Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 24
Akureyri, laugardagur 26. maí 1990
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama
Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17.
|H» . , /£ „ . Uitið upplýsinga
Plontusala i fulliun gangi---------------------
Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar
Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★ Skógarplöntur ★ Rósir.
í simuin
24047 og 24599.
★ Póstsendum
um allt land.
Silfurstjarnan:
Fyrsta slátrun
í næstu viku
„Slátrunin hefur aðeins dregist
hjá okkur. Við erum að láts
fiskinn stækka aðeins meira en
ég geri ráð fyrir að eftir helgina
verði slátrað til prufu og eftir
það fari slátrunin á fullt,“ segir
Benedikt Kristjánsson starfs-
maður iiskeldisstöðvarinnar
Silfurstjörnunnar í Öxarfirði.
Benedikt segir að nú um helg-
ina verði lokið við að setja upp
búnað til slátrunarinnar og þá
verði hægt að byrja slátrunina. í
sumar verður slátrað laxi í stöð-
inni en silungurinn fer í slátrun í
haust.
Benedikt segir að ákvörðun
hafi ekki verið tekin um hvort
ráðist verði í að fljúga með fisk-
inn beint á Evrópumárkað en
hún verði væntanlega tekin innan
tíðar.
Slátrað verður 80-100 tonnum
af laxi hjá Silfurstjörnunni í sum-
ar og munu um 15 manns vinna
við slátrunina. Bæta þarf við um
10 starfsmönnum á meðan á
slátruninni stendur. JÓH
Fengsælar veiðiklær á Króknum
Skólum er nú lokið á Sauðárkróki og sumarfríið tekið við. Á blíðviðrisdögum er því nóg að gera fyrir
vetrarþreytt börnin við að lífga upp á tilveruna eftir margra mánaða setu yfir námsbókunum.
Þessir drengir voru við silungsveiðar í fjörunni þegar blaðamenn Dags bar að. Silungurinn er nefnilega
líka kominn í sumarskap og farinn að leita ætis upp við Iandsteinana. Fyrir sumum fer þá eins og þessum
sem álpaðist á öngul veiðimannanna. SBG
Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sveitarstjórnir til næstu Qögurra ára:
Búist við spennandi kosninganótt
- fyrstu tölur frá Akureyri verða birtar á tólfta tímanum í kvöld
Landsmenn ganga að kjör-
borðinu í dag og velja fulltrúa
til setu í sveitarstjórnum til
næstu fjögurra ára. Á Norður-
landi eru listakosningar í öllum
sjö kaupstöðunum, Akureyri,
Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði,
Siglufirði, Sauðárkróki og
Blönduósi. Auk þess verður
kosið um lista á Hvammstanga,
Skagaströnd, Raufarhöfn og
Skútustaðahreppi. Óhlutbund-
in kosning verður í átján sveit-
arfélögum í Norðurlandskjör-
dæmi eystra og þrettán sveitar-
félögum í Norðurlandskjör-
dæmi vestra.
Að sögn Ásgeirs Péturs
Ásgeirssonar, formanns kjör-
stjórnar á Akureyri, eru þar 9787
á kjörskrá. í kosningunum fyrir
fjórum árum voru hins vegar
9494 á kjörskrá. Þá kusu 7252,
eða 76,39% af þeim sem voru á
kjörskrá.
Að venju verður kosið í Odd-
eyrarskólanum á Akureyri og
hefst kjörfundur kl. 9 og stendur
til 23. Ásgeir Pétur segir að taln-
ing atkvæða hefjist um kl. 20 í
kvöld og fyrstu tölur frá Akureyri
verði að líkindum birtar upp úr
ellefu, eða fljótlega eftir að kjör-
fundi lýkur, en endanleg úrslit
ættu að liggja fyrir einhverntím-
ann á þriðja tímanum í nótt.
Um hádegisbil í gær höfðu 530
manns kosið utan kjörstaðar hjá
bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri. Þetta er meiri þátttaka en á
sama tíma fyrir fjórum árum.
Á Dalvík eru 1001 á kjörskrá
og hefur fjölgað um 9,9% frá síð-
ustu kosningum. Kjörfundur
hefst kl. 10 og verður kosið í Dal-
víkurskóla (efri skóla). Kjörstað
verður lokað kl. 23 og segir Helgi
.Þorsteinsson, formaður kjör-
stjórnar, að fyrstu tölur frá Dal-
vík gætu komið um kl. 01.
í Ólafsfirði eru 830 manns á
kjörskrá, en rétt til að greiða
atkvæði hafa 815. í mörg undan-
farin ár hefur kjörfundur verið í
félagsheimilinu Tjarnarborg, en
vegna viðgerða á henni verður
kosið að þessu sinni í Gagnfræða-
skólanum. Kjörfundur stendur
yfir frá kl. 10 til 23. Talning
atkvæða hefst í Tjarnarborg fljót-
lega eftir að kjörstað verður lok-
að og má ætla að fyrstu tölur frá
Ólafsfirði verði tilbúnar um kl.
0L
Á Húsavík eru 1694 á kjörskrá
að þessu sinni, sem er um 100
fleiri en í sveitarstjórnarkosning-
unum fyrir fjórum árum. Húsvík-
ingar taka daginn snemma og
opna kjörstað, sem er Barnaskól-
inn, kl. 9. Kjörstað verður lokað
kl 23 í kvöld. Að sögn Eysteins
Sigurjónssonar, formanns kjör-
stjórnar, er gert ráð fyrir að
fyrstu tölur frá Húsavík verði
birtar um kl. 12, eða þegar um
þriðjungur atkvæða hefur verið
talinn.
Á Siglufírði eru 1286 á
kjörskrá (645 karlar og 641
kona), sem er 80 færri á kjörskrá
en fyrir forsetakosningarnar
1988. Kosið verður í Gagnfræða-
skólanum og stendur kjörfundur
frá kl. 10 til 23. Að sögn Hauks
Jónassonar, formanns kjörstjórn-
ar, byrjar kjörstjórn að flokka
utankjörstaðaatkvæði strax um
kl. 21 í kvöld og vænta má fyrstu
talna frá Siglufirði um miðnætti.
Á Sauðárkróki eru 1733 manns
á kjörskrá, sem er fjölgun um 96
frá síðustu sveitarstjörnarkosn-
ingum fyrir fjórum árum. Kosið
verður í Safnahúsinu og opnar
kjörstaður kl. 9 og honum verður
lokað kl. 23 í kvöld. „Við ætlum
okkur að vera fljótir að telja.
Fyrstu tölur ættu að koma ekki
síðar en kl. eitt,“ sagði Friðrik
Guðmundsson, formaður kjör-
stjórnar.
Á Blönduósi verður nú kosið
til bæjarstjórnar í fyrsta skipti. Á
kjörskrá eru 706, 362 karlar og
344 konur. Kosið verður í Barna-
skólanum og hefst kjörfundur kl.
10 og stendur til 23 í kvöld. Að
sögn Sverris Kristóferssonar, for-
manns kjörstjórnar, verður reynt
að hraða talningu eins og kostur
er. Hann segir að hraði á talning-
unni ráðist nokkuð af hvernig
gangi að flokka utankjörstaðar-
atkvæðin, en fyrstu tölur frá
Blönduósi ættu að geta birst fljót-
lega upp úr miðnætti. óþh
Lágheiðin:
Mokstur hefst
1. júní nk.
„Þetta er meiri snjór en ég hef
séð á Lágheiðinni á þessum
tíma í fjölda ára,“ sagði Gísli
Felixson, rekstrarstjóri hjá
Vegagerð ríkisins á Sauðár-
króki þegar Dagur hafði sam-
band við hann í gær. Óvíst er
því hvenær umferð verður
hleypt á heiðina í sumar.
Gísli fór á'fimmtudaginn upp á
Lágheiðina til að kanna aðstæður
og komst að raun um það að
umferð yfir heiðina mun ekki
hefjast í bráð. Reiknað er með
að hefja mokstur á henni föstu-
daginn 1. júní. En snjómagnið er
svo gífurlegt þarna uppi að óljóst
er hve langan tíma það tekur að
opna. Umferð verður því ekki
hleypt á Lágheiðina í bráð, svo
að vegfarendur verða að láta sér
nægja aðrar leiðir á þessum
björtu vordögum sem hellast nú
yfir okkur með sól og sumaryl.
SBG
Kosningaveðrið:
Englablíða um
aJlt Norðurland
Veöurstofa íslands lofar engla-
blíðu um allt Norðurland í dag,
kosningadaginn.
Bragi Jónsson, veðurfræðingur
á Veðurstofu íslands sagði:
„Kræsingarnar eru á leiðinni til
ykkar. Á laugardaginn verður
sunnan hægviðri og léttskýað.
Veðurguðirnir eru hliðhollir. Á
sunnudaginn verða skil norður af
landinu og því verður stinnings-
kaldi, en fer hlýnandi og skýjað er
með köflum. Spáin fyrir mánu-
dag er suðlæg átt, hlýtt og létt-
skýjað. Sumarið er komið til
ykkar.“ ój
Húsavík og Dalvík:
Kosið um brennivímð
í bland við bæjarfúlltrúa
Það verður kosið um brennivín
og bæjarfulltrúa í tveimur
kaupstöðum á Norðurlandi í
dag. Dalvíkingar ætla nú í
fyrsta sinn að láta á það reyna
hvort íbúarnir telji rétt að
áfengisútsala verði opnuð í
kaupstaðnum.
Prír hreppar í Eyjafirði:
Skoðanakömnin
um sameiningu
Samhliða sveitarstjórnarkosn-
ingum í dag verður gengist fyr-
ir skoðanakönnun meðal íbúa í
Hrafnagilshreppi, Saurbæjar-
hreppi og Öngulsstaðahreppi
til að fá fram hvort þeir hafi
áhuga á að hrepparnir verði
sameinaðir í eitt sveitarfélag.
Sameiningarmálin hafa verið
töluvert til umræðu að undan-
förnu og hafa oddvitar hrepp-
anna þriggja lýst yfir miklum
áhuga á sameiningu, í ljósi
undangenginnar samvinnu
þeirra.
Verði niðurstaða skoðana-
könnunarinnar neikvæð verður
sameining trúlega lögð á hilluna
næsta kjörtímabil. Verði niður-
staðan jákvæð kjósa sveitar-
stjórnir hreppanna samstarfs-
nefnd til að vinna áfram að mál-
inu í samvinnu við félagsmála-
ráðuneytið. Að þeirri vinnu lok-
inni verður sameiningin borin
undir atkvæði íbúanna. SS
Húsvíkingar munu hins vegar í
fjórða sinn kanna hug bæjarbúa
til þessa deilumáls, hvort opna
eigi áfengisútsölu í bænum. Þessi
tillaga hefur þrívegis verið felld í
atkvæðagreiðslu.
Bjarni Þór Einarsson, bæjar-
stjóri á Húsavík, sagði að ef
Húsvíkingar samþykktu fyrir sitt
leyti að opnuð yrði áfengisútsala
f bænum þá myndi það koma til
kasta Áfengis- og tóbaksverslun-
ar ríkisins að taka ákvörðun um
framhald málsins.
Atkvæðagreiðslan á Dalvík og
Húsavík er því aðeins til að ljúka
upp læstum dyrum fyrir ÁTVR,
ef niðurstaðan verður jákvæð,
eða til að staðfesta að þær eigi að
vera lokaðar áfram. Það hvílir
engin skylda á ÁTVR að koma á
fót útsölu í kaupstöðunum. Þótt
íbúarnir afhendi lykilinn er það í
valdi ÁTVR að segja til um hvort
og hvenær áfengisútsala verður
opnuð. SS