Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 10
18*- DAObJR-*- Laugardagur'26.-maí 1-990« Laugardagskvöld Miðaldamenn í sínu frískasta formi. ★ .... ogsvo þegar úrslitin liggjafyrirer upplagtað skella sér í SU N N U DAGSTILBOÐ A SÚLNABERGI Blómkálssúpa, nautainnralæri „bernaise" og/eða reyktgrísalæri með rauðvínssósu, þú velur meðlætið og salatið sjálf(ur) og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði, verð aðeins kr. 890,- Frítt fyrir börn 0-6 ára 1/2 gjald fyrir börn 7-12 ára. Drögum úr hraða &>■ -ökum af skynsemi! yUMJE^R Danmerkur- pistill Himmelbjerget og önrair flöll í Danmörku Á Jótlandi miðju, um 10 km austur af Silkiborg við vatnið Julsö, rís Himmelbjerget, 147 m yfir sjávarmál. Himmelbjerg- et er þriðja hæsta „fjall“ í Dan- mörku. Hæst er Yding Skovhöj, rúm 5 km suðvestur af Skander- borg, 173 m hátt, og þar rétt suður af Ejer Bavnehöj, sem er næst hæst, 171 m, en bæði þessi fjöll sjást ekki með berum aug- um, ef svo má að orði komast, af því að þau eru hluti af há- sléttunni suður af Mossö sem nær alit suður undir Horsens. Öllu má nafn gefa, að því er sagt er, og satt best að segja eru engin fjöll í Danmörku. Nor- ræna orðið fjall eða fell, í merk- ingunni „hæð sem gnæfir hátt“, kemur heldur hvergi fyrir í dönskum örnefnum. Danska orðið fjeld, sem kemur fyrir í örnefnum í Danmörku, merkir alls ekki „hæð sem gnæfir hátt“ heldur „skógur“ eða jafnvel „grýtt, óræktað land“. Vegna þessa er ef til vill ástæðulaust að halda lengra í skrifum sínum um „fjöll í Dan- mörku“. En Himmelbjerget lík- ist þó fjalli, þegar komið er að því á bát utan af vatninu Julsö, og lengi stóð líka í landafræði- bókum á íslandi að Himmel- fryggvi Gíslason skrifar bjerget væri „hæsta fjali í Dan- mörku", enda var hér áður og fyrrum talið að þessi hæð væri hæsti staður í Danmörku. Við mælingar árið 1847 kom hins vegar í ljós að Ejer Bavnehöj sé „Danmarks höjeste punkt, 172 m“ enda þótt það sé „ikke meget fremtrædende í Land- skabet“. Síðustu mælingar hafa nú leitt í ljós að Ejer Bavnehöj er 170,95 m á hæð og lægra en Yding Skovhöj sem er 173 m. Þetta og annað eins getur því lengi vafist fyrir mönnum. Suður á Mön er Möns Klint, yfir 100 m hengifiug eða stand- berg úr krít. Inni á berginu er Aborrebjerg, 143 m hátt, og Hylledals Klint og Dronninger- stolen, bæði 128 m há. Á þess- um slóðum er „det yndige Danmark“ allt að því hrikalegt og á göngunni niður í fjöru get- ur lofthrætt fólk átt erfiða daga. En enginn af þessum tindum eða spírum á Mön geta þó talist eiginleg fjöll. Eina hæðin í Danmörku sem talist getur fjall eða fell er því í raun Himmelbjerget við Silke- borg. Þetta hæðardrag er skógi klætt hið neðra en vaxið lyngi hið efra. Hæðin er til orðin fyrir veðrun. Vindar og vatn hafa í 10 þúsund ár sorfið burtu úr jökulruðningnum sem hlaðist hafði upp á þessum slóðum á ísöld, svo að eftir stóð að lokum Himmelbjerget. Á dönsku kalla menn þetta fyrirbæri „en falsk bakke“. En fyrir mér er Himmebjerg- et, „himinbjargið“, enn hæsta fjall í Danmörku, bæði vegna þess að ég lærði það í landa- fræði sem barn og vegna þess að ég hef gengið á fjallið minnugur orða Tómasar: Því hversu mjög sem mönnum finnast, fjöllin há, ber hins að minnast, sem vitur maður mælti forðum og mótaði í þessum orðum, að eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt. Himmelbjerget.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.