Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 11
Mánudagur 28. maí 1990 - DAGUR - 11 4 íþróttir f Hörpudeildin: Antony Karl reyndist KA-mönnum erfiður - skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri Vals að Hlíðarenda KA-menn niáttu sætta sig við sinn annan ósigur í röð í upp- hafi íslandsmótsins þegar liðið mætti Val á Hlíðarenda á föstudag. Valsmenn unnu nokkuð sannfærandi sigur, 2:0, og það var enginn annar en Antony Karl Gregory, fyrr- um leikmaður með KA, sem skoraði bæði inörk leiksins. Valsmenn léku nokkuð vel á köflum og áttu sigurinn skilinn en KA-menn voru heillum horfnir, liðið virkar þungt og einhvern neista vantar í leik þess. Verði ekki breyting á í næstu umferðum verður að teljast ólíklegt að bikarinn eftirsótti verði áfram á Akur- eyri að þessu keppnistímabili loknu. KA-menn byrjuðu leikinn á föstudag vel og voru mun ákveðnari en Valsmenn. Ekki voru liðnar nema 7 mínútur þeg- ar Jón Grétar Jónsson fékk kjör- ið marktækifæri eftir góða send- ingu frá Kjartani Einarssyni en skot hans fór naumlega framhjá Valsmarkinu. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun KA létu færin á sér standa og smátt og smátt komust Valsmenn inn í leikinn og næstu færi voru þeirra. Fyrra rnarkið kom síðan á Hörpudeild: Staðan Úrslit í 2. umferð urðu þessi: Fram-IA 4:0 ÍBV-Þór 2:0 Stjarnan-KR 1:3 Víkingur-FH 2:0 Valur-KA 2:0 Staðan Fram 2 2-0-0 8:0 6 KR 2 2-0-0 5:2 6 Valur 2 2-0-0 3:0 6 Víkingur 2 1-0-1 3:2 3 Stjarnan 2 1-0-1 3:3 3 FH 2 l-ö-l 1:2 3 ÍBV 2 1-0-1 2:4 3 KA 2 0-0-2 0:3 0 Þór 2 0-0-2 0:4 0 ÍA 2 0-0-2 0:5 0 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram 3 Antony Karl Gregory, Val 2 Arni Sveinsson, Stjörnunni 2 Baldur Bjarnason, Fram 2 Ragnar Margeirsson, KR 2 Ríkharður Daðason, Fram 2 2. deild: Staðan Úrslit í 2. uinferö: UBK-Víðir 0:0 Grindavík-Tindastóll 1:1 IR-Fylkir 1:2 Leiftur-Selfoss 1:1 ÍBK-KS 1:0 Staðan Fylkir 1 1-0-0 2:1 3 ÍBK 1 1-0-0 1:0 3 Grindavík 1 0-1-0 1:1 1 Leiftur 1 0-1-0 1:1 1 Selfoss 1 0-1-0 1:1 1 Tindastóll 1 Ö-I-O 1:1 1 UBK 1 0-1-0 0:0 1 Víðir 1 0-1-0 0:0 1 ÍR 1 0-0-1 1:2 0 KS 1 0-0-1 0:1 0 42. mínútu eftir slænt varnar- mistök KA-manna. Einn varn- armanna liðsins átti þá slæma sendingu sent át'ti sennilega að fara til Hauks markvarðar en hún rataði beint til Antony Karls sem vippaði laglega yfir Hauk og í markjð. Valsmenn sóttu áfram eftir hlé og á 50. mínútu skallaði Steinar Adólfsson framhjá KA-markinu eftir mikinn sprett borgríms Þrá- inssonar upp hægri kantinn sent endaði með sendingu fyrir markið. Á 61. mínútu bættu Valsmenn öðru marki við. Antony Karl slapp þá í gegnum KA-vörnina og hljóp hana hreinlega af sér áður en hann renndi boltanum framhjá Hauk. Valsmenn slógu lítið af og sóttu nokkuð áfram 'en Haukur Bragason kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Færin létu standa á sér á hinum vallarhelm- ingnum og ef undan er skilið ágætt skot Kjartans á 74. mínútu má segja að þeir hafi aldrei verið nálægt því að skora. Sanngjarn sigur Valsmanna var því stað- reynd. Leikurinn var á köflum ágætur þrátt fyrir að nokkuð væri urn „kýlingar" út í loftið. Valsliðið lék vel lengst af með Steinar Adólfsson sem besta rnann en Antony Karl var hættulegur í sókninni og Þorgrímur og Einar Páll sterkir í vörninni. Ágætir kaflar komu hjá KA- liðinu inn á milli en endahnútinn vantaði alltaf. Haukur varði oft vel í markinu og Ormarr og Hólmar rif- beinsbrotinn - og missir trúlega af 2-3 leikjum Hólmar Ástvaldsson, leikmað- ur knattspyrnuliðs Tindastóls, rifbeinsbrotnaði í leik Tinda- stóls og Grindavíkur á föstu- daginn. Hólmar mun því að öllum líkindum missa af næstu 2-3 leikjum íslandsmótsins. Hólmar hlaut þessi meiðsli þegar hann lenti í samstuði við einn leikmanna Grindavíkurliðs- ins. Þess má geta að Hólntar missti af allri fyrri umferð íslandsmótsins í fyrra vegna við- beinsbrots. -bjb/JHB Bjarni léku þokkalega. Þá átti Kjartan nokkra spretti í framlín- unni en meiðslin, sem hann hlaut á dögunum. virtust há honuin nokkuð. -bjb/JHB Liö Vals: Bjarni Sigurösson. Þorgrím- ur Þráinsson. Sna'var Hroinsson. Magni Blöndal Pctursson. Einar Páll Tómasson. Sa'var Jónsson. Bcrgþór Magnússon. Steinar Adólfsson. Antony Karl Grcgory. Sigurjón Kristjánsson og Bald- ur Bragason (Ámundi Sigmundsson á S2. mín.). Liö KA: Ilaukur Bragason. Örn Viöar Arnarson (Þóröur Guðjónsson á 71. mín.). Halldór Halldórsson. Erlingur Kristjánsson. Hcimir Guöjónsson (Árni Hcrmannsson á 85. ntín.). Bjarni Jónsson. Jón Grctar Jónsson. Kjartan Einarsson. Stcingrímur Birgisson. Orm- arr Örlygsson og Hafstcinn Jakobsson. Gult spjald: Baldur Bragason. Val. Dómari: Gylfi Orrason og d:cmdi hann ágætlega. Línuvcröir: Egill Már Markússon og Þorgcir Jónsson. Antony Karl í búningi KA-liösins á síöasta kcppnistímabili. Hann geröi sín- um fyrri félögum óleik á föstudaginn. 2. deild: Tindastóll náði ■ en það hefur ekki gerst áður í 1. umferð 2. deildar stigi ferð 2. aeili if Grindavík og Tindastóll gerðu jafnteili, 1:1, þegar liðin mætt- ust í Grindavík á föstudag. Úrslit þessi eru merkileg fyrir þá sök að þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll nær stigi í 1. umferð 2. deildaiinnar. Norðanmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og þeir voru fyrri til að skora. Guðbjartur Magnason var þá felldur í vítateig Grindvík- inga og Sverrir Sverrisson skor- aði úr vítaspyrnunni. Grindvíkingar fengu besta marktækifæri sitt í Ieiknum skömmu fyrir leikhlc þegar einn varnarmanna Tindastóls átti hræðiiega sendingu til baka. Einn sóknarmanna Grindavíkurliðsins komst inn í sendinguna en skot hans úr dauðafæri fór yfir markið. Tindastóll byrjaði síðari hálf- leikinn einnig af krafti og Guð- brandur Guðbrandsson átti tvö dauðafæri í röð sem honum tókst ekki að nýta og Grindvíkingar vöknuðu til lífsins í framhaldinu. Þeir jöfnuðu síðan metin á 61. mínútu. Þórarinn Ólafsson var þá skyridilega einn og óvaldaður í vítateig Tindastóls og átti ekki í vandræðum með að skora. Eftir þetta sóttu heimamcnn öllu meira og voru a.m.k. einu sinni nálægt því að skora. Þá fékk Guðbrandur þriðja dauðafæri sitt en misnotaði þaö. Má segja að óhcppni Guöbrands í þessum lcik hafi verið meö eindæmdum. Það var vorbragur á þessum leik og baráttan var í fyrirrúmi. Tindastólsmcnn fengu fleiri færi í leiknum en Grindvíkingar réðu rnciru um gang hans og jafnteflið var sennilega sanngjarnt. Hjá Grindvíkingum var Einar Ásbjörn Ólafsson sterkur í vörn- inni og Hjálmar Hallgrímsson barðist vcl. Björn Björnsson og Guöbjartur Magnason voru best- ir í jöfnu liði Tindastóls. Dómari var Guðmundur Stefán Maríasson og stóö hann sig ágæt- lega. -bjb/JHB 2. deild: Leiftursmenn sterkari - en nýttu færin illa Leiftur og Selfoss skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust í Ólafsfíröi í 1. umferð 2. deild- ar Islandsmótsins á föstudags- kvöld. Leiftursmenn voru sterkari aðilinn nær allan leik- inn en náðu ekki að nýta færi sín nægilega vei til að knýja fram sigur. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Leifturs- rnenn náðu fljótlega yfirhöndinni og náðu að skora eftir aðeins 16 mínútur. Þar var að verki Þorlák- 2. deild: KS átti Ma möguleika - og tapaði 0:1 fyrir ÍBK Keflvíkingar áttu alls kostar við Siglfírðinga þegar liðin mættust í 2. dcildinni í Kefla- vík á föstudagskvöldið. Þeir voru sterkari nánast allan tím- ann en þrátt fyrir linnulitla sókn tókst þeim aðeins að skora eitt mark. Gestur Gylfa- son var þar að verki og skoraði hann með bakfallsspyrnu eftir góðan undirbúning Sigurjóns Sveinssonar. Má segja að þetta hafí verið eina atvikið í dæmi- gerðum vorleik sem gladdi augað. Leikurinn var þófkenndur og heldur slakur. Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum eftir því sem þrek norðanmanna þraut. Þetta á þó ekki við um Mark Duffield sem var eins og bryn- brjótur í siglfirsku vörninni. Einnig átti Kristján Karlsson ágætan leik í marki KS og barg liðinu frá stærra tapi með góðri markvörslu. Hlynur Eiríksson var einnig sprækur og átti eina skot gestanna á mark ÍBK f leiknum. Liðið virðist töluvert frá því að vera í æfingu og var þetta nánast í fyrsta sinn sem þeir sjá gras í vor að eigin sögn. Heimamönnum voru reyndar með fádæmum mislagðir fætur og flest skot þeirra í góðum færum geiguðu. Þeir léku í gömlu bún- ingunum frá velmektarárunum, þ.e. í svörtum treyjum og hvítum buxum, en þeir verða að leika betur ef árangurinn á að verða sambærilegur við það sem hann var á þeim árum. Dómari var Ari Þórðarson og dæmdi hann sæmilega. MG ur Árnason eftir góða sókn Leift- ursmanna. Leiftursmenn virtust hafa góð tök á leiknum og sóttu stíft eftir markið. Þeir voru nærri búnir að bæta við marki á 28. mínútu þeg- ar Sigurbjörn Jakobsson átti got' skot í stöng en inn vildi boltim ekki. Selfyssingarnir vörðust og beittu skyndisóknum og 35. mín- útu endaði ein slík með því að Júgóslavinn Porca skallaði knött- inn í mark Leiítursmanna og jafnaði metin. Litlu munaði að Leiftursmenn næðu forystunni aftur á 43. mín- útu eftir mikinn darraðardans í vítateig Selfyssinga en þeir síðar- nefndu björguðu á línu og staðan var því jöfn í hléi. Síðari hálfleikur var nánast endurtekning á þeim fyrri. Leift- ursmenn voru sterkari og sóttu mun meira en skyndisóknir Sel- fyssinganna voru hættulegar. Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka áttu Leifturs- menn þrjú góð færi á sömu mínútunni en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð jafntefli. Leiftursliðið lék ágætlega þótt mörkin létu á sér standa. Liðið var nokkuð jafnt en mest bar á þjálfaranum Ómari Torfasyni. Júgóslavarnir tveir voru bestu menn Selfyssinga og sköpuðu oft hættu með hraða sínum. Dómari var Bragi Bergmann og komst hann ágætlega frá sínu hlutverki. KH/JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.