Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 9
Mánudagur 28. maí 1990 - DAGUR - 9 í Hölliraú með Kim Larsen Óhætt er að segja að ágæt stemmning hafi ríkt á meðal um það bil eitt þúsund áhorfenda sem mættu í íþróttahöllina hér á Akureyri til að sjá og heyra Kim Larsen og hljómsveit hans Bellami spila síðastliðið föstudagskvöld. Var efnis- skráin að mestu byggð upp á tveimur síðustu plötum Larsens, Yummi Yummi og Kielgasten, auk nokkurra eldri laga. Spilamennskan var eins og við var að búast, nær hnökralaus, og góður skriður á hljómsveitinni út alla tónleikana. Kim Larsen verður aldrei talinn mikill gítarleikari (enda spilaði hann aðeins taktinn) en sem söngvari er hann mjög góður og sömuleiðis hinn þokkalegasti munnhörpuleikari. Eins og áður sagði voru um eitt þúsund manns sem sóttu tónleikana og verður það að teljast þokkaleg aðsókn þótt vonast hafi verið eftir fleirum. Var það Iþróttafélagið Þór sem stóð að komu Kim Larsens hingað til bæjarins og er ástæða til að hrósa því fyrir framtakið. Er svo bara vonandi að framhald verði á. MagnÚ!> Geir Guðnuindsson Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna á Akureyri Fundur í kvöld kl. 21.00 í Hafnarstræti 90. Fundarefni: Úrslit kosninganna og starfiö framundan. Önnur mál. Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. Sjómannadagurinn 1990 Þeir sem hafa hug á að taka þátt í kappróðri eða öðrum íþróttum á Sjómannadaginn þann 10. júní n.k. tilkynni þátttöku til Baldvins eða Áka, Hafnar- skrifstofunni í síma 26699. Róðrarbátar Sjómannadagsráðs verða tii afnota fyrir keppnislið til æfinga í samráði við sömu aðila. Vinsamlegast athugið að róðrarkeppnin fer fram laugardaginn 9. júní og hefst kl. 15.00. Sjómannadagsráð Akureyrar. Frá Kammerhljómsveit Akureyrar. AÐALFUNDUR Kammerhljómsveitar Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 20.30 á sal Tónlistarskólans á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. Tónlistaratriði og kaffiveitingar. Stjórnin. Hestamannafélagið Léttir Félagsfundur Almennur félagsfundur í Skeifunni kl. 20.30, miðvikudaginn 30. maí. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Önnur mál. Félagar fjölmennið! Stjórn Léttis. AKUREYRARB/ÍR Norðlendingar Vínardrengjakórinn verður með tónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 2. júní kl. 16.00. Forsala aðgöngumiða hófst í síðustu viku. Tryggið ykkur miða í tíma. Þegar er búið að selja um helming miðanna. Aðeins þessir einu tónleikar á Akureyri. Miðasala hjá Akureyrarbæ á skrifstofu menning- armála, Strandgötu 19 b. Einnig tekið við pöntunum í síma 96-27245. f? Menningarfulltrúi. N AKUREYRARB/íR FRÁ GRUNNSKÓLUM AKUREYRAR Kennara vantar í eftirtöldum greinum, ýmist í heilar- eða hlutastöður: Gagnfræðaskóla Akureyrar (sími 96-24241): íslensku, ensku, stærðfræði, samfélagsfræði, sérkennslu, heimilisfræði, vélritun og smíðum. Glerárskóla (sími 96-21395): Dönsku, myndmennt, smíðum, tónmennt, heimilisfræði og forfallakennslu. Síðuskóla (sími 96-22588): Bekkjarkennslu í 1.- 7. bekk, ensku, smíðum, sérkennslu og forfalla- kennslu. Nánari upplýsingar hjá skólastjórum og yfirkenn- urum viðkomandi skóla og hjá skólafulltrúa (sími 96-27245). Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Skólanefnd Akureyrar. Heilræði Varúö! Geymið lyf þar sem börn ná ekki til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.