Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, mánudagur 28. maí 1990 99. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Úlfhildur Rögnvaldsdóttir: Ótvíræð trausts- yfirlýsing við Framsóknar- flokkinn „Ég er ákaf- tega ánægð með þessi kosningaúrslit og þakklát þeim fjöl- mörgu sem studdu B- listann. Þetta er ótvíræð traustsyfirlýsing kjósenda við Framsóknarflokkinn á Akureyri, og ljóst er að störf flokksins á kjörtímabilinu hafa fallið í góðan jarðveg. Samhentur hópur vann að undirbúningi kosninganna, og eining ríkti innan hans. Þessi úr- slit voru framar okkar björtustu vonum. Ég tel þetta vitna um að fólk vill breytingar í bæjarstjórn og hafnaði meirihlutanum sem starl'aði á síðasta kjörtímabili. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um meirihlutamyndun, við erum að kanna málin með tilliti til þessara jákvæðu kosninga- úrslita fyrir Framsóknarflokkinn. Sem sigurvegarar þessara kosn- inga hljótum við að hafa for- göngu að því að leita eftir við- ræðum við aðra flokka um hugs- anlega meirihlutamyndun í næstu bæjarstjórn." EHB Það var glatt a hjalla í herbúðum franisóknarmanna á Akureyri á kosninganótt þegar Ijóst var að flokkurinn hefði náð fjórum fulltrúuin í bæjarstjórn. Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri: Mynd: EHB Stórsigur Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnarkosn- ingunum á laugardag. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Bæjarstjórn Akureyrar er því fallinn. Fram- sóknarflokkurinn jók fylgi sitt mikið frá bæjarstjórnar- kosningunum fyrir fjórum árum, og fékk fjóra fulltrúa kjörna í Bæjarstjórn Akureyr- ar. Alþýðuflokkurinn á Akur- eyri varð fyrir fylgishruni, og missti tvo bæjarfulltrúa af þremur. Sjálfstæðisflokkurinn missti nokkurt fylgi miðað við kosningarnar 1986, en heldur fjórum bæjarfulltrúum. Alþýðubandalagið tapaði einnig fylgi miðað við kosning- arnar 1986. Þjóðarflokkur og Kvennalisti fengu engan full- trúa kjörinn. Kjósendur á kjörskrá á Akur- eyri voru 10.044, en það er fjölg- un um 3% frá síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Sex listar voru í framboði, en fimm fyrir fjórum árum. Atkvæði greiddu 7024, kjörsókn var 70 af hundr- aði, en 1986 var kjörsókn 76,4 af hundraði. Úrslitin voru sem hér segir: Alþýðuflokkur fékk 862 atkvæði, 12,3%, og einn bæjarfulltrúa kjörinn, Framsóknarflokkur 1959 atkvæði, 27,9%, og fjóra fulltrúa kjörna, Sjálfstæðisflokk- ur 2253 atkvæði, 32,1 %, og fjóra fulltrúa, Alþýðubandalag 1000 atkvæði, 14,2%, og tvo fulltrúa kjörna. Kvennalistinn fékk 350 atkvæði, 5%, en Þjóðar- flokkurinn 361 atkvæði, 5,1% greiddra atkvæða. 3,4% atkvæða voru auð eða ógild. Fylgi flokkanna á Akureyri skiptist þannig í prósentum í kosningununi 1986: Alþýðu- flokkur 21,7%, Framsóknar- flokkur 21,4%, Sjálfstæðisflokk- ur 35,2%, Alþýðubandalag 19,8%, Flokkur mannsins 1,8%. Kjörnir bæjarfulltrúar og vara- bæjarfulltrúar eru eftirtaldir: Fyrir Alþýðuflokk Gísli Bragi Hjartarson, 1 .varafulltrúi Hulda Eggertsdóttir, fyrir Framsóknar- tlokk Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson, Jakob Björnsson, Kolbrún Þormóðs- dóttir, 1. varafulltrúi Sigfríður Þorsteinsdóttir, fyrir Sjálfstæðis- flokk Sigurður J. Sigurðsson, Björn Jósef Arnviðarson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Kr. Sólnes, 1. varafulltrúi Valgerður Hrólfsdóttir. Fyrir Alþýðubanda- lag Sigríður Stefánsdóttir, Heimir Ingimarsson, 1. varafulltrúi Sig- rún Sveinbjörnsdóttir. Dagur haföi samband við efstu menn framboðslistanna, og spurði þá álits á úrslitum kosn- inganna og möguleikum á meiri- hlutamyndun. EHB Sigríður Stefánsdóttir: Við héldum okkar hlut „Við stefnd- um að þvf að halda tveimur bæjarfulltrúum og það tókst. Alþýðubanda- lagið varð fyr- ir fylgistapi miðað við kosningarnar 1986, en þá voru heldur ekki þeir tveir flokkar í framboði sem nú buðu fram V og Þ lista. Þegar Ijóst varð að Kvennalistinn byði fram reiknaði ég með að hann tæki eitthvert fylgi frá okkur, eins og gerðist fyrir 8 árum. Við vor- um hrædd um að þessir tveir tlokkar tækju til sín það mikið fylgi að það rnyndi fella 2. mann Álþýðubandalagsins, en okkur tókst að verjast og halda okkar hlut, þótt ég hefði gjarnan viljað að Alþýðubandalagið fengi fleiri fulltrúa í þessum kosningum. Tveggja flokka meirihluta- samstarf er líklegast úr þessu.“ EHB Sigurður J. Sigurðsson: Ennþá stærsti flokkurinn „Við sjálfstæð- ismenn gerð- um okkur betri vonir um úrslit þessara kosn- inga en raun varð á. Við vorum að gæla við að bæta við fimmta manninum. Það tókst ekki. í öðru lagi er hin afleita útkoma Alþýðuflokksins umhugsunarefni og orsök þess að meirihlutinn sem starfað hefur er ekki lengur til staðar. Fylgi D- listans er aðeins minna en fyrir 4 árum, sem má eflaust rekja til neikvæðrar untræðu um atvinnu- mál á svæðinu. Sjálfstæðisflokk- urinn er samt ennjjá stærsti flokk- urinn á Akureyri, og samanlagt hafa D- og A-listinn fleiri atkvæði en B- og G-listinn, þótt þeir síðarnefndu fái fleiri fulltrúa kjörna. Um meirihlutasamstarf er ekki mikið hægt að segja á þessari stundu.“ EHB Gísli Bragi Hjartarson: Sumir tapa og sumir viiina „Mér sýnist að alls staðar þar sem atvinnu- mál hafa ver- ið aðalmál kosningannna hafi meirihluti fallið. Við ósk- um sigurveg- urum kosning- anna til hamingju. Það er einu sinni gangur lífsins að surnir tapa og sumir vinna. Við vorum sigur- vegarar síðast en töpuðum núna. Ég vænti þess að þeim góðu málum sem við lögðum áherslu á verði haldið áfram. Ég nefni sem dæmi íþrótta-, umhverfis- og öldrunarmálin. Ég vona að nýr meirihluti verði þannig skipaður að hann taki vel á móti þeim sem vilja reisa álver við Eyjafjörð. Þótt ég ætli ekki að afsaka þessa útkomu bendi ég á að það hlýtur að vera eitthvað að þegar svo stór hópur kjósenda kemur ekki á kjörstað." óþh Valgerður Magnúsdóttir: Úrslitin eru vonbrigði „Kvennalista- konur vonuð- ust til að koma að fulltrúa eða fulltrúum í bæjarstjórn, og okkur fannst undir- tektir vera góðar við framboðið. Auðvitað eru úrslitin vonbrigði, en þó erum við ánægðar nteð að hafa ákveðið að bjóða fram og vera með í þessari vinnu. Við tókum ákvörðun í janúar um að vera með, og finnst V-listinn liafa sett mikinn svip á stjórnmálaumræðuna í bænum. Málstað okkar höfum við kynnt skilmerkilega. Framundan er mikið starf, sem er annars eðlis en ef við hefðum eignast fulltrúa í bæjarstjórn. Kosningaþáttakan nú er mikið umhugsunarefni fyrir alla sent taka þátt í pólitísku starfi. Spurningin, sem leitar á mig, er hvers vegna meira en fjórðungur kjósenda notaði ekki atkvæðisrétt sinn. En við munum halda áfram að efla tengsl okkar við fólk, kynna málstaðinn og vinna af fullum krafti. Framund- an er m.a. að halda upp á 75 ára afmæli kosningaréttar kvenna til alþingis 19. júní.“ EHB Valdimar Pétursson: Út af fyrir sig ekki slæm útkoma „Við hefðum kosið að fá nteira fylgi og koma manni að. En við vissurn ekkert hversu ntikið fylgi við hefð- um og út af fyrir sig var þetta ekki slæm útkoma. Ég held að komið hafi í ljós að menn eru mjög fastheldnir á stjórnmála- flokka og því vcrður ekki breytt allt í einu. Við teljum að þetta fylgi sé ákveðin vísbending unt að við eigum ekki að gefast upp. í þess- um kosningaundirbúningi mynd- aðist ákveðinn kjarni og við ger- um okkur vonir um að hann stækki. Ég skil ekki þetta fylgi Frarn- sóknarflokksins og það verða einhverjir aðrir að skýra. Ég sagði það í útvarpsviðtali að stefna Framsóknar hafi ekki fært þeim þennan sigur, heldur kaffið og kökurnar sem þeir báru á borð fyrir kjósendur.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.