Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 1. júní 1990
Skinnaiðnaður Sam-
bandsins á Akureyri:
Útlit fyrir góða
aíkomu í ár
Allt bendir til aö afkoma
Skinnaiðnaöardeildar Sam-
bandsins á Akureyri verði með
viðunandi móti á þessu ári, eft-
ir taprekstur í fyrra. Afkoman
árið 1988 var verksmiðjunni
einnig óhagstæð.
Bjarni Jónasson, forstöðumað-
ur, segir að á síðari hluta ársins
1989 hafi reksturinn farið að
ganga betur, eftir erfitt tímabil
þar á undan. Afkoma skinnaiðn-
aðarins á þessu ári sé réttum
megin við núllið, og er útlit fyrir
að sútunin verði rekin með hagn-
aði á þessu ári. Stærstu markað-
irnir eru á Ítalíu, og fer um helm-
ingur framleiðslunnar til kaup-
enda þar í landi, en afgangurinn
til annarra Evrópuríkja og til
Suður-Kóreu.
Tölur um rekstrarafkomuna í
fyrra og afkomuna fyrstu mánuði
þessa árs verða ekki kynntar
opinberlega fyrr en á aðalfundi
Sambandsins í næstu viku.
Hjá Skinnaiðnaði Sambands-
ins eru 250 til 260 manns á launa-
skrá, en ársverk eru 210. Starfs-
mannafjöldi hefur ekki breyst frá
því á seinni hluta síðasta árs.
EHB
Kodak
Express
Gæöaframköllun
Tryggðu f ilmunni þinni
^besta ^Peóíomyndir^
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
A ávaxtatorgi.
Mynd: KL
Kaupfélag Eyfirðinga:
Skipaafgreiðsla í húsnæði
Fóðurstöðvariimar á Dalvík
- Kristján Ólafsson ráðinn forstöðumaður
Kaupfélag Eyfirðinga mun á
næstunni hefja rekstur skipaaf-
greiðslu á Dalvík í 800 fer-
metra húsnæði þar sem Fóður-
stöðin var áður til húsa. Krist-
ján Olafsson, fyrrverandi sjáv-
arútvegsfulltrúi KEA, hefur
verið ráðinn til að veita skipa-
afgreiðslunni forstöðu og mun
hann hefja störf í næstu viku.
Eins og kunnugt er hefur Fóð-
urstöðin verið úrskurðuð gjald-
þrota og stendur húsnæði henn-
ar, sem er í eigu Kaupfélags Ey-
firðinga, autt. Einhvern næstu
daga verður byrjað að fjarlægja
tækjabúnað út úr húsinu og rýma
fyrir vörulager skipaafgreiðsl-
unnar.
KEA hefur lengi haft skipaaf-
greiðslu á Dalvík, en með því að
komast í eigið húsnæði er sýnt að
umfang hennar eykst nú veru-
lega. Auk þjónustu við skip Sam-
bandsins og Ríkisskips hefur
KEA umboð fyrir nýju Eyja-
fjarðarferjuna.
Að sögn Magnúsar Gauta
Gautasonar, kaupfélagsstjóra
KEA, er mjög mikil vinna að
byggja upp öfluga skipaafgreiðslu,
Skógrækt ríkisins:
UmdæmisMtrúi til Akureyrar á næsta ári?
I höfuðstöðvum Skógræktar
ríkisins er stefnt að ráðningu
umdæmisfulltrúa stofnunar-
innar í öllum landsfjórðung-
um. Einn slíkur hefur þegar
verið ráðinn á Austurlandi,
fyrir dyrum stendur að ráða
annan á Suðurlandi og þann
þriðja á Norðurlandi. Sá
möguleiki kemur sterklega til
greina að umdæmisfulltrúi á
Norðurlandi hafi aðsetur á
Akureyri, en Akureyrarbær
hefur boðið Skógrækt ríkisins
Sigluíjörðiir:
Nýr meirihluti óháðra og
krata myndaður í gær
- Björn Valdimarsson næsti bæjarstjóri
„Já, ég er mjög ánægður með
þennan samning og ég hygg að
menn af báðum listum séu
ánægðir með hann,“ sagði
Ragnar Ólafsson, efsti maður
á F-lista óháðra á Siglufirði, en
í gær náðist samkomulag milli
hans og A-lista Alþýðuilokks
um meirihlutamyndun í bæjar-
stjórn Siglufjarðar.
Samkvæmt samkomulaginu,
sem á eftir að bera undir félags-
fund beggja aðila, verður Krist-
ján Möller, oddviti A-lista
Alþýðuflokks, forseti bæjar-
stjórnar og Björn Valdimarsson,
sem skipaði fimmta sæti á F-lista
óháðra, bæjarstjóri. Björn hefur
að undanförnu unnið að átaks-
verkefni í atvinnumálum á Siglu-
firði.
F-listi fékk þrjá menn kjörna í
kosningunum sl. laugardag og A-
listi tvo menn kjörna.
Ragnar vildi ekki ræða
afnot af Hömrum 2 til rann-
sókna- og tilraunastarfsemi.
Að sögn Jóns Loftssonar,
skógræktarstjóra, eru þessi mál
stutt komin. Umdæmisstjóri
Norðurlands myndi ekki taka til
starfa fyrr en á næsta ári í fyrsta
lagi, og e.t.v síðar. Hlutverk
umdæmisfulltrúa er margþætt.
Starfssvið tekur m.a. til áætlana-
gerðar, leiðbeininga um skóg-
rækt og úttekt á bændaskógrækt.
Með því að skipuleggja yfirstjórn
Skógræktar ríkisins á þennan
hátt yrði komið í veg fyrir að hún
takmarkaðist við einn eða tvo
staði á landinu.
Aðeins menntaðir skógrækt-
arfræðingar koma til greina við
ráðningu í stöðu umdæmisfull-
trúa. Samvinna við Skógræktar-
félag Eyjafjarðar eða Búnaðar-
samband Eyfirðinga varðandi
starfssvið hans kemur sterklega
til greina, því samstarf verður
augljóslega að vera með þessum
aðilum. EHB
t.d. hvað varðar viðskiptasam-
bönd. Hann sagði að KEA hafi
um skeið verið í viðræðum við
'Skipadeild SÍS og Ríkisskip um
fyrirkomulag skipaafgreiðslu á
Dalvík og þeir aðilar hafi ein-
dregið mælt með því að Kristján
Ólafsson tæki þetta starf að sér.
„Ég er mjög ánægður með að
Kristján hefur fengist í þetta
starf. Hann gjörþekkir þessi mál
og hefur starfað við þetta, m.a.
þegar hann var hér á Akureyri,“
sagði Magnús Gauti. óþh
Sauðárkrókur:
Jeppaferðir á
golfvellimim
Nokkuð annasamt hefur verið
hjá lögreglunni á Sauðárkróki
undanfarið. Tíðar yfirheyrslur
yfir Drangeyjarjarlinum og sitt-
hvað fleira. í vikunni sem leið
rannsakaði lögreglan jeppa-
ferðir á golfvellinum á Sauðár-
króki. Ókumaður jeppa gerði
sér lítið fyrir og ók inn á golf-
völl þeirra Sauðkrækinga.
Að sögn Björns Mikaelssonar
yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki
var ekki um ölvunarakstur að
ræða. Ökumaður Range Rover
bifreiðar festi hana á golfvellin-
um og þurfti aðstoð til að ná
henni upp. Við yfirheyrslur ját-
aði ökumaður jeppans að hafa
ekið honum á golfvellinum en
hann var ekki eigandi bílsins.
Eigandinn mun hafa verið með í
för en talsvert ölvaður. Ekki er
komin fram bótakrafa frá golfur-
um en líklegt er að hún komi.
Rúður voru brotnar í þunga-
vinnuvél sem er í eigu Beltavéla
hf. í Skagafirði. Vélin var stað-
sett í Gönguskörðum og voru
allar rúður brotnar í henni, en
hverjir voru að verki er ekki
upplýst. kg
mni-
hald samkomulagsins að svo
stöddu. Hann sagðist telja eðli-
legt að félagsfundir fjalli um það
áður en það verði gert opinbert.
Ragnar sagði aðspurður að í ljós
yrði að koma hver yrði formaður
bæjarráðs.
Ljóst er að atvinnumálin og
heldur erfið fjárhagsstaða Siglu-
fjarðarbæjar verða stærstu við-
fangsefni nýs meirihluta bæjar-
stjórnar á Siglufirði.
„Við erum ánægð með þennan
málefnasamning, enda held ég að
megi segja að málefnaágreining-
ur hafi ekki verið til staðar milli
þessara aðila,“ sagði Ólöf Krist-
jánsdóttir, sem skipaði annað
sæti á lista Alþýðuflokksins.
Ólöf sagði vitað að þessa nýja
meirihluta og bæjaryfirvalda á
Siglufirði biðu stór verkefni, efst
á blaði væru erfiðleikar í atvinnu-
málum og erfið fjárhagsstaða
bæjarins. óþh
Nýr meirihluti D- og N-lista í bæjarstjórn Dalvíkur:
Trausti verður forseti og
Jón foimaður bæjarráðs
Gerður hefur verið samning-
ur um meirihlutasamstarf D-
lista Sjálfstæðisflokks og
óháðra og N-lista Jafnaðar-
manna í bæjarstjórn Dalvík-
ur. D-listi fékk þrjá menn
kjörna í kosningunum sl.
laugardag og N-listi einn
mann. í hlut D-lista kemur
embætti forséta bæjarstjórn-
ar og er fastlega gert ráð fyrir
að fráfarandi forseti, Trausti
Þorsteinsson, gegni því
áfram. í hlut N-Iista kemur
embætti formanns bæjarráðs
og mun Jón K. Gunnarsson
taka það að sér.
Gengið var frá málefnasamn-
ingi listanna sl. miðvikudags-
Trausti Þorsteins-
son.
kvöld. Að sögn Trausta Þor-
steinssonar hefur slíkur form-
legur undirritaður samningur
ekki áður verið gerður milli
samstarfsaðila í bæjarstjórn
Dalvíkur.
Trausti sagðist vera ánægður
með málefnasamninginn. Hann
sagði að samkvæmt honum yrði
unnið áfram á svipaðri braut og
fylgt svipaðri stefnu og mörkuð
hefði verið í samstarfi þessara
tveggja afla í meirihluta á liðnu
kjörtímabili. Áhcrsla yrði t.d.
lögð á hafnarmál og íþrótta- og
æskulýðsmál. „Við mörkum þá
stefnu að eyða ekki umfram
efni,“ sagði Trausti. „Við vilj-
um gæta aðhalds í fjármálum
bæjarins eins og á síðasta kjör-
tímabili og gæta okkur á því að
ráðast ekki í of miklar fjárfest-
ingar og forðast að hleypa okk-
ur í skuldir," sagði Trausti.
Ekki náðist í Jón K. Gunn-
arsson, bæjarfulltrúa N-listans,
í gær. óþh