haldlitlir og ekki á rökum reistir. Við getum nefnt ævintýrið um Kolskör, sem var dæmd hér í Eyjafirði fullorðin og fékk í byggingareinkunn 7,70. Hún var síðan seld til Reykjavíkur til þekkts hestamanns og fáum mán- uðum síðar dæmd sem Eva frá Kolkuósi og fær þá byggingar- einkunnina 8,16 hæst. Þetta er lítið sniðugt og ber mönnum í kynbótadómi ekki gott vitni. Eins má nefna dóma sem stóð- hesturinn Prúður fékk í fyrra hjá mér og nú aftur á Stóðhestastöð- inni að Hólum og margt fleira mætti nefna. Vor hvert er ég með fjölda kynbótahrossa fyrir dómi og mjög oft botna ég ekkert í dómum, þegar ég ber niðurstöð- ur dóma saman milli hrossa. Ég sem hef tamið og sýnt hrossin hef samanburðinn og verð því að segja eins og er, að mjög oft er ég vonsvikinn og leiður vegna nefndarstarfa sérfræðinganna. Þegar hross er dæmt og skoðað, verður hrossið eitt að vera í dómi og dagsformið verður að ráða. Annarlegir hlutir, svo sem hver á hrossið, hver sýnir það, hvort það er sýnt á stóð- hestastöðvum ríkisins eða úti í sveit hjá bóndanum, hvort for- eldrar séu þekkt eða hvernig syst- kini hafa komið út úr dómum, skiptir ekki máli. Við erum að skoða og dæma einstaklinginn og annað er ekki til umfjöllunar. Þetta skulu menn athuga, annað gengur ekki. Hlutdrægni á ekki heima hér fremur en annarsstað- ar og þann veikleika geta dóm- nefndarmenn ekki sýnt. Ég vona að allt gangi eðlilega fyrir sig nú í vor og þá er vel. Ég hef heyrt á máli margra hestamanna, að þeir eru orðnir ansi þreyttir og leiðir á þessu kynbótavafstri, eins og það getur samt verið skemmtilegt og uppbyggjandi. Þar ræður mest um léleg vinnubrögð dómnefnda. Að vísu er dómnefndinni vorkunn, því álagið er mikið og alltaf geta menn gert mistök, en þá er að læra af þeim og viður- kenna þau og breyta skipulaginu. Ég vil treysta þeim mönnum, sem sitja dómnefndirnar, til að lagfæra hlutina, það verður að gerast og þá er mikið fengið." Vinna tamningamannsins er mikil „Ég vil segja um hestamennsk- una. Þetta er erfitt starf en mjög uppbyggjandi. Kynbótastarfið er afar krefjandi og menn verða að njóta verka sinna. Oft gleymist tamningamaðurinn, þegar hross er selt og orðið gæðingur. Upp- áklæddur og pússaður reiðmaður úr Reykjavík fær mjög oft allt lofið þegar vel tekst til. Nafn tamningamannsins ætti að fylgja, á sama hátt og eigandans, þá þeg- ar árangur er birtur. Auðvita á sýnandinn stóran hlut, en mótun- in og vinnan mikla er oftast tamningamannsins. Þetta er hagsmuna- og baráttuniál þeirra mörgu, sem að tamningum vinna. Þeir gleymast oftast. Eins finnst mér að hestamenn ættu að standa betur saman. Ég tala nú ekki um hér á Akureyri, og vera ekki eins umtalsillir um hesta og menn. Við eigum að vinna í sameiningu að framgangi íslenska hestsins. Hesturinn okk- ar er gullmoli, sem við eigum að varðveita og hampa. Því gerum okkur ljóst, að íslenski gæðingur- inn er einn hesta himingengur. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.