Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 26.05.1990, Blaðsíða 15
UawgardaguP?26(rraa*4fiao f-_DA©UiR-»-.-i5f Ofbeldi á tónleikum að aukast áfram alla sem þeir náðu til við sviðið og eltu jafnvel suma sem þeir höfðu áður hent af sviðinu, til að berja ennfrekar á þeim. Eins og við var að búast hafa viðbrögð verið harkaleg, og hafa aðstand- endur Astoria verið harðlega gagnrýndir en þeir báru ábyrgð á gæslunni. Ekki er vitað enn hverjar lyktir málsins verða þar sem viðbrögð aðstandendanna eru ekki komin fram, en svo gæti allt eins farið að Astoriahöllinni verði lokað fyrir tónleikahald. En hver svo sem niðurstaðan verður í þessu máli þá er Ijóst að breyt- inga til batnaðar er víðar þörf t.d. með hertari og heil' eyptari kröf- um um tónleikastaðina, sem m.a. fæli í sér að í húsunum væri ein- ungis sæti og fyrir framan þau einhverskonar hindrun að svið- inu, líkt og á knattspyrnuvöllum. En sá þáttur sem brennur heit- ast á mönnum er að sjálfsögðu ofbeldið sjálft, m.ö.o. hvers vegna mennirnir sem eiga að sinna því að allt fari vel fram skuli sjálfir valda slíkum ósköpum eins og lýst var hér áðan. Hafa helstu uppástungur um lausn í því efni verið að banna starfsemi fyrir- tækja sem bjóða slíka þjónustu og reynst hafa staðið sig illa eða setja mun strangari lög um starfsleyfi slíkra fyrirtækja, og þá eru menn á einu máli um það að úrbætur verða að hefjast strax ef forða á frekari skaða. Það virðist fara vaxandi að ýmiskonar ólæti setji svip sinn á tónleikahald í Bretlandi. Rétt eins og með ólæti á knattspyrnu- völlum þar í landi (og reyndar viðar) virðist það vera fáir ein- staklingar og/eða litlar klíkur sem eiga sök á og reynist þetta fólk einungis vera komið á tónleikana til að efna til óspekta. Nú í seinni tíð hefur svo komið upp nýtt vandamál í kjölfar óláta áhorf- Gott dæmi um hvernig ástatt er á sumurn tónleikum, skarinn næstum kom- inn upp á sviðið. enda, en það er slæleg öryggis- gæsla. Hafa æ fleiri dæmi komið upp þar sem öryggisverðir hafa stórslasað áhorfendur sem í hita leiksins hafa teygt sig upp á svið- ið til að snerta hljómsveitarmeö- limi algerlega að nauðsynja- lausu. Þótti keyra um þverbak nú .nýlega á tónleikum „trash" hljómsveitarinnar DRI i Astoria- höllinni í London. Voru málsatvik þau að þegar fjörið stóð sem hæst ruddust tugir manna upp á sviðið og dönsuðu þar vilt og galið. í stað þess að reyna skipu- lega að koma fólkinu af sviðinu réðust öryggisverðirnir á fólkið með barsmíðum og hentu því út af sviðinu. Meiddist fjöldi fólks við þetta og þá ekki síður þeir sem voru neðan sviðs og urðu fyrir þeim sem hent var út af því. En það versta var þó eftir því þessir svokölluðu „öryggisverðir" létu ekki þar við sitja heldur börðu Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Nýtta söluskrá LANGAMÝRI: Góð efrj hæð í tvi- býlishúsi. Laus eftir samkomulagi. SKARÐSHLIÐ: 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð í svalablokk. Laus eftir samkomulagi. HJALLALUNDUR: 3ja herb. ibúð í fjölbýlishúsi. Laus eftir samkomu- lagl. Mjög falleg eign. ODDEYRARGATA: Eldra einbýlis- hús, kjallari, hæð og ris. Rúmgott. AÐALSTRÆTI: 3ja herb. ibúð á miðhæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. MÓASÍÐA: 4ra herb. raðhúsíbúð með bílskúrsgeymslu. STÓRHOLT: 4ra herb. efri hæð i tvíbýlishúsi. Góð eign. STÓRHOLT: Góð efri hæð í tvibýl- ishúsl. GRUNDARGERÐI: 5 herb. raðhús- ibúð á tveimur hæðum. Góð eign. HOLTAGATA: Gott einbýlishús á tveimur hæðum. Allt endurnýjað. MELASIÐA: Ný 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Laus strax. BORGARHLÍÐ: 4ra herb. ibúð á 3ju hæð. Góð lán ákvílandi. Laus strax. TIL LEIGU: Hverfisverslun á góð- um stað. Nánari uppt. á skrifstof- unnl. Hitt og þetta Af eftirlifandi meðlimum Les Zeppelin Það þykir alltaf fréttnæmt þegar stórsveitir fortíðarinnar vakna aftur til lífsins og þó ekki sé um að ræða nema tímabundna endurlífgun. Ein slík endurlífgun átti sér stað nú fyrir skömmu en þá komu hinir þrír eftirlifandi meðlimir Led Zeppelin þeir Jimmy Page gítarleikari, John Paul Jones bassaleikari og Hobert Piant söngvari saman ásamt syni Johns heitins Bonham, Jason á trommum. Var tilefnið brúðkaup Jasons Bonhams og vöktu þeir að vonum mikla lukku. Hvort eitt- Þrfr eftirlifandi meðlima Led Zeppelin ásamt Jason Bonham í brúðkaupi þess síðastnefnda. hvert framhald verði á þessari uppákomu skal ósagt látið, en eftir því sem best er vitað er það ólíklegt. The Mission Eitthvað virðist vera að síga á ógæfuhliðina hjá The Mission því að á nýhöfnu tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Ameríku ákvað gítarleikarinn Simon Hink- ler að segja skilið við hana. Var það vaxandi ágreiningur á milli Hinklers og söngvarans Wayne Hussey sem virðist vera ástæðan fyrir útgöngu Hinklers. Hljóm- sveitin hefur þó haldið ótrauð áfram og hefur aukagítarleikara í stað Hinklers. Maria McKee Fyrrum söngkona bandarísku hljómsveitarinnar Lone Justice Maria McKee hefur á ný sest að í heimalandi sínu írlandi. Er nú stúlkan komin með nýja hljóm- sveit sem kallast Maria McKee and the amazing colossal Men, hefur sveitin þegar vakið nokkra Nýti á Akureyrí Jógúrt ís Nú geta allir borðað ís án þess að fitna nesti VILeiruveg Maria McKee mætt með nýja hljómsveit. athygli og mun t.d. koma fram á stórri tónlistarhátið á frlandi nú í byrjun júní. Plötupunktar Mega deth, ein af þeim svoköll- uöu Trash/Speed þungarokks- hljómsveitum sem náð hafa mikl- um vinsældum er nú rétt að Ijúka við sínafjórðu plötu. Hefurskífan enn ekki hlotið nafn en áætlað er að hún komi út í haust. Sú ágæta hljómsveit The Curs er nýbúin að senda frá sér nýja plötu og heitir hún Edntereat. Astralska hljóm- 'sveitin The lcicle Workserer. sömu- leiðis búin að senda frá sér nýja plötu og nefnist hún Permanent Damage. Að lokum skal unnend- um þyngra rokks bent á plötu með Celtic Frost og Rez. Okkur vantar allar gerðir og stærð- Ir eigna á skrá. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga Irá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Ásmundur S. Johannsson, hdl. II990 útgáfan o{ mest lesnu bóh landsins er homin út Nú getur þú fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og tilkynntar hafa verið símnotendum fara fram að kvöldi 30. maí (Álftanes) og 31. maí (aðrar breytingar). Að þeim breytingum loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 1. júní n.k. Þá er einnig kornin út ný Götu-og númera- skrá yflr höfúðborgarsvæðið og kostar hún kr. 1200,- .___ PÓSRJIM)GSÍMI Við spörum þér sporitt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.