Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. júní 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Hairn vissi að dauðinn var skammt undan - Johnnie Ray, maðurinn sem gerði lagið „Just Walkin’ in the Rain“ heimsfrægt, lést vegna ofdrykkju Margir af eldri kynslóðinni muna eftir Johnnie Ray, manninum sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 1951 í Bandaríkjunum. Hann varð m.a. þekktur fyrir lögin Cry, Just Walkin’ in the Rain, Somebody Stole My Gal og Brokenhearted. Pessi frægi skemmtikraftur lést 16. febrúar, vegna ofneyslu áfengis. Johnnie var 63 ára er hann lést. Læknar sögðu honum fyrir löngu að hætta strax að drekka áfengi, lifrin gæri gefið sig endanlega hvenær sem væri. Hann beið eftir lifrarígræðslu, en biðin endaði á þann eina veg sem læknarnir höfðu varað Johnnie við, ef hann hætti ekki að drekka. En hver er sagan á bakvið Johnnie Ray? Hann varð heimsfrægur árið 1951 fyrir lagið Cry. Stíll hann var blanda af rythma og blues, sveitatónlist og trúarlegri tónlist ásamt söngvum þel- dökkra. Hann varð ein af stórstjörnum 6. áratugarins, þangað til rokkið byrjaði. Pá féll tónlist hans að mestu í gleymsku, þótt alltaf hlustuðu margir á gömlu, góðu lögin hans. Johnnie þoldi ekki að vera í skugganum, hann fór að drekka til að deyfa sársaukann af vinsældamissinum. Það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. „Ég var vanur að fara reglulega í heimsókn til Johnnies,“ sagði einn vinur hans. „Mér brá, þegar hann fór að drekka svona mikið. Hann var jafnvel drukkinn á morgnana klukkan níu. Dag nokkurn fyrir skömmu kom ég í heimsókn. Johnnie var dauðadrukkinn, vafraði milli herbergja og söng, með slitinni röddu, gömlu lögin sín. Að lokum settist hann niður, og sagði grátklökkum rómi: „Ég vil ekki lifa lengur, þessum hörmungum verður að linna. Læknarnir vilja að ég hætti að drekka, en vín er það eina sem mér finnst einhvers virði núorðið. Ég vil ekki hætta,“ sagði hann. Síðustu mánuðina grátbáðu vinir Johnnies hann um að hætta að drekka, fara í meðferð eða ganga í AA samtök- in. Hann hló að öllum slíkum hugmynd- um, en hélt sig að flöskunni. Ráðleggingar læknanna dugðu aðeins í skamman tíma. Johnnie gat ekki haldið sig frá flöskunni meira en nokkra daga í einu. Heilsu hans hrakaði stöðugt. Eina vonin var að fá nýja lifur. Sú von brást. Nokkrum vikum fyrir andlátið sagði Johnnie Ray við gamlan vin.sinn: „Ég geri mér grein fyrir að ég hef hegðað mér eins og fífl. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir mörgum árum, þegar læknar ráðlögðu mér það fyrst. Nú veit ég að dauðinn nálgast.“ Johnnie Ray Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Draupnisgata 7 o, Akureyri, talinn eigandi Marselía Sigurðardóttir, föstud. 8. júní, '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Fjárheimtan h.f.______________ Eyrarvegur 4, Akureyri, þingl. eig- andi Vébjörn Eggertsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Veðdeild Landsbanka íslands. Gefjun, Gefjun vinnslus., o.fl., þingl. eigandi Álafoss, Akureyri, föstud. 8. júni, '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður. Glerárgata 34, Vörug. á bakl. A-1., þingl. eigandi Hjólbarðaþjónusta Heiðars, föstud. 8. júní, '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl. og íslandsbanki.__________________ Hólabraut 19, Hrísey, þingl. eigandi Vilhjálmur Ólafsson o.fl., föstud. 8. júni, ’90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hrísalundur 8 g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Harðarson o.fl., föstud. 8. júní, '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Verslunarlánasjóður. Hriseyjargata 6, n.h., þingl. eigandi Jónas Sigurðsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Karlsbraut 2, Dalvík, þingl. eigandi Sigurður Kristmundsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru. Hróbjartur Jónatansson og Trygg- ingastofnun ríkisins. Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eig- andi Hallgrímur Antonsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Byggðastofnun. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Arnarsíða 12 b, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinn Æ. Stefánsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson, hdi., Bæjar- sjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Borgarhlíð 6 a, Akureyri, þingl. eig- andi Jakob Jóhannesson, föstud. 8. júní, '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild Lands- banka íslands, Guðjón Ármann Jóns- son hdl. og innheimtumaður rikis- sjóðs. Byggðavegur 151, Akureyri, talinn eigandi Guðni Sigþórsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Dalbraut 9, Dalvík, talinn eigandi Sig- urgeir Sigurðsson, föstud. 9. júní, '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Tryggingastofn- un ríkisins, Hróbjartur Jónatansson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Espilundur 11, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður Ragnarsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Jóhannes Ásgeirsson hdl., íslands- banki og Gunnar Sólnes hrl. Gránufélagsgata 55, Akureyri, talinn eigandi Kathleen Jensen, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hdl. Hafnarstræti 18 b, Akureyri, þingl. eigandi Benedikt Bjarnason, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Hrísalundur 14 a, Akureyri, þingl. eig- andi Bjarni Hafþór Helgason, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Sigríður Thorlacius hdl. Karlsbraut 17, Dalvík, þingl. eigandi Sverrir Sigurðsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 14.30. Uppboösbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Gunn- ar Sólnes hrl. Karlsrauðatorg 20, Dalvík, þingl. eig- andi Bergur Höskuldsson o.fl., föstud. 8. júní, '90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Benedikt Ólafsson hdl. Kaupangur v/Mýrarveg O hl., Akur- eyri, talinn eigandi Tryggvi Rúnar Guðjónsson, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs, Björn Jósef Arnviðarson hdl„ Gjaldskil s.f., Guðmundur Kristjánsson hdl., Gunn- ar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Hróbjartur Jónatansson hdl., Benedikt Ölafsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Rimasíða 15, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Gunnarsson o.fl., föstud. 8. júní, 90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Veðdeild Landsbanka íslands, Hafsteinn Haf- steinsson hrl., Gunnar Sólnes hrl., Eggert B. Ólafsson hdl., Helgi Sig- urðsson hdl. og Haraldur Blöndal hrl. Sandskeið 31, Dalvík, þingl. eigandi Ölunn h.f., föstud. 8. júní, 90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl. og Sig- ríður Thorlacius hdl. Sæból, Dalvík, þingl. eigandi Haukur Tryggvason, föstud. 8. júní, '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Fjölnisgata 1 a, Akureyri, talinn eig- andi Járntækni hf„ miðvikud. 6. júní '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Gránufélagsgata 41 a, Akureyri, þingl. eigandi Arnar Yngvason o.fl„ miðvikud. 6. júní '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Réttarhvammur 3, Akureyri, þingl. eigandi þrb. Vinkils s.f„ miðvikud. 6. júní '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Ólafur Birgir Árna- son hdl„ Bæjarsjóður Akureyrar og Kristján Ólafsson hdl. Skíðabraut 1, Dalvík, talinn eigandi Vilmundur Þ. Kristinsson o.fl., mið- vikud. 6. júní '90, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl. og Hró- bjartur Jónatansson hdl. Syðri-Varðgjá, Öngulsstaðahreppi, þingl. eigandi Egill Jónsson, mið- vikud. 6. júní '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Búnaðarbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.