Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 4
 4 - DAGUR - Föstudagur 1. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), ‘ INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), 1 JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ’ ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, I VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN I ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON I AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON I . DREIFINGARSTJÓRI: ; HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL , PRENTUN: DAGSPRENT HF. > SÍMFAX: 96-27639 TiMýðileg virð- ing fvrir lýðræðinu? Það er hægt að túlka tölur með ýmsum hætti. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, túlkuðu úrslitin í bæjar- og sveitar- stjórnakosningunum um síðustu helgi á þann veg að í þeim fælist skýlaus krafa kjósenda til ríkisstjórnarinnar um að hún segði af sér án tafar og boðað yrði til nýrra kosninga. Þessa „kröfu kjósenda" settu þeir fram í fjöl- miðlum skömmu eftir að kosningaúrslit lágu fyrir. Það ber út af fyrir sig vott um nokkurn kjark eða jafnvel óskamm- feilni að túlka kosningaúrslitin með þessum hætti, því sjálfstæðismenn voru alls ekki ótvíræðir sigurvegarar þessara kosninga. Það er að vísu staðreynd að í Reykjavík og nokkrum nágrannabæjum vann Sjálfstæðisflokkurinn glæstan kosningasigur svo og á nokkrum stöðum úti á landsbyggðinni. Hitt er jafnaugljós staðreynd að víða úti um land tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi eða stóð í stað. Af þessu má sjá að vinsældir Sjálfstæðisflokksins á lands- vísu eru málum blandnar. Af því má aftur draga þá álykt- un að stefna núverandi forystu flokksins sé þeim sem á landsbyggðinni búa ekki mjög hugleikin. Á þetta er minnt hér ef einhver kynni að hafa gleymt því að í Alþingiskosningum hafa allir landsmenn 18 ára og eldri kosningarétt, óháð búsetu. í annan stað er ástæða til að minna formann og vara- formann Sjálfstæðisflokksins á þá staðreynd að Fram- sóknarflokkurinn kom mjög sterkur út úr kosningunum um síðustu helgi. Hann jók fylgi sitt mjög víða um land, sérstaklega á Norður- og Austurlandi og reyndar einnig í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík, þótt í minna mæli væri. Framsóknarflokkurinn vann t.d. sinn stærsta kosningasigur á Akureyri í rúm 20 ár á sama tíma og sjálf- stæðismenn töpuðu þar fylgi. Það er nokkuð langsótt að túlka þessa niðurstöðu sem svo að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, eigi að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt án tafar! A-flokkarnir töpuðu reyndar talsverðu fylgi í kosningunum og þá sér í lagi Alþýðubandalagið. Alþýðu- flokkurinn vann á hinn bóginn glæstan sigur í Hafnarfirði og náði þar hreinum meirihluta. Á sama tíma tapaði Kvennalistinn umtalsverðu fylgi nær alls staðar þar sem hann bauð fram, og er flokkurinn þó í stjórnarandstöðu á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum. Af þessu sést að túlk- un formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins á kosningaúrslitunum er afar vafasöm, svo ekki sé meira sagt. Síðast en ekki síst felst í þessari túlkun þeirra ákveðin lítilsvirðing á lýðræðislegum rétti kjósenda. Leikreglur lýðræðisins veita landsmönnum vald til að kjósa bæjar- og sveitarstjórnir á fjögurra ára fresti og landsstjórn með sama millibili, alla jafna. Um er að ræða tvennar, aðskild- ar kosningar. Úrslitin í öðrum kosningunum geta vissu- lega haft áhrif á úrslit hinna og gera það oftast. En úrslit sveitarstjórnakosninga ómerkja aldrei það umboð sem kjörnir fulltrúar á Alþingi hafa áður fengið frá umbjóð- endum sínum, kjósendum, í landsstjórnarkosningum. Það sama gildir auðvitað um úrslit alþingiskosninga hverju sinni. Ef sú væri ekki raunin, væri grundvöllur lýð- ræðisins brostinn. Það er vart til of mikils mælst að kjörnir fulltrúar í bæjar- og sveitarstjórnum sýni það í verki að þeir beri tilhlýðilega virðingu fyrir lýðræðinu. BB. hvaðeroð gerast Dalvík: Vorkoma Lionsmanna um helgina Lionsmenn á Dalvík efna til Vorkomu á Dalvík um helg- ina, en hún er orðin fastur lið- ur í menningarlífi á Dalvík. Að vanda verður dagskrá Vor- komunnar fjölbreytt og ætti fólk að fínna eitthvað við sitt hæfí. Vorkoma Lionsmanna verður sett í gamla skólahúsinu á morgun kl. 14. Af einstaka dagskrárliðum má fyrst nefna sýningu Sigurlaugar Jóhannesdóttur, Sillu, í Ráðhús- inu á Dalvík. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 20 2., 3., 4. júní. Sigurlaug er fædd 24. septem- Til fjölda ára hefur verið siður í Akureyrarsókn að kalla til eldri fermingarbarna á hvítasunnunni og hvetja til kirkjugöngu. Margir hafa tekið þeim tilmælum vel og fjölmennt til hátíðarguðsþjón- ustu í Akureyrarkirkju á hvíta- sunnudag kl. 11 og notið þess að eiga helga stund í fermingarkirkj- unni. Nokkrir afmælisárgangar hafa einnig átt saman ánægjuleg- ar stundir á eftir þar sem ýmislegt hefur verið rifjað upp og gömul kynni endurnýjuð. Hafa sumir jafnvel komið langt að og átt ógleymanlega endurfundi við gamla félaga og vini. Að þessu sinni eru eldri sem yngri enn minntir á að nota hvíta- sunnuhátíðina til að minnast fermingar sinnar og hugleiða mikilvægi þeirrar viljayfirlýsingar sem gefin var á fermingarstund- inni. En sérstaklega er vænst þátttöku þeirra sem eiga tíu, tut- tugu, þrjátíu og fjörutíu ára ferm- ingarafmæli en það eru árgang- arnir fæddir 1936, 1946, 1956 og 1966. Akureyrarkirkja verður 50 ára síðar á þessu ári en kirkjan var vígð 17. nóv. 1940. Af því tilefni hafa miklar framkvæmdir átt sér Steingrímur Sigurðsson, listmál- ari, opnar sína 69. einkasýningu í Staðarskála laugardaginn 2. júní kl. 17.00. Áætlað er að sýning- unni ljúki 14. júní. Á sýningu Steingríms eru 40- 50 verk og eru t.a.m. rnargar myndir úr Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. Þetta mun vera þriðja sýning Steingríms í Húna- vatnssýslum. Magnús og Eiríkur Gíslasynir í Staðarskála eiga 30 ára afmæli Hápunktur þessarar helgar í menningarlegu tilliti er án efa tónleikar Vínardrengjakórsins í Akureyrarkirkju á morgun kl. 16. Forsala aðgönguntiða hefur gengið vel síðustu daga og má fastlega gera ráð fyrir að uppselt verði í kirkjuna. ber 1945. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og sótti frekara nám við Instituto Allende Mexico árið 1972. Sigur- laug hefur á sl. vetri starfað sem myndmenntakennari við Grunn- skólann á Dalvík, en áður hefur hún kennt við Laugaskóla, Mynd- lista- og handíðaskólann, Institu Ambar í Montreal í Kanada og Vestlands Kunstakademi í Berg- en í Noregi. Silla hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og hún hefur haldið fimm einkasýningar hér á íslandi, Finnlandi og Danmörku. Árið stað bæði við kirkjuna sjálfa sem og umhve.fi hennar. En stærsta verkefnið er þó bygging hins nýja safnaðarheimilis í brekkubrún- inni sunnan og austan við kirkj- una og hefur það þegar verið tek- ið í notkun að hluta til. Á hvítasunnudag kl. 15 sýnir Leikklúbburinn Saga í Dyn- heimum ævintýragrímuleikinn „Prinsessan og seiðskrattinn", sem er unninn upp úr einu af ævintýrum H.C.Andersen. Leikverkið er lokapunktur á grímunámskeiði hjá leikklúbbn- um þar sem kennt var að búa til grímur og leika með þær. Leiðbeinandi og leikstjóri er Sigurþór A. Heimisson, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Þrátt fyrir að verkið sé byggt á dæmigerðu ævintýri er útfærsl- an kannski ekki dæmigerð en fram koma kóngur og drottning, sem veitingamenn 9. júní og var það þegar ákveðið á síðasta ári að Steingrímur yrði með sýningu í kringum þessi tímamót. í spjalli við Dag sagðist Stein- grímur hafa fengið nýja vinnu- stofu við Hallveigarstíg í Reykja- vík og honum hefði orðið mikið úr verki eftir að hann komst þar inn. En hann var líka á ferð um Norövesturland og greip fyrir- myndir úr umhverfinu. SS Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Vínardrengjakórinn. Hann er heimsfrægur, hefur enda skapað sér sérstöðu í tónlistarlíf- inu. Kórinn kemur hingað á Listahátíð í Reykjavík, en sem betur fer fyrir unnendur góðrar tónlistar tókst að fá hann norður til að syngja á einum tónleikum. óþh 1981 og 1986 hlaut hún starfslaun listamanna, 1982 fékk hún fimm mánaða dvöl í Nordisk Kunst- centrum í Sveaborg í Finnlandi og 1987 hlaut hún styrk úr Menning- arsjóði Finnland-ísland. Af öðrum liðum á Vorkomu Lionsmanna um helgina má nefna sýningu safnara í gamla skólanum. Þar verða einnig sýnd- ar myndir í samkeppninni „Líf og friður“ og þá sýnir Valgerður Guðmundsdóttir bútasaum. Þessar sýningar verða opnar á morgun, sunnudag og mánudag frá kl. 14 til 20 alla dagana. Kvikmyndasýning verður á annan í hvítasunnu kl. 15 og 17. Sýnd verður myndin „Beint á ská“. Að kvöldi annars í hvítasunnu kl. 21 syngur Kirkjukór Dalvíkur undir stjórn Hlínar Torfadóttur í Dalvíkurkirkju innlend og erlend lög. Þá syngur Oskar Pétursson, tenór, einsöng og séra Jón Helgi Þórarinsson syngur með honum dúett. Undirleikari er Guðrún A. Kristinsdóttir. óþh prinsessa, seiðskratti, vonbiðill og bjargvættur. Þetta verður eina sýningin á grímuleiknum og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Eins og áður segir er verkið sýnt í Dyn- heimum kl. 15 nk. sunnudag, 3. júní. Gamli-Lundur: Sýning Ingvars Þorvaldssonar Ingvar Þorvaldsson, listmálari, opnar málverkasýningu í Gamla- Lundi á Akureyri, laugardaginn 2. júní kl. 14.00. Á sýningunni eru 40 verk, olíu- málverk og vatnslitamyndir. Málverkasýning Ingvars er sú tuttugasta í röð einkasýninga, en hann hefur sýnt list sína á Akur- eyri fyrr og ætíð hlotið góða dóma. Sýningin er opin kl. 14.00- 20.00 daglega, en henni Iýkur þriðjudaginn 5. júní. Hrísey: Galloway-mót í briddsámánudag Svokallað Galloway-mót í bridds verður haldið í Hrísey á annan hvítasunnudag og stend- ur frá kl. 10 til 18 síðdegis. Mótið fer fram á veitinga- staðnum Brekku og verður spilað um vegleg verðlaun sem Einangrunarstöð holdanauta gefur. Sex sterkar sveitir mæta til leiks, sveit Þorsteins Friðriksson- ar frá Ungmennafélaginu Dagsbrún, sveit Gylfa Pálssonar frá Ungmennafélagi Skriðu- hrepps, sveit Eiríks Helgasonar Dalvík, sveit Sparisjóðs Hríseyj- ar Hrísey, sveit Jóns Sigurbjörns- sonar Siglufirði og sveit Grettis Frímannssonar frá Akureyri. Fermingarafmæli í Akureyrarkirkju Myndlist: Steingrímur sýnir í Staðarskála Tónleikar helgarinnar á Norðurlandi: Vínardrengjakórinn í Akureyrarkirkju Dynheimar: „Prinsessan og seiðskrattinn“ á fjölunum á hvítasunnudag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.