Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. júní 1990 - DAGUR - 5
tónlist
Djass á Sauðárkróki
Léttsveit Djassþings og Tónlist-
arskólans á Húsavík og tólf
manna djasskór l'rá Húsavík, sem
kallar sig Norðaustan tólf fóru í
tónleikaferð til Sauðárkróks og
Dalvíkur 19. maí. Á Sauðárkróki
voru tónleikarnir haldnir á Hótel
Mælifelli, en á Dalvík í „Ungó“.
Undirritaður sótti tónleikana á
Sauðárkróki. Þeir hófust með
söng djasskórsins undir stjórn
Davids Thomsons. Það var auð-
heyrt, að kórinn er í verulegri
framför. Þeir gallar, sem höfðu
spillt frammistöðu hans á tónleik-
um á Húsavík síðasta vetrardag,
höfðu slípast af að verulegu leyti.
Miklar framfarir höfðu orðið í
meðferð söngkerfisins, en vönd-
uð og jöfn beiting þess skiptir
höfuðmáli, þegar hver hinna tólf
söngvara syngur í sinn hljóð-
nema.
Þrátt fyrir mikla framför nrá
enn betur gera. Fyrir kom, að
gjallandi hljóð kom í söngkerfið,
svo sem í laginu Vertu ekki að
plata mig, þá brá fyrir misstyrk
radda. Loks naut sólóisti sín alls
ekki, þar sem styrkur hans var
ekki annaðhvort aukinn eða kór-
inn hafður nógu veikur.
Hljómur kórsins var yfirleitt
góður og tilfinning hans fyrir
sveiflu allnæm. Hann sýndi góð
tilþrif í til dæmis Let it be, Basin
Street Blues og Stúlkan mín eftir
Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Lakar tókst í til dæmis Didn’t We
og Það vaxa blóm á þakinu eftir
Jón Múla og Jónas. Útsetning
beggja þessara laga virtist vera
kórnum allt að því ofviða - eða
þá að allnokkuð skorti á æfingu.
Kórinn er ekki gamall í hett-
unni og hann er skipaður söng-
glöðu fólki með góðar raddir,
sem falla vel saman. Takist hon-
um að halda áfram á þeirri fram-
farabraut, sem hann nú er á, er
vafalaust, að unnendur djasstón-
listar á Noðurlandi eiga góða
hluti í vændum.
Léttsveitin er skipuð átján
hljóðfæraleikurum. Hún lék af
þrótti og leikgleði og náði tals-
vert góðri sveiflu. Einnig hafði
hljómsveitin vel áheyrilegt vald á
styrkbreytingum og leikur henn-
ar var allvel agaður.
Yfirleitt var hljómur hljóm-'
sveitarinnar góður og þéttur, þó
lesendahornið
i
Kirkjugestur hefur orðið:
ÓþarP að ryðjast út úr kirkjum
Kirkjugestui hringdi og vildi
vekja athygli á því sem hann kall-
aði „þrjúbíómenningu“ í kirkjum
nú til dags. Hann sagðist ekki
fara mjög oft til kirkju, en svo
virtist sem það væri orðin viðtek-
in venja að fólk ryddist út að
aflokinni messu. Kirkjugesturinn
taldi það vera sjálfsagða kurteisi
að fólk á fremstu bekkjum kirkj-
unnar færi fyrst út og síðan koll
af kolli. Þannig myndaðist ekki
Óánægð með
opnunartffiia
KEA Nettó
Húsmóðir hringdi...
og vildi koma því á framfæri fyrir
hönd nokkurra húsmæðra í Gler-
árhverfi að mikil óánægja ríkti
með opnunartíma NETTO-versl-
unar KEA í Höfðahlíð. Sagði
húsmóðirin að það væri eindregin
ósk hennar og fleiri að þessi búð
væri opin á sama tíma og aðrar
matvöruverslanir, jafnt á morgn-
ana og síðdegis, því með núver-
andi fyrirkomulagi, þ.e.a.s. að
verslunin er ekki opnuð fyrr en
kl. 13, nýtist hún ekki sem dag-
vöruverslun fyrir fólk sem býr í
næsta nágrenni hennar.
^ Sumir ^
spara sérleígubíl
aórir taka enga áhættu!
Eftireinn
-ei aki neinn
örtröð við kirkjuútganginn.
Umræddur kirkjugestur lét
þess getið að á dögunum liafi
hann farið á útskrift Verkmennta-
skólans á Akureyri í Akureyrar-
kirkju og þar hafi mannfjöldinn
ruðst út að aflokinni athöfn með
þeim afleiðingum að stúdentsefn-
in hafi átt erfitt með að komast
út.
að hinu brygði fyrir, að ekki væri
alveg næg fylling. Vald einstakra
hljómsveitarmeðlima á hljóðfær-
um sínum virtist í flestum tilfell-
um vera gott, en liitt gerðist því
miður líka, að gallar voru í tón-
myndun, sem að sjálfsögðu
spilltu áferð. Hér þarf að koma
til meiri æfing og með henni auk-
ið öryggi.
Nokkrir sólóistar komu fram
úr hljómsveitinni og léku með
henni. Þar báru af lipurleg tilþrif
Grétars Sigurðssonar, saxafón-
leikara. Grétar hefur til að bera
lagræna tilfinningu og hefur gott
vald á hljóðfæri sínu.
Stjórnandi Léttsveitarinnar á
Húsavík í vetur leið var Sandy
Miles. Hann gat ckki verið með
hljómsveitinni í tónleikaferð
hcnnar til Sauðárkróks og Dal-
víkur, en Norman Dennis hljóp í
skarðið. Hann stóð sig vel og var
fjörlegur við stjórnvölinn.
Norman Dennis mun stjórna
Léttsveitinni og líka djasskórn-
um á næsta starfsári, en núver-
andi stjórnendur hætta báðir
störfum á Húsavík. Það verður
skemmtilegt að fylgjast með því,
hvað samstarf Normans og
húsvísku djassistanna getur af
sér. Hann hefur til að bera sanna
tilfinningu fyrir þessari tónlistar-
grein.
Tónleikaferð Léttsveitarinnar
á Húsavík og djasskórsins voru
hluti undirbúnings Bretlands-
ferðar, sem farin verður í sumar.
Ferðin var líka nokkurs konar
landnám, þar sem þetta var í
fyrsta sinn, sem farin er ferð sem
þcssi vestur á bóginn. Vonandi
verður hún ekki sú síðasta.
Djassistarnir frá Húsavík eru vel
ferðafærir og eiga án efa eftir að
batna þegar tíma líða fram.
Haukur Ágústsson.
Vaglaskógur
Bannað er að tjalda í Vaglaskógi um
hvítasunnuhelgina.
Skógarvörður.
Akureyringar!
Kvenfélagið Hlíf þakkar ykkur góðar móttökur
við síðustu fjáröflun félagsins.
Ykkar hjálp er okkar styrkur.
Kvenfélagið Hlíf.
Hryssueigendur
Akureyri og nágrenni!
Stóðhesturinn Garður 1031 frá Litlagarði
verður til notkunar á húsi á Akureyri.
Upplýsingar gefur Ingóltur Sigþórsson í síma 27148
eða í Sörlagötu 7.
Plöntusala
Plöntusalan er hafin
Opið frá kl. 10.00-18.00 virka daga og frá kl.
13.00-16.00 um helgar.
Skógrækt ríkisins, Vöglum
og Laugabrekku Skagafíröi.
Sjáið glæsilega stórsýningu á
sumarhúsgögnum, fellihýsum,
garðvörum, útileguvörum, grillvör-
um, leiktækjum o.fl. o.fl.
Kynning og tilboðsverð á íslensk-
um grillkolum.
Vönduð gasgriU á sýningarverði
aðeins kr. 13.950.
Komið og gerið góð kaup,
bragið á sumardrykknum
MIX, o.fl. góðgæti.
Opið laugardag kl. 13-18.
hvítasunnudag 13-18.
annan í hvítasunnukl. 13-18.
Ókeypis heimkeyrsla á vörum alla
sýningardagana.
[W\
1—1 Samkort
Sýwngarsalur
Hölds sf.
greiðsluskilmálar
Tryggvanraut 10