Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 16
16 - DAGUR — Laugardagur 26. maí 1990 í sauðburði á Vatnsleysu í Fnjóskadal: Aldrei vikið af vaktinni í fjárhúsunum Sauðburður var í hámarki í fjárhúsunum á bænum Yatnsleysu í Fnjóskadal þegar okkur gestina bar að garði á dögunum. Hjónin Ármann Olgeirsson og Sigrlður Ivarsdóttir, ásamt börnum sínum Jónu Guðrúnu og Benedikt Geir, höfðu í nógu að snúast en störfin gengu hávaðalaust fyrir sig enda þarf ekki lengi að litast um í húsunum á Yatnleysu á sauðburði til að sjá að þarna er gott skipulag á hlutunum. Ærnar eru allar settar í sérstök hólf strax eftir burðinn sem þau Ármann og Sigríður segjast telja að skili sér vel þrátt fyrir mikla vinnu. Þessi dag- ur var sá frjósamasti fram að þessu á sauðburðinum en í heild- ina var um 89%, af þeim 270 sem bornar voru, tvílembdar eða þrílembdar. Frjósemin er því mikil í þessum fjárhúsum. Rafgeymar og hjólbarðar Bott irerð. 10% afsláttur Verð: 107 a.h. kr. 8.662,50 133 a.h. kr. 10.296,- 70 a.h. kr. 4.940,10 Frjósemin með meira móti „Það eiga að bera rösklega 400 kindur og ætli nú séu ekki bornar um 300. Sauðburðurinn byrjaði upp úr síðustu mánaðamótum og það má segja að mesta álagið gangi yfir á 3-4 vikum,“ sagði Armann þegar hann var spurður um sauðburðinn. Ekki komst spjallið lengra að sinni því úr hin- um enda fjárhúsanna kom kallið; burður var hafinn hjá einni til viðbótar. Sigríður og Ármann brugðu sér ofan í króna og byrj- aði Sigríður strax að hjálpa ánni við burðinn. í þetta sinnið kom dautt lamb sem ekki tókst að koma lífi í en á eftir fylgdu tvö til viðbótar sem byrjuðu fljótlega að brölta um. Já, þarna var komin ein þrílemban til viðbótar en það sem af var sauðburðinum höfðu 16 kindur orðið þrílembdar. Ármann sagði að alltaf kæmu af og til dauð lömb en lítið hefði þó borið á lambadauða þetta vorið. Pegar Ármann var spurður nánar um þessa miklu frjósemi sagði hann ekki skýringar að leita í góðu heyi. „Nei, ég tel frekar að þetta sé í stofninum. Ég gaf stundum hey sem alls ekki telst gott þannig að ekki held ég að skýringin liggi þar. Ein skýr- ing kann þó að vera sú að ég rúði í fyrsta sinn hluta af fénu í haust og það líkað mér ágætlega. Hér er mjög lítið um haustrúning en ullarverksmiðjurnar eru farnar að þrýsta á menn að fara meira út í haustrúninginn þannig að hann gæti átt eftir að aukast. Ég held að bændur hafi verið tregir að fara út í haustrúninginn vegna þess að féð taki mun meira fóður en hjá mér munaði ekki svo miklu að það komi á móti þeim verðmismun sem er á haust- og vorullinni. Jú, ætli það geti ekki verið að þetta sé mest íhaldssemi hjá mörgum bændum að rýja á vorin,“ segir Ármann og brosir. Yakt allan sólarhringinn Á stóru fjárbúi eins og Vatns- leysu er sauðburðurinn tími þeg- ar alltaf er vakt yfir fénu. Sigríð- ur sér um næturvaktirnar og er í Fjölskyldan er á stöðugri vakt í húsunum og mikið um að vera þegar sauðburðurinn stendur sem hæst. Hér eru hjón- in Ármann Olgeirsson og Sigríður ívarsdóttir hjá einni nýborinni. Myndir: kl húsunum frá 1 á nóttunni til 8 á morgnana. í*á taka þau Ármann og Jóna Guðrún við dagvaktinni og um miðjan daginn er allt heimilisfólkið við störf í húsun- um en Ármann og Jóna Guð- rún skipta með sér kvöldvökt- unum. Ekki þarf í öllum til- fellum að hjálpa ánum við burð- inn en oft stendur þannig á að lömbin bera ekki rétt að og þá þarf aðstoðar við. En vinnan í húsunum felst ekki eingöngu í eftirliti með burðinum heldur þarf líka að marka lömbin, setja í þau númeruð merki og skrá allt samviskusamlega í bók enda er þetta bú í fjárræktarfélaginu og allar upplýsingar þurfa því að liggja fyrir. Ef lömb eru tekin undan þrílembum þarf að venja þær undir einlembur sem í flest- um tilfellum tekst. Sum Iömb fæðast líka lítil og máttvana og þá þarf mannshöndin að veita þeim sem besta aðhlynningu til að líf færist í þau. Öll þessi störf bætast ofan á daglega umhirðu við féð þannig að vinnuálagið er mikið en þó er vinnan skemmti- leg. „Já, ætli maður verði ekki að segja það eins og er að þetta er skemmtilegasti tími ársins. Reyndar er mikill munur á þessu þegar vel vorar og fé kemst snemma út eða þegar vorar seint og allt fé þarf að vera á húsum á sauðburðinum eins og nú gerist. Þrátt fyrir að ég hafi seinkað burði nokkuð frá því sem var þá verður sauðburðurinn sennileg- ast að mestu búinn þegar hægt verður að setja út að þessu sinni. En þrátt fyrir að þetta sé mikil vinna þá er þetta ánægjulegur tími,“ segir Ármann og um leið og hann sleppir orðinu kallar dóttirin á hjálp úr einni krónni. Enn kallar skyldan og áður en á löngu líður er fyrra lambið byrj- að að brölta um og móðirin fær að sinna lambinu meðan beðið eftir því síðara. Vanið undir með legvatni og borðsalti Sigríður segir að þau gangi alltaf úr skugga um það strax hvort Sonurinn á bænum, Benedikt Geir, með tvö af lömbunum í fjárhúsunum á Vatnsleysu. Garðyrkjustöðin á Grísará Sími 96-31129. Rósir, tré, skrautrunnar, sumar- blóm, fjölærblóm og matjurtir. Einnig mold og áburður. Akrfl-dúkur og jarðvegsdúkur. Opið virka daga frá kl. 08.00-12.00 og 13.00-21.00 og um helgar frá kl. 10.00-12.00 og 13.00-18.00. E En það þarf fleira að gera en taka á móti lömbunum. Þegar færi gefst þarf að marka lömbin og setja í þau númeruð merki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.