Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 7
Mánudagur 28. maí 1990 - DAGUR - 7 SigluQörður: Breyttar áherslur í bæjarmálimum? Kjóscndur á kjörskrárstofni á Siglufirði voru 1307 og hefur fækkað um 5% frá síðustu kosningum. Níu fulltrúar voru kjörnir af fjórum listum en list- arnir voru fimm 1986. Kosn- ingaþátttaka var mjög góð, en 1147 neyttu atkvæðisréttar síns. Á Siglufirði var góð kjörsókn í kosningunum á laugardaginn. 1147 greiddu atkvæði af 1286 sem voru á kjörskrá eða 89,19 %, sem er sama tala og í síðustu kosning- um 1986. Auðir seðlar og ógildir voru 29. Úrslit kosninganna voru sem hér segir: A-listi Alþýðu- flokks 261 atkvæði og tvo menn kjörna, B-listi Framsóknarflokks 214 atkvæði og tvo menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks 307 atkvæði og tvo menn kjörna, F- listi óháðra 336 atkvæði og þrjá ntenn kjörna. Listi óháðra er nýtt framboð. í kosningunum 1986 fékk A-listi Alþýðuflokks 318 atkvæði(27,0%), B-listi Fram- sóknarflokks 197 atkvæði (16,7%), D-listi Sjálfstæðisflokks (28,5%), G-listi Alþýðubanda- lags 294 atkvæði (25,0%) og M- listi Flokks mannsins 33 atkvæði (2,8%) Kosningu hlutu: Af A-lista: Kristján L. Möller og Ólöf Á. Kristjánsdóttir. Af B-lista: Skarphéðinn Guðmundsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson. Af D- lista: Björn Jónasson og Val- björn Steingrímsson. Af F-lista: Ragnar Ólafsson, Ólafur Mar- teinsson og Brynja Svavarsdóttir. Varamenn í bæjarstjórn eru: Af A-lista: Birgir Sigmundsson og Regína Guðlaugsdóttir. Af B- lista: Ásdís Magnúsdóttir og Sveinbjörn Ottesen. Af D-lista: Axel Jóhann Axelsson og Runólfur Birgisson. Af F-lista: Guðmundúr Davíðsson, Björn Valdimarsson og Hörður Júlíusson. ój Óskar HúnQörð D-lista: Unum þokkalega við okkar útkomu „Ég vil ekki miklu spá um fram- haldið. Menn ganga opnir til samninga um meirihluta hér í Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 úrslit Kristján L. Möller A-lista: Góður vamarsigur „Ég er hress, var úti í garði að moka snjó. Bæjarfulltrúar okkar Alþýðuflokksmanna urðu tveir í stað þriggja, en við munum vinna sem fyrr, af öllu afli. Ekki skiptir máli hvort kústurinn er stór, heldur hvernig er haldið á honum. Sigurinn okkar síðast var stórglæsilegur, hinn mesti í 35 ár. Alþýðuflokksmenn á Siglu- firði eru raunsæisfólk og okkar var fullljóst að ekki myndi ganga sem fyrr, nú eftir að Alþýðubanda- lagsmenn gáfust upp og óháði listinn kom fram. Slíkt framboð fær alltaf tiltrú manna, aðeins vegna þess að hér er um nýjung að ræða. Úrslit kosninganna eru góður varnarsigur fyrir Alþýðu- tlokksmenn á Siglufirði." Skarphéðinn Guðmundsson B-lista: Að mörgu þarf að vinna „Framsóknarmenn á Siglufirði eru mjög hamingjusamir í dag. Við stefndum á að ná öðrum manni inn í bæjarstjórn og það tókst. Þakklæti er mér efst í huga til allra þeirra sem studdu okkur. Nú er að sjá hvernig málin þróast, margt er óljóst og að mörgu þarf að vinna. Framsókn- arflokkurinn er í sókn á Norður- landi. Stígandinn er góður. Stóra vandamálið hér á Siglufirði eru fjármál bæjarfélagsins og á þeim verður tekið með röggsemd." Björn Jónasson D-lista: Atkvæðin nýtast iila „Sjálfstæðismenn eru nokkuð hressir með úrslitin. Við áttum von á að halda þriðja manninum, en það tókst ekki. Samt sent áður teljum við að kjósendur hafi ekki hafnað okkur. Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við kjósendur okkar og við munurn ekki bregðast þeim. Erfiðleikar í fjármálum bæjarfélagsins eru miklir og þar verður að leysa úr mörgu. Fjöldi kjósenda er vel viðunandi, en því miður nýtast atkvæðin okkur illa. Eitt hundrað góðir kjósendur nýttust ekki.“ Ragnar Ólafsson F-lista: Menn leggjast undirfeldoghugsa „Okkur gekk vel. Nú leggjast menn undir feld. til að hugsa um úrlausnir mála. Við erum með þrjá menn inni og verkefnin eru mörg og stór. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Ég vil þakka öll- um stuðningsmönnum listans fyr- ir að veita okkur brautargengi og við munum ekki bregðast þeim. Framboð okkar er nýtt framboð og við munum starfa með það að leiðarljósi að þjóna bæjarfélag- inu sem best.“ bæjarstjórn og leggja sig fram um að finna grundvöll til samstarfs. Við unum þokkalega vel við okk- ar útkomu en hér tefldum við fram nýju fólki í efstu sætum. Okkur fannst vera kominn tími til breytinga á fylgi flokkanna og hefðum viljað vera í sókn en þessi ósk gekk ekki eftir. Mér finnst ekki sjálfgefið að meirihluti frá síðasta kjörtímabili verði áfram þrátt fyrir að breyt- ingar hafi ekki orðið miklar á fylgi listanna. Væntanlega fara fram þreifingar næstu daga sem leiða niðurstöðu ntálsins í ljós.“ JÓH Vilhjálmur Pálmason H-lista: Mæst geta stálin stinn „Skipan í bæjarstjórn er óbreytt hvað fulltrúa listanna varðar og meirihlutinn heldur sínu. Núna kom fram ágreiningur milli þess- ara flokka sem verið hafa í meiri- hlutasamstarfi vegna byggingar brimvarnargarðs sem minn flokk- ur setur á oddinn en K-listinn hefur dregið í land með. Á þessu stigi er ekki hægt að segja um niðurstöðu úr því máli en gefum okkur nokkra daga til að kanna það. Þetta er að okkar mati stórt ntál og setjum það á oddinn. Ef hinn aðilinn hvikar ekki heldur frá sinni stefnu þá mætast stálin stinn og vissulega getur þetta mál haft veruleg áhrif á samstarfið.". Guðmundur Theódórsson K-lista: Mjög ánægð með útkomuna „Listarnir fá jafn marga fulltrúa og áður en við unnum persónu- legan sigur í þessum kosningum og bættum við okkur nokkru fylgi. Við erum því nijög ánægð með útkomu okkar í kosningun- um. Maður getur ekkert sagt um framhaldið. Kosningabaráttan á stað sem þessum er hörð og persónuleg en þegar kosningarn- ar eru nú um garð gengnar ræðast tveir aðilar við og athuga fram- haldið. Við gengum óbundin til þessara kosninga en það kom ekki sérstaklega fram hjá okkar stuðningsfólki að fengnum þess- um niðurstöðum hvort ætti frekar að ræða við D-lista en H-lista um samstarf.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.