Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Mánudagur 28. maí 1990 Dalvík: Töluverðar breyt- ! ingarábæjarstjóra Nokkrar breytingar urðu á fylgi flokkanna í kosningunum > _ á Daivík sl. laugardag. Stærsta breytingin felst í tilkomu nýs 1 afls í bæjarstjórn, Frjáls- lyndra, sem fengu einn mann kjörinn. Sjálfstæðismenn og > óháðir halda sínuin þremur mönnum, H-listi fékk tvo • menn og Jafnaðarmenn einn. Kjörsókn var góð á Dalvík í kosningunum á laugardag. A kjörskrá voru 1001 en 914 ! greiddu atkvæði. Kjörsóknin var k því 91,31% samanborið við i 90,23% í bæjarstjórnarkosning- f unum árið 1986. Auðir seðlar og ógildir voru 30. Úrslit kosninganna voru sem hér segir: D-listi Sjálfstæðis- flokks og óháðra 351 atkvæði og > þrjá menn kjörna (38,4%), F-listi Frjálslyndra 119 atkvæði og einn niann kjörinn (13,0%), H-listi Framsóknarfélags Dalvíkur og vinstri manna 254 atkvæði og tvo menn kjörna (27,8%) og N-listi Jafnaðarmanna 160 atkvæði og einn mann kjörinn (17,5%) í kosningunum 1986 fékk D- listi Sjálfstæðisflokks og óháðra 337 atkvæði (41,7%) og þrjá menn kjörna, B-listi Framsókn- arflokks 271 atkvæði (33,5%) og tvo menn kjörna og Alþýðu- bandalag200 atkvæði (24,8%) og tvo menn kjörna. Réttkjörnir í bæjarstjórn Dal- víkur til næstu fjögurra ára eru af D-lista Trausti Þorsteinsson, Svanhildur Árnadóttir og Gunn- ar Aðalbjörnsson, af F-lista Haukur Snorrason, af H-lista Valdimar Bragason og Guðlaug Björnsdóttir og af N-lista Jón K. Gunnarsson. ■ Varamenn í bæjarstjórn eru af D-lista Hjördís Jónsdóttir, Arnar Símonarson og Óskar Óskars- son, af F-lista Snorri Snorrason, af H-lista Rafn Arnbjörnsson og Einar Arngrímsson og af N-lista Símon Ellertsson. Þrír taka nú sæti sem aðal- menn í bæjarstjórn Dalvíkur í fyrsta skipti; Svanhildur Árna- dóttir, Gunnar Aðalbjörnsson og Haukur Snorrason. óþh Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 úrslit Haukur Snorrason F-lista: Stórsigur íyrir okkur „Við erum mjög ánægðir. Fað er stórsigur fyrir okkur að hafa náð inn manni. Úrslit kosninganna komu mér að vissu leyti á óvart. Ég bjóst ekki við að sjálfstæðis- menn yrðu eins sterkir og raun ber vitni. Peir voru þó með mjög sterka kosningamaskínu, sem hefur skilað sér. Ég hafði gert mér vonir um hátt í hundrað atkvæði, þannig að þetta er meira fylgi en ég reiknaði með. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Sjálfstæðisflokkur og óháðir myndaði meirihluta með Jafnað- armönnum. Pessir flokkar voru mjög sammála í kosningabarátt- unni.“ óþh Trausti Þorsteinsson D-lista: Úrslitin sigur fyrir okkur „Ég vil túlka þessi úrslit sem sig- ur fyrir okkur. Við höldum okkar hlut, að vísu vantar tvö til þrjú prósent upp á frá síðustu kosn- ingum. Að baki þessu fylgi tel ég að sé málefnanleg umræðá af okkar hálfu og góð vinna fyrir kosning- arnar. Pað var vel unnið fyrir þessar kosningar og heiðarlega. Ég geri mér vonir um samstarf með Jafnaðarmönnum og í okkar röðum stefnir hugur til þess. Menn hafa ekkert talað saman, en ég býst við að menn muni hitt- ast í dag (í gær) og spá í spilin." óþh Jón K. Gunnarsson N-lista: Ekki mjög hress með úrslitin „Ég er ekki mjög hress með þessi úrslit. Ég verð að viðurkenna það að ég átti von á svolítið meira fylgi. Ég get ekkert um það spáð hvað þessi úrslit þýða varðandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Það er alveg óljóst af okkar hendi hvernig það verður. Félagsfund- ur hjá okkur mun taka afstöðu til meirihlutasamstarfs. Pað er alveg rétt að við vorum mjög samstíga D-listanum í málflutningi fyrir kosningar, en við eigum eftir að túlka niðurstöður kosninganna og taka ákvarðanir með tilliti til hennar." óþh V Valdimar Bragason H-lista: Eru mér viss vonbrigði „Það eru mér viss vonbrigði að við fengum ekki meira kjörfylgi. Við fengum færri atkvæði en í síðustu kosningum. Skýringar á þessu eru þær að nú kom fram nýtt framboð og við vitum að það tók fylgi frá okkur. Þetta litla fylgi okkar er því ekki einlit uppá- skrift á ánægju með meirihlut- ann. Jafnaðarmannaframboðið tapaði verulegu fylgi og það hef- ur sýnt sig að vinfengi í meiri- hlutanum og í kosningabarátt- unni við íhaldið hefur ekki mælst vel fyrir. Við sögðum það fyrir kosningarnar að við værum til- búnir að vinna með hverjum sem er og það hefur út af fyrir sig ekki breyst.“ óþh f----------------------------------- *\ Stuðningsmenn B-listans! Kœrar þakkir! Frambjóðendur Framsóknarflokksins ó Akureyri fœra öllum stuðn- ingsmönnum B-listans í bœjarstjórnarkosningunum ó Akureyri kœrar þakkir fyrir vel unnin störf sl. laugardag. Takmarkinu var nóð: Fjórirframsóknarmenn í bœjarstjórn __________________________________________________________/ rhroddí r i _ r - .... - • - Það ér handhægt aðgrípa pakkningu af Pepsi og henda í skottið - næst beaar þú kaupir s kr: 4x2 I I nakkn 8xVz I í pakkningu aðei

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.