Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 3
Húsavík: Framsóknarsigur Miklar breytingar urðu á fylgi ilokkanna í bæjarstjórnar- kosningunum á Húsavík og vekur þar mesta athygli stór- sigur Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn unnu aftur þriðja manninn sem þeir töp- uðu í kosningunum 1986 og gott betur því þeir fengu fjóra menn kjörna. A-listinn tapaði fylgi, D-listi og G-listi bættu við sig og börðust um mann, sem D-listi vann. Úrslit kosninganna á Húsavík urðu þessi: A-listi Jafnaðar- manna fékk 220 atkvæði (15,7%) og 1 ntann kjörinn, en 1986 fékk listinn 272 atkvæði (18,8%) og 2 fulltrúa. B-listi Framsóknar- flokks fékk 537 atkvæði (38,4%) og 4 menn, en fékk síðast 375 atkvæði (25,9%) og 2 menn. D- listi Sjálfstæðisflokks fékk 258 atkvæði (18,5%) og 2 menn, en var með 238 atkvæði (16,4%) og 1 mann. G-listi Alþýðubandalags og óháðra fékk 383 atkvæði (27,4%) og 2 menn kjörna, en var með 378 atkvæði (26,1%) og 3 menn. Þ-listi Víkverja var með 1 mann en bauð ekki fram nú. Þarna sést að G-listinn tapar manni þrátt fyrir fylgisaukningu og var þar um gríðarlega baráttu við D-listann að ræða. Aðeins munaði 4 eða 5 atkvæðum á 2. manni D-lista og 3. manni G- lista. Kjörnir bæjarfulltrúar eru: Jón Ásberg Salomonsson (A), Bjarni Aðalgeirsson, Lilja Skarphéðins- dóttir, Sveinbjörn Lund, Stefán Haraldsson (B), Þorvaldur Vestmann, Þórður Haraldsson (D) og Kristján Ásgeirsson, Val- gerður Gunnarsdóttir (G). Varamenn eru: Guðrún Krist- insdóttir (A), Kristrún Sigtryggs- dóttir, Hafliði Jósteinsson, Þór- veig Árnadóttir, Egill Olgeirsson (B), Frímann Sveinsson, Margrét Hannesdóttir (D) og Hörður Arnórsson, Aðalsteinn Baldurs- son (G). Á kjörskrá voru 1.723. Atkvæði greiddu 1472, auðir seðlar 70 og 4 ógildir, kjörsókn því 86,9% sem er 1% minna en 1986. SS Mánudagur 28. maí 1990 - DAGUR - 3 Sveitarstjómarkosningarnar 1990 úrslit Kristján Ásgeirsson, G-lista: Bættum við okkur fylgi „Úrslitin leggjast ekki illa í mig. Við bættum við okkur frá því sem áður var, hvað fylgið varðar, en töpuðum naumlega einum manni. í rauninni erum við með þrjá inni, það munar ekki nema fjórum atkvæðum. Þetta gengur svona og ekkert við því að segja, en mér finnst það fyrst og fremst skipta máli að hafa þetta góða fylgi. Okkur finnst vissulega ágætt að vinna á við þessar erfiðu aðstæður, en við höfðum sérlega góðan og sterkan mann í þriðja sætinu. Maður er ekkert farinn að leiða hugann að meirihluta eða minnihluta, nú getur maður aðeins slappað af.“ SS ' Þorvaldur Vestmann Magnússon, D-lista: Ánægðir með útkomuna „Við erum í sjálfu sér ánægðir með þessa útkomu. Við bætum þarna við okkur manni og náum aftur því sent við höfðum 1982- 1986. Heildarúrslitin komu vissu- lega dálítið á óvart og þegar menn fara að velta þeim fyrir sér má sjálfsagt finna einhverjar skýringar. Eg tel líklegt að þessar breytingar hafi gerst á tiltölulega stuttum tíma og jafnvel ekki fyrr en í síðustu viku, en þessi mikli sigur framsóknarmanna kemur mörgum á óvart. Annar maður okkar stóð tæpt og úrslitin voru ekki Ijós fyrr en búið var að tclja utankjörstaðaratkvæði. Þar kom- um við sterkt út.“ SS Bjarni Aðalgeirsson, B-lista: Við erum hressir „Við erum hressir, að sjálfsögðu. Okkar markmið var að tryggja þriðja manninn sem við höfum Íengst af átt en misstum síðast, cn sveiflan til okkar var meiri og við fundum mikinn meðbyr. Það er erfitt að spá í ástæður fyrir þess- ari miklu fylgisaukningu. Alþýðu- flokkurinn, sem er jafnaðar- mannaframboð, er eini flokkur- inn sem tapar verulegu fylgi og ekki veit ég hvað varð af fylginu sem Þ-listinn hafði. Við vorum nálægt þriðja manninum síðast en förum vel á fimmta manninn núna. Þetta er auðvitað geysigóð- ur árangur og eins og ég sagði þá fundum við góðan byr.“ SS Jón Ásberg Salomonsson, A-lista: Lútum vilja fólksins „Það leggst náttúrlega ekki vel í okkur að tapa manni, en allir verða að lúta vilja fólksins. Úrslit kosninganna koma mér vissulega á óvart og þar er stórsigur Fram- sóknarfiokksins mest áberandi. Eg vil bara óska þeim til ham- ingju með sigurinn. Við höfðurn hins vegar gert okkur vonir um að halda tveimur mönnum, en kosningar og pólitík snúast um sigur og tap. Flokkur sem tapar verður aö hugsa sinn gang áður en hann fer í meirihlutaviðræð- ur," sagði Jón Ásberg um fram- haldið en A-listinn er í meirihluta með B-og D-lista á Húsavík. SS Ólafsfjörður: Sjálfstæðismeim áfram með hreinan meirihluta í Ólafsllrði hélt listi Sjálf- stæðisflokksins meirihluta sín- um og bætti við sig fylgi frá síð- ustu bæjarstjórnarkosningum. H-iistinn hefðu þurft að ná 27 atkvæðum af Sjálfstæðis- flokknum til að ná meirihlut- anum en H-listinn fékk að þessu sinni tveimur atkvæðum fleira en í kosningunum árið 1986. í Ólafsfirði voru 816 manns á kjörskrá og af þeim greiddu 773 atkvæði. Þetta svarar til þess að 94,73% atkvæðisbærra manna hafi neytt réttar síns. Að sögn Hreins Bernharðssonar, oddvita kjörstjórnar í Ólafsfirði, er þetta mesta kjörsókn í síðustu fernum kosningum þrátt fyrir að í öll skiptin hafi hún verið yfir 90%. Talningu lauk í Ólafsfirði um kl. 02 í fyrrinótt. Niðurstöður hennar urðu á þann veg að D-Iisti Sjálfstæðisflokks fékk 406 atkvæði (52,52%) og fjóra menn kjörna sem fyrr. H-listi vinstri manna og óháðra fékk 354 atkvæði (45,79%) og þrjá menn kjörna. Auðir. seðl- ar voru 13. Samkvæmt niðurstöðu kosn- inganna nú eru bæjarfulltrúar D- lista þau Óskar Sigurbjörnsson, Kristín Trampe, Sigurður Björnsson og Þorsteinn Ásgeirs- son. Af H-lista eru kjörnir bæjar- fulltrúar að þessu sinni þau Björn Valur Gíslason, Jónína Óskars- dóttir og Guðbjörn Arngríms- son. Varamenn fyrir D-lista eru: Guðrún Jónsdóttir, Haukur Sig- urðsson, Anna María Elíasdóttir og Gunnlaugur J. Magnússon. Varamenn H-lista eru: Þuríður Ástvaldsdóttir, Þórhildur Þor- steinsdóttir og SÍgríður Rut Páls- dóttir. Samkvæmt þessum úrslitum taka þrír nýir fulltrúar sæti í bæjarstjórn miðað við nýliðið kjörtímabil en það eru þau Kristín Trampe af D-lista og Jónína Ósk- arsdóttir og Guðbjörn Arngríms- son af H-lista. Úr bæjarstjórn hverfa þau Birna Friðgeirsdóttir, fulltrúi D-lista, og Árntann Þórð- arson og Ágúst Sigurlaugsson, fulltrúar H-lista. JÓH Björn Valur Gíslason, H-lista: Náðum ekkí settu marki „Við höldum okkar hlut í bæjar- stjórninni. Að sjálfsögðu var það markmið okkar að endurheimta meirihlutannn en það tókst ekki þó að mjótt hafi verið á munum. Við stöndum ekki svekkt upp eft- ir þessi úrslit en erum kannski svolítið leið yfir því að ná ekki þessu setta marki okkar sem heföi að okkar mati verið farsælla fyrir okkur. Vinna okkar heldur samt áfram. Að vera í minnihluta cr mikil ábyrgð og hana komum viö til með að axla næstu fjögur árin eins og við höfum gert á síðasta kjörtímabili. Meirihlutanum verður áfram veitt það aðhald sem verið hefur af okkar hálfu." Óskar Þór Sigurbjörnsson D-lista: Betra en maður þorði að vona „Það liggur ágætlega á mönnum. Við bjuggumst við að þetta yrði ákaflega naumt, en þetta er ívið betra en maður þorði að vona. Árið 1986 munaði 7 atkvæðum en nú fengum við 52 fleiri atkvæði en vinstri menn. Undirstaða þessara úrslita er síðasta kjörtímabil og það sem hefur áunnist á því. Þá hefur fjöldi fólks unnið mjög vel fyrir þessar kosningar, bæði að útgáfu- starfsemi og öðru. Þessi úrslit eru því margra manna verk. Við lýstum því yfir snemma í kosningabaráttunni að héldum við meirihlutanum yrði Bjarni Kr. Grímsson áfram bæjarstjóri. Það stendur óhaggað." óþh ©\ Gummivinnslan hf. Hjólbarðar Fólksbíladekk Jeppadekk Dráttarvéladekk Vörubíladekk ★ Hjólbarðaskipti. Frábær aðstaða, og þið getið fengið ykkur kaffi á meðan eða á eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.