Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 5
Mánudagur 28. maí 1990 - DAGUR - 5 ------------------------------------------ Plöntusala Þú ert á grænni grein með plöntur frá Rein Við höfum mikið úrval af sumarblómum, dalíum o.fl. Nú er tíminn fyrir limgerðis- plönturnar. Víðiplöntur og Aspir.í miklu úrvali. Garðyrkjustöðin Rein Isstaðahreppi. Opið virka daga frá kl. 09.00-20.00. Laugard. og sunnud. frá kl. 10.00-20.00. Sími 31327. Húseigendur athugið! Tek að mér pappalögn á þök einnig kústun með Aquaseal 40. Upplýsingar í síma 23076. Sigurður Hannesson, byggingameistari, Austurbyggð 12, Akureyri. Afrakstur erfiðisins. Gengið út úr Akureyrarkirkju mót sól og sumri, með hvítan koll á höfði. „Ögurstund í önn hversdagsins“ Ávarp nemenda flutti Friðrik Magnússon, nýstúdent, og ávarp 5 ára stúdenta flutti Anna María Blöndal. Að ávörpunum loknum fluttu Jón Michael Clarke, fiðla, og Jóhann Baldvinsson, orgel, Sónötu í f-dúr eftir Georg Friedrich Handel. í lok skólaslitaræðu sinnar, sagði Bernharð Haraldsson, skólameistari, m.a.: „Góðir nemendur! Nú fer senn að líða að lokum samvista okkar að þessu sinni, því þessari athöfn fer brátt að ljúka. Hún er aðeins ögurstund í önn hversdagsins, stutt spor á lífsins göngu. Sagt hefur verið, að það að kveðjast sé að deyja dálítið og víst er að það verður tómlegra þegar þið eru farin. En maður kemur í manns stað og í lífi ykkar bíða ný verkefni, þau eru óþrjótandi, margbreytileiki þeirra á sér engin takmörk. Þið róið nú einskipa, takið hvert sína stefnu, án þeirrar aðstoðar sem við reyndum að veita ykkur. Þið skuluð hlakka til að takast á við ný viðfangsefni, að leita eftir þeim þroska, sem felst í því að heyja baráttu, að kunna bæði að taka sigri og ósigri. Nú skiptir öllu að þið kunnið að nota það veganesti sem þið fenguð á heimilum ykkar og í skólanum, að þið vinnið úr því sem ykkur hefur verið sagt og Akureyrar fyrir ágætan árangur á stúdentsprófi af viðskiptasviði. Friðrik fékk einnig viðurkenn- ingu frá Felli sf. fyrir ágætan árangur í reikningshaldi. Sigríður Pálrún Stefánsdóttir fékk viðurkenningu frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks fyrir ágætan árangur á stúdentsprófi af viðskiptasviði. Lúðvík Gunnlaugsson fékk viðurkenningu frá Vélstjórafélagi Islands fyrir ágætan árangur í 2. stigi vélstjórnar. Muggur Matthíasson fékk viðurkenningu frá Félagi málm- iðnaðarmanna fyrir ágætan árangur í vélvirkjun. Jónas Jónsson (vélvirkjun) og Sigurður Rúnar Sigþórsson (málun) fengu viðurkenningu frá Landssambandi iðnaðarmanna fyrir ágætan árangur í faglegu námi iðnaðarmanna, hinum verklega þætti. Sigurður Rúnar fékk einnig viðurkenningu frá Stefáni og Birni sf., málarameist- urum, fyrir ágætan árangur í málun. Anna J. Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu frá Kaupmanna- félagi Akureyrar fyrir ágætan árangur á almennu verslunar- prófi. Loks fengu tveir skiptinemar, þær Alisha Phealan og Karisa Lynn Terry viðurkenningu frá VMA. kennt, dragið lærdóm af dýrri reynslu annarra. Launið upp- alendum ykkar með því að geta ykkur gott orð, því gott mannorð er dýrmætara en mikill auður. Farið víða og leitið hamingj- unnar, vitið þó að hún er ekki glitrandi málmur eða glóandi gull, hana finnið þið aðeins í hjarta ykkar, hún er hin innri gleði yfir vel unnu verki, hrein samviska góðs manns." Það var bjart yfir hinum föngu- lega hóp sem gekk út úr Akur- eyrarkirkju að athöfninni lok- inni. Veðrið var eins og best verður á kosið, sólskin og blíða, og hátíðahöldin stóðu langt fram á kosninganótt, enda tilefnið ærið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.